Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984 79 Sameining matskerfa — eftirStefán Ingólfsson ótrúlega margir aðilar fást við skráningu og mat fasteigna í okkar þjóðfélagi. Mörg verk eru unnin af tveimur eða fleiri aðilum. Ekki er óalgengt að fjórir eða fimm óskyldir aðilar vinni hlið- stæð störf án þess að um sam- vinnu á milli þeirra sé að ræða. Sem lítið dæmi um verk, sem unn- ið er á mörgum stöðum, má nefna útreikninga á stærðum húsnæðis. Til skamms tíma reiknuðu sjö að- ilar stærðir á íbúðarhúsnæði. Engir tveir notuðu þó sömu regl- ur. Þó að varast beri að draga af þessu dæmi of algildar ályktanir er nokkuð ljóst að með samvinnu og samhæfingu hinna ýmsu aðila má ná fram umtalsverðu hagræði. Margir aðilar Það stendur allri samræmingu mjög fyrir þrifum hversu margir óskyldir aðilar fara með hina ýmsu þætti, sem snúa að skrán- ingu og mati fasteigna. Innan ríkiskerfisins heyra þessi mál undir mörg ráðuneyti. Innan hvers ráðuneytis skiptast þau síð- an á stofnanir, deildir og fyrir- tæki. Þá eru sveitarfélög ótalin og ýmsir aðrir opinberir aðilar og einkaaðilar. Til dæmis um það á hversu margar hendur þessi mál skiptast má nefna fasteignaskráningu í Reykjavík. í höfuðborginni eru liðlega 30 aðilar sem safna eða skrá upplýsingar um fasteignir í borginni. Margir aðilar vinna störf, sem talin voru nauðsynleg á þeim tím- um þegar ekki var gerlegt að flytja upplýsingar á tölvuskrám frá einum aðila til annars. Þá þurfti að skrá allar upplýsingar á þeim stað, sem átti að nota þær, jafnvel þó þær væru þegar til skráðar á öðrum stað. Tækni þeirra tíma bauð ekki upp á ann- að. Nú eru mörg þessi störf úrelt vegna hinnar nýju tölvutækni. Tölvuskráning og úrvinnsla upplýsinga í tölvu býður upp á mikla einföldun og hagræðingu, sem ekki er hagnýtt sem skyldi við fasteignaskráningu og mat fast- eigna enn sem komið er. Tækni- lega er lítið því til fyrirstöðu að sameina mörg verk og eyða tví- verknaði. Fyrirstaðan liggur eink- um í hinni miklu dreifingu verk- efna í stjórnkerfinu. Dýrt verk og mannfrekt Mjög erfitt er að telja saman af nákvæmni hversu margir íslend- ingar vinna við skráningu upplýs- inga um fasteignir, úrvinnslu þeirra, upplýsingagjöf og fleira. Ætla má þó að á annað þúsund manns starfi við þennan mála- flokk í opinbera kerfinu. Það er ekki nákvæm tala og sett niður til að gefa lesendum hugmynd um SKÓLAFÓLK er nú óöum aö koma út á vinnumarkaðinn fyrir sumariö. Mbl. haföi samband viö Atvinnumiöl- un stúdenta og Ráðningaskrifstofu Reykjavíkurborgar til að kanna hvernig gengi aö útvega þeim vinnu sem þar hafa sótt um. Miöast tölurn- ar við þann 16. maí. Að sögn Gunnars Helgasonar hjá Ráðningaskrifstofu borgarinn- ar eru nú 151 skólapiltur og 166 skólastúlkur atvinnulaus, af þeim sem þar eru á skrá og miðast þess- ar tölur við fólk sem lokið hefur hversu umfangsmikil þessi starf- semi er. Kostnaður við starfsemina verður tæplega lægri en 300 millj- ónir króna á yfirstandandi ári. Sennilega er kostnaðurinn enn hærri jafnvel allt að hálfum millj- arði króna. Sökum þess hversu margir aðil- ar fást við þessi störf sést mönnum oft yfir umfang starf- seminnar. Hjá Fasteignamati ríkisins, sem margir taka sem samnefnara fyrir opinbera skrán- ingu fasteigna, starfa rúmlega 30 manns. Það eru nálægt 3% af þeim fjölda, sem talinn var að framan. Sama er uppi á teningnum varð- andi kostnað vegna þessara starfa. Hann er ekki unnt að lesa í einni upphæð í fjárlögum ríkisins eða fjárhagsáætlunum sveitarfélaga. Svo aftur sé tekið dæmi af Fast- eignamatinu nemur velta þess ekki meiru en 5% af þeim upp- hæðum, sem taldar eru að framan. Tvö stór matskerfi — Tvíverknadur Tvíverknaður við skráningu og mat fasteigna kemur mjög vel í ljós þegar litið er til hinna tveggja stóru opinberu matskerfa Fast- eignamats og Brunabótamats. Þeim tengjast báðum samanlagt nálega 500 manns þegar allt er talið. Auk þeirra eru ýmis matskerfi, sem eru sérhæfðari og smærri í sniðum. Húsnæðisstofnun ríkis- ins, bankar, lífeyrissjóðir og opinberir lánasjóðir hafa til dæm- is matsmenn á sínum snærum. Margir hafa vakið athygli á því hagræði, sem talið er að fylgi því að sameina sem flest þessara matskerfa undir eina stjórn. Á Al- þingi hafa tvisvar komið fram til- lögur, sem stefna í þessa átt. Við umræðu um sameiningu matskerfa hefur komið skýrt í ljós að hún strandar ekki á tækni- legum atriðum heldur koma þar til aðrar ástæður. Með þeirri tækni, sem við höfum yfir að ráða hér á landi, er nokkuð Ijóst að sameina má framkvæmd 6 teg- unda af „fasteignamati" og fela einum aðila umsjón þeirra. Það eru: Skattamat. ss núverandi fast- eignamat — Brunatryggingamat — Veðhæfnismat — Kostnaðar- mat þ.e. mat á byggingarkostnaði eða endurbótum — Mat á gang- verði — Viðlagatryggingamat. Hverja matsfjárhæð fyrir sig má reikna út án tillits til hinna. Matsfjárhæðirnar má sameina í einni tölvuskrá, sem komi í stað þeirra, sem notaðar eru nú. Einnig má gefa út sérstakar skrár um brunabótamat og fasteignamat eins og verið hefur. Hinir tækni- legu þættir, sem snúa að samræm- ingunni eru ekki til fyrirstöðu og ekki er sjáanlegt annað en leysa megi tæknileg vandamál á tiltölu- lega skömmum tíma. vorprófum. „Alls hafa okkur borist 1254 atvinnuumsóknir frá fólki á öllum skólastigum eftir 16 ára og eldri, svipað og sama dag í fyrra, þegar 1286 höfðu sótt um,“ sagði Gurtnar, en 1534 umsóknir bárust alls í fyrrasumar. „Umsóknir hafa borist allt frá því 1. apríl, en fólk þarf síðan að staðfesta þær um leið og skóla lýkur. Ég á von á að við getum útvegað um 1000 manns vinnu, miðað við undanfarin ár, flestum hjá borg- inni. Þar fengu um 800 manrts Hver á að annast matið? í þeim umræðum, sem farið hafa fram um sameiningu mats- kerfanna, hefur komið fram að þeir, sem hagsmuna eiga að gæta, hafa ekki viljað sleppa þeim áhrif- um sem þeir hafa á framkvæmd matsins nú. Það er mjög mikilvægt að þeir aðilar, sem mestra hagsmuna eiga að gæta við framkvæmd mats og skráningar geti haft eðlileg áhrif á störf og starfsaðferðir þess að- ila, sem annast verkið. í dag eiga fjórir aðilar mikilla hagsmuna að gæta við fram- kvæmd fasteignamats og bruna- bótamats. Það eru eigendur fast- eignanna, ríkissjóður, sveitarfé- lögin í landinu og brunatrygg- ingafélögin. Þrír síðasttöldu aðilarnir þurfa að geta haft bein áhrif á stjórnun matsins í heild. Eigandinn þarf að geta haft áhrif á mat sinna eigna. Bankar og ýmsar lánastofnanir hafa til skamms tíma notað hið tvíþætta opinbera mat og þó ein- kum brunabótamatið, sem mæli- kvarða á veðhæfni fasteigna. Þessi mælikvarði er alls ekki nógu góð- ur. Réttara er að láta útbúa sér- staka veöhæfnisskrá fyrir þessa aðila og nota brunabótamatið og fasteignamatið einungis í upphaf- legum tilgangi. Með breyttu fyrirkomulagi á mati fasteigna eru lánastofnanir og bankar því orðnir hagsmunaað- ilar. Opinberir aðilar, sem hags- muna eiga að gæta má því í raun telja fjóra. Brunabótamatið — Fasteignamatið — Nýr aðili? Til að leysa hið sameinaða matsverkefni þarf annað hvort að finna aðila, sem þegar er til í þjóð- félaginu eða stofna til þess nýtt fyrirtæki eða stofnun. Fram hafa komið tillögur um að fela Brunabótamatinu að annast einnig fasteignamat. Brunabóta- matskerfið sem heild hefur hins vegar þann annmarka að það fell- ur ekki undir einn ákveðinn aðila. Tveir matsmenn starfa í hverju sveitarfélagi. Þeir hafa alla jafna náið samstarf við það brunatrygg- ingafélag, sem tryggir hús í þeirra sveitarfélagi en eru þó ekki starfsmenn þess. Brunatrygg- ingafélögin eru þrjú: Bunabótafé- lag fslands, Hústryggingar Reykjavíkur og Samvinnutrygg- ingar. Þau hafa ekki samvinnu sín á milli um framkvæmd bruna- bótamatsins. Af þeim sökum er enginn einn aðili, sem hefur yfir- stjórn brunamótamatsins. Þá hafa komið fram tillögur um að fela Fasteignamati ríkisins framkvæmd brunabótamats jafn- hliða fasteignamatinu. FMR er ekki illa á vegi statt tæknilega að taka við þessum auknu matsverk- efnum. Stofnunin hefur yfir að ráða einu tölvuskránum, sem taka til allra fasteigna á landinu og sumarvinnu í fyrra, og fór stærstur hópur þeirra í vinnu við útivistar- svæði, 300 við garðyrkjú og um 100 við skógrækt. Hvort umsóknir í ár verða fleiri en í fyrra er ekki hægt að sjá, því að umsóknir eru að ber- ast fram eftir sumri,“ sagði Gunn- ar Helgason. „Frá því að við fórum af stað 2. maí hafa okkur borist um 260 um- sóknir frá fólki á öllum aldri, en í fyrrasumar bárust okkur alls um 600 umsóknir," sagði Jóhann Boga- son hjá Atvinnumiðlun stúdenta. „Hinsvegar hefur ekki gengið nógu Stefán Ingólfsson „í þessari grein er fjallað um það hagræði, sem má fá fram með því að sameina öll opinber matskerfi fasteigna undir eina yfirstjórn. Greinarhöfundur telur þetta mál ekki stranda á tæknilegum atriðum heldur komi aðrir þættir þar til.“ gæti bætt brunatryggingaskrám við með litlum fyrirvara. Erfiðleikar Fasteignamatsins felast í því hversu staða þess í ríkiskerfinu er ósjálfstæð. Auk þess hafa viðskiptamenn ekki hönd í bagga með rekstri og skipu- lagi stofnunarinnar. Til þess að FMR geti tekið við öllum þeim tegundum matsstarfa, sem nefnd hafa verið, þyrfti að breyta stöðu þess og starfsháttum nokkuð. Að síðustu er sá möguleiki fyrir hendi að fela nýjum aðila, sem ekki er tiL nú, framkvæmd allra opinberra matsstarfa. Slíkur aðili getur verið sjálfstæð stofnun eða sameignarfyrirtæki þeirra aðila, sem nota matið. Þá er einkum átt við þá aðila, sem nefndir voru að framan: ríkissjóð, sveitarfélög, tryggingafélög og lánastofnanir. Þeir myndu þá eiga fulltrúa í stjórn stofnunarinnar eða fyrir- tækisins. Það seldi síðan þjónustu sína á kostnaðarverði. Sem dæmi um tæknivædd sameignarfyrirtæki af þessari tegund má nefna Skýrslu- vélar ríkisins og Reykjavíkurborg- ar og Landsvirkjun. Hvað stendur í vegi fyrir hagræðingu? Eins og áður segil" er ein veiga- mikil ástæða þess að samræming í opinberri skráningu og mati fast- eigna gengur hægt sú að ákvörðun þarf að taka á mörgum stöðum og sætta þarf ólík sjónarmið. Þá hef- ur það talsverð áhrif hversu marg- vel að útvega þessu fólki störf, á þriðja tug manna hafa fengið vinnu i gegnum atvinnumiðlunina og það er sammerkt með þeim störfum að þau eru láglaunastörf, mest skrifstofustörf og byggingarvinna. Við sendum yfir 300 bréf til ým- issa fyrirtækja, auglýsum daglega, þannig að þeir atvinnurekendur sem vilja vita af þessari starfsemi og ég vil hvetja þá til að hafa sam- band. Við höfum nægan starfskraft og fjölhæfan, sem er í atvinnuleit," sagði Jóhann Bogason. flókin þessi mál hafa orðið með tímanum. Þeir aðilar, sem vilja kynna sér stöðu þeirra lenda oft í erfiðleikum með að fá raunsæja heildarmynd af ástandinu. Fáar úttektir hafa verið gerðar og því er furðu lítil almenn vitneskja til í opinbera kerfinu um þennan málaflokk. Hvað sameiningu hinna stóru matskerfa varðar kemur að auki önnur ástæða til. Undanfarin ár hafa verið nokk- uð skiptar skoðanir um ágæti þess fyrirkomulags, sem haft er á brunatryggingum húsnæðis hér á landi. Það felst í því að allar eignir í sama sveitarfélagi eru tryggðar hjá sama brunatryggingafélagi. Sveitarstjórnin semur við það fé- lag, sem býður best kjör að hennar mati, um að það tryggi allar eignir í sveitarfélaginu. Brunatrygg- ingar eru samkvæmt því ekki frjálsar á sama hátt og til dæmis bifreiðatryggingar. Ýmsir aöilar hafa barist gegn þessu fyrirkomulagi og viljað gefa brunatryggingarnar frjálsar. Aðr- ir hafa aftur á móti viljað halda i núverandi ástand. Um þetta hafa skapast nokkur átök enda eru all- miklir hagsmunir í húfi. Nauðsynleg forsenda fyrir því að gefa megi brunatrygginganar alveg frjálsar er að aðili, sem er óháður brunatryggingafélögunum haldi brunatryggingaskrá. (Það er hliðstætt bifreiðaskrá Bifreiðaeft- irlitsins.) Af þeim sökum hefur sameining matskerfanna blandast inn í þá umræðu. Þó er að sjálfsögðu ekk- ert því til fyrirstöðu að núverandi fyrirkomulag tryggingamála hald- ist óbreytt þótt matskerfin verði sameinuð. Sveitarstjórnirnar gætu eftir sem áður samið við það félag, sem teldist bjóða hagstæð- ust kjör. Þær hefðu meira að segja frjálsari hendur með að skipta um félag því allir hefðu jafnan aðgang að brunatryggingaskránum. Otvírætt hagræði Á því er enginn vafi að samein- ing hinna opinberu matskerfa mun hafa ótvírætt hagræði í för með sér. Beinn fjárhagslegur ávinningur verður talsverður. Þótt áætlanir liggi ekki fyrir er aug- ljóst að sameining matskerfa, sem sennilega kostar 40—50 milljónir króna alls að reka árlega, mun spara nokkrar milljónir króna. Þá verður framkvæmd mats ör- uggari og betra eftirlit verður með því að matsupphæðir séu réttar. Þjónusta við almenning verður betri þegar unnt er að fá allar upplýsingar á einum stað i stað þess að sækja þær frá mörgum að- ilum. Það mun spara mörgum snúninga frá því, sem nú er. Vissulega má einnig reikna það til sparnaðar. Þá er ótalið að þetta fyrirkomu- lag mun stuðia að því að viðhalda góðri sérþekkingu á framkvæmd mats hjá aðila sem almenningur á að geta leitað til með sín vanda- mál ekki síður en opinberir aðilar, sem þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Því miður eru þó litlar líkur á því að aðrir þættir en hag- kvæmnissjónarmið og tilraun til bættrar þjónustu ráði ferðinni í þessum málaflokki í nánustu framtíð ekki síður en verið hefur á liðnum árum. Stefán Ingólfsson er rerkfræðingur hji Fasteignamati ríkisins. Ráðningarskrifstofa Reykjavíkur og Atvinnumiðlun stúdenta: 1500 hafa sótt um sumarvinnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.