Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984 6r~ Morgunbladið l»órsU-inn Kagnarsson. Valdcmar Gunnarsson, rútubQstjóri og bóndi ad Fremri-kotum í Noröurár- dal, Skagaflrði, stendur hér við spenninn, sem tekur á móti orkunni frá stöðvarhúsinu. Fremrikot í Akrahreppi: Einkavirkjun tekin í notkun ^ Miklabæ, 11. maí. Á BÆNUM Fremri-kotum í Akrahreppi, Skagafirði, hefur einkavirkjun verið tekin í notkun. Bærinn Fremri-kot er framarlega í Norðurárdal, við rætur Öxnadalsheiðar. I»ar búa tveir bræður, Valdemar og Jón Gunnarssynir. Þeirra lifibrauð er annars vegar rútuakstur, sem Valdemar sér um og hins vegar sauðfjárbúskapur, sem Jón sér að mestu leyti um. Ekki er hægt að segja að Fremri-kot sé afskekktur bær, þvj þjóðvegur nr. I liggur um túnfótinn. Engu að síður er langt á næstu bæi, Öxnadalsheiði á aðra höndina en á annan tug kflómetra á hina, niður að Silfrastöðum. póstferða. Síðan er lýst póstferð. Kaupskipin koma er næstsíðasti þáttur ritsins, þar stendur meðal annars „Skipin (sem notuð voru á fyrri öldum til úthafssiglinga, hafskipin) voru ekki hentug til út- hafssiglinga..." Þá væntanlega miðað við skip nú á dögum. Svona staðhæfingar falla mjög vel að þeirri söguskoðun að saga fortíð- arinnar hafi aðeins gildi sem sam- anburður við nútímann og sem þróunarsaga til nútíma samfé- laga. Kafli er tekinn úr ferðabók Ólavíusar um hrakninga nokkurra Seyðfirðinga á Gagnheiði, sem höfðu verið 5 daga á leiðinni úr kaupstað úr Reyðarfirði. 1 lokin er svo birt lýsing úr riti Guðna Jónssonar um Eimskipafélag ís- lands 25 ára, þar sem lýst er áhuga landsmanna fyrir stofnun skipafélags. „Kjör fólks á fyrri öldum" er samtíningur úr ýmsum heimild- um, samtalsþættir og útleggingar höfunda á viðfangsefninu, kjör al- múga hér á landi um aldir. Höf- undar leitast við að tjá daglegt líf og annir fólksins. Því efni eru gerð takmörkuð skil eins og áður segir. Sleppt er að minnast á það sem nú á dögum er kallað tilbreytingar og skemmtanir. Réttir, smalabús- reiðar, brúðkaupsveislur, hvað þá á þátt kirkjunnar og „samþætt- ingu“ trúar og daglegs lífs. Kvöld- vökum, húslestrum, kirkjuferðum er sleppt hér, hvað þá lifandi kennd hvers almúgamanns fyrir tungunni sem kom meðal annars fram í því að annar hver einstakl- ingur gat kastað fram vísu við viss tækifæri. Þótt hér væri að mestu rekin sjálfsþurftarbúskapur, þá var verslun forsenda þess að byggð héldist í landinu. Einokunarversl- unin var fyrrum mjög notuð sem einn allsherjar blóraböggull, þeg- ar lýst var kjörum þjóðarinnar. Hér er versluninni sleppt svo til alveg en hér virðist aftur á móti nýr blóraböggull uppgötvaður, sem er harðdræg og gráðug yfir- stétt, sbr. samtalsþættina. Eitt af því sem hafði gífurleg áhrif á kjör allra landsmanna voru sjúkdómar og farsóttir, því efni er alveg sleppt. Sem lýsing á kjörum og daglegu lífi fólks er ritið ófullnægjandi og einnig villandi. Samtalsþættirnir eru heldur dauflegar bókmenntir og útleggingar höfunda fremur álappaleg samsuða. Við fyrstu sýn mætti ætla að þessi skrif væru til- viljunarkennd samantekt, samtín- ingur, ófullnægjandi lýsing þess efnis sem átti að fjalla um. En við nánari athugun er þetta lýsing, sem er aðlöguð vissri hugmynda- fræði, sem. höfundarnir virðast haldnir af. Engin tilraun er gerð til þess að lýsa lífsviðhorfum lif- andi fólks fyrr á öldum eða hug- arheimi þess, sem reyndar er erf- itt að mæla og vega eða sýna með giærumyndum. Nema höfundarnir álíti að alþýða manna fyrr á öld- um hafi verið algjör vinnudýr, langkúguö, mædd, náttúrulaus, skaplaus og sljó? Kúguð af yfir- völdum, eignamönnum og ríkis- valdi sem minna helst á ógeðfelld- ustu valdaklíkur I þeim heims- hlutum, þar sem maður eins og Jón Hreggviðsson hefði áreiðan- lega verið settur á geðveikrahæli til endurhæfingar eða skotinn á flótta yfir múrinn. Meðal annarra rita skólarann- sóknardeildar sem eru ætluð til sögunáms eru rit sem fjalla um landnámið og Jón Sigurðsson. Bæði þessi rit einkennast af því að textinn er aðlagaður myndefninu. Meðal vafasamra staðhæfinga í ritinu um Jón Sigurðsson er t.d. sú kenning að ísland hafi orðið full- valda 1918 og fengið „fullt sjálf- stæði 1944“. f sama riti er talað um tvær byltingar í Frakklandi, „Septemberbylting 1830 og júlí- bylting 1848“. Um landnámið er fjallað með því að tíndar eru sam- an umsagnir með miklu myndefni og síðan lýst fremur efnuðum bónda á vesturströnd Noregs, sem hyggst flytjast ur landi vegna yf- irvofandi ófriðar. Látið er að því liggja að fólk sé að smíða skip út með firðinum. Skipasmíðar á þessum tímum voru aðeins á færi auðugra manna og ríkra. Látið er að því liggja að forsendurnar að landnáminu hafi verið einhvers- konar „samvinnuhreyfing meðal bænda“ í Noregi. Þótt ákveðnir höfundar séu skráðir, eru ritin unnin í samráði við starfshóp um samfélagsfræði á vegum menntamálaráðuneytisins, enda leyna fingraför þess ágæta samstarfshóps sér ekki. Hver er kveikjan að þessum samantektum? Hugmyndafræðin Samkvæmt „Aðalnámsskrá grunnskóla: Samfélagsfræði" (1977) hefur „sú ákvörðun verið tekin að velja söguleg viðfangsefni með tilliti til þess hve vel þau henta til að skýra af hvaða rótum þjóðfélög nútímans eru sprott- in ... “ Svigrúm gefst ekki til þess að nemendur „fái eins konar yfir- lit yfir helstu atburði sögunnar í heild". „Samfélagsfræðin" fjallar um íslandssögu, mannkynssögu og fé- lagsfræði. íslandssagan verður þar með þáttur þessarar „nýju“ fræðigreinar, og er ætlað að stuðla að auknum skilningi á nútíma ís- lensku samfélagi. Þar með er ís- landssagan ekki lengur saga þjóð- arinnar um aldir, þar sem leitast er við að skilja og skýra viðbrögð og athafnir einstaklinga og hópa á hverjum tíma og áhrif umhverfis og náttúruafla á hag og menningu þjóðarinnar. Engin tilraun er gerð til þess að komast sem næst því sem mótaði sjálfsvitund og heims- mynd genginna kynslóða. Þar með er menningarsaga þessara kyn- slóða sniðgengin. íslandssagan er jafnframt kirkjusaga og aðgrein- ing þar er ekki gjörleg. Menning- araflið í íslenskri sögu var starf- semi kirkjunnar. Þessum þætti eru engin viðhlítandi skil gerð í hinni nýju fræðigrein og þar með menningarsögunni. Með aðferðum skólarannsóknardeildar eru tengslin slitin við menningararf fortíðarinnar eða afskræmd. Með þessari stefnu þrengist öll mál- notkun og skilningi á þjóðtung- unni stórhrakar. „Land, þjóð og tunga" er arfur fortíðarinnar og er nútíðin og öll nútíð fortíðarinn- ar. Þessi stefna beinist að afmenn- ingu þjóðarinnar og er mun hættulegri íslenskri menningu og tungu en utanaðkomandi áhrif, vegna þess að þau sljóvga mál- kennd og ómerkja alla þá baráttu sem þessi þjóð hefur háð fyrir til- veru sinni og menningu um aldir, brjóta niður menningarlegt mót- stöðuafl og kennd fyrir sjálfsögðu eigin gildi og opna þar með allar gáttir fyrir lágkúrunni. Kveikjan að þessari tegund sögukennslu er sú skoðun, að „að- stæður í þjóðfélaginu leggja skól- anum aukið uppeldishlutverk á herðar. Hann verður í samvinnu við heimilin að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfé- lagi sem er í sífelldri þróun ... “ (Aðalnámsskrá grunnskóla: Al- mennur hluti. 1976). Samkvæmt þessari klásúlu er grófasta nyt- semishyggja leiðarljósið og matið á því hvað sé nytsamlegt er ákvarðað af ríkisvaldinu (um stjórn fræðslumála) hverju sinni. Allar húmanískar hugmyndir um tilgang fræðslu og hvað þá menntun eru afskrifaðar. Vilji „samfélagsins" hverju sinni ræður stefnunni. Aðlögunin að vilja sam- félagsins kemur glöggt fram í um- fjölluninni um „viðhorfamarkmið samfélagsfræðinnar“ en inntak þeirra er aðlögun að ríkjandi sam- félagsgerð og mótun hvers ein- staklings með þarfir samfélagsins fyrir augum. Hin algjöra hóp- hyggja er sá rammi sem markar alla fræðslu, innan þessa kerfis. Hugmyndafræðin sem býr hér að baki er reist á kenningum Pav- lovs um „skilyrt andsvör" meðal hunda í sambandi við fóðurgjöf. Af þeim kenningum voru dregnar merkar kennslufræðilegar álykt- anir. Þessar kenningar voru síðar fullkomnaðar af J.B. Watson: Psychology from the Standpoint of a Behaviorist. 1919. Síðan tók B.F. Skinner upp þráðinn. Hann gerði margvíslegar rannsóknir með „kennsluvélar“ og síðar með hegðun hinna námsfúsu rotta í kassanum fræga. Watson skrifaði meðal annars: „Atferlissálfræðingurinn afskrif- ar allar miðaldahugmyndir og hugtök. Hann tekur ekki með í hið vísindalega orðasafn sitt persónu- bundin hugtök, svo sem kenndir, innsæi, hugmyndir, þrá, tilgang og jafnvel ekki hugsun og tilfinn- ingar. Sjálfsmeðvitund er einnig bannorð." Skinner kvartaði síðar yfir, að því miður ,-,örlaði á ein- hverskonar innri vissu um atferli okkar. Við finnum fyrir þessu ... “ (The steep and thorny way to a science of behaviour birt í Probl- ems of Scientific Revolution, ed. R. Harré. Oxford 1975). Skinner hefur ritað nokkrar bækur um kenningar sínar m.a. Science and Human Behaviour 1953 og Beyond Freedom and Dig- nity 1971. Inntak kenninga hans í grófum dráttum er að gjörlegt sé að móta einstaklinginn til þeirrar gerðar sem krafist er, þ.e. hegðun einstakiingsins, svo til algjörlega. Þar eð einstaklingurinn er „tabula rasa“ eða óskrifað blað við fæð- ingu þá er þetta auðsætt. Með því að nýta fóðrið á sama hátt og Skinner gerði til þess að fá rott- urnar til þess að hegða sér eins og hann kaus að þær gerðu, þannig telur hann að nýta megi það sem hann telur að einstaklingar séu ginnkeyptastir fyrir til þess að fá samsvarandi viðbrögð eins og hjá rottunum. Áreiti og svörun er samkvæmt þessum kenningum inntak og einkenni einstaklings- ins, allt annað er hugarburður. Þess vegna er samfélagsgerðin svo þýðingarmikil, að það má ekki minna vera en að sköpuð sé ný námsgrein, „samfélagsfræði“ þar sem eru útlistaðar kenningar Skinners og fleiri um áreiti og svörun í hinu fjölbreytta nútíma íslenska lýðræðissamfélagi, „sem er í stöðugri þróun“. Ef til vill væri nær að segja um samfélagið: „er í stöðugri stöðlun". Eins og segir í námsskrá um sam- félagsfræði: „Það er ljóst að bæði félagsleg samskipti manna og sið- gæðisvitund mótast nú af öðrum þáttum en áður fyrr ... “ síðar „Við slíkar aðstæður koma fornar dyggðir oft að litlu haldi..." I sama kveri segir um samfé- lagsfræði og kristin fræði: „Með viðhorfamarkmiðum samfélags- fræðinnar er stefnt að siðgæðis- þroska. Samfélagsfræði og krist- infræði hljóta því að tengjast á ýmsa vegu.“ Einnig er rætt um að „tilfinningar, viðhorf og trú eru viðfangsefni í samfélagsfræði og fræðsla um trúarbrögð fléttast inn í viðfangsefni hennar". Þar með eru siðferðiskenningar kristninnar viðurkenndar sém gildar að svo miklu leyti sem þær eru tímabærar í nútíma samfé- lagi. Trú er til umræðu sem dæmi til þess að auka skilning á þróun nútíma samfélags. Skinner gengur framhjá kenningum Freuds um hvatirnar, hann álítur að sé „nátt- úran lamin með lurk leitar hún ekki út um síðir“, séu kennsluað- ferðir Skinners notaðar og öllum aðferðum hans nákvæmlega fylgt. Siglaugur Brynleifsson er fræði- maður, nú búsellur í Vopnafirði. Undanfarna áratugi hefur dies- el-rafstöð séð íbúum Fremri-kots fyrir rafmagni og olíukynding séð um hitann. Bærinn hefur ekki fengið rafmagn frá veitusvæði RARIK vegna fjarlægðar frá veitusvæðinu, en vissar reglur gilda um þá hluti. Það er gömul hugmynd að virkja við Fremri- kot. Faðir þeirra bræðra, Gunnar, hafði hug á að virkja við bæinn, en ekkert varð úr því að hafist yrði handa. Orkukreppa sl. áratugar hefur breytt forsendum fyrir slíkri framkvæmd og þess vegna hófust þeir bræður handa á árinu 1980 og lögðu drögin að virkjun í Stranga- læk. Túrbínan var síðan smíðuð 1981 af völdundinum Braga Þ. Sig- urðssyni, vélsmið á Sauðárkróki, og efni til framkvæmdarinnar var dregið að á árunum 1981—83 til að létta undir. Stíflumannvirkið er 11 m breitt og 2 m hátt og gert úr járnþili (8 mm) sem steypt var niður. 6 tommu aðrennslisrör liggja frá stíflunni niður að stöðv- arhúsinu, sem er í 296 m fjarlægð. Fallhæðin er u.þ.b. 100 m. í stöðvarhúsinu (3X4 m) er túrbínan, rafall (enskur), spennir (enskur) og fl. sem tilheyrir. Frá spennistöð liggur síðan 1960 m löng 3ja fasa háspennulína (6.600 v) og við íbúðarhúsið er 50kw spennir til að spenna strauminn niður áður en hann er tekinn inn í íbúðarhúsið. Túrbínan getur framleitt orku fyrir 33kw rafal miðað við fulla keyrsiu, en sá raf- all, sem hér um ræðir, getur fram- leitt um 25kw og heim komið mun láta nærri að 23kw séu tilbúin til notkunar. Heildarkostnaður var í janúar sl. um 1.614 þúsund og aðspurður kvaðst Valdemar hafa þurft að fjármagna framkvæmdirnar að mestu leyti sjálfur, en orkusjóður hafi lánað lítillega til fram- kvæmdarinnar. Þá sagði Valde- mar að þeir bræður hefðu unnið mikið við verkið sjálfir og fengið til liðs við sig heimamenn, þegar mikið lá við. Fagmenn séu um alla raflagnavinnu og RARIK-menn voru þeim bræðrum innanhandar, þegar raflínan var reist. Valdemar hyggst í fyrstu nota raforkuna til upphitunar. Sam- kvæmt kostnaði við rekstur raf- stöðvarinnar gömlu og olíukynd- ingar taldi Valdemar að virkjun- arframkvæmdirnar borguðu sig niður á u.þ.b. 9 árum. (Fjárfest- ingarkostnaður minnkar að mun, ef hægt er að sleppa við háspennu- línu milli stöðvarhúss og íbúðar- húss). Víða hagar svo til hér á landi, að skilyrði fyrir slíkum framkvæmdum eru fyrir hendi. Athuga þarf hvort smávirkjanir af þessu tagi séu hagkvæm fjár- festing fyrir sveitabæi (1 eða fleiri) því gera má ráð fyrir að orkunotkun aukist fremur en hitt, a.m.k. þar sem búseta verður í framtíðinni. Þórsteinn _ Plastpoka og prentun færðu hjá Plil.si.OS llt82655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.