Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984 73 félk í fréttum „Engar almáttugar hetjur ... heldur lifandl fólk“ Þau Veronica Hamel og Daniel J. Travanti eru elskendur utan og innan upptökusalanna. — segir Veronica Hamel um nýja sjón- varpsþáttinn „Hill Street Blues“ + í gærkvöldi hófust sýningar ó bandaríska sjónvarpsmyndaflokkn- um „Hill Stroet Blues“ en hann hef- ur notió mikilla vinsælda hvar sem hann hefur verió sýndur. I Banda- ríkjunum hefur hann hlotið 20 Emmy-verólaun og oft kallaóur „besti sjónvarpsmyndaflokkur í Bandaríkjunum". Meóal aðalleikara í „Hill Street" eru þau Veronica Hamel og Daniel J. Travanti, og þaó er ekki nóg meó að þau gangi i þaó heilaga i mynda- flokknum, heldur eru þau lika elsk- endur utan upptökusalanna. Þaó var fyrir fimm árum, aó Veronicu var boðió aó leika í „Hill Street", sem þá var á prjónunum, og hún var ekki í neinum vafa. Hún vildi vera með. Veronica var á þessum tíma mjög eftirsótt fyrirsæta. Einu kynni hennar af leiklistinni voru nokkrar sjónvarpsauglýsingar, en hún vildi veróa leikkona. Öllum ber líka saman um, að hún hafi reynst góó leikkona. „Vorum að hugsa um að hætta“ „Þegar „Hill Street“ haföí gengiö í eitt ár vorum viö aö hugsa um að hætta, áhorfendurnir voru svo fáir. Fólk virtist hreinlega hrætt viö svona nýstárlega sjónvarpsþætti þar sem enginn eiginlegur endir er á sögunum og þar sem lögreglan býöur lægri hlut. Ekkert af stóru sjónvarpsfyrir- tækjunum vildi sjá um aö dreifa þátt- unum og þess vegna uröum viö aö selja þá til smærri stööva um allt land. Þaö var nú meira basliö," segir Veronica. Ósiðlegir þættir? í „Hill Street" leikur Veronica lög- fræöinginn Joyce Davenport, sem á í dálítiö flóknu ástarsambandi við Frank Furillo, lögregluforingjann og aöaimanninn á stööinni, sem Daniel leikur. „Eftir aö fyrstu þættirnir voru sýndir lá viö allsherjaruppnámi á mörgum bandarískum heimilum. Þar sést ég t.d. nudda Daniel með aprík- ósuolíu og hann þakkar síðan fyrir sig með því aö raka á mér fótleggina. Þetta þótti nú aldeilis gróft,“ segir Veronica. I Bandaríkjunum finnst enn mörg- um aö ef „Hill Street" sé ekki bein- línis klámfenginn þá sé myndaflokk- urinn í þaö minnsta ósiðlegur, en Veronica segir, aö þaö hafi aldrei far- ið neitt á milli mála, aö þættirnir fjalla um tvær fullorönar manneskjur. Elskendur Veronica Hamel og Daniel J. Tra- vanti eru elskendur í raun og veru þótt búi hvort í sinni íbúö og hafi ekkert sérstaklega í hyggju aö ganga í hjónaband. „Þegar þættirnir hófust var mikiö talaö um spennuna, sem ríkti á milli okkar, og hún ríkir enn og er ákaf- lega elskuleg spenna," segir Veron- ica en vill þó ekki fara nánar út i þá sálma. Hún segist hins vegar vita hvers vegna þættirnir um „Hill Street" uröu loksins jafn vinsælir og raun ber vitni. „Þaö er vegna þess, aö í þeim eru engar aimáttugar hetjur. Engar gervi- manneskjur, heldur lifandi fólk af öllu tagi. Þar koma fyrir spilltir menn og heimskir og líka aödáunarvert fólk og alkóhólistar," segir Veronica. Áfengissjúklingur Frank Furillo, lögregluforingi í „Hill Street", á í þáttunum aö vera áfeng- issjúklingur, sem hefur tekist aö halda sór þurrum í nokkurn tíma, og Daniel J. Travanti var ekki illa fallinn til aö leika hann. Hann er nefnilega sjálfur áfengissjúklingur, sem af eigin rammleik og AA-samtakanna tókst að sleppa úr greipum Bakkusar kon- ungs, i bili a.m.k. Síöan vinsældir „Hill Street“ tóku aö vaxa hefur ekkert lát veriö á freistandi tilboðum flestra leikaranna í þáttunum ... „en viö öll, sem byrj- uöum og komumst yfir fyrsta áriö, ætlum aö halda áfram. Mér hefur veriö boöiö aö fá minn eigin sjón- varpsþátt en ég hef hann bara í „Hill Street". Þess vegna ætla ég aö halda áfram með hann,“ segir Veronica Hamel. Unimog 416 árgerö ’72 6 cyl. dieselvél, vökvastýri, loft- bremsur, loftlæsingar, ekinn 58 þús. 2.300 vinnustundir, 6 manna hús. Sópur fyrir Unimog eöa traktor, vatnsúöum. Upplýsingar hjá sími 31682. ÁBERANDI GLÆSILEGAR SUMARSKYRTUR HERRA Prjónað efni, bómull og polyester. Glæsilegt snið, margir litir. ^Arrow^ herraskyrtur fást í góðum verslunum í öllum landsfjórðungum. í Reykjavík: Ragnar, herrafataverslun, Barónsstíg 27. —Arrow*“ Bjami Þ. Halldórsson & Co. sf. Sími 29877

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.