Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984 Atvinnuréttindi skip- stjórnarmanna o.fl. — eftirJónas Sigurðsson Allnokkur umræða hefur farið fram í fjölmiðlum um frumvarp til laga um atvinnuréttindi skip- stjórnarmanna, sem lagt hefur verið fram á Alþingi nýlega. Nokkur gagnrýni hefur komið fram og helst á það, að í frum- varpinu sé slakað mjög á kröfum til réttinda frá því sem er, enn- fremur að lögleiða eigi undan- þáguheimildir. Sem einn aðili að þessu frum- varpi, get ég ekki annað en reynt að leiðrétta þann misskilning, sem mér virðist gæta í umfjöllun um þetta mál. Árið 1978 skipaði þáverandi samgönguráðherra nefnd til að endurskoða lög um atvinnurétt- indi skipstjórnarmanna, lög um atvinnuréttindi vélstjórnarmanna og lög um lögskráningu sjómanna. Var ætlast til að frumvörp að þessum lögum væru lögð fram samhliða. Allmikil seinkun varð á verkinu af ýmsum ástæðum, sem ég sé ekki ástæðu til að tíunda hér. f frumvarpinu um atvinnurétt- indi skipstjórnarmanna eru það einkum tvö atriði em sætt hafa gagnrýni eins og fyrr segir. f fyrsta lagi aukning réttinda eftir 1. stig úr 120 rúml. í 240 rúml. f öðru lagi að lögleiða eigi undan- þáguheimildir. Fyrst vil ég víkja að fyrra atrið- inu. Fram til 1966 var 1. bekkur stýrimannaskólanna í Reykjavík og Vestmannaeyjum aðeins undir- búningsdeild fyrir 2. bekk og námsefnið aðallega stærðfræði og tungumál. Próf voru einungis tek- in í 4 greinum, stærðfræði, ís- lensku, ensku og dönsku. Náms- tíminn var 4 mánuðir. Próf úr 2. bekk, námstími 7V4 mán., veitti svo full stýrimannsréttindi á fiskiskipum í innan- og utan- fandssiglingum og skipstjórarétt- indi eftir tiltekinn stýrimanns- tíma. Hér er átt við fiskimanna- deildina, en á þeim tíma voru fiskimanna- og farmannadeildirn- ar aðskildar frá byrjun. 1966 var námsefni 1. bekkjar aukið verulega með það fyrir aug- um að réttindi fengjust eftir próf „Sjómenn eru langtím- um fjarri heimili og fjöl- skyldu, vinnuaðstaða er gjörólík því sem gerist í landi, vinnutími yfirleitt lengri og vinnan erfið. Með hliðsjón af þessum þáttum verður að launa sjómannsstarfið betur en gert hefur verið hingað til. Það verður að gera sjómannsstarfið eftirsóknarvert. úr 1. bekk á bátum allt að 120 rúml. Þetta var staðfest í lögum um atvinnuréttindi skipstjórn- armanna frá 1968. Jafnframt var námstími 1. bekkjar lengdur í 6 mánuði. 1972 voru samþykkt ný lög fyrir stýrimannaskóla, þar sem m.a. var krafist gagnfræðaprófs til inntöku í 1. bekk, en áður voru engin slík inntökuskilyrði. Var þetta gert til þess að auka mætti námsefni í faggreinum. Einnig hefur náms- tíminn verið lengdur, fyrst í 7 mán. og er nú 8 mán. Þá voru fiskimanna- og farmannadeildirn- ar sameinaðar. Miðað við þá aukningu, sem orð- ið hefur á námsefni 1. stigs frá 1966, tel ég fyllilega réttlætanlegt að auka þau réttindi, sem ákveðin voru 1968. Hve mikið má alltaf deila um, en hafa ber í huga að þessi réttindi miðast eingöngu við innanlandssiglingar. Sé ennfrem- ur litið til þess, að fyrir 1966 var raunverulega ekki nema um eins vetrar nám að ræða í faggreinum fyrir full fiskimannaréttindi og að 1972 voru hertar kröfur um inn- tökuskilyrði, tel ég að hér sé ekki um óeðlilega hækkun að ræða. Ég vil ekki viðurkenna að með þessu sé verið að stefna öryggi skipa og áhafna í hættu. Hafa ber einnig í huga að skip, sem notuð eru við sömu veiðar og áður, hafa yfirleitt stækkað. Þá hefur komið fram að þetta muni leiða til þess að nemendur hætti fremur við nám eftir 1. bekk. Þetta var líka sagt 1966. Reyndin varð hins vegar allt önn- ur. Flestallir, sem luku 1. stigi við skólann í Reykjavík, héldu áfram á 2. stigi. Ég er þeirrar skoðunar að aukin réttindi hvetji heldur til skólagöngu, og þegar nemendur eru á annað borð komnir inn í skólann, geri þeir sér fremur grein fyrir að takmörkuð réttindi koma þeim í koll síðar. Þá er líka auð- velt fyrir skólastjóra og kennara að ná til þeirra með hvatningu um að hætta ekki við nám á miðri leið. Með því fyrirkomulagi sem er við skólann, er hægt fyrir efnalitla nemendur að vinna eitt ár milli 1. og 2. stigs, þó æskilegast sé að ljúka námi óslitið. Þá verða einnig meiri möguleikar á stýrimanns- starfi milli bekkja. Annað atriði, sem gagnrýnt hef- ur verið, er að lögleiða eigi undan- þáguheimildir. Ég ætla svo sann- arlega ekki að gerast talsmaður fyrir undanþágum. Ég hef oft áður látið álit mitt í ljós á þeim og það álit hefur ekki breyst. Undanþág- ur, hvort heldur er til skipstjórnar eða vélstjórnar, eru meinsemd, sem þarf að uppræta. Spurningin er bara hvernig best skuli staðið að því. í lögum um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna hefur ekki verið nein heimild til undanþágu- veitinga. En hver hefur reyndin verið? Allir þeir ráðherrar, sem með þessi réttindamál hafa farið, hafa einfaldlega tekið sér þessa heimild og virðist sem ekkert hafi verið hægt að gera við því. Þetta hefur tíðkast í áratugi. Ég hef ekki trú á að hér sé snögglega hægt að klippa á þráðinn. Til þess er þetta orðið of rótgróið hjá okkur. Helsta ráðið til að ráða bót á þessu held ég sé að veita sem mest aðhald á þessu sviði, stöðva nýjar undanþágur, stöðva undan- þágur til unga fólksins meðan það hefur enn tök á því að fara í skóla. Sú bremsa, sem þarna er nauð- synleg, held ég að sé nefnd eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Undanfarið hefur starfað sérstök undanþágunefnd, og þó henni hafi ekki tekist að uppræta undanþág- urnar, held ég samt að nokkuð hafi áunnist. A.m.k. hefur mynd- ast meira aðhald og mörgum verið neitað. í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir að undanþágumenn fái lægri Jóna.s Sigurðsson laun en réttindamenn. Ekki þó þannig að útgerðarmenn hagnist á því, heldur á að leggja mismuninn í sérstakan sjóð. Þeim sjóði á þó ekki að verja til að fylla upp í neitt fjárlagagat, heldur til að styrkja þá, sem vilja afla sér réttinda með skólanámi. Vonandi getur það orð- ið mönnum hvatning til þess að losna við hinar hvimleiðu undan- þágubeiðnir æ ofan í æ. Annars er ekki úr vegi að velta fyrir sér af hverju þessar undan- þágur stafa. Það má segja að yfir- gnæfandi hluti þeirra sé fyrir bátaflotann, sérstaklega minni bátana. Ég hef orðið þess var, sér- staklega eftir að ég tók sæti í þeirri undanþágunefnd sem nú er, að skipstjórar og útgerðarmenn bátanna kvarta undan því að þeir fái alls ekki réttindamenn, þó þeir auglýsi í fjölmiðlum og leiti til stéttarfélaga. Og ástæðan? Þegar þeir hafi lokið námi við stýri- mannaskóla, líti þeir ekki við stýrimannsstarfi á bátunum. Þeir vilji fara á stærri skip, þar sem von sé um meiri þénustu og vinnu- aðstaða sé betri. Þarna er atriði sem ástæða er til að gefa gaum, ef bátaútgerð á ekki að leggjast niður. Kjörin eru einfaldlega ekki það góð að plássin verði eftirsókn- arverð. Og úr því ég fór að minnast á kjör sjómanna. Nú undanfarin ár hefur aðsókn að skipstjórnarnámi farið minnkandi. Hvað veldur? Aðsókn að öðrum skólum virðist vera vaxandi. Sumir vilja meina að þetta stafi allt af undanþágu- veitingum. Sú skýring er þó ekki einhlít, þó ég vilji ekki gera lítið úr henni, vegna þess að við höfum búið við það ástand frá því Stýri- mannaskólinn var stofnaður. Ég held við verðum að leita fleiri skýringa á því. Við skulum fyrst íhuga þá umræðu, sem hefur farið fram í þjóðfélaginu undanfarin ár um sjávarútveginn. Hefur hún verið uppörvandi fyrir ungt fólk, sem er að velja sér skólabraut? Nánast hefur sú umræða gengið út á það eitt, að útgerð hér væri vonlaus, ekkert bæri sig og tíma- spursmál hvenær allt stöðvaðist. Minna hefur verið rætt um, að ef útgerð stöðvaðist, mætti búast við að vmislegt fleira stöðvaðist. A seinni árum hafa risið upp fjölbrautaskólar um allt land með allskonar námsbrautir. Þó markmiðið með þessum skólum væri í upphafi að mennta fólk til margvíslegra starfa, hefur reynd- in orðið sú að í framkvæmd hafa þeir orðið menntaskólar. Ég ætla sannarlega ekki að gera lítið úr því, að nemendur úti á lands- byggðinni fái jafna aðstöðu til menntaskólanáms og nemendur í þéttbýli. Hinsvegar hefur svo til- tekist að nú orðið sækja allt of margir í háskólanám, og þegar hafa orðið erfiðleikar í Háskólan- um af þessum sökum. Lítið hefur þó farið fyrir sjómannabraut enn sem komið er. Eitt atriði vil ég enn minnast á. Það eru launin. Ungt fólk hugsar að sjálfsögðu mikið um þá launa- möguleika, sem fyrir hendi eru að námi loknu. Einnig er þá líka tek- ið tillit til annarra þátta. Sjómenn eru langtímum fjarri heimili og fjölskyldu, vinnuaðstaða er gjör- ólík því sem gerist í landi, vinnu- tími yfirleitt lengri og vinnan erf- ið. Með hliðsjón af þessum þáttum verður að launa sjómannsstarfið betur en gert hefur verið hingað til. Það verður að gera sjómanns- starfið eftirsóknarvert. Þegar svo er orðið, er ég þess fullviss að ungt fólk velur sér sjómannsbrautina með tilheyrandi námi ekki síður en aðrar brautir. Að lokum vil ég beina þeirri áskorun til undanþágumanna að leita sér hið fyrsta réttinda með skólanámi. Margir þeirra, sem eins var ástatt fyrir meðan ég starfaði við Stýrimannaskólann og drifu sig í að afla sér réttinda, komu síðar til mín og létu ánægju sína í ljós yfir að hafa látið verða af því að afla sér aukinnar þekk- ingar. Þeir sæju svo sannarlega ekki eftir því, þó það hefði kostað átak á sínum tíma. Þetta gladdi mig mjög, og með hliðsjón af reynslu þeirra, endurtek ég áskor- un þessa. Ef sumum finnst þeir of gamlir til þess að setjast á skóla- bekk, er því til að svara að í Stýri- mannaskólann hafa menn komið um fimmtugt til að afla sér nauð- synlegra réttinda. Jónas Sigurðsson er fyrrrerandi skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjarík. Tvö listaverk á 6,6 milijónir s.kr. — frá Magnúsi Brynjólfssyni, frétta- ritara Mbl. í Uppsölum Japanskur fornsali keypti þann 27.apríl sl. svokallað Ming-fat fyrir s.kr. 5,6. milljónir. Þetta er líklega ein hæsta upphæð, sem nokkurntíma hefur verið greidd fyrir eitt einstakt listaverk í Sví- þjóð. Þetta er einnig heimsmet hvað snertir blátt postulín. Fatið, sem hefur verið notað sem humarfat, er frá 15. öld og er að öllu leyti gallalaust. Glerjungurinn er full- kominn og skipting kóbaltlitsins er meistaralega gerð þannig að tréstofninn er tónaður sterkt á meðan greinar og blöð eru máluð með Ijósbláum dráttum. Það eru til mörg eintóna máluð föt. Aðalkúnstin hefur þó alltaf verið að fá fram mismunandi blá- an lit. Aðeins fá föt eru til í svip- uðum dúr og þetta fat, sem lengi var notað í humarveislum og und- ir ýmiss konar smádót svo sem póstkort, eldspýtustokka og reykj- arpípur. Annað listaverkauppboð, sem vakti mun meiri athygli hér á landi, var sala málverksins, er kallast Smáaurarnir við hliðið (Grindslanten) eftir Ágúst Malmström. Listaverkið er þjóð- ardýrgripur og almenningi mjög kært. Margir voru hræddir um að myndin yrði seld úr landi. Svo varð þó ekki raunin. Hjón nokkur frá Malmö buðu hæst 1.075.000,- s.kr. og kváðust þau gjarnan hefðu farið hærra ef þurft hefði. Margir voru að venju kallaðir en aðeins fáir útvaldir. Ágúst Malmström málaði myndina í kringum 1890 á þjóð- vegi fyrir utan veitingahús norðan við Stokkhólm. Börnin á mynd- inni, sem slást um smápeningana, fengu 25 aura á tímann fyrir að sitja fyrir og þótti gott kaup í þá daga. Eftirprentanir og eftirlíkingar af verkinu eru til svo þúsundum skiptir í Svíþjóð. Humarfatið eða réttara sagt Mingfatið, sem seldist á listaverkauppboði fyrir 5,6 milljónir s.kr. eða rúmar 20 milljónir ísl. kr. Ágúst Malmström málaði Smáaurana við hliðið í kringum 1890. Börnin, sem slást á myndinni, fengu 25 aura á tímann fyrir að stilla sér upp fyrir framan málarann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.