Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984 Barnið og réttur — eftir Guðjón Bjarnason Nokkur umræða hefur verið undanfarið um barnalögin, nr. 9/1981, þ.e. VIII kafla þeirra er fjallar m.a. um forsjá og um- gengnisrétt. Fagna ber því að haf- in er umræða um þessi mikilvægu mál og æskilegt að hún fari sem víðast. Grein í Helgarpóstinum 29. mars sl. um forsjá og umgengni hefur öðru fremur orðið kveikjan að því er hér fer á eftir. Að megin- efni fjallar áðurnefnd grein í HP um umgengnisrétt. A forsíðu blaðsins er efnið kynnt með eftir- farandi fyrirsögn: „Forræðisleysi feðra — forréttindi mæðra." í fyrirsögninni og efni blaðagrein- arinnar kemur fram alvarlegur misskilningur um barnalögin og tilgang þeirra. Einnig gætir mis- notkunar á mikilvægum hugtök- um er lögin fjalla um. Forsjá er réttur barnsins Megininntak barnalaganna nr. 9/1981 hvað varðar hugtökin for- sjá og umgengnisrétt, er að börn eigi rétt á forsjá foreldra þar til þau verða sjálfráða. Séu foreldrar skildir að skiptum og barnið nýtur forsjár annars foreldris á barn rétt á umgengni við hitt og ber því for- eldri skylda til að rækja umgengni við barnið, sbr. 40. gr. barnalaga. Skv. barnalögum er alvarlegur misskilningur að líta svo á að feð- ur eða mæður eigi rétt á forsjá. Börn eiga rétt á forsjá og foreldrum ber að gegna forsjár- og uppeldis- skyldum. Markmiðið að tryggja réttarstöðu barna í áðurnefndri grein í Helgar- póstinum er fullyrt að tilgangur með setningu barnalaganna hafi verið sá að tryggja feðrum mann- réttindi. Ég dreg í efa að sú full- yrðing fái staðist. Þetta skal skýrt nánar. Ég tel víst að ákveðnar hugsjónir hafi verið kveikjan að setningu sérstakra laga um. þau réttindi barna er barnalögin taka yfir. Þetta má etv. sjá af heiti lag- anna. Áður en lög þessi gengu í gildi var t.d. verulegur munur á réttarstöðu skilgetinna barna annars vegar og óskilgetinna hins vegar. Fyrir setningu barnalag- anna var það meginregla að forsjá óskilgetinna barna (þegar foreldr- ar voru ekki giftir) var í höndum móður við sambúðarslit, andstætt því sem gildir við hjónaskilnaði. Fyrir setningu barnalaganna var því ekki nægilega hugað að því hvað hag og þörfum barnsins var fyrir bestu. Setningu barnalag- anna var m.a. ætlað að bæta úr þessu og tryggja þannig réttar- stöðu barnanna betur. Komi upp deila milli foreldra við skilnað eða sambúðarslit um forsjá barns, kemur til úrskurðar dómsmála- ráðuneytisins eða dómstóls. Úr- skurðað er á grundvelli barnalag- anna, og samkvæmt þeim eru jafnar líkur á að forsjá barns fari í hendur föður og móður. Barna- lögin skilgreina rétt barna til for- sjár og umgengni og skal úrskurð- araðilinn úrskurða á þann veg er ætla má að sé barninu fyrir bestu. Lögin fjalla, líkt og komið hefur fram, ekki um rétt foreldris hvað varðar þessi atriði. Guðjón Bjarnason HiÖ mikilvægasta er þó ad gera sér grein fyrir aö ekki er mögulegt aö leysa tilfinningalegar deilur foreldra um for- sjá og umgengni með lagasetningu heldur veröur aö gera ráðstaf- anir áöur en til slíkra deilna kemur. Aðeins með þeim hætti er hægt aö tryggja stöðu barna og varna því að þau verði bitbein foreldra. þess Hin nýja lagasetning, ásamt mikilli aukningu á skilnuðum og sambúðarslitum, hefur gert að verkum að æ oftar þarf að úr- skurða um forsjá barna. Oft er um að ræða miklar og djúpstæðar til- finningalegar deilur milli for- eldra. í slíkum tilfellum verða börn auðveldlega bitbein og réttur þeirra að litlu hafður. Foreldrar beita barninu gjarnan fyrir sig til að ná sér niður á hinum aðilanum. Því miður er þetta of algengt í forsjárdeilumálum. Deilur for- eldra eru oft af því tagi að engin lausn eða úrskurður er jákvæður fyrir barnið sem deilt er um. Jafn- vel þó fyrir liggi úrskurður er það í mörgum tilfellum ekki nægilegt. Reynsla margra er fást við þessi mál er sú að foreldrum gangi oft illa að gera greinarmun á eigin þörfum og þörfum barnanna. Þessar þarfir fara ekki alltaf sam- an og stangast jafnvel á. Hér er komið að því sem oftast er inni- haldið í deilu foreldra um forsjá barna og erfiðleikum í umgengni. Deila um forsjá er tilfinningalegs eðlis Að mínum dómi er of mikil til- hneiging til að líta á skilnað sem lögfræðilegt fyrirbæri og við- fangsefni. Því tel ég að ekki hafi verið nægilegt að setja lög um rétt barna til forsjár og umgengni. Löggjafinn hefur því miður ekki gætt þess að líta jafnframt á skilnað sem sálræna kreppu for- eldra, sem hefur bein áhrif á börn. Ef rétt hefði verið að staðið ættu foreldrar að geta leitað ráðgjafar til sérhæfðs fólks til aö leysa þá erfiðleika sem eru uppspretta um- gengnisvandamála og liggja að baki forsjárdeilum. Því miður hef- ur ekki verið unnið markvisst að uppbyggingu slíkrar ráðgjafar, samhliða því að barnalögin voru sett. Það hefði að mínum dómi verið raunhæf leið til að tryggja stöðu barna. Reynsla erlendis frá sýnir að fáar fjölskyldur hafa reynslu og þekkingu sem koma þeim að gagni þegar skilja þarf hin flóknu ferli sem liggja að baki skilnuðum. Skilningur af þessu tagi, skilningur á þörfum barna á mismunandi aldri og aðstoð við að fá nýtt sjónarhorn á hlutina, get- ur í mörgum tilfellum komið í veg fyrir deilur milli foreldra. Ef for- eldrar hefðu meiri tök á að fá að- stoð í skilnaðarmálum sem leggur áherslu á tilfinningahliðina er meiri grundvöllur fyrir því að þeir geti litið á skilnað sem ákvörðun fullorðinna sem barnið á enga hlutdeild í. Fengju foreldrar slíka aðstoð eru etv. meiri líkur til að þeir tækju fulla ábyrgð á skilnað- inum og afleiðingum hans og gerðu sér betri grein fyrir að ef ósamkomulag er um forsjá barna er ekki alltaf hægt að uppfylla kröfur beggja um réttlæti sér til handa. Ástæðan er sú að hags- munir barna og foreldra fara ekki alltaf saman. Börn geta haft þörf fyrir eitt en foreldrar annað. f áðurnefndri grein Helgar- póstsins eru viðtöl við nokkra feð- ur er ekki fara með forsjá barna sinna. í viðtölunum kemur berlega í ljós að þeir telja á sér brotið er þeir ekki fá að umgangast börn sín. Fram kemur að þeir telja dómsmálaráðuneytið ekki hafa gætt hagsmuna sinna nægilega og vitna til barnalaganna. Hér er á ferðinni sami misskilningur og oft áður. Samkvæmt barnalögunum hefur í slíku tilfelli verið brotið á barninu. Á sama hátt er réttur barnsins að litlu hafður ef foreldri rækir ekki umgengni við það. Hér er að mínum dómi ekki um að Vestfirðir: Möguleikar á surtar- brandsvinnslu kannaðir Ísafíröi í mai. Á AÐALFUNDI Orkubús Vest- fjarða, sem haldinn var fyrir skömmu. flutti Kristján Sæmunds- son frá Orkustofnun erindi um rann- sóknir á surtarbrandi á Vestfjörðum. Þorvaldur Garðar Kristjánsson al- þingismaður hefur haft forgöngu um rannsóknir á mögulegu surtar- brandsnámi á Vestfjörðum og sam- þykkti Alþingi þingsályktunartillögu um að Orkustofnun yrði falið að rannsaka surtarbrandslög í bergi á Vestfjörðum. Rannsóknirnar fóru fram á síðasta sumri, en í vetur hef- ur verið safnað upplýsingum úr skráðum heimildum um surtar- brandinn og skýrsla unnin. Að áliti Kristjáns Sæmundsson- ar eru álitlegustu surtarbrands- lögin í Straumnesfjalli norðan Að- alvíkur. Þar eru berglög samhang- andi á 3 km svæði frá Trumbu norðanvert á Straumnesfjalli og inn með Aðalvík og virðist lagið þéttast þar sem flakið af Goða- fossi liggur. Með samanburðar- rannsóknum t.d. við kolaverð til sementsverksmiðjunnar á Akra- nesi má framleiðslukostnaður á surtarbrandinum sem hefur u.þ.b. hálft hitagildi kola ekki vera meira en 750,- kr. á tonn. Til við- miðunar sagði Kristján frá kostn- aði við venjulega jarðgangnagerð í Færeyjum, en Færeyingar hafa náð umtalsverðum afköstum við jarðgangnagerð og er kostnaður- inn nú um 600 kr. á tonn við jarð- gangnagerð þeirra. Engar magn- áætlanir liggja fyrir, en sam- kvæmt bráðabirgða athugun á surtarbrandslögum í Stálfjalli á Barðaströnd virðast vera þar um 180.000 lestir af surtarbrandi. í ræðu Þorvaldar Garðars Kristjánssonar alþingismanns kom fram að vinnsluhæfur surt- arbrandur gæti haft mikið þjóð- hagslegt gildi auk þess að styrkja / Frá aðalfundi Orkubús Vestfjarða. mjög byggðaþróun á Vestfjörðum. Hann gat þess að auk þess að vera eini brennanlegi orkugjafinn í landinu, þá væri hann einnig þýð- ingarmikið hráefni til efnaiðn- aðar, sem sóst væri eftir víða um heim. Hann gat þess, að fljótlega eftir að þingsálytkunartillaga hans var samþykkt á Alþingi hafði stórfyrirtæki í Vestur- Þýskalandi samband við íslenska ráðamenn og sýndi áhuga á að reisa verksmiðju hér til efnaiðn- aðar úr surtarbrandinum. Hann sagði að á yfirstandandi ári væri áætlað að verja 2 milljónum króna af fjárlögum til frekari rannsókna á þessum málum og sagði hann að hvergi mætti láta deigan síga í þessu mikilvæga hagsmunamáli Islendinga. Jakob Björnsson orkumálastjóri flutti ávarp á fundinum og gat þess að nú lægi fyir að gera frum- áætlun um vinnsluhæfni surtar- brandsvinnslunnar og hefði verið samið við breskt fyrirtæki, British Mining Consultants, um að vinna það verk og væri gert ráð fyrir að það yrði unnið í júlí og ágúst á þessu ári. Hann sagði að í frum- áætlunum væri gert ráð fyrir þrem stærðarmöguleikum þ.e. 25.000, 65.000 og 100.000 lesta árs- afköstum. En samkvæmt áætlun- um, er gert ráð fyrir að orkuþörf fjarvarmaveitna á Vestfjörðum 1990 verði jafngildi 25.000 lesta af surtarbrandi. Sementsverksmiðj- an á Akranesi þarf um 40.000 lest- ir og ef járnblendiverksmiðjan gæti nýtt þessa orku þá þyrfti hún svipað magn. í upphafi aðalfundar Orkubús- ins varpaði ólafur Kristjánsson stjórnarformaður þess fram þeirri spurningu hvort vitað væri um viðhorf Náttúruverndarsamtaka íslands til þessara mála. Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað og er því augljóst að ástæðulaust er að eyða fé í frekari rannsóknir ef þau valdamiklu samtök leggjast gegn þeirri óhjákvæmilegu röskun sem verður á náttúru þessara svæða samfara námurekstrinum og af þeirri hugsanlegu mengun sem af brennslu þeirra leiðir. Úlfar. Árneshreppur á Ströndum: Löng vetrareinangrun loks rofin ArneNÍ, 7. maí, 1984. UPP ÚR áramótum gerdi ótíð, og var þungfært hér, sem annars staðar. Febrúar var með betra móti, svo og marsmánuður. 18. febrúar héldu hreppsbúar þorrablót, skemmtiefni var allt heimafengið, og leið svo kvöldið við söng, gamanmál og dans og skemmta allir sér vel. Tíð hélst góð fyrri hluta apríl- mánaðar, én um 10. apríl brast á norðanvestanrok. Gamall nótabát- ur, sem legið hafði upp við vegg í Norðurfirði, tók sig upp og enda- sentist út á þjóðveg og teppti þar umferð um skeið. Teljandi tjón varð ekki i þessu roki. Seinni hluta marsmánaðar fór fram danskennsla á vegum Dans- skóla Sigurðar Hákonarsonar, en slíkt er nýnæmi hér. Öll skólabörn tóku þátt í henni, og fjöldi fullorð- inna, en er dans ekki ómerkari námsgrein en hver önnur, og undir- stöðuþekking þeirra fræða mörgum nauðsyn, ekki síst unga fólkinu. Páskamessur í Árneskirkju voru vel sóttar, enda er kirkjusókn hér góð. Á sumardaginn fyrsta skein sól í heiði, en dimmdi er á daginn leið. Þann dag var árshátíð Finnboga- staðaskóla haldin með fjölþættri dagskrá. Var það ánægjuleg stund, og aðstandendum til mikils sóma. Harvey Georgsson, skákmaður úr Reykjavík, dvaldi hér um páskana og hélt fjöltefli, en mikill skákáhugi er hér í sveit og taflmót haldin nokkuð reglulega. í sumar er fyrirhuguð hafnargerð á Norðurfirði. Verður gerður 130 m garður út af svonefndum Thors- húsatanga, ca. 300 m utan við núver- andi bryggju. Reiknað er með að verkið taki tvö sumur. Aðalfundur Kaupfélags Stranda- manna, Norðurfirði, var haldinn í gær, auk sölubúðar rekur kaupfé- lagið sláturhús, frystihús, fisk- vinnslu og annast skipaafgreiðslu. 16 félagsmenn sátu fundinn. Af- koma félagsins var með heldur lak- ara móti, þrátt fyrir 65% aukningu heildarveltu. Nokkur reksturshalli varð og lausafjárstaða hefur versn- að. Seint hefur gengið með heildar- uppgjör af slátrun 1982, hér sem annarsstaðar, og hafa því kaupfé- lögin gengið lengra í útborgun en oft áður. Haldið var áfram framkvæmdum við mötuneyi og verbúð, og tókst að koma húsinu í notkun á síðasta ári, en Ijóst er, að í ár gefst ekki svig- rúm til frekari fjárfestinga. Þjóðvegurinn að sunnan var opnaður 5. maí, og þar með rofin löng vetrareinangrun í samgöngum. Brottfluttir Djúpvíkingar hafa og verið að tínast I átthagana til sumardvalar. Grásleppuveiði er hafin, en gæftir hafa ekki verið sérstakar. Sæmi- legur afli er á Gjögri, en lítill sem enginn norðar. Mátti víða líta grá- sleppukarla á fleytum sfnum undan landi, í veðurblíðunni í dag. Snjór er fyrir löngu horfinn af láglendi, og sumarið milt og blítt virðist brosa við okkur. Einar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.