Morgunblaðið - 30.05.1984, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.05.1984, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984 Fjölmenni sótti afmælisfagnað Sjálfstæðisflokksins Ekki aðeins Tullorðna fólkið sá ástæðu til að fagna afmæli Sjálfstæðisflokksins, heldur einnig þeir yngri, og er ekki annað að sjá en að kátt hafi verið á hjalla í kjallara Valhallar, þar sem þessi mynd er tekin. Sjúkr aþjál farar á sáttafundi í dag Hafa boðað nýtt verkfall frá 4. júní SÁTTAFUNDUR í kjaradeilu sjúkraþjálfara hjá Æfingastöð lamaðra og fatl- aðra verður hjá ríkissáttasemjara í dag kl. 11, en í dag lýkur jafnframt þriggja daga verkfalli sjúkraþjálfaranna. Þeir hafa boðað annað verkfali frá og með 4. júní nk. ótímabundið, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma, en sam- kvæmt heimiidum Morgunblaðsins ber enn mikið í milli hjá þeim og vinnuveit- endum þeirra. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu, 30 að tölu, með þriggja mánaða uppsagnarfresti, að tillögu framkvæmd- astjóra félagsins Sigurðar Magnússonar. Sigðurður Magnússon fram- sagnarbréfum til þeirra. Viðurkenning rfkisskattstjóra á skattafrádrætti: Frestur rennur út á miðnætti annað kvöld kvæmdastjóri félagsins sagði í við- tali við Mbl. í gærkvöldi, að upp- sagnirnar næðu til allra starfsm- anna félagsins að sér sjálfum með- töldum. Uppsagnirnar sagði hann ákveðnar í þeim tilgangri að með þeim gæfist félaginu umþóttunart- íma til að betrumbæta rekstur sinn innan frá og utan frá, en það stæði nú frammi fyrir nokkrum restrar- örðugleikum. Uppsagnirnar eru að hans sögn ekki í beinu sambandi við aðgerðir sjúkraþjálfar en þær hafa þó valdið því að ákvörðun um uppsagnirnar var hraðað. Sigurður kvaðst vonast til að sá umþótturn- artími sem félaginu gæfist með þessu, yrði til þess að styrkja trú almennings og hins opinbera á starfseminni og einnig gæti það leitt til betri þjónustu og tryggari framtíðarvinnu starfsfólksins, enda væri sú von látin í Ijósi í upp- Grafískir teiknarar og vinnuveit- endur þeirra hafa verið boðaðir á sáttafund hjá ríkissáttasemjara nú á föstudag kl. 11, en síðar þann sama dag, eða kl. 15, hefst verkfall auglýsingateiknaranna, hafi samn- ingar ekki náðst. Aðilar í virkjanadeilunni hafa ekki ræðst við síðan sl. fimmtudag, að upp úr slitnaði, en nú munu málin vera eitthvað að skýrast, þannig að þess er vænst að nýr sáttafundur verði boðaður öðru hvoru megin við helgina. Enn ein kjaradeila er hjá ríkis- sáttasemjara, en það er deila línu- manna hjá Reykjavíkurborg. Guð- iaugur Þorvaldsson ríkissáttasemj- ari tjáði blaðamanni Morgunbiaðs- ins það í gær, að sú deila myndi bíða enn um sinn, þar sem hluti samningamanna væru fjarstaddir um þessar mundir. „Einstaklingur getur fengið 20 þúsund krónur til frádráttar og hjón geta fengið 40 þúsund krónur til frádráttar samkvæmt lögum um frádrátt frá skattskyldum tekjum, vegna fjárfestingar í atvinnurekstri, en þessar tölur er háðar skattavísitölu, svo að upphæðin getur orðið hærri eða lægri þegar að skattaframtali kemur næst,“ sagði Sigurbjörn Þorkelsson ríkisskattstjóri í samtali við blm. Mbl. í gær. Umsóknarfrestur hlutafélaga og fjárfestingarfé- laga samkvæmt þessum nýju lögum, til þess að sækja um viðurkenningu ríkisskattstjóra á að viðkomandi hlutafélag eða fjárfestingarfélag uppfylli þau skilyrði sem skattalögin setja um slík félög til þess að sá sem fjárfestir í hlutabréfum þess, fái fjárfestinguna, 20 þúsund til 40 þúsund frádráttarbæra til skatts, rennur út á miðnætti annað kvöld. Sigurbjörn sagði að hér væri um fjóra aðskilda fjárfestingarmögu- leika að ræða. í fyrsta lagi væri hægt fyrir einstaklinga að leggja fé inn á stofnfjárreikninga, í því skyni að stofna síðar til eigin at- vinnustarfsemi, en slíkt ætti ekki við um atvinnurekstur sem þegar væri fyrir hendi. Þá væri hægt að fjárfesta í hlutabréfum, og ein- staklingur sem gerði það gæti dregið frá 20 þúsund krónur við skattaframtal á næsta ári, svo fremi sem hlutafélagið uppfyllti ákveðin skilyrði, svo sem það að hlutafé væri a.m.k. 5 milljónir og að hluthafar væru a.m.k. 50, að kaupa hlutabréf í hlutafélögum, sem þá verða að vera viðurkennd af ríkisskattstjóra. 1 þriðja lagi sagði Sigurbjörn að menn gætu myndað svokallaða starfsmanna- sjóði, sem væri þá sameignarfélag starfsmanna sem starfaði í tengsl- um við ákveðið hlutafélag. Hann sagði að slíkt félag þyrfti jafn- framt að uppfylla ákveðin skil- yrði, eins og það að fá félagssamn- ing sinn staðfestan hjá ríkisskatt- stjóra. Það yrði að gerast áður en félagið gæti tekið við frádráttar- bærum framlögum starfsmanna, en á því væru hins vegar engin tímamörk. í fjórða lagi nefndi Sig- urbjörn möguleikann að kaupa hlutabréf í fjárfestingarfélögum, sem sérstaklega væru mynduð til fjárfestingar í áhættufé í atvinnu- fyrirtækjum, skuldabréf o.þ.h. Sigurbjörn sagði ekkert hægt um það að segja hversu mörg félög hefðu sótt um viðurkenningu rík- isskattstjóra fyrr en umsóknar- frestur væri útrunninn. Hann sagði auk þess ekkert hægt að segja til um það hvenær umsækj- endur fengju svör við umsóknum sínum. Það færi allt eftir því hversu margar umsóknir bærust, og hversu vel úr garði þær væru gerðar. Ritstjórar allra íslenskra dagblaða: Rituðu Chernenko bréf BRÉF undirritað af ritstjórum allra íslenskra dagblaða, hefur verið sent til Chernenko forseta Sovétríkjanna og afrit af bréfinu til sovéska sendiherr- ans í Reykjavík. Bréf ritstjóranna er svohljóðandi: „Til forseta Forsætisnefndar Æðsta ráðs Sovétríkjanna Konst- antins Chernenko. Við undirritaðir ritstjórar allra dagblaða á íslandi förum þess á leit við yður, hr. forseti, að Elena Bonner fái að ieita sér lækninga erlendis. Einnig að maður hennar, hinn heimskunni og virti vísinda- maður A. Sakharov, fái að fara frjáls ferða sinna, fái að snúa aftur til Moskvu eða fara úr landi ef það er ósk hans.“ Undir þetta bréf rita ritstjór- arnir Þórarinn Þórarinsson, rit- stjóri NT, Matthías Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins, Árni Bergmann, ritstjóri Þjóðviljans, Ellert B. Schram, ritstjóri DV og Árni Gunnarsson, fyrir hönd Al- þýðublaðsins. Hækkunarbeiðni frá olíufélögunum hjá Verðlagsstofnun: Vilja hækka svartolíu um 17 % og gasolíu um 9% „Skila skal því sem ríkinu beru — segir fjármálaráðherra, sem heimilað hefur fjölgun skattrannsóknamanna „ÞETTA er allt í undirbúningi. Ég gaf grænt Ijós á að skatlrannsókna- stjóri mætti ráða eitthvað af mönnum, ef hann fengi góða menn,“ sagði Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra aðspurður um, hvort hann hefði heimilað fjölgun um 25 starfs- menn til skattaeftirlits á vegum emb- ættis skattrannsóknastjóra. Albert sagði ennfremur að talað væri um að bæta þyrfti við 25 manns, ekki aðeins við skattrann- sóknastjóraembættið sjálft heldur einnig hjá rannsóknarlögreglu og skattstjórum úti á landi. Hann sagðist hafa gefið grænt ljós á að hefja mætti ráðningar, en ljóst væri að ekki yrði gengið frá öllum ráðningunum í einu, þó ekki væri nema vegna þess að aðstaða væri ekki fyrir hendi fyrir þá alla. Aðspurður um af hverju ákvörð- un hefði verið tekin um þessa fjölg- un sagði hann: „Við höfum rætt þetta og rikisstjórnin er sammála um það að herða eftirlit, því þeir sem eiga að standa skil á opinber- um gjöldum verða að gera það. Það hefur fallið í okkar verkahring hérna að sjá um að það sé gert og ekki viljum við halda hlífiskildi yf- ir þeim sem ekki vilja skila því sem ríkinu ber.“ HJA verðlagsráði hefur nú legið í tæpan mánuð beiðni olíufélaganna um leyfi fyrir verðhækkun á gasolíu og svartolíu, en beiðnin hefur enn ekki verið afgreidd frá ráðinu. Ólafur H. Johnson hjá Skeljungi hf. sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að félögin hefðu farið fram á að fá að hækka gasolíulítr- ann úr 8,50 krónum í 9,30 en það er um 9% hækkun, og auk þess hefðu félögin farið fram á að fá að hækka svartolíutonnið úr 7.250 krónum I 8.450 krónur, sem er um 17% hækkun. Ekki var sótt um að fá að hækka aðrar olíu- eða bens- íntegundir. „Það er að verða mánuður síðan við lögðum inn þessa beiðni, en henni hefur enn ekki verið sinnt af Verðlagsstofnun," sagði Ólafur H. Johnson hjá Skeljungi, „og vegna þess hve beiðnin er orðin gömul er ljóst að hækkunin þarf að verða eitthvað meiri, en farið er fram á í beiðninni." Ólafur sagði að þessi hækkun- arbeiðni væri tilkomin vegna þess að þessar olíutegundir hefðu hækkað erlendis og vegna þess að ákveðin hefði verið ótímabær lækkun á þessum olíutegundum í desember sl. BUR flytur út ferskan karfa BÆUARÚTGERÐ Reykjavíkur hefur ákveðið að halda áfram útflutningi á ferskum karfa til Bandarfkjanna á vegum Coldwater. Verður karfinn fluttur flugleiðis með áætlunarvélum Flugleiða að meðaltali fjórum sinnum í viku. Það sem af er þessum mánuði er BÚR með 80% karfaútflutn- ingsins og helminginn af öllum ferskfiskútflutningum með þessum hætti eða alls um 65 lestir. Coldwater kannaði á mánudag áhuga forráðamanna frystihúsa á Suðvesturlandi á því, að taka þátt í þessum út- flutningi og muna að minnsta kosi átta frystihús hafa lýst áhuga sínum. Albert um dómssáttina: Á eftir að ráðg ast við Lucy „ÉG á alveg eftir að ráðgast við Lucy um þetta. Hún verður að ráða einhverju. Ég er svo nýkominn að utan að mér hefur ekki gefist tími til að athuga þetta, sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra, er hann var spurður, hvort hann hygðist fallast á þá dómssátt, sem rfkissaksóknari hefur heimilað, vegna ólöglegs halds hans á tík- inni Lucy í Reykjavíkurborg. Aðspurður um heilsufar Lucy- ar, sem er orðinn 13 ára gömul, sagði Albert: „Hún er að berjast fyrir lífi sínu greyið í þessu máli á háum kerlingaraldri, en hún er góð til heilsunnar. Hún er orðin feit og þung í hreyfingum. Það er ekki nema hún sjái kött út i garði að hún heldur að hún sé orðinn ung á ný og hieypur, en kemur svo lafmóð til baka og lepur vatn."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.