Morgunblaðið - 30.05.1984, Page 14

Morgunblaðið - 30.05.1984, Page 14
!íl MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984 Öldugata - Hafn. - 3ja herb. Til sölu falleg 3ja herb. miöhæö ca. 80 fm í stein- húsi á einum besta staö viö Öldugötu í Hafnarfiröi. Falleg ræktuö lóö. íbúðin er laus strax. Verö 1550 þús. Óskar Mikaelsson, lögg. fasteignasali. Huginn fasteignamiðiun, Templarasundi 3, sími 25722. Vantar söluturn Höfum kaupanda að góðum sölturni í Reykjavík eöa Kópavogi. Öruggar greiöslur í boöi. 28444 HÚSEIGNIR vtinjsuNoii © QlflD SlKH 28444 0C Danwl Árnaaon, logg faat. Ornótfur Ornólfaaon, aóluatf. AUSTURSTRÆTI FASTEIGNASALAN AUSTURSTRÆTI 9 — SÍMAR 26555 — 15920 Hvannalundur 120 fm fallegt einbýlishus á einni haaö ásamt 37 fm bilskur Góöur garöur. Skipti koma tif greina á 2ja—3ja herb. ibúö meö bílskur Helst i Garöabæ eöa Hafnarfiröi. Verö 3,2 millj. Hólahverfi 270 fm einbýlishús sem er tvær og hálf hæö ásamt sökklum fyrir tvöfaldan bilskúr. Skipti möguleg á raöhúsi i Fossvogi eöa einbyli í Smáibúöahverfi. Verö 4,8—4,9 millj. Klapparberg 170 fm nýtt einbýlishús sem er hæö og ris ásamt 35 fm bilskúr. Húsiö er svo til fullbúiö Akv. sala. Verö 4,8 millj. Heiöarás 330 fm einbýlishús á 2 hæöum. Mögu- leiki á 2 íbúöum. 30 fm bilskúr. Verö 4 méHj. Ægisgrund 130 ferm einbýlish. á einni hæö ásamt hálfum geymslukj. og bilskursr Laust 1. júni. Verö 3.8 millj. Eskiholt 430 fm einbylishús á 2 hæöum ásamt tvöföldum innb. bílskúr. Neöri hæöin er fullkláruö Verö 5,1 millj. Frostaskjól Fokhelt einb.hús á tveimur hæöum Skipti mögul. á einb.húsi i Garðabæ og Vesturbæ Verö 2.9 millj. Hulduland Glæsilegt 200 fm raöhús á þremur pöll- um ásamt 28 fm bílskúr. 4—5 svefn- herb. Fallegur garöur Ákv. sala. Verö 4.3 millj. Skipti möguleg á sérbýli meö stórum bilskur, má vera á byggingar- stigi. Brúarflöt Gb. Endaraóhús sem er 130 fm ásamt 50 fm tvöf. bilskúr. Verö 3.5—3,6 millj. Skipti möguleg á 4ra herb. íbúö. Tunguvegur 130 fm endaraöhús á 2 hæöum. 3 svefnherb. á efri hæö ásamt baöi. Stofa og eldhus niöri. Bilskúrsr. Þvottaherb. og geymslur í kj. Verö 2,3 millj. Álftanes 170 fm fullbúiö raöhús á tveimur hæö- um ásamt 28 fm bílskúr Skipti möguleg á 3ja—4ra herb. ibúö. Utb. aöeins 1,7 millj. Bollagata 125 fm glæsileg neöri sérhæö í þribýl- ishúsi sem skiptist i eldhus, 2 stofur, 2 svefnherb. Stórt hol. Sér inng. Þvotta- hús í kjallara. 30 fm bilskúr Verö 3 míllj. Miöstræti 3ja herb. 110 fm aöalhæö i steinhúsi. Bilskur Verö 1950 þús. Laugateigur Glæsileg 140 fm efri sérhæö í þríbylis- húsi ásamt bílskúrsrétti. 4 svefnherb. og mjög stórar stofur Verö 2.9 millj. Skipti möguleg á 3ja—4ra herb. ibúó miösvæöis. Ægisgata 140 fm ib. á 1. hæö (i dag tannlækna- stofur). Nýtt tvöf. verksmiöjugler. Verö 2,2 millj Ölduslóð 70 fm 2ja — 3ja herb sérhæö Sér inng. Verö 1,4 millj. Kaplaskjólsvegur 140 fm endaíbuö ásamt risi. Verö 2,3 millj. Blikahólar 110 tm falleg ibúö á 2. hæö í lyftuhúsi. Akv. sala. Verö 1800 þús. Fífusel 105 fm 4ra herb. íbúó á 3. haaö. Ákv. sala Veró 1850 þús. Njarðargata 135 fm stórglæsileg ibúö á tveimur hæöum íbúóin er öll endurnýjuó meö Danfoss-hitakerfi. Bein sala Verö 2250 þús. Eskihlíö 120 fm 3ja herb. ibúö á 2. hæö ásamt aukaherb. í risi. Veró 1,8 millj. Hjallabraut Hf. 96 fm 3ja—4ra herb. íbúö á 1. hæö í fjölbylishúsi. Skipti möguieg á herb. íbúö, helst i Reykjavík. Verö 1750 þús. Bollagata Björt 3ja herb. 75 fm íbúö í kj. Stofa. 2 herb eldhus ásamt búri og sér geymslu. Sér inng. Laus nú þegar. Veró 1.7 míllj. Hraunbær 85 fm 3ja herb. íbúó á 1. hæö í fjölbýli á góöum staö. Akv sala. Laus nú þegar. Verö 1,7 millj. Þverbrekka 96 fm jaróhæö i þribýli. Sérinng. Verö 1.7 millj. Spóahólar 80 fm íbúö á jaróhæó. Sérgaröur. Fal- leg íbúö. Veró 1650 þús. Nýbýlavegur 82 fm íbúö á jaröhæö. Góö ibúö. Verö 1350 þús. Smyrlahraun Hf. 92 fm íbúó i fjórbýli á 1. hæö ásamt 35 fm bilskúr. Laus 1. júlí. Verö 1800—1850 þús. Engihjalli Ca. 100 fm stórglæsileg íbúö á 1. hæó. Parket á gólfum, sérsmiöaöar Innr. Verö 1900—1950 þús. Ljósvallagata 75—85 fm íb. á jaróh. Tvöf. verksm. gler Verö 1350 þús. Vesturberg 67 fm ibúö á 4. hæö í fjölbýli. Verö 1350 þús. Karlagata 2ja herb. 55 fm íbúö í kj. Verö 1100—1150 þús Blönduhlíð 70 fm ibúö í kjallara. Verö 1250 þús. Kambasel 75 »m ibúö á 1 hœö í 2ja hæöa blokk. Verö 1400 þús. Fálkagata 65 Im ibúö á 3. hæö i Ijölbýli. Verö 1500 þús. Valshólar 55 fm ibúó á 2. hæö í 2ja hæöa blokk. Verö kr. 1300 þús. Lindargata 30 fm einstaklingsibúö. Sér inng. Verö 800 þús. Lögmenn: Gunnar Guömundaaon hdl. og Guömundur K. Sigurjónsson hdl. New York-bréf „Menning er æði vítt hugtak“ eftir Hallberg Hallmundsson Ég mun hafa látið að því liggja í síðasta bréfi, að það gæti verið dýrt að lifa menningarlífi í New York. Því til stuðnings nefndi ég verð aðgöngumiða að leikhúsum og kleip ekki utan af því. En hafi ég haft áhyggjur af því að hafa kannski ekki sagt algerlega ýkju- laust frá, þá var það óþarfi, því að varla höfðu orð mín fyrr dropið úr pennanum en aðstandendur Dára- kassans (La Cage aux folles), söng- leiksins vinsæla um kynvillinga- klúbbinn — sem vitaskuld eru engir aular — hækkuðu enn miða- verðið; eru nú komnir upp í fimm- tíu dali fyrir sætið. Það virðist þvf lítt saka þótt maður kríti kannski dálítið liðugt í dag; á morgun verður ekki annar sannleikur heil- agri! Ódýrari menning Þ6 hefði ég ef til vill átt að út- lista þetta betur. Menning er æði- vítt hugtak og leikhús eru ekki nema lítill hiuti hennar, þó að sá hluti hafi löngum staðið mér hjarta nær. Yfirleitt eru hinar túlkandi listir, sem svo eru kallað- ar — sjónleikir, óperur, ballettar, tónleikar allskonar (sérlega ef um stórar hljómsveitir er að ræða) — dýrustu hlutar nútímamenning- arlífs. En hér er úr miklu að velja. Stundum er hægt að komast á ágæta tónleika fyrir tiltölulega lítinn pening — kannski tíu dali eða þar um bil. Og kvikmyndahús er enn hægt að sækja fyrir miklu minna fé. Eitt af því sem mér blöskraði mest, þegar ég kom fyrst til New York fyrir tuttugu og fjórum ár- um, var verðið á bíómiðum; þeir kostuðu tvo dali, eða um 80 kr. á svörtu — þ.e., raunverulegu — gengi. Þetta var óheyrileg upphæð fyrir þann sem kom frá Reykjavík og ekki var vanur að borga nema kannski áttunda hluta þess verðs. Nú sé ég í nýlegum Hagtíðindum (Nóvember 1983) að venjulegur bíómiði kostar einmitt um 80 kr., eða rúmlega tvo og hálfan dal á núverandi gengi. Það er um það bil tíföld hækkun. Hér vestra hef- ur hækkunin verið miklum mun hægari. Á sama tfma og vörur eins og sígarettur eða mjólk hafa meira en fjórfaldast f verði hefur aðgangur að kvikmyndahúsum ekki stigið nema um 250%, eða upp í fimm dali. Og þess ber einn- ig að geta, að fyrir það verð má stundum sjá tvær myndir. Húsið og Hrafninn Og þá er ég kominn að efni sem mig langaði að minnast á í þetta skipti: tvær kvikmyndir sem mér þótti mikill slægur í að sjá. Bíó- ferðir væru þó varia í frásögur færandi nema vegna þess að myndir þessar voru báðar íslensk framleiðsla; það er ekki á hverjum degi sem þess er kostur í New York að horfa á íslenskar kvik- myndir. Rúm þrjú ár eru liðin sfð- an Land og synir og Óðal feðranna voru sýndar hér í Nútímalista- safninu (Museum of Modern Art) og síðan hafa tækifærin verið fá að fylgjast með því sem verið hef- ur að gerast I íslenskri kvik- myndagerð. En í mars og apríl hafði kvikmyndahús eitt hér í borg, sem Film Forum nefnist, til sýninga röð af nýlegum kvik- myndum frá Norðurlöndunum fimm, og þar á meðal voru Húsið og Hrafninn flýgur. Þótt ólíkar séu, þykja mér báðar þessar myndir prýðilega vel gerðar. Myndataka beggja er, svo að eitthvað sé nefnt, til mikils sóma. t hléi milli sýninga á Húsinu og danskri myp.d sem á eftir kom, heyrði ég fólk fara lofsamlegum Roy Lichtenstein: Tvö málverk: Dagbjartur (1983). orðum um myndina, jafnframt því sem sumir furðuðu sig á því hvar það væri, þetta ísland. Sjálfum þótti mér það helst á skorta, að staðnæmst væri nægilega lengi við mynd miðilsins (Helga Skúla- sonar) áður en hann fór að koma fram í hugarsýnum dóttur hans til að réttlæta í augum áhorfenda þær minningar, sem myndin átti að vekja upp. Einnig mætti kannski um það spyrja hvað þungi hinnar ungu eiginkonu kom sög- unni við (nema til að minna áhorf- endur á Rosemary’s Baby), eða þá útstáelsi mannsins erlendis. Én þetta eru atriði sem óþarft er að dvelja við, og víst hafði ég óskipta ánægju af myndinni. Hún er dul- arfull án þess að grípa til yfirnátt- úrulegra skýringa. Ég held hún standist samanburð við hvaða meðalmynd erlenda sem er. Um Hrafninn flýgur heyrði ég því miður ekki skrafað meðal hér- lendra — ég fór ekki fram í hléi — aðeins glens nokkurra íslendinga um harðan flaum „Hugins varra“: Mörgum hjör í holdi stóð þá hrafninn flaug um óttu ljósa. Eins og vatn rann víkingsblóð — eða var það kannski tómatsósa? Fáum dögum síðar sá ég þó eft- irfarandi klausu i vikublaðinu The Village Voice (Þorpsröddin), ritaða af einum kvikmyndagagnrýnanda þess, Hoberman að nafni: „Hrafn Gunnlaugsson hlýtur að halda að hann sé íslenskur Sergio Leone; víkingasagan hans, með sínu góð- látlega ofbeldi, en minniháttar af- sprengi af Einu sinni var í (villtaj vestrinu. Hrafninn flýgur, sem er full af flannastórum nærmyndum og meira að segja harðri diskó- tónlist, kemur aldrei hið minnsta á óvart, en hún er skemmtileg engu að síður." Þetta mundi sem talað út úr hjarta Hannesar H. Gissurarsonar, eftir því sem mér sýnist á grein hans hér í blaðinu um sama leyti. Hugmynd Hrafns er í rauninni bráðsnjöll. Það virðist ekkert mæia á móti því að einhver íri tæki sér ferð á hendur til íslands að hefna harma sinna á þeim sem gegn honum höfðu brotið. En út- færslan lætur auðveldlega að sér hæða. Ekki er líklegt, til dæmis, að hinn írski gestur léti það verða sitt fyrsta verk að drepa húskarl þess sem hann vildi feigan svo að segja fyrir framan nefið á félögum hans. Og jafnvel þótt hann fengi flein gestsins milli skoltanna, er þá sennilegt að maðurinn slokkn- aði svo algerlega burt á sama and- artaki, að hvorki heyrðist frá hon- um hrygla né stuna? Ekki tel ég það. Maðurinn ætti að engjast af kvölum og reyna að draga járn- hælinn úr hvofti sér, hósta upp blóði og láta öllum illum látum áður en yfir lyki. En, nei, hann er bara steindauður — bókstaflega — á sömu stundu. Flest það sem á eftir fer er af sama toga spunnið. Það reynir sannarlega á þanþol trúgirninnar. Þannig er með ólík- indum hversu hinum írska pilti veitist auðvelt að rægja saman þá fóstbræður, Þórð og Eirík (ef ég man nöfnin rétt), uns þeir berast á banaspjót. En látum gott heita. Hrafninn flýgur er bersýnilega afþrey- ingarmynd — vestri, eins og þeir Hannes og Hoberman komast að orði (og augljóst er þegar gestur- inn og Þórður eigast við að lok- um). Gildi hennar liggur í öðru en trúverðugheitum söguþráðarins. Það liggur í hinum myndræna þætti verksins — þeim þætti ein- mitt, sem skilur kvikmynd frá skáldsögu. Og hér fer Hrafn á kostum. Búnaður allur — leik- mynd, búningar, og annað slíkt — er með miklum ágætum, og myndatakan frábær. Sjatdan hef- ur íslenskt umhverfi, hrjóstur jafnt og hlýlegri reitir, tekið sig betur út á tjaldinu. Hoberman hafði rétt fyrir sér: myndin er „skemmtileg engu að síður.“ Agli og Hrafni báðum þakka ég ánægjulegar stundir. Van Gogh í Grænu- víkurþorpi En snúum okkur nú að öðrum þætti menningarlífsins, sem hægt er að njóta hér fyrir lítil sem eng- in útgjöld — myndlist. Það hafa margir fyrir satt, að París er ekki lengur höfuðborg heimslistarinnar, heldur einmitt New York. Og víst er um það, að mikil gróska er í listalífinu hér, sýningarsalir svo hundruðurn skiptir og mörg söfn og góð. Ég hef áður minnst á Metropolitan- safnið, þar sem alltaf er hægt að sjá verk meistaranna auk sérlegra sýninga sem standa yfir takmark- aðan tíma. En einnig mætti nefna Guggenheim-safnið, sem að mestu er helgað samtímalist, Whitney- safnið, sem sérhæfir sig í amer- ískri list, og Nútímalistasafnið, sem nú hefur nýopnað dyr sfnar aftur eftir gagngerar breytingar, stórbyggingu, og viðbætur. Á það minnist ég ef til vill síðar. Og auk alls þessa eru útisýningar. Grænuvíkurþorp (Greenwich Village), þar sem ég hef átt heima í næstum fjórðung aldar, er gam- alt listamannahverfi og skálda, þótt nú hafi einnig safnast þangað alls konar oddborgarar, embætt- ismenn, og menntafólk. Margir þeir sem hafa getið sér nafns í bókmenntum jafnt og myndlist hafa búið í þorpinu um lengri eða skemmri tíma. í þriðja húsi frá mér, í Tíunda stræti, átt Mark Twain heima um skeið, og einni tröð vestar bjó E.E. Cummings lengi vel. Skáhallt hinum megin við gatnamót Fimmtu traðar og Tíunda strætis, þar sem nú er stúdentagarður frá New York- háskóla, átti Willa Cather sér að- setur meðan hún dvaldist í New York. Edna St. Vincent Miliay bjó lengi í litlu snotru húsi hér vestur í þorpinu, að ekki sé nú minnst á seinni tíma skáld eins og Allen Ginsberg. Og Hrafnhildur Schram hefur það eftir Alcopley, eigin- manni Nínu heitinnar Tryggva- dóttur, í bók sinni Nínu, að hann hafi stofnað listamannaklúbb, sem þeir tilheyrðu Villem de Kooning, Franz Kline, og fleiri, sem síðar urðu frægir, tveim göt- um hér fyrir sunnan mig, eða í Áttunda stræti. Þannig mætti lengi telja. Um daginn, þegar svo virtist sem vorið væri að ná yfirhöndinni, sá ég út um gluggann minn, sem snýr út að Tfunda stræti, hvar gamall kunningi setti upp trönur sínar og tók að mála. Hann mund- aði pensilinn og bætti lit á léreft- ið, steig aftur á bak nokkur skref og virti fyrir sér verk sitt, kreisti síðan úr túbu, blandaði, og smurði meiri lit. Þetta er einn af þorps-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.