Morgunblaðið - 30.05.1984, Qupperneq 15
15
búum, maður á fimmtugsaldri,
sem árum saman hefur haft það
fyrir sérgrein að mála myndir úr
nærliggjandi götum, flestar í
móskulegum litum með yfirgnæf-
andi rauðleitum eða fjólubláum
blæ. Við May köllum hann yfir-
leitt Van Gogh okkar í milli, því
að þegar við veittum honum fyrst
athygli fyrir nokkrum árum var
hann með hattkúf á höfði sem
minnti okkur á eina sjálfsmynd
hins flæmska málara.
Van Gogh er einn af þeim
hundruðum listamanna, sem
tvisvar á ári taka þátt í útisýningu
hér í þorpinu. Það er eins árvisst
og varptími fugla, að þegar líða
tekur á vor fara málarar, mynd-
höggvarar, og fleira hagleiksfólk,
sem ég kann varla að flokka, að
hreiðra um sig á gangstéttum
Grænuvíkurþorps og fóðra bæli
sín með vetrarvinnunni. Þá eru
frá morgni til kvölds um tveggja
til þriggja vikna skeið flestar
gangstéttir undirlagðar af olíu-
málverkum, vatnslitamyndum,
grafíkverkum, skúlptúr og listiðn-
aðarvörum í flestum formum og
myndum, svo að vart verður þver-
fótað — að ekki sé nú talað um að
komast leiðar sinnar. Margt af
þessu dóti er auðvitað miðlungs-
og þaðan af lélegri verk — sumt
mætti jafnvel kaila drasl án þess
að mikið væri ýkt — en innan um
er alltaf talsvert af frambærilegri
list og einstaka ágætisverk. Og
ekki vantar heldur að þetta sé
skoðað. Þegar vel viðrar, einkum
um helgar, flykkist hingað múgur
og margmenni úr öllum hlutum
borgarinnar, ásamt töluverðu
slangri af utanbæjarmönnum og
útlendu ferðafólki, og verslun er
stundum blómleg. Sama saman
endurtekur sig fyrri part hausts.
Ég hef oft bölvað hressilega og
óskað öllum „skransölum" til
fjandans, þegar ég hef þurft að
skreppa út í búð og ekki komist
leiðar minnar fyrir þröng fólks
sem er að vafra um og skakkblína
á léreft, en ekki er því að neita að
þetta lífgar líka upp á þorpsbrag-
inn. Ekki munu kaupmennirnir
heldur kvarta. Þegar slíkur skari
er saman kominn fer ekki hjá því
að einhver hluti hans líti inn í
búðirnar þeirra og þyngi þeim i
vösum.
Roy Lichtenstein
í SoHo
Naest fyrir sunnan Grænuvíkur-
þorp er borgarhverfi sem nú
nefnsit SoHo. Það nafn er þó ekki
komið frá Lundúnahverfinu sem
svo heitir, heldur er það samdrátt-
ur úr orðunum „South of Houston
Street", eða Sunnan Houston-
strætis. Þetta er gamalt verk-
smiðju- og iðnaðarhverfi, sem
varð athvarf margra listamanna
eftir að oddborgararnir fóru að
streyma inn í Grænuvíkurþorp og
sprengja upp húsaleigu. Nú eru
þar sýningarsalir í löngum röðum,
listiðnaðar- og klæðaverslanir, og
mikið af nýjum matsölu- og
skemmtistöðum.
Galleríin í SoHo hafa á boðstól-
um að heita má allt stafróf mynd-
listarinnar frá gamaldags veru-
leikastælingu til fáránlegustu
framúrstefnuverka. Einhvers
staðar þar mitt á milli — þótt ef
til vill megi um slíka staðsetningu
deila — stendur Roy Lichtenstein,
sem var einn af forsprökkum
pop-listarinnar svokölluðu á
sjöunda áratugnum. Ég hafði
lengi þekkt hann af afspurn en
aldrei séð meira en eitt eða tvö af
verkum hans saman komin á ein-
um stað fyrr en ég labbaði mig
niður í SoHo snemma þessa árs að
leiða augum sýningu, sem haldin
var í tilefni af sextugsafmæli
hans. Og reyndar var þessi sýning
líka á meira en einum stað, því að
svo fyrirferðarmikið var eitt af
verkum hans, að ekki var annað
sýnt í þeim sal, og er hann þó ekki
smár. Þetta var mynd máluð beint
á vegginn, sem mun vera um
5,5x29 m að flatarmáli. Þarna voru
samankomin í einni risamynd,
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984
hvert við hliðina á öðru, mörg þau
mótíf sem Lichtenstein hefur
fjallað um í myndum sínum: pýra-
mídi, trekt, sneið af svissneskum
osti, skjalaskápur, kjaftastóli,
stílabók, rúlla af skeinipappír,
umslag, hönk af rafmagnsvír með
klóm, og þar fram eftir götunum.
Skissa að þessari veggmynd
(Greene Street Mural) er í Nú-
tímalistasafninu. Á hinum staðn-
um voru saman komin mörg minni
verk og þó ekki öll smá. Flestar
voru þessar myndir hver annarri
líkar. Næstum allar voru í raun-
inni myndir af myndum: hlutar
tveggja innrammaðra verka (eða
hlutar af mynd og glugga) og sér í
vegg á milli.
Eins og aðrir pop-listamenn
Fyrri hluti
„Hrafninn flýgur". Við töku mynd-
arinnar.
notar Lichtensteinaðferðir, efni,
og tækni auglýsinga- og mynda-
seríuteiknara, og það er svo sem
augljóst að handbragðið er æft og
öruggt, og það kann ég að meta.
En hver list er í verkum hans fólg-
in, auk leikni hins gamalgróna
handverksmanns, sýnist mér ekki
eins ótvírætt. Engin þessara
mynda höfðaði til mín á nokkurn
hátt — hvorki til skynsemi né til-
finninga. Þær létu mig jafnósnort-
inn og dauð maðkafluga í glugga-
kistu. Nema hvað mér sýnist
maðkafluga meira listaverk frá
nátturunnar hendi.
AF SKATTSKYLDUM TEKJUM
AF ATVINNUREKSTRI
-TELl.JtJLÍ
Fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa tekjur
af atvinnurekstri er nú heimilt að draga 40% frá skatt-
skyldum tekjum til að leggja í fjárfestingarsjóð.
Frádrátturinn er bundinn því skilyrði að helm-
ingur fjárfestingarsjóðstillagsins sé lagður inn á bund-
inn 6 mánaða reikning fyrir 1. júlí n.k. vegna tekna árs-
ins 1983. Ef reikningsárið er annað en almanaksárið
skal lagt inn á reikninginn innan 5 mánaða frá lokum
reikningsárs.
Innstæður á reikningunum eru verðtryggðar
samkvæmt lánskjaravísitölu. Auk þess býður Lands-
bankinn 1,54% stigum hærri vexti en gilda um aðra 6
mánaða reikninga. Það er besta ávöxtun, sem boðin er.
Reikningsinnstæðum má ráðstafa að loknum 6
mánaða binditíma, en innan 6 ára.
Enn er hægt að njóta þeirra skattfríðinda sem að
framan er lýst, við álagningu tekjuskatts og eignaskatts
á árinu 1984 vegna tekna ársins 1983. Fresturinn að
þessu sinni er til 1. júlí n.k.
Upplýsingar um stofnun fjárfestingarsjóðsreikninga
eru veittar í sparisjóðsdeildum Landsbankans.
LANDSBANKINN
Græddur er geymdur eyrir