Morgunblaðið - 30.05.1984, Síða 17

Morgunblaðið - 30.05.1984, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984 17 ingasögur í ritum sínum, sýnir þessi grein og síðan aðrar hvert hugur hans stefndi. í blaðinu tóku að birtast reglulega sögu- þættir úr íslensku þjóðlífi á 18. og 19. öld, undir heitinu Þjóð og saga, og haustið 1958 kom út fyrsta bindið af íslensku mann- lífi, sem varð fjögurra binda rit- röð á fimm árum. Með útgáfu ís- lensks mannlífs hefst raunar rit- höfundarstarf Jóns Helgasonar, sem varð mikið að vöxtum og gæðum áður en lauk.“ Og loks segir Andrés Björnsson í formála sínum: „Það var einmitt þessi samruni vandaðrar heim- ildarkönnunar og listrænnar úr- vinnslu sem skipaði Jóni Helga- syni á bekki meðal fremstu rit- höfunda frá upphafi. Honum var sérlega lagið að grafa upp efni sem unnt var að vinna úr áhrifa- ríkar sögur, er þegar í stað tóku hugsa lesandans fanginn. I úr- vinnslu hafði hann mikinn styrk af nálega óbilandi staðþekkingu sinni og næmri tilfinningu fyrir aðstæðum öllum. Þannig skipaði hann sögum sínum á svið og kunni með afbrigðum að marka þeim upphaf og endi. Auðvitað gefa söguefnin misjafnt svigrúm og eru misstór í sniðum, en mörg þeirra eru völundarsmíð. Hér við bættist ögun í máli og stíl sem Jón hafði tamið sér og féll sérlega vel að því efni sem hann fjallaði um ... Efni og meðferð þess er mjög fjölbreytt í íslensku mann- lífi. Söðlasmiður úr Hafnarfirði deyr vinum horfinn einstæðingur í Þýskalandi, víðsfjarri ættjörð sinni. Ung stúlka hleypur út í norðlenska stórhríð til að ala barn sitt. í Oddrúnarmálum er sagt frá hinum „fullkomna" glæp, óráðinni gátu auk sérstæðrar mannlýsingar. íslenskt mannlíf eru örlagasög- ur, þar sem teflt er fram íslensku fólki, ríku og snauðu, menntuðu * og fákunnandi á tveimur öldum, þegar fæst árin léku við þessa þjóð, en sýndu henni þeim mun oftar í tvo heimana. — Að fornri sagnahefð heldur söguritarinn sig utan sviðs, en lætur helst at- burði lýsa sögupersónum. Þessar sögur veita þó oft lesendum víð- ari sýn en til sögupersónanna einna og eru í eðli sínu margar hverjar allt eins aldarfarslýsing með margvíslegri skírskotun um háttu manna og hagi. Má nefna sem dæmi frábæra frásögu, sem Jón Helgason nefnir Landskuld af Langavatnsstað og er að finna í öðru bindi íslensks mannlífs u Jón Helgason skrifaði fleiri rit en íslenzkt mannlíf og Tyrkja- ránið, til að mynda tvær heimild- arsögur, Orð skulu standa, ævi- sögu Páls Jónssonar vegfræðings, 1971, og sögur Jóhanns bera: Þrettán rifur ofan i hvatt, 1972; þá skrifaði hann Öldina, 16., 17. og 18, afmælisrit um Borgarnes og framhald af Islenzku mannlífi, Vér Islands börn, sem kom út í þremur bindum á árunum 1968—1970. Loks skrifaði Jón Helgason fjögur smásagnasöfn á áttunda áratugnum, Maðkar í mysunni, 1970, Steinar í brauð- inu, 1975, Orðspor á götu, 1977, og Rautt í sárið, 1978. Má taka undir þau orð Andrésar Björnssonar að vera má, að Jón Helgason hafi horfið frá heimildarsögum að samtímasagnagerð vegna þess að hann hafi verið orðinn þreyttur á því að vera bundinn heimildum og þráð aukið frjálsræði í efnis- vali og meðferð þess, eins og And- rés kemst að orði: tilbreyting er hverjum höfundi nauðsynleg. Glíman við nýjan stíl og nýtt málfar var Jóni Helgasyni áskor- un sem hann hljópst ekki frá. Síðasta bók Jóns Helgasonar var Stóra bomban sem út kom 1981. Hann gaf alls út 22 bækur og eru það ekki lítil afköst þegar haft er i huga að hann hafði lengstum blaðamennsku að aðalstarfi, en ritaði bækur sínar í hjáverkum. En hann hafði erindi sem erfiði. Því til staðfestingar er í frétta- tilkynningu Iðunnar vitnað til orða dr. Kristjáns Eldjárns í rit- dómi um Islenzkt mannlíf en hann sagði: „Þessi höfundur fer listamannshöndum um efni sitt, byggir eins og listamaður af þeim efnivið sem hann dregur saman sem vísindamaður." Bókin íslenzkt mannlif er prýdd teikningum eftir Halldór Pétursson listmálara. Hverju bindi fylgir nafnaskrá. Þau eru um 220 blaðsíður hvert. Prentun annaðist Prentsmiðjan Oddi hf. Iðunn ráðgerir að gefa út fleiri ritverk eftir Jón Helgason í sama búningi og þau sem út eru komin. Það eru góð tíðindi. m. Sjálfstæðisfélag Seltirninga hafði opið hús sl. laugar- stæðisflokksins. Að þeim loknum voru veitingar fram- dag í nýju félagsheimili að Austurströnd 3. Skólalúðra- reiddar. Hið nýja húsnæði er ekki fullfrágengið, en sveit Seltjarnarness lék fyrir gesti sem voru hátt á stefnt er að því að taka það í notkun með haustinu á 25 annað hundrað. Ávörp fluttu Jóhannes Jónsson, for- ára afmæli sjálfstæðisfélagsins, sem er í september maður félagsins og Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- nk. Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi í nýtt húsnæði Er vogin íólagi? Ef svo er. haf ió þá samband vió vogaverkstæói okkaraó Smióshöfóa lO. J Simi 86970 ÓlAfUa OÍSIASOM 4 CO. !lf. VOGAÞJÓNUSTA SMIÐSHOFÐA 10 SIMI 86970 íMíóarkápu! Símaskráin er allsstaðar nauðsynleg. En eftir nokkra notkun vill hún verða snjáð. Stundum rifna blöð úr og þá geta skapast vandræði. Forðum því. Hlífðarkápan frá Múlalundi er lausnin. Endist ár eftir ár og er ódýr í þokkabót. ® Hafið samband við sölumann. |f Múlalundur Ármúla 34 - Símar 38400 og 38401 - 105 Reykjavík RADIAL VÖRUBÍLADEKK Þú færð meiri endingu úr stál-radial dekkjunum frá Goodyear. Kynntu þér kosti þeirra og hafðu samband við sölumenn okkar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.