Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984 21 Dularfullt háttarlag pólskrar flugvélar Stokkhólmi, 29. maí. AP. KINS HREYFILS herflugvél frá Póllandi var fjórum sinnum vísað á brott úr sænskri lofthelgi í dag. Skýrði Sven-Olov Olsson, yfirmaður sænska flughers- ins frá þessu í dag. llann kvaðst ekki geta útskýrt hið undarlega háttalag flugvélarinnar, en taldi útilokað, að flugmaöurinn hefði haft í huga að flýja land og komast til Svíþjoðar. Verkfallsmenn í Vestur-Þýzkalandi í kröfugöngu. Verkföllin harðna nú dag frá degi og setja æ meiri svip á þjóðlífið þar í landi. „Þegar maður er á flugi, þá er ekki unnt að gera sér grein fyrir því, hvað er að gerast í flugvél náungans. En ef hann gefur til kynna, að hann eigi í vandræðum, þá veitir maður honum aðstoð," sagði Olsson. Engin merki hefðu hins vegar borizt frá hinni dular- fullu flugvél um að flugmaðurinn þar þyrfti á aðstoð að halda. Flugvélin fór inn í sænska loft- helgi yfir Suðaustur-Svíþjóð, sama svæði og þar sem erlendir kafbátar hafa farið inn í sænska lögsögu hvað eftir annað. Einn sovézkur kafbátur strandaði þar meira að segja eins og kunnugt er. Olsson sagði, að það kæmi ekki ósjaldan fyrir, að erlendar flugvélar færu inn í sænska lofthelgi, en það væri Volkswagen-verksmiðjurn- ar stöðva framleiðslu sína YFIR 300.000 málmiðnaðarmenn hættu vinnu í dag, er Volkswagen- verksmiðjunum í Vestur-Þýzkalandi var lokað. Um 95.000 manns úr þess- um hópi var skipaö að fara í orlof, sem standa á alla þessa viku. „Kysstu og segðu“ London, 29. maí. AP. STUTTUR KOSS á kinnina í staðinn fyrir langan koss getur verið einkenni um hjónaband, sem er að fara út um þúfur. Kemur þetta fram í leiðbeiningabæklingi, sem út kom í Bretlandi í dag á vegum ráðgjafarstofnunar um hjónabandsmál. Heitir bæklingurinn „Kysstu og segðu“ (Kiss and tell). „Hvernig þú kyssir segir oft til um ástalíf þitt, en reglubundið kynlíf sannar ekki neitt í því efni,“ segir í bæidingnum, sem inni- heldur „Kysstu og segðu“-próf til þess að hjálpa hjónum við að vega og meta, hvernig sambandi þeirra er komið. „Okkur skortir margs konar hluti í bílana. Þess vegna er það útilokað að halda áfram fram- leiðslu," sagði Orwin Witzel, tals- maður verksmiðjanna í Wolfs- burg. „Hvort við getum hafið framleiðslu aftur á mánudaginn kemur, fer eftir því, hvort sam- komulag næst í þessari viku í launadeilunni," sagði Witzel enn- fremur. Samningamenn beggja aðila í vinnudeilunum hófu nýjar viðræð- ur í morgun í Ludwigsburg í grennd við Stuttgart. En hvorugur aðilinn lét í ljós mikla bjartsýni á þvi, að málamiðlun næðist bráð- lega í þessum vinnudeilum, sem eru þær víðtækustu í Vestur- Þýzkalandi í 6 ár. Volkswagen-verksmiðjurnar hafa orðið síðastar úr hópi hinna stóru bílaframleiðenda í Vestur- Þýzkalandi til þess að stöðva framleiðslu sína. Færiböndin stöðvuðust strax 14. maí hjá Mer- cedes-Benz, Audi, BMW, Porsche og Opel. einsdæmi, að sama flugvélin héldi því áfram aftur og aftur. Baktería gegn tann- skemmdum New York, 29. maí. Al'. ÍNNAN skamms verður hægt að draga úr tannskemmdum með því að láta skaðlausar bakteríur éta bakteríu þá, sem skemmdunum veldur. Kftir sem áður mun þó nauðsynlegt reynast að bursta tennur. Vísindamenn við háskólann í Connecticut reyna nú að finna bestu leiðina til að smyrja skað- lausri bakteríu, Tove, sem er af- brigði Streptococcus salivarius, á mannstennurnar. Tilraunir með þessa bakteríu á rottum sýndu að holumyndanir minnkuðu um 40%. Bakterían fjölgaði sér og nánast máði út streptococcus mutans-bakterí- una, sem veldur tannskemmdum með því að breyta sykri í sýru er leysir upp glerung tannanna. Óljóst er hvers vegna Tove- bakterían veldur ekki sjálf tannskemmdum, en hún fram- leiðir sýru er einnig leggst á tennurnar, og einnig er óljóst hvernig hún nær yfirhöndinni gegn bakteríunni, sem skemmd- um veldur. Komið hefur í ljós að í munn- vatni fólks með heilbrigðar tenn- ur eru önnur afbrigði strepto- coccus-bakteríunnar, sanguis og uberis, sem ráðast gegn bakterí- um er valda tannskemdum. Kim II Sung ræðir við Jaruzelski Tókýó, 29. maí. AP. KIM IL SUNG, forseti Norður- Kóreu, ræddi í gær við Wojciech Jar- uzelski, forsætisráðherra Póllands, og „skiptust þeir á upplýsingum varðandi uppbygingu sósíalismans“ samkvæmt frásögn fréttastofu Norður-Kóreu. Kim, sem er 72 ára að aldri, er nú á ferðalagi um ríki Austur- Evrópu, en í síðustu viku var hann í Moskvu til viðræðna við ráða- menn þar. Kim hefur ekki komið til Sovétríkjanna frá árinu 1961. Jaruzelski hefur þegið boð Kims um að koma í opinbera heimsókn til Norður-Kóreu síðar. í Pól- landsheimsókn sinni vitjaði Kim m.a. leiðis óþekkta hermannsins og sá sýningu pólsks leikflokks. Bretland: Kynþáttafor- dómar aukast London, 29. maí. AP. TVEIR fimmtu Breta telja að kyn- þáttafordómar gagnvart þeldökkum mönnum og Asíumönnum eigi eftir að aukast, samkvæmt skoðanakönn- un, sem gerð var um land allt, og 35% þeirra er spurðir voru viður- kenndu fúslega að þeir væru haldnir kynþáttafordómum. í könnuninni kom einnig fram að 59% aðspurðra telja verka- lýðsfélögin of áhrifamikil og rúm- ur helmingur telur að efnahags- ástandið eigi ekki eftir að batna. Þá telja 70% þjóðarinnar að at- vinnuleysi eigi eftir að aukast, en þrjár milljónir Breta eru án at- vinnu um þessar mundir. Jafn- framt kom í ljós að svartsýni og íhaldssemi er mjög ríkjandi meðal þjóðarinnar. Könnun þessi verður fram- kvæmd árlega og er ætlað að kanna breytingar á afstöðu fólks til hinna ýmsu mála. Könnunin leiddi í ljós að þeim, sem viður- kenna að vera haldnir kynþátta- fordómum, hefur fjölgað úr 27% í 35% á 15 árum. í Bretlandi búa 2,2 milljónir manna af öðrum litar- hætti en hvítum. Afmælishappdrætti Sjálfstæðisflokksins 26 glæsilegir ferðavinningar að verðmæti um 1.000.000 kr. Dregið 9. júní Vinsamlega gerið skil á heimsendum miðum í Reykjavík er afgreiðsla happdrættisins í Valhöll Háaleitisbraut 1 Sími 82900 opið 8.00 - 22.00 Sækjum — Sendum Sjálfstæðisflokkurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.