Morgunblaðið - 30.05.1984, Síða 29

Morgunblaðið - 30.05.1984, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 30. MAÍ 1984 ° 29 Framköllun á stundinni: Litmyndir tilbúnar á 60 mínútum með nýrri tækni „FRAMKÖLLUN á stundinni'*, ncfnist nýtt fyrirtæki sem opnaö var þann 24. maí sl. í Austurstræti 22. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða fyrirtæki sem sérhæfir sig í framköllun Ijósmynda, litmynda í þessu tilviki, á hraðvirkan hátt, sem einnig má ráða af nafninu. Eigendur fyrirtækisins eru fjórir, þeir Guðlaug- ur Bergmann, Þórir Jónsson, Krist- inn Kristinsson og Sigurður Jónsson, sem einnig er framkvæmdastjóri * þess. Hafa þeir fest kaup á þar til gerðri japan.sk ri vél sem framkallar filmu og stækkar myndir á 60 mínút- um. Að sögn Eyjólfs vEyjólfssonar, annars tveggja framkvæmdastjóra Framköllunar á stundinni, má með þessari nýju tækni framkalla og stækka daglega allt að 400 filmur. Eyjólfur hefur á undanförnum 4 árum starfað við ljósmyndafyrir- tækið Icestar Foto f Kaupmanna- höfn, þar sem samskonar tækni er notuð, og sótt námskeið I tengslum við notkun slíkra véla til Japan. Hann kvað ýmsa kosti fylgja vél- inni, sem er tölvustýrð, umfram það sem annars gerist I framköllun og stækkun litmynda. Til að mynda væri hver myndrammi á filmunni skoðaður sérstaklega af fagmanni áður en myndin væri stækkuð. Þá væru myndgæði vél- arinnar mjög góð, svo og litgrein- ing. Við afgreiðslustörf, framköllun og stækkun vinna, auk fram- kvæmdastjóranna tveggja, þau Guðrún Kristinsdóttir, Bryndís Halldórsdóttir og Axel Ólafsson. Verður lögð áhersla á að nýta í afgreiðslunni þann kost, að sömu starfsmenn vinna við framköllun, stækkun og afgreiðslu, að sögn Sigurðar Jónssonar. Taldi hann það ávinning fyrir fyrirtækið og ekki síst viðskiptavini að hafa beint samband sín í milli. Þannig gætu viðskiptavinir, sem af ein- hverjum ástæðum fengju úr fram- köllun myndir sem væru óskýrar eða ónýtar vegna galla í mynda- töku, fengið útskýringar og leið- beiningar fagmanna sem ynnu að framköllun og forðast þannig að gera sömu mistökin á ný. Taldi hann þennan þátt þjónustunnar F.v. Sigurður Jónsson, Axel Ölafsson og Eyjólfur Eyjólfsson. Að baki þeirra er nýja vélin. ekki slður mikilvægari en þann hraða sem á henni er. í versluninni er auk framköllun- arþjónustu boðið upp á allar al- mennar ljósmyndavörur frá Kodak og Konica, en í ráði er að Konica myndavélar verði einnig seldar þar. Myndirnar sem Framköllun á stundinni gerir, eru I stærðinni 10x15 sentimetrar og er ákveðið gjald, 45 kr. fyrir framköllun, og 10 kr. fyrir hverja mynd. Þá skilar vélin hverri mynd þannig frá sér að tölvumerkt númer er á bakhlið hennar og má út úr því lesa allt sem viðkemur litgreiningu mynd- arinnar, þannig að vilji viðkom- andi frá gert annað eintak og hafi hann upprunalega eintakið í sínum fórum, má stilla vélina þannig eft- ir númerinu að enginn munur verði á hinni upprunalegu og þeirri sem eftir henni er gerð. Starfsfólk Framköllunar á stund- inni. F.v. Eyjólfur Eyjólfsson, framkvæmdastjóri, Axel Ólafs- son, starfsmaður, Sigurður Jóns- son, framkvæmdastjóri, Guðrún Kristinsdóttir, starfsmaður, og Bryndís Halldórsdóttir, starfs- maður. FRAMKÖLLUN Hans Jacob Debes Háskóli íslands: Færeyingur ver doktorsritgerð DOKTORSVÖRN fer fram í heim- spekideild Háskóla íslands laugar- daginn 2. júní nk. Hans Jacob Debes, cand. mag., mun þar verja ritgerð sína „Nú er tann stundin ... “ til doktorsnafnbótar í heimspeki. Rit- gerðin ber undirtitilinn „Tjóðskap- arrörsla og sjálfstýripolitikkur til 1906 — við sögulegum baksýni," og kom út í Þórshöfn í Færeyjum í des- ember 1982. Ritið er á færeysku og fjallar um upphaf og þróun færeyskrar þjóð- ernishreyfingar og sjálfstæðis- stefnu fram til 1906 þegar þjóðern- ishreyfingin klofnar pólitískt end- anlega í Sambandsflokk og Sjálv- stýrisflokk. Ritið er nær 400 blað- síður. Hans Jacob Debes er fæddur i Gjógv í Færeyjum 17. júlí 1940. Hann lauk stúdentsprófi frá Föroyja studentaskúla árið 1962 og kandídatsprófi í sagnfræði og ensku frá Kaupmannahafnarhá- skóla árið 1972. Frá árinu 1971 hef- ur hann verið kennari við Föroyja studentskúla. Hans Jacob Debes er fyrsti Færeyingurinn sem ver dokt- orsritgerð við Háskóla Islands. Andmælendur af hálfu heim- spekideildar verða dr. Gunnar Karlsson prófessor og dr. John F. West. Deildarforseti heimspeki- deildar, Sveinbjörn Rafnsson, pró- fessor, stjórnar athöfninni. Dokt- orsvörnin fer fram í hátíðarsal há- skólans og hefst kl. 14. Öllum er heimill aðgangur. Stúlkan varð fyrir bifreiðinni lengst til hægri. Moruunblaftia/Júllua. Níu ára stúlka fyrir sendibifreið NÍU ira gömul stúlka slasaðist þegar hún varð fyrir lítilli Suzuki sendibifreið á Kringlumýrarbraut í hádeginu í gær. Stúlkan var á leið austur yfir Kringlu- mýrarbraut þegar slysið varð — hljóp út á götuna framhjá bifreiðum sem ek- ið var suður Kringlumýrarbraut á grænu Ijósi yfir gatnamótin við Lauga- veg. Stúlkan kastaðist frá bifreiðinni og missti meðvitund, en komst til meðvitundar á slysadeild Borgar- spítalans og er líðan hennar góð eft- ir atvikum. Sem fyrr segir hljóp stúlkan út á götuna, í veg fyrir stóra flutninga- bifreið. Ökumaður hennar sá ekki til stúlkunnar og mun hún hafa sloppið naumlega við að lenda fyrir flutn- ingabifreiðinni, að sögn sjónarvotta, en varð fyrir sendibifreiðinni, sem var á þriðju akrein og hugðist öku- maður hennar beygja til vinstri austur Suðurlandsbraut. Gestaboð ÁRLEGT gestaboð skagfirðinga- félaganna fyrir eldri Skagfirðinga verður haldið fimmtudaginn 31. maí í félagsheimilinu Drangey að Síðumúla 35. Boðið hefst klukkan 14.00. IGNIS Var einhver að tala um lágt verö...? RAFIÐJAN .. ., Ármúla 8, sími 19294

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.