Morgunblaðið - 30.05.1984, Page 33

Morgunblaðið - 30.05.1984, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984 33 Skólasafniö, fræðslu- og upplýsingamiöstöð skólans - eftir Jónínu Friðfinnsdóttur „Skólasafnið er slagæð skólans“ „í skólasafninu slær hjarta skólans“ „Sýndu mér skólasafnið og ég skal segja þér hvernig skólinn er“ Þessar setningar og fleiri álíka urðu fleygar á ráðstefnu, sem Skólamálaráð Kennarasambands- ins gekkst fyrir, föstudaginn 30. mars sl., um skólasöfn í grunn- og framhaldsskólum. Skólamálaráð gerði málefni skólasafna að aðal- viðfangsefni sínu í vetur og ber að fagna því. Mikill áhugi kom fram meðal ráðstefnugesta, sem voru um 150, um framgang og þróun skólasafnanna í náinni framtíð. Þessi ráðstefna hefur orðið til þess að umræður um skólasöfnin hafa orðið meiri og markvissari. Umræður hafa nú komist á það stig að flestir gera sér ljósa grein fyrir því, að um þessi mál verður ekki fjallað frekar, án þess að skýr stefnumörkun liggi fyrir þar um frá opinberum aðilum. Menntamálaráðuneytið hefur ekki enn mótað sína stefnu, og ekki gefið út neitt sem varðar stöðu eða rekstur skólasafna. Við þetta ástand verður ekki öllu leng- ur unað. 1 grunnskólalögunum frá 1974 kveður skýrt á um, að við hvern skóla í landinu skuli vera skólasafn. Þar segir einnig: „Að skólabókasöfnum skal þannig bú- ið, að þau geti gegnt því hlutverki að vera eitt af meginhjálpartækj- um í skólastárfinu." Eftir tíu ára aðlögunartíma lag- anna er vert að staldra ögn við og athuga stöðu mála. Kennarasamband Islands hefur samþykkt ýmsar ályktanir um skólasöfn, bæði hvað varðar yfir- stjórn þeirra og kjör og menntun þeirra sem á þeim starfa. Allar ályktanir Kennarasambandsins um þessi mál hafa miðað að því að grunnskólalögin geti náð tilgangi sínum, en heildarstefna verður ekki framsett um þessi mál nema stefna menntamálaráðuneytis liggi fyrir. Kennarasamband íslands, Félag skólasafnvarða (stofnað 1975), sem eru samtök kennara sem starfa á skólasöfnum í grunnskól- um, og Fræðsluráð Reykjavíkur hafa í gegnum árin mótað þá stefnu um starfshætti skólasafna sem viðhöfð er í flestum skóla- söfnum í dag. í grunnskólalögunum segir ekk- ert um starfshætti skólasafna utan það, að það skuli gegna því hlutverki að vera eitt af megin- hjálpartækjum i skólastarfinu. Á meðan engin heildarstefna er í þessum málum hljóta að koma upp skiptar skoðanir um starfs- hæ(ti og stöðu safnanna innan skólans. Umræður allar verða ómark- vissar því heildaryfirsýn vantar. Margar spurningar koma upp og sýnist sitt hverjum t.d. hver er staða skólasafnsins innnan skól- ans? Er skólasafnið barnabóka- safn staðsett innan skólans, eða órjúfanleg heild hans? Hverjir eiga að starfa á söfnunum og hvernig og hvar á að skipuleggja menntun þeirra? Ég ætla að íhuga frekar þessar spurningar og reyna að finna skynsamleg svör við þeim. Staða skólasafnsins er samkvæmt grunnskólalögunum skýr. Þar er fjallað um skólasöfnin sem órjúf- anlega heild skólans og hljóta þau þvf í allri umræðu að fylgja hon- um í heild sinni. Skólasafnið verð- ur því ekki skilgreint sem ein safnategund innan skólans. Sér- staða þeirra er fólgin í notendum og markmiðum. Skólasafn þjónar aðeins einum ákveðnum skóla (hér er ekki miðað við samsteypusöfn) og notendur þess eru kennarar og nemendur þess skóla. öll starf- semi safnsins miðar fyrst og fremst að því, að það nýtist kenn- urum og nemendum f kennslu og námi. Kappkosta skal, að allur safnskostur sé sem virkastur og markvisst miðaður við allar kennslugreinar skólans. Markmið skólasafnsins er að verða virkt og þátttakandi í allri kennslu og námi viðkomandi skóla, allt frá lestrarkennslu yngstu barnanna upp í flóknar heimildarritgerðir eldri nemenda. Með hliðsjón af því hve mikil- vægt hjálpartæki skólasafnið er f öllu skólastarfi eru flestir orðnir sammála um það að þeir sem ráð- ast til starfa á skólasöfnum séu fyrst og fremst kennarar, með innsýn í alla uppeldis- og kennslu- fræðilega þætti skólanna. Ekki nægir kennaramenntun ein heldur þurfa kennarar framhaldsmennt- un í skólasafnsfræðum sem ekki hefur verið til staðar hér á landi. Kennaraháskóli íslands hefur nú markað sína stefnu í þessum efn- um, og er það vel. Skólaráð KHÍ telur æskilegt að KHÍ geti veitt kennurum og kennaraefnum sem hyggjast starfa sem skólasafn- verðir sérhæfða menntun. Þessi mál eru enn á umræðustigi en stefnumörkun er komin fram og það er stórt skref í rétta átt. Háskóli íslands hefur frá 1979 boðið upp á eins vetrar nám fyrir kennara sem starfa eða hyggjast starfa á skólasöfnum. Nám þetta er hluti af bókasafnsfræði (30 ein.) og er opið öllum nemendum sem stunda nám í bókasafnsfræð- um. Nám þetta er, eins og er, ekki sérstaklega sniðið fyrir þá kenn- ara sem þar stunda nám. Menntamálaráðuneytið hefur Jónína Friðfinnsdóttir „Umrædur allar verða ómarkvissar því heildar- yfirsýn vantar. Margar spurningar koma upp og sýnist sitt hverjum t.d. hver er staða skóla- safnsins innan skólans? Er skólasafnið barna- bókasafn staðsett innan skólans, eða órjúfanleg heild hans? Hverjir eiga að starfa á söfnunum og hvernig og hvar á að skipuleggja menntun þeirra?“ nú ákveðið að þeir kennarar, sem hafa lokið námi í bókasafnsfræði sem aukagrein fyrir skólasafn- verði, hafi rétt til þess að gegna stöðu skólasafnvarða á grunn- skólastigi. Einnig hefur mennta- málaráðuneytið staðfest að bóka- safnsfræðingar sem lokið hafa námi í uppeldis- og kennslufræð- um (30 ein.) frá félagsvisindaeild Hl hafi rétt til þess að gegna stöðu skólasafnvarða á grunn- skólastigi. Þessi ákvörðun er raunar það eina, sem frá ráðuneytinu hefur komið um málefni skólasafnanna. Ákvörðun þessi má teljast nokkuð undarleg ráðstöfun, í ljósi þess að ekki hefur áður komið fram stefnumörkun um starfshætti skólasafnanna. Ekki hefur ráðu- neytið heldur sett fram skilgrein- ingu á því hvernig námið skuli uppbyggt sem sérfræðimenntun fyrir skólasafnverði. Það hlýtur að vera ljóst að sér- fræðimenntun skólasafnvarða verður að vera í tengslum við hið almenna kennaranám og þvi eðli- legt að aðalmenntastofnun kenn- ara, KHÍ, geti boðið upp á nám fyrir skólasafnverði. Verkaskipt- ing og samstarf við Hí er að sjálfsögðu æskilegt í þessu efni. Það er mikið hagsmunamál fyrir kennarastéttina og alla skóla landsins að þetta mál verði far- sællega til lykta leitt. Grunnskólalög hafa verið endurskoðuð og frumvarp þar um lá fyrir þingi í vetur en því miður voru þau lög ekki afgreidd að þessu sinni. Við verðum að vona að lögin verði afgreidd á næsta þingi, og að í kjölfar þeirra verði sett á reglugerð um skólasöfn. Ekki er æskilegt að reglugerð verði sett á nema með hliðsjón af nýjum grunnskólalögum. Ef athuguð er staða í uppbygg- ingu og þróun skólasafna í landinu kemur í ljós að Reykjavík hefur algjöra sérstöðu í þeim málum og gegnir þar forystuhlutverki. I Reykjavík hafa nær allir skólar flokkað og skráð safn og þar hafa söfnin starfað eftir reglugerð sem Fræðsluráð Reykjavíkur sam- þykkti 1977. Sú reglugerð er nú í endurskoðun. Á Reykjanesi er hlutfallið ekki eins hagstætt og þar eru enn stórir skólar, sem ekki hafa komið sér upp safni eða nýti- legum bókakosti. Ástandið út um landið er í þessum efnum víða mjög slæmt, nema í stærri kaup- stöðunum. I þessum efnum kemur fram gífurlegur aðstöðumunur milli þéttbýlis og dreifbýlis. Kennslumiðstöðvar við fræðslu- skrifstofurnar gætu brúað þetta bil að einhverju leyti og ber að fagna þingsályktunartillögu um kennslumiðstöðvar sem fram kom á alþingi í vetur. Erfitt getur reynst að byggja upp skólasöfn í fámennum skólum út um land. I grunnskólalögum er gert ráð fyrir að við uppbyggingu skóla- safna skuli miða við 10 bækur á nemanda. I fámennum skólum sjá allir að ekki verður byggt upp gott skólasafn innan þess ramma. Kennslumiðstöðvar gætu átt Kaffisala í Laugarnessókn ÉG VIL vekja athygli á því að hin árlega kaffisala Kvenfélags Laug- arnessóknar er á morgun — upp- stigningardag — í nýja safnaðar- heimilinu við Laugarneskirkju. Allur ágóði af kaffisölunni mun renna til safnaðarheimilisins. Þó að safnaðarheimilið sé komið undir þak eru margir kostnaðar- samir þættir eftir. Það er eftir að ganga frá flestu innanhúss og kaupa nauðsynlegan húsbúnað, svo að hægt sé að nýta heimilið eins og fyrirhugað er. En það er vissulega brýnt að það geti orðið sem fyrst. Á undanförnum árum hafa mörg sóknarbörn lagt sitt af mörkum til að safnaðarheimili Laugarnessóknar geti orðið að veruleika. Það ber sannarlega að þakka. En mest hefur munað um framlag Kvenfélags Laugarnes- grunnsafn bóka og námsgagna sem gæti bætt úr brýnni þörf þessara skóla og þannig dregið úr þessum aðstöðumun. I Reykjavík hefur skólasafnamiðstöð starfað í mörg ár með góðum árangri. Skólasafnamiðstöð þessi sér um alla tæknihlið safnanna, svo sem flokkun, skráningu og allan frá- gang á bókum og gögnum. Söfnin fá allan sinn safnkost fullfrágeng- inn með spjaldskrárspjöldum og tilbúinn til notkunar strax og hann kemur í safnið. Þetta er eina sveitarfélagið í landinu, sm komið hefur upp þjón- ustumiðstöð fyrir skólasöfn sín. Þessi þjónusta hefur mjög mikið að segja í allri uppbyggingu á rekstri skólasafnanna. Það er ljóst að til þess að skólasöfnin utan Reykjavíkur geti rækt hlutverk sitt verða þau að eiga kost á hliðstæðri þjónustu. Það er mjög kostnaðarsamt að koma upp góðu skólasafni. Þvi verður öll' uppbygging að vera markviss frá upphafi. Skólasöfnin verða að sanna gildi sitt og sýna fram á að þeim fjármunum sé vel varið sem fara í uppbyggingu þeirra. Skólasafnamiðstöðvar eru best settar í tengslum við fræðslu- skrifstofurnar og gætu verið hluti af kennslumiðstöðvunum. Skóli sem ekki hefur skólasafn getur ekki sinnt hlutverki sínu sem skyldi og honum er ætlað samkvæmt lögum. Ljóst er í allri skólamálaumræðu að skólasöfnin eru ómissandi i námi og kennslu i dag, ef frumkvæði nemenda og sjálfstæð vinnubrögð í sveigjan- legu skólastarfi eiga að njóta sín að fullu. En það verður alltaf í höndum hvers og eins kennara, hvernig hann nýtir sér safnið til kennslu. Það verður því miður að segjast að enn fá kennaranemar ekki nægjanlegan undirbúning í námi sínu hvað varðar það að nýta sér það stórkostlega hjálpartæki sem vel uppbyggt og starfrækt skólasafn er. Jónína Frióflnnsdótlir er kennari og bókasaínsfræðingnr. Starfar sem skólasafnrörður rið Öldu- túnsskóla í Hafnarfírði. sóknar. Það hefur stutt byggingu safnaðarheimilisins af miklum myndarskap. Án stuðnings kven- félagsins værum við skammt á veg komin. Ég vil skora á Laugarnesbúa og aðra velunnara að fjölmenna í dag í hið nýja safnaðarheimili Laug- arnessóknar og fá sér gott kaffi. Ekki þarf að efast um að veitingar verða rausnarlegar að vanda. Um leið styðjið þið gott málefni. HADEGISMATSEÐILL Pönnusteiktur karfi á karrýsósu Rifjasteik að dönskum hætti 1/1 255.- - 1/2 195.- I tilefni þriggja ára afmælis bjóðum við öllum ijómatertu í eftirrétt. Hvíldarstaður í hádegi höll að kveldi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.