Morgunblaðið - 30.05.1984, Side 35
Stjórn SFG hefur ítrekað bent
þessum aðilum á, og hvatt þá til,
að gera annað tveggja, að gerast
félagar í SFG, eða að stofna með
sér önnur sölusamtök og boðist
jafnvel til að verða þeim hjálpleg í
þeim efnum. Af augljósum ástæð-
um, sem of langt mál væri að
rekja hér, hafa þeir fram til þessa
hvorugan kostinn valið.
e) 6. og 7. gr. Þarfnast ekki um-
sagnar okkar
Almennar athugasemdir
Lög um Framleiðsluráð land-
búnaðarins nr. 95/1981 (og eldri
lög um sama efni) hafa í reynd
aldrei náð til ylræktarbænda
(grænmetisframleiðenda) né til
sölusamtaka þeirra, SFG, sem
flestir ylræktarbændur og nokkrir
útiræktarbændur eiga aðild að.
Það eina sem verulegu máli
skiptir fyrir þessa framleiðendur
er sú vernd sem felst í stjórn inn-
flutnings grænmetis, svo og hæfi-
lega há aðflutningsgjöld af slíkum
innflutningi.
Um hið fyrra atriðið er það að
segja, að litlu máli skiptir hvort sú
stjórn er eða verður í höndum
þessa eða hins ráðuneytisins,
heldur að sjálfsögðu hvernig með
verður farið. Að viðskiptaráðu-
neytið veiti leyfi til innflutnings
(4. gr.) en landbúnaðarráðuneytið
hafi á hendi yfirstjórn innlendrar
matjurtaframleiðslu o.s.frv. (3.
gr.) sýnist þó naumast ráðlegt og
aðeins vel til þess fallið að valda
óþarfa vinnu, umstangi og tog-
streitu, sé á annað borð ætlunin
„að stuðla að því að fullnægt verði
sanngjörnum óskum framleiðenda
og neytenda", með því „að ráðfæra
sig við samtök innlendra rækt-
enda (ótilgreind) og samtök kaup-
manna (ótilgreind)", eins og segir
i frumvarpinu.
Að gefa innflutning frjálsan, þó
ekki sé nema tfmabundið ár hvert,
krefst mikils eftirlits og upplýs-
ingaöflunar af þeim aðila sem
slíkt yrði falið. Upplýsinga sem
erfitt getur reynst að afla, ein-
faldlega vegna þess að þær eru
hvorki né geta verið fyrir hendi
þegar þeirra er mest þörf. Nægir
þar að nefna 'íslenskt veðurfar,
sem á svipstundu og án fyrirvara
getur gjörbreytt uppskeru og/eða
Við Ástarhóla hefur ástfangið
fólk auðvitað hópast saman og verið
í friði í gamla daga fyrir efnis-
hyggjunni og ræktað sinn garð,
ótruflað af volæði heimsins. Að
vorlagi hefur það hlaupið um tún og
engi frá Skólapiltahólum yfir að
Stúiknahólum, ekki til að láta
skrifa uppá víxil eða í þeim erind-
um að kanna hvort búið væri að
endurnýja happdrættismiðana. Nei,
piltar hafa t.d. hlaupið um nesið og
safnað í blómvönd handa þeirri
stúlku sem átti hug þeirra allan. {
dag er lítil byggð yst í Laugarnes-
inu og auð svæði þar sem bragga-
hverfið var áður fyrr. Það er engin
ástæða til að koma þar upp stórhýs-
um, raðhúsum eða einbýlishúsum,
spurning hvort ekki er rétt að hlúa
þar að gróðri í umhverfi sem er sér-
stætt og í næsta nágrenni við þétt-
býliskjarnann.
Fjölmargir borgarbúar eiga
minningar tengdar Laugarnesinu
og vonandi flestar góðar. Eg á það-
an t.d. minningar um rólur og
sandkassa og bragga og í endur-
minningunni er þetta ævintýra-
heimur kannski engum líkur. í ljóði
Þórbergs um Seltjarnarnesið segir:
„Seltjarnarnesið er lítið og lágt, lifa
þar fáir og hugsa srnátt." Laugar-
nesið er að vísu frekar lítið og lágt
og þar lifa nú fáir en hugsa stórt.
Þar skapaði Sigurjón heitinn
Ólafsson t.d. sín ódauðlegu lista-
verk og þar eru stórfyrirtæki í
næsta nágrenni sem dafna vel,
Kassagerðin, Tollvörugeymslan,
Klettur og Sambandið á Kirkju-
sandi að ógleymdu bifreiðaverk-
stæðinu í þokkalegum skúr.
Hraðbraut hefur verið lögð út i
Laugarnes frá Borgartúni, tvær
akreinar, malbikaðar og tilvalið
fyrir fólk í rómantískri stemmn-
ingu að aka þar um eða ganga nú
eða að horfa á útsýnið af nesinu í
fögru veðri. Þaðan er frábært út-
sýni til Esjunnar, eyjanna Viðeyjar
og Engeyjar og borgarinnar.
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984
35
uppskeruhorfum. Eru undanfarin
sumur (og vetur og vor hvað yl-
rækt varðar) gott dæmi um slíkt.
Um síðara atriðið, aðflutn-
ingsgjöldin, skal það eitt sagt, að
hér er um veigamikið stjórnunar-
tæki (vernd) að ræða, sem nauð-
synlegt er að beita, þar sem ís-
lenskir grænmetisframleiðendur
ráða t.d. ekki skráningu gengis ísl.
gjaldmiðilsins, og geta því ekki
látið skrá krónuna „rétt“ miðað
við sínar þarfir.
Á það má einnig benda í sam-
bandi við framkomið frumvarp, að
garðyrkjubændur hafa ekki til
þessa notið neinnar niðurgreiðslu
né uppbóta vegna framleiðslu
sinnar, og lengst af greitt há að-
flutningsgjöld af innflutningi
nauðsynlegra rekstrar- og fjár-
festingarvara. 1 þessu felst mikill
aðstöðumunur ef tekin eru mið af
öðrum atvinnuvegum s.s. landbún-
aði, sjávarútvegi og, á síðari tím-
um, iðnaði.
Garðyrkjubændur hafa með
öðrum orðum staðið, og viljað
standa, á eigin fótum án óeðlilegra
afskipta eða fyrirgreiðslu hins
opinbera. Þeir eru reiðubúnir til
að gera það áfram, ef ekki koma
til ógrundaðar og ótímabærar að-
gerðir, svo sem samþykkt um-
rædds frumvarps, sem a.m.k. í
óbreyttu formi myndi leggja þessa
ungu atvinnugrein í rúst á
skömmum tíma. Fari hinsvegar
svo að þing og stjórn telji æskilegt
og mögulegt að afnema almennt
alla styrki, uppbætur og niður-
greiðslur svo og aðflutningsgjöld
og takmarkanir á innflutningi
hverskonar landbúnaðar-, sjávar-
útvegs- og iðnaðarvara, munu
garðyrkjubændur fagna slíku og
taka heilshugar þátt í hverskonar
samkeppni sem af því leiddi — á
j af nréttisgrundvelli.
Því má ekki gleyma í þessu sam-
bandi, að framleiðendur grænmet-
is eru einnig neytendur, ekki bara
sinnar eigin framleiðslu þó góð sé,
heldur líka — og fyrst og fremst
— allra annarra neysluvara sem
heyra til lífsmáta nútíma þjóðfé-
lagsþegna. Ódýrar innfluttar
neysluvörur myndu því verða
þeim til hagsbóta ekki síður en
öðrum, og gera þeim kleift að
framleiða grænmeti á hagstæðara
verði en hingað til og þar með
væri a.m.k. vissum tilgangi náð.
Þar sem ekki er líklegt að þessi
verði raunin á í bráð a.m.k., leggj-
um við til að umrætt frumvarp
verði fellt, en nefnd skipuð til að
taka út og meta stöðu yl- og úti-
ræktar (grænmeti) með það fyrir
augum m.a. að fá úr því skorið
hvort ræktun grænmetis sé æski-
leg við hérlendar aðstæður, og ef
svo þykir, þá með hvaða hætti, svo
allir geti við unað — framleiðend-
ur sem neytendúr.
II.
Ennfremur má benda á tillögu
um sama efni, sem samþykkt var á
nýafstöðnum aðalfundi Sambands
garðyrkjubænda svohljóðandi:
„Aðalfundur Sambands garð-
yrkjubænda haldinn 18. maí 1984
fagnar þeirri miklu umræðu er
verið hefur að undanförnu um
framleiðslu og neyslu grænmetis
sem sýnir áhuga almennings I
landinu á breyttum og hollari
neysluvenjum.
Hinsvegar varar fundurinn ein-
dregið við hverskonar lítt hugsuð-
um skyndiákvörðunum sem
kynnu, ef framkvæmdar yrðu, að
skaða bæði hagsmuni neytenda og
framleiðenda, samanber það
frumvarp til laga nr. 76 er nú ligg-
ur fyrir Alþingi.
Aðalfundurinn ítrekar þá ósk til
stjórnvalda að hraðað verði úttekt
á stöðu íslenskrar garðyrkju með
það fyrir augum að ljóst verði
hvert hið raunverulega ástand er.
Fundurinn telur innflutning
grænmetis nauðsynlegan og
sjálfsagðan þegar innlenda fram-
leiðslan er ekki fyrir hendi. í því
sambandi skiptir höfuðmáli
hvernig þeim innflutningi er
stjórnað."
Hr. formaður Neytendasamtak-
anna, Jón Magnússon. Bendir
ofanritað til einokunar eða einok-
unarhneigðar Sölufélags garð-
yrkjumanna, eða ísl. garðyrkju-
bænda aimennt? Ég held að erfitt
sé að finna slíkri skoðun stað.
Virðingarfyllst,
Reykjavík, 25. maí 1984.
1‘orraldur Þorsteinsson er fram-
kræmdastjóri Sölufélags garö-
yrkjumanna.
Eigi skal ras-
að um ráð fram
Hljóm
nrrrTTT?
Siguröur Sverrisson
Bubbi Morthens
Ný spor
Safari
Þegar ég hlustaði fyrst á nýj-
ustu sólóplötu Bubba þótti mér
lítið til hennar koma. Eftir því
sem oftar var hlustað vann
platan hins vegar á og nú er ég
þeirrar skoðunar, að sumt á
henni standi jafnfætis því
besta, sem Bubbi hefur sent frá
sér á tiltölulega skömmum en
ótrúlega viðburðaríkum ferli.
Heiti plötunnar, Ný spor, er
hins vegar öfugmæli að mestu
leyti. Auðvitað má segja sem
svo, að hver ný plata marki ný
spor, en það fer ekki leynt, að
meginþorri laga þessarar plötu
er aðeins nýr meiður af göml-
um stofni. Stofninn stendur
enn nokkuð réttur, en fái hann
ekki næringarríkari áburð en í
vetur er þess ekki langt að bíða
að hann taki að visna.
Á Fingraförum Bubba var
oft á tíðum að finna afturhvarf
til uppruna hans. Slík einkenni
er einnig að finna hér. Pönk-
svíta nr. 7 er t.d. með keimlíkan
undirtón og Jón pönkari á Is-
bjarnarblúsnum. Þá finnst mér
lagið Þeir ákveða hvað er klám
minna mjög á annað tveggja
laga á plötu hljómsveitarinnar
Lolu.
En Bubbi á góð lög á þessari
plötu, það verður ekki aftur
tekið né sniðgengið. Strákana á
Borginni þekkja allir nú orðið,
en lög á borð við Vilmund og
tvö framangreind koma þar
skammt á eftir. Yrkisefni
Bubba eru að vanda fjölbreyti-
leg en textagerðin ekki alltaf
eins beitt og áður. í laginu Þeir
ákveða hvað er klám er þó að
finna gott dæmi um hvassa
ádeilu:
„Ykkur er nauðgað allt árið,
daginn út og inn,
brosandi .segið: „l>að er ekkert við því að gera.“
l»ið lengið vinnudaginn og borgið reikninginn.
Er það þannig sem þið viljið vera?“
Hljóðfæraleikur á plötunni,
sér í lagi gítar- og trommuleik-
ur, er skemmtilegur og upptak-
an vel gerð. Hljómurinn þó ekki
nema miðlungi góður. Á heild-
ina litið er þessi nýjasta sóló-
plata Bubba vel fyrir ofan með-
allag — mun sterkari en t.d.
nýja plata Egósins. Hins vegar
verður Bubbi að gera það upp
við sig hvort hann ætlar að
festast í sama farinu eða þróa
stíl sinn. Með sömu afköstum
og verið hafa er óumflýjanlegt
að hann staðni og það fyrr en
síðar.
HEIMSÞEKKT VÖRUMERKI
VILTU GLEÐJA VIN
VINNUFÉLAGA EÐA
ÆTTINGJA?
ÞÁ EIGUM VIÐ GJAFIR
VIÐ FLEST TÆKIFÆRI