Morgunblaðið - 30.05.1984, Síða 43

Morgunblaðið - 30.05.1984, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984 43 Sigríður H. Kristjáns- döttir — Minningarorð Kristjáns Jakobssonar frá Höfn við Dýrafjörð og ólst þar upp, ásamt systrum sínum fimm. Heimilið var stórt og lærðu syst- urnar snemma að vinna, bæði inn- anhúss og utan. Fædd 13. júní 1917 Dáin 17. maí 1984 I dag er til moldar borin okkar kæra vinkona Sigríður Krist- jánsdóttir, er lést á gjörgæslu Landspítalans 17» maí sl. Hún var fædd að Gili í Mýrarhreppi, Dýra- firði, 13. júní 1917. Foreldrar hennar voru Guðrún Kristjáns- dóttir og Kristján Jakobsson. Þeg- ar hún var 5 ára gömul, árið 1922, fluttu foreldrar hennar að Höfn í Þingeyrarhreppi, Dýrafirði. Þar ólst hún upp við gott atlæti ásamt fimm systrum sínum, en ein af þeim lést innan við tvítugs aldur og var hennar sárt saknað. Þetta fólk var vel þegið á nesið. Þá var það komið í nábýli við Svalvoga. Ég sem sem þessi fá- tæklegu orð rita var þá á ungl- ingsárum og ég og yngri systkini mín áttum mörg spor milli bæj- anna í leik við þær Hafnarsystur, sem urðu okkar vinsælustu leik- systur. í fyllingu tímans varð ég bóndi á Svalvogum og með stóran barna- hóp, þá fundum við best hvað við áttum góða og trygga vinkonu þar sem Sigríður var. Hún var fús að rétta okkur hjálparhönd og hún var svo glöð og kát og góð við börnin að það létti yfir öllum er hún var nálæg. Sigríður fór fyrst að heiman í vist til ísafjarðar, þar var hún dugandi og vinsæl í starfi, eins og alls staðar sem hún hefur unnið. Þegar Sigríður kom í fjölmennið á Þingeyri dreif hún sig á matreiðslunámskeið og naut þess vel, enda má segja að það hafi ver- ið hennar aðal starf. Hún vann með systur minni, sem hafði sjúkrahúsið á Þingeyri um tíma, ennfremur hefur hún unnið fjöl- mörg ár sem ráðskona hjá vega- gerða- og símamönnum við góðan orðstír, en síðast í mörg ár hjá mötuneyti Olíufélagsins Skeljungs í Skerjafirði og þaðan á hún gott orð sem annars staðar. Við hjónin og fjölskyldur okkar biðjum Sigríði guðs blessunar yfir móðuna miklu og þökkum sam- fylgdina. Háaldraðri móður henn- ar, systrum og öðrum ættingjum og vinum vottum við okkar ein- lægustu samúð. O.Þ. Þegar kallið kemur, kaupir sér enginn frí. Kallið hennar Siggu frænku er komið, og nú að leiðar- lokum langar mig að minnast hennar með fáeinum orðum. Hún var elsta dóttir hjónanna Guðrúnar Kristjánsdóttur og Sigga var forkur dugleg til allr- ar vinnu og hjálpfús með afbrigð- um. Hún frænka mín var góð kona, glaðlynd og barnelsk. Ég man fyrst eftir henni í heimsókn hjá mömmu, þegar ég var lítil telpa, ég man hve góð hún var við mig og þegar hún fór, tók hún mig með í mitt fyrsta ferðalag. Við fórum á litlum báti frá Patreks- firði í heimsókn til afa, sem þá var fluttur á Þingeyri. Þar fékk ég að vera í nokkra daga hjá Siggu og stóru fjölskyldunni í Hermanns- húsi. Þegar maður er lítill er allt stórt, og þarna fann ég best hve Sigga mín hafði stórt hjarta og gat miðlað mér miklu. Þegar allt hitt virtist minnka með árunum, var hún enn sú sama og fyrr. Öll mín bernskuár var jólagjöfin frá Siggu jafn árviss og jólin sjálf, þótt fjarlægð skildi okkur að. í fjöldamörg ár var hún ráðskona í vegavinnu á sumrin og „karlarnir hennar" virtu hana og dáðu. Eftir að hún fluttist alkomin til Reykjavíkur, bjó hún ásamt Ólafíu systur sinni í Grænuhlíð 20, þangað var gott að koma, hlýja og gestrisni í fyrirrúmi. Mörg undanfarin ár starfaði Sigga í mötuneyti Skeljungs i Skerjafirði og undi þar mjög vel hag sínum og er mér ekki grun- laust um að þar sjái margur mað- urinn á eftir góðum vini. Sigga giftist ekki né eignaðist börn, en systrabörnum sínum var hún sönn og góð frænka. Eg, ásamt foreldrum mínum og dóttur, sendi öllum ástvinum hennar innilegar samúðarkveðjur. Megi minningin um góða konu gleðja ykkur í framtíðinni. Sísí Magnea Halldórs- dóttir — Minning Fædd 24. mars 18%. Dáin 9. maí 1984. Mæt og merk kona hefur lokið vegferð sinni hér á jörð. Þar sem ég gat ekki verið við- stödd útför hennar langar mig til að senda fáein kveðjuorð. Magnea fæddist á Dalvík. For- eldrar hennar voru Margrét Frið- riksdóttir og Halldór Jónsson bóndi. Með þeim fluttist hún til Ólafsfjarðar og síðar til Siglu- fjarðar þar sem hún ólst upp í stórum systkinahópi. Magnea kynntist Guðjóni Jóns- syni í Reykjavík. Þau giftust 23. nóvember 1923 og bjuggu þar í 2 ár. Fluttu þaðan til Siglufjarðar þar sem þau dvöldu í 1—2 ár, og þaðan til Dalvíkur og voru þar í 3 ár, en síðan lá leiðin aftur til Siglufjarðar þar sem Guðjón reisti þeim hús og þar byggði hann upp rörasteypustöðu og rak einnig bíla til fólks- og vöruflutninga. A Siglufirði bjuggu þau í mörg ár. Þau hjónin eignuðust níu börn: Jón skipstjóri kvæntur Helgu Þor- leifsdóttur, Grétar vélstjóri, kvæntur Jóhönnu Gestsdóttur, Þórir vélvirki, kvæntur Guðrúnu Stefánsdóttur, Hlín sjúkraliði kvænt Pétri Goldstein, Einar skip- stjóri, kvæntur Guðrúnu Árna- dóttur, Hilmar verkstjóri kvæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur, Bragi múrari kvæntur Ástu Andersen og Elisa Dagbjört búsett I Banda- ríkjunum. Allur er þessi stóri hóp- ur vel til manns kominn og hefur lagt þjóðfélaginu sinn skerf til þroska og velmegunar. Barnabörnin eru orðin 44 og barnabarnabörnin 29. Á stríðsárunum 1941—44 fluttu þau til Málmeyjar á Skagafirði með allan barnahópinn sinn og settu þar upp fjárbú. 1945 gerðust þau frumbyggjar í Kópavogi. Þar reisti Guðjón þeim hús og rörasteypustöð sem hann starfrækti í mörg ár. Þegar aldur og þreyta færðist yfir byggði hann sér hús í Innri- Njarðvík og flutti þangað 1960. Þar dvöldu þau þar til þau keyptu íbúð á Seljavegi 31 í Reykjavík. Á báðum þessum stöðum, sem og annars staðar reistu þau sér hlýleg og falleg heimili sem gott var að koma á. Enda oft margt um manninn þar sem frændrækni, hlýja og gleði sátu í fyrirrúmi. Tekið var á móti öllum af rausn og myndarskap. Á þessum árum, þegar öll börn- in voru flogin úr hreiðrinu, fékk Magnea tíma til að snúa sér að hannyrðum, hún prjónaði ótal fal- legar peysur, saumaði til að gefa barna- og barnabörnum, „ef ein- hver hefur gaman af,“ eins og hún orðaði það. Þannig var í stórum dráttum hennar vegferð. Mann sinn missti hún 1977 en sat áfram í sinni íbúð og naut þess að taka á móti vinum og afkom- endum þar til fyrir tveim árum að heilsan var á þrotum og hún flutti í Sunnuhlíð þar sem vel var um hana hugsað þar til yfir lauk. Ég kynntist Magneu á Siglufirði er ég var 17 ára og urðum við brátt vinkonur og entist sú vinátta ævi hennar út og leit ég ávallt upp til hennar með mikilli virðingu. Magnea var vel gerð kona og falleg, með mikið svart hár sem aldrei gránaði að ráði, hún var björt yfirlitum og virðuleg í fasi og bar aldurinn sérstaklega vel. Hún var afburða dugleg og ákveð- in í framgöngu. Hún var kona sem skildi sitt hlutverk f lífinu. Ánnað- ist mann sinn og börn af alúð og skilningi og alltaf ríkti hamingja og gleði við tilkomu hvers barns. Enda urðu þau öll góðir og dugleg- ir þjóðfélagsþegnar hvert á sínu sviði. Það heyrðist aldrei vol eða víl þó vinnudagur væri oft langur. Magnea annaðist tengdamóður sína, Margréti Þórðardóttur er alltaf bjó hjá þeim þar til hún andaðist hjá þeim í hárri elli á heimili þeirra í Málmey. Magnea átti sérlega góða skap- gerð, var alltaf jákvæð gagnvart öllu og öllum. Og þó hún hefði margt að hugsa og gera hafði hún alltaf tíma til að rétta öðrum hjálparhönd, sem hún vissi að bágt áttu og þurftu þess með. Það var ómælt sem hún lét af hendi rakna til þeirra. En aldrei talaði hún um það við aðra, það var svo sjálfsagður hlutur. Oft gisti ég hennar heimili og dáðist að hve auðvelt henni virtist að vinna og hve gleðin var ríkj- andi í öllu hennar atferli. Þau hjónin höfðu gaman af að ferðast og oft komu þau norður til mín. Alltaf var það sérstakt til- hlökkunarefni að eiga von á þeim í heimsókn. Þá voru bílarnir fljótt ræstir og við þutum út í buskann til að kanna nýja staði og skoða náttúruna en fyrir- því hafði frændi sérstakt auga. Nú eru þessir tímar liðnir og eftir sitja minningar bjartar og hlýjar. Hún lifði eftir guðsorði og heim- koman verður góð. Vinur hennar tekur á móti henni, því trúði hún alltaf sjálf. Við hjónin þökkum fyrir allt og allt, og sendum aðstandendum þeirra samúðarkveðjur. Guð blessi Magneu Vinkona. Systraminning: Ingibjörg Gísladóttir Elínborg Gísladóttir Fædd 11. aprfl 1905 Dáin 17. maí 1984 Fædd 11. júlí 1897 Dáin 6. janúar 1981 Þegar ég kom til Reykjavíkur unglingur 1939 eignaðist ég mitt annað heimili á Ránargötu 4 hjá Sigrúnu Hildi Kjartansdóttur, föðursystur minni og hennar börnum, Ebbu og Böggu, Gísla og Gústu, önnur börn Sigrúnar voru flogin úr hreiðrinu. Ebba var elst, Bagga næstelst, Gísli 9 árum yngri og Gústa yngst, þá enn í skóla. Heimili frændfólksins á Rán- argötunni var býsna sérstætt og ógleymanlegt öllum, sem það þekktu, fyrir glaðværð, menning- ar- og músíklíf, þar gengu út og inn menntamenn t.d. Björn Karel og skáldið Jakob Smári og Kjart- an Gíslason, eldri sonurinn, sem bæði var skáld og píanóleikari. Gísli æfði músikina af miklu kappi, með vinum sínum sem voru stórsöngvarar og hljóðfæraleikar- ar á þeim tíma. Þeir héldu sínar hávaðasömu æfingar og söng- skemmtanir í stofunni og öllum fannst gaman og það merkilega var, að enginn kvartaði um að raskað væri svefnró, ekki einu sinni nágrannarnir, þó stundum gleymdist að hætta söng og hljóð- færaleik á háttatíma venjulegra borgara. Mig langar að nefna nokkra söngvara, sem ég man eftir: Har- ald Kristjánsson og ólaf frá Mos- felli, aðal bassana og hærri radd- irnar sungu Guðmundur Egilsson, Hálfdán Helgason og Gísli. Þessu einstaka gesta- og gleði- heimili stjórnuðu þær Ebba og Bagga og alltaf voru veitingar á borðum. Sigrún frænka mín var orðin öldruð koma og heilsa henn- ar bilaði smám saman, systkinin Gísli og Gústa giftust að heiman og það kom að mestu í hlut Ebbu og Böggu að annast móður sína til hinstu stundar. Þá ríkti kyrrð og kærleiksrík ró á Ránargötu 4, því þær Ebba og Bagga líknuðu og léttu þjáningar sjúkra, skyld- menna og óskyldra, hvar sem þær gátu. Ekki var þó hætt að mússísíra á Ránargötu 4, því eftir að Ebba komst á eftirlaunaaldur gafst henni betri tími við píanóið sitt, og systkinabörn hennar komu og spiluðu með henni fjórhent, barr- okkmúsik, þau Ragnar, Olafur og Valfríður. Ebba var stórgóður pí- anóleikari, hún spilaði strax á barnsaldri í kirkjunni hjá föður þeirra, séra Gísla Jónssyni á Mos- felli í Grímsnesi. Sigfús Einarsson tónskáld heyrði hana spila þar, og bauð henni í einkatíma til sín í píanóleik, en hún varð að hætta vegna erfiðra heimilisaðstæðna, þegar séra Gísli Jónsson drukkn- aði á besta aldri í Þverá 1918, frá 10 börnum, flestum í ómegð, tvö börn höfðu þau Sigrún Hildur misst í bernsku. Sigrún flutti til Reykjavíkur eftir að hún varð ekkja og börnin urðu að fara að vinna, þau sem höfðu aldur til. Ebba byrjaði á Bæjarsímanum og varð „fröken símaskrá", það sem nú er 03, hún varð fljótt fræg fyrir óvenju elskulega og fljóta afgreiðslu og var ástæða til því hún kunni öll símanúmer i Reykjavíkur utan- bókar. Þegar hún lét af störfum fyrir aldurs sakir, var hún heiðr- uð, eftir 40 ára framúrskarandi starfsferil. Ebba var glæsileg og kát og létt eins og fiðrildi og átti marga vini, en giftist aldrei, hún var hvers manns hugljúfi, algjör bindindis-manneskja og kaus að helga líf sitt móður sinni og systk- inum, og síðast en ekki síst að líkna og gleðja sjúka. Bagga var hæglát og dulræn, gat jafnvel verið ómannblendin, meðal ókunnugra, en hlý og elsku- leg í hægðinni. Þær systur voru svo samhuga í kærleiksverkum sínum, og svo samrýndar, að þær voru ævinlega nefndar saman, Ebba og Bagga. Aðeins dauðinn skildi þær að, um fárra ára skeið. Þær áttu heimili saman alla tíð, þær önnuðust móður sína saman, þær líknuðu og hjúkruðu saman, allt sem sagt verður um aðra þeirra gildir um hina. Bagga byrjaði verslunarstörf 19 ára, og vann við verslunarstörf alla ævi, síðustu árin rak hún matvöruverslun á Vesturgötu 28. Þegar ég lít til baka og rifja upp minningar um heimilið á Ránar- götu 4 og þær Ebbu og Böggu frændkonur mínar, er mér það ljóst hvað mikið ég á að þakka og hvað gagnlegt það hefur reynst mér i lífinu, að hafa notið vináttu og kærleika þeirra. Blessuð sé minning Ebbu og Böggu. Ragnar Kjartansson, myndhöggvari. Innilegar þakkir öllum þeim samúö viö andlát og jaröarför t fjölmörgu sem vottaö hafa okkur HELGU GUDMUNOSOÓTTUR, Þórufelli 4. Siguröur Hauksson, Ása Kristjánsdóttir, Sigrún Hauksdóttir, Steinþór Júlíusson, Marfa Hauksdóttir, Leifur fsaksson. Guðrún Hauksdóttir, Sigurbergur Sigsteinsson, Ásrún Hauksdóttir, Einar Hafsteinason, barnabörn og systkíni hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.