Morgunblaðið - 02.06.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.06.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JUnI 1984 vVið þurfum cÁ fíL too 5ti^a,ariK\arv 5ex-Prepa op Hirw. átta-þrepo.." ást er... ... að setjast í elskenda-sófa. TM Reg. U.S. Pat Oft.-all rlghta raswved •1964 Los Angdes Tlmas Syndlcale Fresta verður þaettinum öryggi á vinnustað! ilristu maður, hristu! Hefur unniö þrekvirki í þágu menningarmála Bjarni Vilhjálmsson skrifar: Sjaldan hefur mér þótt jafn- vænt um smágrein í blaði og þau orð, sem Guðmundur G. Þórar- insson verkfræðingur lætur í dag falla um dr. Jóhannes Nordal vegna blaðaskrifa, ýmist lítilmót- legra eða ærumeiðandi, í tilefni þess, að nokkrar stofnanir heiðr- uðu Jóhannes í fullum rétti á sex- tugsafmæli hans. Þökk sé Guð- mundi fyrir að benda á þjóðfé- lagslegt gildi þeirra starfa, sem Jóhannes hefur innt af hendi í þágu íslenskra efnahagsmála bæði fyrr og síðar. Ég vil aðeins bæta við ummæli Guðmundar nokkrum orðum til að benda á atriði, þar sem Jóhannes hefur ótvírætt unn- ið stórvirki í þágu íslenskra menn- ingarmála af einstakri ósér- plægni. Ungur að árum átti dr. Jóhann- es Nordal sinn þátt í því, að stofn- aður var Vísindasjóður hér á landi. Allt frá því að sjóðurinn tók til starfa 1958 hefur Jóhannes ver- ið formaður Hugvísindadeildar sjóðsins. Mér er fullkunnugt um, hvílíka alúð hann hefur lagt við þetta starf og hve fórnfús hann hefur verið á tíma, sem hann hefði haft fulla þðrf fyrir til annarra starfa eða sér til hvíldar og hress- ingar. Ekki hefur hann þar geng- ist fyrir fé, því að starfið hefur alla tíð verið ólaunað. I upphafi voru Vísindasjóði tryggðar lágmarkstekjur úr Menningarsjóði, gkr. 800.000. Tekjur sjóðsins úr þeirri átt hækkuðu aldrei úr tilskildu lág- marki, hvað sem rýrnandi verð- gildi peninga leið, og reyndust jafnvel stundum ærið torsóttar. Að vísu kom snemma til nokkur viðbót úr ríkissjóði, en engan veg- inn nægilegt til að halda í við verðbólguna, hvað þá að sjóðnum gæfist færi á nauðsynlegri eflingu vegna vaxandi fjölda þeirra, sem leggja stund á vísindarannsóknir, og stækkunar þess sviðs, sem rannsóknir íslenskra manna ná til. En þá kom til árlega vaxandi framlag frá Seðlabanka íslands, jafnframt því sem Menningarsjóð- ur var leystur frá fjármálum sjóðsins, þó að vitanlega megi lengi færa rök fyrir því, að þörf sé á auknu fjármagni til vísinda- rannsókna. Mér dettur ekki í hug að halda því fram, að dr. Jóhannes hafi einn tryggt Vísindasjóði sómasamlegan tekjustofn. En hugleiða má, hvar Vísindasjóður væri staddur og þar með verulegur þáttur í íslenskri Vísindastarf- semi, ef skilnings og forystu Jó- hannesar hefði ekki notið við. Einnig leyfi ég mér að drepa á eitt atriði menningarmála, þar sem dr. Jóhannes hefur komið við sögu. Seðlabankinn ræður yfir svonefndum Þjóðhátíðarsjoði, sem til varð vegna ágóða af sérstakri sláttu minjapeninga bankans þjóðhátíðarárið 1974. Fjárveit- ingar úr þessum sjóði hafa á und- anförnum árum verið fjölmörgum stofnunum, ekki síst söfnum og ýmsum menningarfélögum f land- inu, ómetanlegur styrkur. Eins og fyrr er mér ekki í mun að eigna neinum meiri heiður en honum ber. Hins vegar er vissa fyrir því, að þessi þarfa starfsemi sjóðsins hefði aldrei komist á, ef aðal- bankastjórinn hefði ekki borið hana fyrir brjósti. Hver skyldu svo hafa orðið ör- lög Skarðsbókar postulasagna, sem keypt var hingað til landsins skömmu fyrir lausn handrita- málsins, ef þá hefði ekki notið við árvekni og stórhugar Seðlabanka- stjóra? Áreiðanlega hefði hún lent í höndum erlends auðjöfurs eða, ef betur léti, nú skartað í erlendu safni. Ekki sakar heldur að nefna geirfuglinn, sem hingað var keypt- ur, þó að þar sé ólíku saman að jafna, þar sem annars vegar eru minjar um bókiðju og bókagerð, sem ber vott um háþróaða menn- ingu, en hins vegar þá eymd að verða til þess á niðurlægingartím- um að útrýma merkilegri fugla- tegund í síðasta vígi sínu í ver- öldu. Það væri ekki nema sanngjarnt, að við íslendingar reyndum að halda öfund okkar og ríg í skefj- um, þegar mætum samborgara okkar er sómi sýndur. Tökum heldur undir með skáldunum: „Kg mat eklti Ijóðglapans lága hnjóó, sem laklega hermdi, hvað aArir kváðu.“ og „Strjáll er enn vor stóri gnnNur, stendur hann engum fyrir sól.“ Hvernig gat þetta gerst? Breiðholtsbúi skrifar: Hvernig getur það gerst að allt I einu, án þess að nokkur viti af, er risinn söluskáli við Stekkjarbakka í Breiðholti I, á svæði sem borgar- stjórar og borgarfulltrúar í Reykjavík hafa á fjölmörgum borgarafundum kynnt íbúunum sem opið útivistarsvæði? Hverjum datt í hug að samþykkja byggingu sjoppu á svæði, þar sem skóla- garðar eru starfræktir á sumrin? Mig langar að spyrja þá ráðamenn borgarinnar sem með þessi mál fara, hvort engar reglur séu til um að slíkar skipulagsbreytingar eigi að kynna íbúunum og jafnvel bera þær undir þá. Þeir sem samþykktu byggingu umrædds söluskála mega vita það að ibúar hverfisins eru mótfallnir slíkri starfsemi á þessum stað. Bæði teljum við staðsetninguna hæpna rétt hjá fjölförnum gatna- mótum og ekki síður teljum við hana alls ekki eiga heima í skóla- garði fyrir börn. Ég óska eftir að upplýst verði hvaða borgarfulltrúar hafi sam- þykkt þessa staðsetningu sjopp- unnar og hverjir hafi verið á móti (ef einhverjir voru). Einnig: Get- um við íbúar í Breiðholti I átt von á fleiri byggingum á þessu svæði í framtíðinni? Þessi ákvörðun er ósköp svipuð þeirri þegar borgaryfirvöld leyfðu byggingu háhýsis í Mjóddinni í Breiðholti I, við hliðina á kirkj- unni. íbúunum hafði verið kynnt að þar myndi rísa fjölbýlishús upp á 3—4 hæðir, en svo þegar verið var að byggja húsið, varð það hærra og hærra uns það var orðið 8 hæðir. Ekki mun vera hægt að uppfylla reglur um lágmarksat- hafnasvæði fyrir börn utanhúss vegna þess að húsið er hærra en gert var ráð fyrir í upphafi. Það varð einnig til þess að Breiðholts- söfnuði var mikill vandi á höndum þegar teikning kirkju við hliðina var ákveðin. Mörg ár eru iiðin síðan íbúum í Breiðholti I voru kynnt áform um að í Mjóddinni yrði byggð heilsu- gæslustöð. Fenginn var arkitekt til að teikna, en svo gerðist það næst að heilsugæslustöðin var sögð eiga að vera í húsi Lands- 3399—3463 skrifar: Mér hefur skilizt að mjólkuriðn- aðurinn yrði að hella niður mest allri mysu, sem til félli, vegna þess að ekki væri hægt að nýta hana í söluvöru. Það kom því mjög á óvart þegar bankans á svæðinu. Einnig var hætt við það, bankinn notaði hús- næðið fyrir heilsurækt starfs- fólksins og íbúar í Breiðholti I eiga enga von um heilsugæslustöð eða hvað? Fjölbýlishús voru byggð í Breiðholti I á vegum Fram- kvæmdanefndar byggingaráætl- unar (eða hvað það nú hét), einnig í Breiðholti III. Þegar fyrirtækið var gert upp var andvirði tækja varið til að reisa menningarmið- stöðina Gerðuberg. Hún var auð- vitað byggð í Breiðholti III og kemur að engum notum fyrir Breiðholt I, þar sem um of langan veg er að fara. Félög í Breiðholti I hafa enga aðstöðu til að halda fundi í hverfinu. Getur verið að skipulagsyfirvöld hafi gleymt að í Breiðholti I búa um 5000 íbúar sem hafa sama rétt og aðrir íbúar Reykjavíkur? átti að kaupa mysuost eða mysing í KRON-búðinni í Stakkahlíð í síð- ustu viku að engar slíkar vörur voru þar til og afgreiðslufólk sagði að þær mundu ekki verða þar til sölu næsta mánuðinn. Hver er skýringin? Hver er skýringin?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.