Morgunblaðið - 02.06.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.06.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1984 47 „Farðu bara aftur til Belgíu Belgar geta hvort sem er ekki spilað fótbolta" — sagði Csernai þjálfari Bayern við Ásgeir EFTIRFARANDI pistill birtist í þýska blaðinu Welt am Sonntag sídast- liðinn sunnudag er blaöiö kunngerði úrslit í kosningu leikmanna um knattspyrnumann ársins í V-Þýskalandi. Welt am Sonntag haföi fengið Ásgeir til aö segja ólit sitt á kjörinu svo og reynslu sinni hjá Bayern MUnchen. Hér á eftir fer greinin þýdd. Ásgeir Sigurvinsson í Vfb Stuttgart var valinn knattspyrnumaöur ársins af meölimum Bundesligunnar. Welt am Sonntag spuröi 198 leikmenn hvern þeir álitu mann ársins. 78 völdu leikstjórnandann hjá Stuttgart, í ööru sæti varð Rummenigge (32 atkvæöi), þá Buchwald (24 atkvæði), Schumacher (16 atkvæöi) og knattspyrnumaöur ársins í fyrra Völler (11 atkvæði). í Welt am Sonntag skrifar Sigurvinsson um útnefningu sína. Maður ársins: „Ég er hræröur“ Eftir Ásgeir Sigurvinsson „Maöur ársins" — þetta eru stór orö. í tyrstu varö mór svo sannar- lega brugðið, því ég álít mig alls ekki svo mikilvægan, ég er jú aö- eins einn hlekkur í sterkri keöju liösins. Engu aö síöur gladdist ég mjög, ekki síst vegna þess aö fé- lagar mínir og mótspilarar völdu mig. Þeir völdu mig, Ásgeir Sigur- vinsson frá islandi, erlendan leik- mann, þetta er svo sannarlega ekki sjálfsagöur hlutur, og ég er mjög stoltur af þessari útnefningu. Frá því aö ég hóf aö leika knattspyrnu hefur mig dreymt um slíkt ár. i upphafi keppnistímabils- ins hugsum viö allir um þaö eitt aö komast á toppinn. Allir byrjum viö á sama grunni, ekkert stig, ekkert mark, einn, tveir og þrír, af staö. Og aöeins einn getur unniö. Ég get alls ekki lýst því hve glaðir við erum og þungu fargi er af okkur létt, þetta er dásamleg tilfinning. í raun og veru upplifi ég slíka sæluvímu nú í fyrsta sinn á leikferli minum, því hingaö til hef ég „aö- eins“ þrisvar oröiö bikarmeistari. Einn af þessum þremur sigrum var meö FC Bayern Múnchen, og þaö var eini sigurinn, sem ég get ekki glaðst yfir, því þar var ég aldrei viðurkenndur sem fullgildur liðsmaður. Uli Hoeness og Pal Scernai réöu mig til liösins á sínum tíma. Þá var ég 26 ára, leikstjórnandi hjá Standard og satt aö segja mjög bjartsýnn. En góöa skapið koönaði fljótt niöur í Múnchen. Enginn hjálpaöi mér í gegnum fyrstu aö- lögunarerfiðleikana og einmitt maðurinn, sem sótti mig til liösins virti mig ekki viölits. „Faröu bara aftur til Belgíu,“ sagöi Pal Csernai viö mig, „Belgar geta hvort sem er ekki spilað fótbolta." Skyndiiega vildi hann fá Sören Lerby. Þá var þaö Paul Breitner. Hann var leikstjórnandi, meira aö segja má kannski kalla hann leynilegan þjálfara. — Mér er þetta enn hulin ráögáta, en allt áriö talaöi hann aöeins fjórum sinnum viö mig, og aöeins fjórum sinnum leyföist mér aö leika heilan leik. Ég spuröi sjálfan mig stööugt: Hvaö ert þú aö gera rangt? Hvaö er þaö viö mig, sem fólkinu ekki Bandaríska háskólameistaramótiö: Fimm íslenzkir frjálsíþróttamenn f úrslitum FIMM ÍSLENZKIR frjálsíþrótta- menn keppa í dag til úrslita í sín- um greinum á bandaríska há- skólameistaramótinu í frjáls- íþróttum, sem er eitt sterkasta frjálsíþróttamót í heimi ár hvert, sem m.a. sézt á því aö til aö öðl- ast þátttökurétt í mótinu þurfa íþróttamenn jafnvel aö sígrast á strangari lágmörkum en sett eru fyrir þátttöku í ólympíuleikum. „Þetta leggst vel í alla, og ég held mörg okkar eigi góöa sigur- möguleika,“ sagöi Einar Vilhjálms- son, UMSB, í samtali viö blm. Mbl. í gær, en þeir Siguröur Einarsson, Á, keppa í dag til úrslita í spjót- kasti. „Undankeppnin fór fram viö slæmar aðstæöur og okkur dugöu rúmlega 76 og 79 metra köst til aö komast í úrslitin.“ Einar var meö næstlengsta kastiö í undankeppn- inni, en hann hefur náö næstbezta heimsárangrinum í ár, og því afar sigurstranglegur á mótinu. Auk þeirra Siguröar keppa til úrslita Þórdís Gísladóttir, ÍR, í hástökki, Vésteinn Hafsteinsson, HSK, í kringlukasti og Iris Grönfeldt, UMSB, í spjótkasti. Mótiö hófst á þriðjudag og lýkur í dag. „Ég held aö Vésteinn eigi góöa möguleika. Hann er meö þriöja bezta árangur kepþenda fyrir mót- iö, og er i góðri æfingu. Þórdís ver meistaratitil sinn frá í fyrra og er talin sigurstrangleg," sagöi Einar. Einar, Siguröur og Þórdís kepþa til úrslita í dag, laugardag, en eldsnemma í morgun, að íslenzk- um tíma, keþptu íris og Vésteinn til úrslita í sínum greinum, seint á föstudagskvöldi, aö staöartíma í Oregon. Oddur Sigurösson, KR, komst ekki í úrslit i 400 metra hlaupinu, varö fjóröi á 46,80 sekúndum í sín- um riðli, sem vannst á 45,2 sek. Var þaö langsterkasti riöill móts- ins. Þaö háöi Oddi, sem. setti glæsilegt Noröurlandamet á dög- unum, aö kvefpest síöustu dagana fyrir mótiö dró úr honum mátt, aö sögn Einars. — ágás. líkar? Ekkert svar. Viö og viö var ég á báöum áttum og eftir hálft ár geröi ég upp viö sjáifan mig, aö nú væri best aö fara. Auövitað heföi ég getað fariö til útlanda, nóg var af tilboöunum. En óg vildi vera í Þýskalandi, í Bundesligunni, því ég vildi sanna þaö fyrir mér aö víst gæti ég þetta. Ég vildi gera þetta einn, en hjá Vfb Stuttgart var ég allt í einu ekki einn lerigur. Liöið, þjálfarinn — þeir trúöu allir á mig, og meö þeirra aöstoð og meö þeim get ég leikiö svona vel. En áriö í Múnchen var þrátt fyrir allt síöur en svo til einskis. i dag veit ég hvernig leikmönnunum á varamannabekknum líöur. Ég þekki neyö þeirra og hugsanir allt of vel. Þaö er í raun og veru ekki eöli mitt aö tala svona mikið um sjálfan mig. Ég er ekki einn af þeim, sem slá um sig meö stórum oröum, ég er heldur engin stjarna. Ég er ósköp venjulegur knattspyrnu- maöur, sem hefur ánægju af vinnu sinni og vill gjarnan búa í Þýska- landi. íslendingar og Þjóöverjar eru likir, þeir eru sjálfsgagnrýnir, vinnusamir og vænta sín mikils af lífinu. Og þaö er mér ánægja aö fá svona mikið út úr lífinu. • Ásgeir Sigurvinsson gafst ekki upp þrátt fyrir mótbyrinn, heldur sannaöi hæfileika sína. ASPAR' HÚS tii sýnis aó Logafo/d 126, Grafarvogi Nú gefst öllum kostur á að skoða eitt hinna eftirsóttu Asparhúsa dagana 31. maí og 1. júní kl. 14-22 og 2. og 3. júní kl. 10 til 22. Lítið í hvern krók og kima og sannfærist um geysivandaðan frágang einingahúsanna frá ösp. Teikningar og upplýsingar á staðnum. Söluaðili f Reykjavík Kaupþing Húsi verslunarinnar Stykkishólmi Símar: 93-8225 og 93-8307

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.