Morgunblaðið - 02.06.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.06.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1984 Til íslands að verja doktorsritgerð í DAG, laugardaginn 2. maí fer fram doktorsvörn viA Háskóla íslands. Hans Jacob Debes mun verja rit sitt „Nú er tann stundin“. Það fjallar um sjálfstæðisbaráttu Færeyinga til 1906 í sögulegu Ijósi. A móti Jacobi munu mæla Gunnar Karlsson cand. mag. og John F. West, prófessor frá Nottingham. Sá er mjög kunnugur Færeyingum og hefur skrifað sögu þeirra. „Þessi ritgerð er um margt merkileg," sagði Hans Jacob, þegar Mbl. ræddi við hann. „Hún er fyrsta færeyska doktorsrit- gerðin í sögu og fyrsta rann- sóknin í færeyskri sögu. Ég er líka fyrsti Færeyingurinn sem ver doktorsritgerð við HÍ. Ég veit ekki til þess að doktorsvörn hafi heldur áður farið fram á þremur tungumálum. Ég mun tala færeysku, Gunnar íslensku og John West ensku." — En titill verksins? „Hann er byrjun á kvæði eftir Jóhannes Patursson. Hann orti það á fundi annan jóladag 1888. Sá dagur er talinn formlegt upp- haf mesta umrótatímabils í fær- eyskri sjálfstæðisbaráttu. Lok þessa tímabils eru miðuð við 1906 þegar myndast höfðu vinstri og hægri armur í stjórn- málum eyjanna. Titillinn vísar til þess að nú sé kominn tími til að Færeyingar veiti tungumáli sínu mikilvæg- ari sess í þjóðfélaginu. Frá alda- mótum 1400 og fram tii 1850 var ekki til færeyskt ritmál og danska var opinbert mál og kennd í skólum. Frá 1850 var vaxandi hreyfing fyrir því að gera færeysku að opinberu máli eyjanna. Færeyingar beittu síð- an tungumálinu sem vopni í sjálfstæðisbaráttunni á sama hátt og íslendingar. Við vildum sýna fram á að Færeyingar hefðu sína eigin menningu og sögu og notuðum tungu okkar." — Hvers vegna er ritið varið við íslenskan háskóla? „í fyrsta lagi er verkið skrifað á færeysku og íslenskan er mjög lík henni. Ef ég hefði lagt það fram við danskan háskóla hefði ég orðið að þýða það yfir á dönsku. Slíkt samræmist ekki mínum hugmyndum að rit um baráttu þjóðar til sjálfstæðis sé ritað á annarri tungu en móð- urmálinu. í annan stað er ís- lensk sjálfstæðisbarátta fyrir- mynd þeirrar færeysku og marg- ar sjálfstæðishetjur okkar dvöldu hér við nám og störf. ís- lenskir sagnfræðingar hafa því Hans Jacob Debes Ljósmynd: Mbl. Júlíus. óvenju góða innsýn í þessa grein færeyskrar sögu. í raun mætti segja að færeysk saga sé sú ís- lenska nema hvað hún gerist 50 árum seinna en á íslandi." — Hvað tekur við þegar þess- ari vörn er lokið? »Ég vann í 16 ár að þessari ritgerð jafnframt því að vera menntaskólakennari. Ætli ég hverfi ekki aftur til kennslunn- ar. Annars veit maður aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér.“ ísarn hf. 30 ára Flugleiðir: Fargjöld lækk- uð innanlands FLUGLEIÐIR hafa ákveðið enn frekari breytingar á innanlands- fargjöldum í átt til lækkunar. Frá 1. júní er veittur umtalsverður afslátt- ur á fargjöldum þeirra er fljúga með Flugleiðum milli landshluta um Reykjavík. Þannig lækkar tii dæmis fargjald milli Hornafjarðar og Sauð- árkróks fram og til baka um eitt þúsund krónur frá því verði sem ver- ið hefur. Sambærilegur afsláttur gildir frá öllum 10 áfangastöðum Flugleiða út um land. Þessu til við- bótar má síðan veita alla gildandi afslætti ofan á þennan afslátt, svo sem fjölskylduafslátt þar sem for- svarsmaður greiðir fullt fargjald, maki hálft fargjald en börn innan 12 ára aðeins 25% af verði farseðils. Gildistími farseðils milli staða innanlands um Reykjavík er eitt ár og farþegar mega hafa ótak- markaða viðdvöl í Reykjavík upp að þeim tíma. Þessi nýi afsláttur kemur til viðbótar þeim lækkunum sem Flugleiðir hafa innleitt fyrr á þessu ári fyrir farþega utan af landi á leið til útlanda. Sama aðal- fargjald gildir nú í millilandaflugi Flugleiða frá öllum áfangastöðum félagsins hérlendis. Farþegar utan af landi sem eru á leið til útlanda á sérfargjaldi fá 35% afslátt af fargjaldi innanlands. Með þessum breytingum hafa Flugleiðir kapp- kostað að leggja sitt af mörkum til að jafna ferðakostnað lands- manna. (Fréttatilkynning) Sýning á meðferð seglbáta og -bretta SIGLINGAFÉLAGIÐ Sigurfari á Seltjarnarnesi gengst nú um helgina fyrir myndbandasýningu um með- ferð seglbáta og seglbretta. Verður sýningin haldin í húsnæði Gróttu í íþróttahúsinu og hefst kl. 17.00 í dag og á morgun, sunnudag. Innritun á siglinganámskeið fé- lagsins fer einnig fram í dag og á morgun, frá kl. 13—15 báða dag- ana. Þá hefur félagið hafið sölu á merki sínu, sem verður framhald- ið í sumar. I r rréttatilkynningu. Torfærutröll á afmælissýningu „Við höfum haldið okkur við það, að vera með umboð fyrir þessa einu tegund sl. þrjátíu ár, þvi að við höf- um frekar viljað gera eitt vel heldur en margt sæmilega," sagði Ágúst Hafberg, framkvæmdastjóri ísarns hf. sem heldur um þessar mundir upp á 30 ára afmæli sitt, en blaða- mönnum var boðið að skoða björt og snyrtileg húsakynni fyrirtækisins og fræðast um starfsemina sl. föstudag. í tilefni afmælisins hafa að- standendur ísarns ákveðið að gefa almenningi kost á því að kynnast starfseminni innan frá og verða því skrifstofur, véla- og sýningar- salir opin öllum, sem áhuga hafa, um helgina. Á bílastæðinu fyrir utan Landleiðahúsið mun gefa að líta mikinn flota langferðabíla, steypubíla, virkjunar- og gáma- bíla, að ógleymdum a.m.k. einum vörubíl, sem gengur fyrir lýsi, svo eitthvað sé nefnt. En ísarn er ís- lenskur umboðsaðili Scania- Saab-bifreiðaverksmiðjanna sænsku og mun sem næst þriðj- ungur allra vörubifreiða á íslandi í þungavinnuflokki vera frá þeim kominn. fsarn hf. var stofnað árið 1954 í þeim tilgangi að flytja inn og selja bifreiðir og veita þjónustu er að slíku lýtur. Samtímis tók fyrir- tækið- að sér sölu á framleiðslu Scania-Vabis-verksmiðjanna, en þær sameinuðust seinna Saab- verksmiðjunum, heita nú Scania- Saab, sem áður sagði, og eru mikið stórveldi í bílaiðnaðinum; stærri en Volvo-verksmiðjurnar á heima- Skoðanakönnun DV: Fyrsti Scania-bíllinn, sem seldur var á íslandi, er sérstakur heiðursgestur á afmælissýningunni, enda þykir hann hafa staðiA sig vel. Á myndinni eru f.v.: Helgi Helgason, viAskiptafræAingur, Claes Thorén frá SvíþjóA, svæAisstjóri Scania í Evrópu, Ágúst Hafberg, framkvæmdastjóri ísarns hf„ og HörAur ÞormóAsson, sölustjóri. velli og velta árlega sem svarar 75 milljörðum íslenskra króna. Nær allir hluthafar hins nýja fyrirtækis, fsarns, voru við stofn- un þess einnig hluthafar í Land- leiðum, sem þá höfðu rekið stræt- isvagna í tæp fjögur ár. Síðan hef- ur samvinna þessara tveggja fyrirtækja verið mjög náin og þau deila nú húsi við Reykjanesbraut- ina, sem þau komu sér upp í sam- einingu og fluttu inn í vorið 1981. Forráðamenn fsarns sögðu síð- ustu tvö árin hafa verið erfið. Fólk hefði ekki lagt í kaup á jafn stór- um atvinnutækjum og þeirra bílar væru, en nú væri að rofa til í markaðsmálum. Markaðshlutdeild Scania á fslandi sögðu þeir hafa verið um 30% frá upphafi. Á sýningunni í Landleiðahúsinu gefur m.a. að líta fyrsta bílinn, sem ísarn hf. flutti inn vorið 1954. Það er vörubíll, sem er enn í góðu lagi og í fullri notkun. Alls mun Línur féllu niður ÞAU MISTÖK urðu í Morgunblað- inu fimmtudaginn 31. maí sl. að í viðtali blaðsins við Steingrím Sig- urðsson listmálara, féllu tvær neðstu línur hvers dálks niður. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum, en hér á eftir fer það sem niður féll við birtingu. Neðst í fyrsta dálki átti að standa: „Ég hef orðið að gera kyrfilega úttekt á sjálfum mér undanfarin fjögur ár og vinn að því uppgjöri án þess að gefa sjálf- um mér grið sem ábyrg mann- eskja.“ Neðst í öðrum dálki átti að standa: Að sjálfsögðu er hætta á því og það er ábyrgðarhluti að gefa sig út fyrir að vera atvinnu- listmálari." Neðst í þriðja dálki átti að standa: Sýningu Steín- gríms lýkur 11. júní nk. kl 23.30. bílnum hafa verið ekið u.þ.b. 900.000 km. og er hann enn í eigu fyrsta kaupandans, Haralds Georgssonar, bónda í Haga í Gnúpverjahreppi, sem notar hann til búrekstrar og flutninga í sinni sveit. 67,7 % fylgjandi ríkisstjórninni í skoðanakönnun sem Dagblaðið og Vísir gerði nýlega á afstöðu fólks til ríkisstjórnarinnar kom fram að 67,7% þeirra sem spurður voru og afstöðu tóku voru fylgj- andi ríkisstjórninni, en 32,3% voru henni andvígir. Fylgi ríkisstjórnarinnar er heldur minna skv. þessari skoðanakönnun, en það var i síð- ustu skoðanakönnun blaðsins í mars sl„ en heidur meira en það var í október sl. Fylgjandi ríkis- stjórninni sögðust 297 manns vera eða 49,5%, andvígir 142 eða 23,7%, óákveðnir sögðust 115 vera eða 19,2% og 46 manns eða 7,7% vildu ekki svara spurningu blaðsins. Kökusala og flóamarkaöur KVENNADEILD Rangæingafé- lagsins verður með kökusölu og flóamarkað á Hallveigarstöðum í dag, laugardaginn 2. júní, kl. 14. Allur ágóði samkomunnar rennur til styrktar kór félagsins. Fréttatilkynning. Tvíhöfða lamb lifði á þriðja sólarhring „ÞAÐ er ekki mjög algengt að lömb fæðist með þann vanskapnað að vera tvíhöfða, en sjaldgæft að þau fæðist lifandi og hægt sé að halda lífi í þeim,“ sagði Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keld- um, í samtali við Mbl. Sigurður fékk, sl. fimmtudag, sent tvíhöfða lamb frá Gjögri, en það var frá Felli í Trékyllisvík í Arneshreppi. Lambið lifði á 3. sólarhring og dó á (ostudag. Lambið var fyrst um sinn á heimili Sigurðar og Halldóru Einarsdóttur, konu hans, en var í gær flutt að Keidum til krufn- ingar. Það var gimbur og hafði einn heila, tvö eyru, fjögur augu og tvær snoppur og gat það jarmað og sogið með báðum snoppunum. Var jarmurinn tví- hljóða því að raddböndin voru tvenn. Efri skolturinn á annarri snoppunni var óeðlilega stuttur. Sökum vanskapnaðar hélt lamb- ið ekki höfði og vantaði jafnvæg- isskyn. Sameiginlegt kok var með báðum höfðunum og opinn gang- ur á milli. Kvað Sigurður lambið hafa dáið vegna þess að fóstur- vatn og síðar mjólk hefði lent ofan í lungun, vegna vansköpun- ar á kokinu. Sigurður sagði það töluverðan feng fyrir rannsóknarstöðina á Keldum að fá jafn merkilegt rannsóknarefni. Kunni hann Elísabetu Guðmundsdóttur á Felli þakkir fyrir að láta vita af lambinu og Guðmundi P. Val- geirssyni á Bæ sem sá um að senda það suður, bestu þakkir fyrir áhuga hans fyrr og síðar í þágu rannsóknarstöðvarinnar. Sölvi Sigurðarson heldur á lamb- inu á heimili Sigurður Sigurðars- sonar, dýralæknis, þar sem lambið var geymt. Ljósm.Mbl./Július.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.