Morgunblaðið - 02.06.1984, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.06.1984, Blaðsíða 11
tfököfftteMflifl CXúeaftriÁetM £'mvm U Hann lofi rödd og mál Tónlist Egill Friöleifsson Fyrir stuttu kom út hljómplata er ber heitid „Hann lofi rödd og mál“ og hefur að geyma söng Skólakórs Garöabæjar, en platan er gefin út í tilefni 25 ára afmæli Flataskóla í Garöabæ. Skólakór Garðabæjar var formlega stofnaður árið 1976 og hefur starfað óslitið síðan. Stjórnandi frá upphafi hefur verið Guðfinna Dóra Ólafsdóttir og hefur hún af mikilli elju og dugnaði haldið uppi öflugu kórstarfi þessi ár. Kórinn hefur tekið sér mjög gott orð fyrir fág- aðan og vandaðan söng enda jafnan vel tekið er hann kemur fram, jafnt innanlands sem utan. Þessi plata ber vönduðum vinnubrögðum stjórnandans fagurt vitni. Hljómur kórsins er hreinn og tær, samræmi yfirleitt gott milli radda en einkum er blærinn á fyrsta sópran aðlað- andi. Hins vegar hefði í mörgum tilvikum mátt vinna meira með dynamik, sem hefði gert túlkun- ina blæbrigðaríkari, t.d. í lögum Skólakór Garöabæjar. eins og „Maístjarnan" eftir Jón Ásgeirsson svo að dæmi sé nefnt. En kórnum tekst víða vel upp og sums staðar mjög vel. Má þar nefna t.d. fallegt lag eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sem heitir „Til þín drottinn". „Kisa fór í lyngmó" eftir Ríkarð örn Páls- son er sérlega létt og líflega sungið og þá ekki síður ung- verska þjóðlagið „Draumurinn um Adam“ í bráðsnjallri útsetn- ingu L. Bardos, en það er í fyrsta sinn sem ég heyri þetta marg- sungna lag flutt á íslensku. Text- ann gerði Rúnar Einarsson og er ekki annað að heyra en hann falli ágæta vel að laginu. Eitt lag plötunnar er öðrum fremur vandmeðfarið, en það er ísl. þjóðlagið „Móðir mín í kví kví“. Útsetning Jóns Ásgeirsson- ar á þessu lagi er mjög góð, en gerir um leið óvægnar kröfur til kórsins, þar sem raddsvið barn- anna er þanið til hins ítrasta. Þegar „jaðartónarnir" eru not- aðir má ekkert út af bera, en kórinn kemst allvel frá þessari erfiðu þraut. Veigamesta verk plötunnar er hins vegar „Missa Brevis" eftir Benjamin Britten í fimm þáttum og gerir kórinn og sömuleiðis einsöngvararnir og organistinn, Gústaf Jóhannesson, þessu velskrifaða verki góð skil. Stærsti hluti plötunnar er tek- inn upp í Skálholtskirkju, sem er frábært hús fyrir kórtónlist, enda er upptakan ágæt. Þegar á heildina er litið er óhætt að full- yrða að þessi plata er Skólakór Garðabæjar og stiórnanda hans, Guðfinnu Dóru Ólafsdóttur, til mikils sóms. Sé hún borin saman við fyrri plötu kórsins leyna framfarirnar sér ekki. Kórinn mun nú á förum í söngför til Þýskalands. Héðan fylgja hon- um bestu óskir um gæfu og gengi. Dagskrá 47. Sjómannadagsins í Reykjavík, 3. júní 1984. Klukkan: 08.00 Fánar dregnir að húni á skipum i Reykjavíkurhöfn. 10.00 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur létt sjómannalög viö Hrafnistu, Reykja- vík. Stjórnandi er: Stefán Þ. Step- hensen. 11.00 Minningarguösþjónusta í Dómkirkj- unni. Biskupinn yfir islandi herra Pétur Sigurgeirsson, minnist drukknaðra sjómanna. Séra Hjalti Guömundsson, þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Mar- teins H. Friörikssonar, dómorgan- ista. Einsöngvari veröur Guömundur Jónsson, óperusöngvari. Skemmtisigling um sundin blá 13.00 Skemmtisiglingar meö hvalbátum um sundin viö Reykjavík. Fariö verö- ur frá Faxagarði í Reykjavíkurhöfn. Börn yngri en 12 ára verða aö vera í fylgd meö fullorðnum. Utihátíðarhöld við Reykjavíkurhöfn 13.30 Lúörasveit Reykjavíkur leikur sjó- mannalög. Stjórnandi er: Stefán Þ. Stephensen. 14.00 Samkoman sett. Þulur og kynnir dagsins er Anton Nikulásson. Ávörp: A: Fulltrúi ríkisstjórnarinnar Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráöherra. B: Fulltrúi Útgerðarmanna, Eiríkur Tómasson, útgeröarmaöur í Grindavík. C: Fulltrúi sjómanna, Guömundur Kjærnested, skipherra. D: Pétur Sigurösson, formaöur Sjó- mannadagsráös heiörar aldraöa sjómenn með heiðursmerki Sjó- mannadagsins. Skemmtanir dagsins 14.45 Kappróöur í Reykjavíkurhöfn. Keppt bæöi í karla- og kvenasveitum. Félagar úr sportbátafélaginu Snar- fara sýna sýna listir á sjóskíöum og sigla í skrautsiglingu um ytri og innri höfn. Björgunarsýningar: 16.00 Björgunarsveitin Ingólfur í Reykjavík. Þyrla björgunarsveitar varnarliösins á Keflavíkurflugvelli. Atriði frá Listahátíð 16.30 Þau atriöi sem Listahátíö auglýsti á Lækjartorgi kl. 14.00 og 16.30 flytj- ast aö Reykjavíkurhöfn. Látbragös- leikur og grínhljómsveit. Veitingar veröa tii sölu á hafnarsvæöinu. Einnig fer fram sala á merki dagsíns og Sjómannadagsblaöinu 1984. Hrafnista Hafnarfirði 10.00 Lúörasveit Hafnarfjarðar leikur létt sjómannalög viö Hrafnistu Hafnar- firöi. 11.00 Sjómannamessa í kapellu Hrafnistu, Hafnarfirði. Prestur séra Siguröur H. Guömundsson. 15.00 — 17.00 Kaffisala í borö- og samkomusal. Jafnframt veröur sýning og sala á handavinnu vistmanna Hrafnistu. All- ur ágóöi rennur í skemmti- og feröa- sjóö vistmanna Hrafnistu, Hafnar- firöi. Verndaöar þjónustuíbúöir aldraöra í Garöabæ, er rétt viö Hrafnistu, Hafn- arfiröi, veröa til sýnis frá kl. 15.00—17.00. Eigendur og forráðamenn „Tommaham- borgara" í Reykjavík og Hafnarfirði hafa tiikynnt Sjómannadagsráði í Reykjavík og Hafnarfirði aö öll innkoma af sölu „Tommahamborgara" þennan dag renni til Sjómannadagsins, enda verði þessum fjármunum varið til málefna aldraöra. Athugið: Sjómannadagshóf veröur haldiö aö Hótel Sögu, Súlnasal, sunnudaginn 3. júní og hefst kl. 19.30. Miöasala og boröapantanir veröa aö Hótel Sögu, laugardaginn 2. júní frá kl. 17.00—19.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.