Morgunblaðið - 02.06.1984, Síða 16

Morgunblaðið - 02.06.1984, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1984 Hér eru á feréinni ungir Garðbsingar, sem efndu til hlutaveltu fyrir nokkru til ágóða fyrir Rauða kross fslands í heimabæ sínum og söfnuðu rúmlega 1150 kr. Þær heita Eva Hrund, Ingibjörg Lind og Ragna Gunnarsdóttir. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS^gjpg) Innritun V næsta skólaár Verzlunarskóli íslands tekur inn nemendur af öllu landinu og úr öll- um hverfum Reykjavíkur, án tillits til búsetu. Umsóknir skal senda til VerzJunarskóla íslands, Grundaratíg 24,101, Reykjavík. Skrifstofa skólans er opin alla virka daga kl. 9—12 og 1—4. VERSLUNARDEILD Nemendur eru teknir inn í 3. bekk. Inntökuskilyröi er grunnskólapróf. Reynist ekki unnt aö taka inn alla sem sækja um skólavlst, veröur höfö hliösjón af aldri nemenda og árangri þeirra á grunnskólaprófi. Umsóknarfrestur er til 6. júní og skulu umsóknir þá hafa borist skrifstofu skólans ásamt afriti af prófskírteini en ekki Ijósriti. Æskilegt er að umsóknir berist sem fyrst. LÆRDÓMSDEILD Nemendur eru teknir inn í 5. bekk, sem skiptist í hagfræöideild og máladeild. Inntökuskilyröi er einkunnin 6,50 á verslunarprófi. Umsóknareyðublöö fást á skrifstofu skólans. Umsóknarfrestur er til 6. júní. VIKULEGUR FJÖLDI KENNSLUSTUNDA í VERSLUNARDEILD 3. bekkur 4. bekkur 5. bekkur 6 bekkur íslenska 4 4 5 Enska 5 5 5 Nám i Danska 5 3 þessum Þýska 4 4 bekk Stærðfræði 4 4 4 verður í Bókfærsla 4 3 4 fyrsta Hagfræði 3 3 6 sinn Verslunar- veturinn réttur 3 1984-5 Verslunar- fræði 6 Saga 3 Vélritun 3 3 Tölvufræði 3 3 4 Leikfimi 2 2 2 Valgrein 3 — Samtals 40 ' 40 36 i 36 VIKULEGUR FJÖLDI KENNSLUSTUNDA í LÆRDÓMSDEILD Hagfræöideild Máladeild 5. bekkur 6. bekkur 5. bekkur 6. bekkur íslenska 4 4 4 4 . Enska 5 5 5 5 Þýska 4 3 4 3 Franska V V 4 6 Latína 6 6 Stærðfræði 8(7) 7(6) 4 3 Bókfærsla 3 Hagfræði 5 5(4) Saga 2 2 2 2 Efnafræði 5(3) 5 Líffræði 5(4) 5 Eðlisfræði 0(4) 0(3) Leikfimí 2 2 2 2 Valgrein 3—4 3-4 3-4 3-4 Samtals J38 39 39 39 FULLORÐINSFRÆÐSLA Haldin veröa námskeiö í hagnýtum verslunargreinum fyrir fólk eldra en 18 ára mánuöina sept. — nóvember 1984. Hvert námskeiö stendur yfir í 60 tíma og veröur kennt tvo tíma í einu annan hvern dag kl. 17—18:30 eöa kl. 18:30—20. Innritunarfrestur og fjöldi námskeiöa veröur auglýst síöar. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS „Svo læra börnin málið að það er fyrir þeim haft“ þig stuttfótur minn. Margra kosta er völ á þeim tíma meðan beðið er frétta. Auk fjölda söngva er nafnkunnir söngvarar hafa sung- ið; einsöngvarar, kvartettar og kórar, þá eru einleikarar og hljómsveitir. Skáld og rithöfundar hafa lesið ljóð sín, ritgerðir og sögur. Að ógleymdu almúgafólki, til sjávar og sveita, sem geymir tungu sína „í tímans straumi". Fjöldi er til fyrirmyndar um mál- far og tungutak. Þá má nefna sí- gild lög, erlend sem íslensk, leikin á ýmis hljóðfæri, eða létt hljóm- sveitarlög. Sem sagt, flest annað en það sem nú hefir forgang. Er ekki kominn tími til að breyta um stefnu hjá íslensku sjónvarpi? Svo læra börnin málið að það er fyrir þeim haft. Pétur Pétursson þulur Tveggja binda verk um ljósmæður á íslandi í TILEFNI af 60 ára afmæli Ljós- mæðrafélags íslands, 2. maí 1979, var ráðist í að gefa út stéttartal Ijósmæðra og láta skrá sögu starfs- greinarinnar hér á landi. Nú er kom- ið út ritverkið „Ljósmæður á ís- landi“, tveggja binda verk, á 12. hundruð síður. í fyrra bindinu er auk formála útgáfustjórans, Steinunnar Finnbogadóttur, æviágrip 1626 ljósmæðra frá árinu 1761, að skipuleg ljósmæðrafræðsla hófst hér á landi, og til ársins 1982. í síðara bindi verksins er saga Ljósmæðrafélags íslands 1919—1979, skráð af Helgu Þórar- insdóttur og ritgerð eftir Önnu Sigurðardóttur, forstöðumann Kvennasögusafns íslands, sem hún nefnir „(ir veröld kvenna — Barnsburður". Þar er að finna sögulegan fróðleik um ljósmóð- urstarfið og barnsfæðingar frá upphafi íslandsbyggðar og fram á okkar daga. í öðru bindinu eru einnig ýmsar skrár, svo sem áhaldasfcrá ljós- mæðra, umdæmaskrá frá 1875 og prófaskrár ljósmæðra 1761—1982, ennfremur heimilda- og skamm- stafanaskrár. Að lokum er eftir- máli sem ritstjórinn, Björg Ein- arsdóttir, ritar, þar sem hún með- al annars gerir grein fyrir vinnu við ritið. Björg tók að vinna að verkinu þegar árið 1977 og frá sumrinu 1981 hefur Valgerður Kristjónsdóttir starfað sem með- ritstjóri hennar. Ásamt útgáfustjóranum hefur sérstök ritnefnd starfað frá árinu 1975 og haft með höndum allar framkvæmdir viðvíkjandi útgáf- unni. Formaður þeirrar nefndar er Sólveig Matthíasdóttir, Sigur- björg Guðmundsdóttir er ritari, og gjaldkeri er Guðrún Lilja Magn- úsdóttir, svo og Halldóra As- Steinunn Finnbogadóttir, formaður Ljósmæðrafélags íslands (t.v.), ásamt Guðrúnu Valdimarsdóttir (t.h.) elsta núlifandi heiðursfélaga samtakanna. Henni var afhent 1. eintak Ijósmæðratalsins. Ljósmynd: Mbi. Július. grímsdóttir og Soffía Valdimars- dóttir. Innan ljósmæðrafélagsins kom snemma í ljós áhugi fyrir því að gera stéttartal, en af framkvæmd- um varð ekki fyrr en árið 1975, er Haraldur Pétursson afhenti þá- verandi formanni handrit að ljósmæðratali því, sem hann hafði unnið að, með því fororði að það yrði gefið út. Gjöf Haralds réð úr- slitum um að ráðist var í útgáfu stéttartalsins og er safn hans raunar hornsteinn verksins. Har- aldur handskrifaði þær upplýs- ingar er hann safnaði á þjóð- skjalasafni um ljósmæður frá 1761 til 1954 á sérstakt eyðublað og eru sýnishorn af handritum hans í fyrra bindinu. Prentsmiðjan Oddi hf. hefur annast alla vinnu við gerð bókar- innar, frá setningu til bókbands. Friðrika Geirsdóttir teiknari sá um útlit bókbands. — eftir Pétur Pétursson þul Undarleg þjóö, íslendingar. Afsegir aldraðan konung á ör- lagatíð. Krefst fullveldis og sjálfstæðis. Heimtar og heimtir handritin heim sem þjóðardýr- gripi og gersemi gullaldar. Lýsir lögsögu og einhliða út- færslu fiskveiðimarka og hefir vernd að yfirvarpi. Hrekur eigin þjóðsöng úr loft- helgi hvern virkan dag, en lætur viðgangast að þjóðsöngur erlends heimsveldis og sambýlisþjóðar hljómi tvisvar á tvídægru hverri, á „öldum ljósvakans". Ræður málfarsráðunaut til starfa hjá ríkisfjölmiðlum, að kenna moðurmálið kynslóð sem er að týna þjóðtungu sinni á Bullöld. Hafnar jafnframt íslenskum söngvum, ljóðum og lögum, milli táknmáls og frétta í sjónvarpi sínu. Leiðir til öndvegis í biðstofu kvöldfrétta klofmælta kúreka, gapripla og gaddavírshó ... að engjast í kríkajórtri og skrum- skælum í viðurvist alþjóðar, í hverri baðstofu og tröllríða sér- hverri bæjarburst. Páll ísólfsson, tónskáld og tón- listarstjóri Ríkisútvarpsins, hefði naumast látið slíkt viðgangast meðan hann varðaði veginn. Það voru ekki þesskonar söngvar, sem hann átti við er hann mælti við þjóð sína: Takid undir. Við þá „tæknimenn" er valið hefðu slíka forsöngva hefði hann trúlega sagt: Ekki get ég stigið við Umhverfisfræösla á Þingvöllum TJALDSVÆÐI og hjólhýsastæði í Þjóðgarðinum á Þingvöllum verða opnuð þriðjudaginn 12. júní næst- komandi. Sama dag verður tekin upp reglubundin umhverfisfræðsla með gönguferðum og segir orðrétt í fréttatilkynningu að fræðslan muni fara fram með eftirfarandi hætti: „Alla daga vikunnar er einn af starfsmönnum Þjóðgarðsins staddur við hringsjá á vestri brún Almannagjár klukkan 8.45. að morgni. Þaðan gengur starfsmað- ur með gestum norður eftir gjánni og á Lögberg. Klukkan 9.00. verð- ur fáni dreginn að húni á Lög- bergi, en samtímis er klukku hringt í Þingvallakirkju. Eftir nokkra viðdvöl á þingstaðnum, verður gengið norður að „Köstul- um“ og þaðan suður með Öxará austanverðri heim á Þingvalla- stað. Klukkan 9.30. verða sungnar miðmorguntíðir í Þingvallakirkju, en klukkan 9.45. hefst frekari fræðsla í kirkju, á Skáldareit og/eða á Spönginni, eftir veðri og aðstæðum. Stendur það „Þing- vallaspjall“ til kl. 10.30. Á föstudögum og laugardögum kl. 14.00. er í boði gönguferð frá „Köstulum" að Skógarkoti og það- an inn á Leirur. Gengið verður undir leiðsögn starfsmanns Þjóð- garðsins eftir þeim stígum, sem þarna er að finna. Á föstudögum og laugardögum kl. 16.00. verður einnig gengið frá Vellandkötlu austur eftir „Kon- ungsveginum" upp Hrafnagjár- hallann að Klukkustíg. Sams kon- ar leiðsögn verður veitt og í fyrri tilvikum. Á laugardagskvöldum kl. 20.30. verður kvöldvaka í Þingvalla- kirkju eða í nágrenni hennar. Sagt verður frá Þingvöllum og ýmiss konar efni flutt, er varðar sögu þeirra og náttúru. Kvöldvöku lýk- ur með náttsöng í Þingvallakirkju kl. 21.30.“ Ennfremur segir að guðsþjón- usta fari fram í Þingvallakirkju á sunnudögum klukkan 14.00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.