Morgunblaðið - 02.06.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1984
21
Hamingjuóskir.
stúdenta frá Verzlunarskólanum,
en afmælisárgangar munu færa
skólanum framlög í byggingarsjóð
og minningarsjóð dr. Jóns Gísla-
sonar. Fyrir hönd nýstúdenta tal-
aði Þórunn Egilsdóttir. Þorvarður
Elíasson tók við gjöf af henni fyrir
hönd skólans, en gjöfin var frá ný-
stúdentum. Athöfninni lauk svo
með því að Þorvarður Elíasson
sagði 79. starfsári Verzlunarskóla
íslands lokið og óskaði nýstúdent-
um alls velfarnaðar í framtíðinni.
og sennilega verð ég bara orðin
hundleið á því að vinna eftir eitt
ár!“ segir hún hlæjandi og bætir því
við að hún ætli í lögfræði í Háskól-
anum haustið ’85.
Hvaða augum líturðu skólann
þegar þú horfir yfir undanfarin
fjögur ár?
„Mér finnst skólinn mjög góður,
en að mörgu leyti einhæfur. Það er
fyrst og fremst miðað við að fólk
sem útskrifast fari út í eitthvað
sem tengist verslun og viðskiptum.
Það eru of fáir valkostir, en eins og
ég segi, finnst mér Versló góður
skóli og einnig skemmtilegur. Fé-
lagslífið er ákaflega blómlegt, en
það hefur mikið að segja fyrir and-
rúmsloftið í skólanum. Sjálf tók ég
virkan þátt í félagslífinu fyrstu tvö
árin sem ég var í Versló, en síðari
tvö árin hætti ég því að mestu
leyti.“
Hvers vegna valdirðu frekar
máladeild en hagfræðideild?
Nú hlær María. „Ég gat bara ekki
hugsað mér að læra bókfærslu. I
máladeild er engin bókfærslu-
kennsla og þess vegna varð hún
fyrir valinu." Svarið var stutt og
laggott og þetta var síðasta spurn-
ingin á listanum og því var ekki
annað eftir en þakka fyrir sig og
óska Maríu til hamingju með stúd-
entsprófið og frábæran námsárang-
ur.
#
____^______
Fer inn á lang
flest
heimili landsins!
Jón Karl Helgason stúdent frá Verzluiiarskóia íslands:
Langar að vinna á samyrkjubúi í
ísrael eða læra grísku í Grikklandi
Ljósm. Mbl. Júlíus.
Þorvarður Elíasson, skólastjóri, afhendir Jóni Karli prófskírteinið síðastlið-
inn fimmtudag.
Jón Karl Helgason var forseti
Nemendafélags Verzlunarskóla
íslands á síðastliðnum vetri og
hann útskrifaðist frá skólanum
fimmtudaginn 31. maí síðastlið-
inn með einkunnina 8,67. Jón
Karl fékk við útskriftina afhent-
ar viðurkenningar fyrir frábær-
an árangur í íslensku og raun-
greinum, auk þess sem hann
fékk sérstaka viðurkenningu
fyrir háa einkunn á stúdents-
prófi. Einnig fékk Jón Karl við-
urkenningu fyrir unnin félags-
störf og heiðursskjal fyrir vel
unnin störf í þágu félagslífsins
síðastliðin fjögur ár.
„Nú á næstu dögum fer ég með
útskriftarhópnum til Ibiza og í
framhaldi af þeirri dvöl ætla ég í
inter-rail ferð um Evrópu með
kunningja mínum,“ sagði Jón Karl
er hann var inntur eftir því hvað
hann hygðist gera í framhaldi af
stúdentsprófinu, en blm. hitti
hann að máli að lokinni útskrift-
inni. Með spurningunni átti blm.
nú reyndar við hvort Jón Karl
hefði hug á að setjast á skólabekk,
jafnvel í Háskóla íslands, næsta
haust og því var spurninginunni
aftur varpað fram, á örlítið ná-
kvæmari hátt.
„Framtíðin er mjög óljós," segir
Jón Karl. „Ég hef vissa kenningu
um að þeir sem segjast vita vel
hvað þeir vilji í framtíðinni, fari
með fleipur. Mannshugurinn er
það reikandi að raunveruleg við-
horf okkar breytast dag frá degi.
Hinsvegar getum við talið okkur
trú um hvað sem er og á þann hátt
ákveðið hvað við viljum. Persónu-
lega er ég ekki tilbúinn til að taka
slíka ákvörðun, ég fer örugglega
ekki í Háskólann næsta vetur.
Þessa stundina hef ég áhuga á að
fara til Grikklands og læra þar
grísku eða þá að vinna á sam-
yrkjubúi í Israel. En eins og ég
sagði áðan er þetta mjög óljóst
enn sem komið er. Ef ég fer í Há-
skólann seinna meir, gæti ís-
lenskunám komið til greina."
Þetta leiðir af sér þá sígildu
spurningu um hvaða fög hafi verið
í mestu uppáhaldi hjá Jóni Karli,
og blm. stenst ekki freistinguna að
varpa þeirri spurningu fram.
Svarið er stutt og einfalt: „Bók-
menntir og íslenska." En hvaða
námsgreinar skyldi honum hafa
líkað verst við? „Ætli það séu ekki
au fög sem manni gengur verst í.
mínu tilfelli skrifleg enska."
Nú fékkst þú sérstakt heiðurs-
skjal fyrir félagsstörf öll árin sem
þú hefur verið í skólanum og þar
að auki aðra viðurkenningu fyrir
að hafa gegnt embætti forseta
nemendafélagsins. Segðu mér nú,
hvernig gekk þér að samræma
námið og félagslífið?
„Ég held að maður læri alltaf
jafn mikið og mann langar til að
læra, þrátt fyrir að maður hafi
mikið að gera og sé önnum kafinn
við annað en námið. Mér gekk
ágætlega að samræma þetta
tvennt og ég tel að þegar fólk seg-
ist ekki geta lært vegna þess að
félagslífið sé svo tímafrekt, sé það
í mörgum tilfellum fyrirsláttur.
Annars er félagslífið að sjáifsögðu
skóli útaf fyrir sig, og það mjög
góður skóli.“
Er ekki óbeint ætlast til þess að
stúdentar sem ná svo góðum
námsárangri fari beint í fram-
haldsnám?
„Það er mjög ríkjandi meðal
fólks að mæla nám í krónum, það
er að segja, hve háu kaupi það
skilar í launaumslagið þegar út á
vinnumarkaðinn kemur. Að mínu
mati er nám í sjálfu sér mjög af-
stætt hugtak. Sá maður er vel
menntaður, sem þekkir sjálfan sig
og takmörk sín og slíka menntun
má öðlast með ýmsum öðrum
hætti en einhliða skólabókalestri."
Að svo búnu slitum við tali
okkkar, því eftir nokkrar mínútur
átti að fara fram hópmyndataka
af nýstúdentum og hélt Jón Karl á
braut út í lífið, sem beið eftir hon-
um utan veggja Verzlunarskólans.
Listahátíó
fyriralla!
Flugleiðir bjóða listunnendum
af landsbyggðinni á Listahátíð
í Reykjavík
Ef þú ætlar að hlusta á Stefán Ashkenazy,
Luciu Valentini Terrany eða Norrokk
Sjá sýningu hjá Erró, Jóhanni Eyfells eða
Karel Appel, - sýna þig og sjá aðra.
Listahátíðarafsláttur Flugleiða ætti að
henta þér.
Gegn kaupum á 500 kr. kvittun fyrir miða
á Listahátíð færðu 35% afslátt á
flugfargjaldi fram og til baka.
Síðan framvísar þú kvittuninni gegn miða
á eftirlætisatriðið.
Flugleiðir bjóða þér aðstoð við
miðapantanir og gistingu, á meðan á
hátíðinni stendur.
Listahátíð er viðburður, sem þú mátt ekki
missa af. Hafðu samband við Flugleiðir
áður en miðarnir seljast upp -og tryggðu
þér góða skemmtun.
FLUGLEIÐIR