Morgunblaðið - 02.06.1984, Síða 27

Morgunblaðið - 02.06.1984, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JUNÍ 1984 27 Kjaramálin rædd á fulltrúaþingi Kennara- sambands Islands I’KIÐJA fulltrúaþing Kennara- sambands íslands hófst í gær í Korgartúni 6. Meðal þeirra mála sem þar verða rædd eru kjör kennara. Fyrir þinginu liggur bréf frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja þar sem því er beint til aðildarfélaga handalagsins að þau efni til umræðu um kjaramálin og uppsögn á kauplið kjarasamninga 1. september næstkomandi, með fundum nú í maímánuði og júní. í framhaldi af þessu liggur fyrir þinginu tillaga til sam- þykktar um kjaramálaályktun. Þar er mótmælt harðlega hinni gífurlegu kjaraskerðingu sem átt hefur sér stað á síðustu misserum. „Reynslan af síðustu samningum sýnir að enn hefur ekki tekist að stöðva þá ógnvænlegu kjaraskerðingu er hófst með bráðabirgðalögum þeim um efnahagsmál sem sett voru í mai 1983. Byrjunarlaun kennara með þriggja ára háskólanám eru nú svipuð þeirri kröfu sem sett var fram í síðustu kjarasamningum um launalágmörk. Þessi staða kennara í launakerfinu er gjör- samlega óviðunandi miðað við menntun þeirra, ábyrgð og þær © kröfur er gerðar eru til kennara- starfsins. Fulltrúaþingið telur óhjá- kvæmilegt að núgildandi kjara- samningum verði sagt upp frá 1. september nk. og verkfall boðað til að knýja fram verulegar kjarabætur til handa ríkis- starfsmönnum. Hvetur þingið alla ríkisstarfsmenn til að sýna órofa samstöðu í þeirri baráttu sem framundan er.“ Fulltrúaþing KÍ: l.josmvnd Mbl./ Kristján Kinarsson. Frá blaðamannafundi Kennarasambands íslands. Annar frá vinstri er Valgeir Gestsson formaður KÍ, Svanhildur Kaaber, formaður skólamálaráðs (3. t.v.), Kristín H. Tryggvadóttir, blaðafulltrúi á þinginu, og loks Hanna Kristín Stefánsdóttir (lengst til hægri), sem situr í stjórn Kennarasambandsins og er ritstjóri Fréttabréfs kennara. Janfréttisfræðsla og könnunarpróf FYRIR Fulltrúaþingi Kennarasambands Islands liggja fjölmargar tillögur til samþykktar. Eru þær flestar komnar frá skólamálaráði, ráði sem hefur það meginverkefni að fjalla um þau málefni er lúta að innra starfi skóla og faglegum málefnum kennarastéttarinnar. í því sitja fulltrúar flestra þeirra skólagerða sem Kennarasambandið spannar. Með því er reynt að tryggja að sem flest sjónarmið komi fram. INNLENT Meðal þeirra ályktana sem liggja fyrir þinginu er ein um jafnréttisfræðslu. í henni er vakin athygli á að þrátt fyrir allnokkra umræðu í þjóðfélaginu um jafn- rétti kynjanna í námi, starfi og launum sé ennþá ríkjandi hróplegt misrétti og fordómar um hlutverk og lífsviðhorf karla og kvenna. Á þetta jafnt við um atvinnulíf, heimilis- og fjölskyldulíf og skól- ann og starfsemi hans. Þetta stað- festa ýmsar kannanir sem gerðar hafa verið. „Það liggur því í aug- um uppi að hér hefur skólinn skyldur að rækja sem hann hefur ekki sinnt. KÍ leggur áherslu á að tafarlaust sé útbúið námsefni um jafnréttismál til notkunar í skól- um.“ Þá beinir þingið þeirri hug- mynd til skólanna að þeir gangist fyrir sérstökum „jafnréttisvikum" í skólunum þar sem fjallað væri um þessi mál á sem flestum svið- um og reynt að fá foreldra til að taka þátt í ýmsum þeim verkefn- um sem þar væri fjallað um. Samræmd próf verða einnig til umræðu á þinginu. í tillögu um þau mál leggur KÍ áherslu á að nú þegar verði hafinn undirbúningur að niðurfellingu samræmdra prófa í 9. bekk grunnskóla. Hins vegar verði lögð fyrir samræmd könnunarpróf sem yrðu til leið- beiningar kennurum og skólum. Yrði fyrirkomulag þeirra þannig að menntamálaráð semdi próf sem tekin yrðu í öllum grunnskólum landsins, með mjög stuttum fyrir- vara, líkt og almennt er um skyndipróf nú. Yrðu þessar æf- ingar teknar á sama tíma á öllum stöðum. Neminn skrifar ekki nafn á verkefnið, og sérstök prófanefnd getur því metið einstaka bekki og skólastarfið í viðkomandi skóla. Þannig væru þessi próf eingöngu fyrir yfirvöld skólans, en ekki til að leggja mat á einstaka nema. 1 greinargerð með tillögunni segir m.a: „Samræmd próf í 9. bekk hafa í æ ríkara mæli haft stýrandi áhrif á nám og kennslu í efstu bekkjum grunnskóla. Gera verður þá kröfu að skólum sé treyst til að meta nám og starf nemenda sinna við lok skólaskyldu." Enn er rætt um lög um fram- haidsskóla og fyrir liggur tillaga þar sem fulltrúaþingið minnir á mikilvægi þess að til sé löggjöf um skólastarfið í landinu og skorar á Alþingi að afgreiða sem fyrst samræmda löggjöf um framhalds- skóla til þess að starfsemi þeirra hangi ekki lengur i lausu lofti heldur styðjist við löggjöf frá Al- þingi. Jafnframt er varað við þeirri tilhneigingu að sérhæfa um of menntaskólanám í skólakerfinu eða gefa því meira gildi og forgang til fjár, umfram t.d. list- og tækni- menntun eða aðra mikilvæga þætti menntunar. Líkams- og heilsuræktin Borgartúni 29, sími 28449 __ Hin geysivinsæla Lisser Frost-Larsen er komin aftur Lisser sem talin er ein af sex bestu vaxtarræktarkonum heims mun vera til staöar í Líkams- og heilsuræktinni, Borgartúni 29, dagana 3. til 7. júní nk. og leiöbeina meölimum stöðvarinnar í líkams- og heilsurækt. Einnig mun Lisser veita aöstoö í sambandi viö megrunarfæöi, þeim sem á því þurfa aö halda, og eru aö hugsa um línurnar fyrir komandi sumarfrí, en á því sviöi er hún talin meö þeim bestu sem völ er á. Lisser var hér á landi í febrúar sl. og sannaöi þá óumdeilanlega hæfni sína og naut um leiö mikilla vinsælda fyrir alúölega framkomu. Þeir sem hún hjálpaöi þá, hafa lýst því yfir, aö færari leiöbeinanda, hvort heldur í æfingum eöa samsetningu mataræðis, hafi þeir aldrei kynnst. Þá daga sem Lisser veröur hér, mun hún, ef næg þátttaka fæst halda fyrirlestra og svara fyrirspurnum um líkams- og heilsurækt. Þessir fyrirlestrar veröa kl. 10.30 á morgnana og kl. 19.30 á kvöldin. Jafnframt mun hún sýna vaxtarræktar-stellingar (pósur.) ef tækifæri gefst til. Lisser mun koma fram á Broadway laugardaginn 2. júní og sýna vaxtarræktar-stellingar. Muniö stærstu Ijósabaöstofu bæjarins, sem jafnframt er sú ódýrasta Líkams- og heilsuræktin, Borgartúni 29, sími 28449. Stööin sem lætur sér annt um viöskiptavini sína.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.