Morgunblaðið - 02.06.1984, Blaðsíða 48
OPIÐALLA DAGA FRÁ
KL. 11.45 - 23.30
AUSTURSTRÆTI22
INNSTRÆTI, SÍMI 11630
LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
Stangaveiðitíminn hafinn:
Einstök byrj-
un í Norðurá
STANGAVEIÐIN byrjar vel. f
gærmorgun var Norðurá í Borgar-
firði opnuð fyrst áa að venju.
Veiddist 21 lax í gær en fyrsti lax-
inn veiddist klukkan 7.15 eftir
opnun árinnar.
Ólöf Stefánsdóttir veiddi þá
fyrsta lax sumarsins, 10 punda
hrygnu á maðk, í Stokkshyls-
broti. Eiginmaður Ólafar, Karl
Ómar Jónsson, fyrrverandi for-
maður Stangaveiðifélags Reykja-
víkur, veiddi fyrsta flugulaxinn
skömmu síðar, einnig í Stokks-
hylsbroti. Það var 11 punda
hrygna veidd á „Blue Charm" nr.
6. Að sögn laxveiðimanna við
Norðurá var þar frábært veður í
gær, logn og 18 stiga hiti um
miðjan dag. Létu þeir afar vel af
byrjuninni, sögðu hana einstaka.
Sömu sögu er að segja af neta-
laxveiðinni í Hvítá í Borgarfirði.
Láta netabændur afar vel af
veiðinni í maí, en laxveiðitíma-
bilið þar hófst að þessu sinni 22.
maí, segja hana eina þá bestu í
áraraðir. Árið í fyrra var neta-
bændum mjög hagstætt og lofar
byrjunin nú einnig góðu, þó of
snemmt sé að fullyrða um
sumarið enn sem komið er.
Drengur lést í
umferðarslysi
Banaslys varð á Stekkjarbakka í
Breiðholti um hálftíuleytið í gær-
morgun, er bifreið ók þar á Ijósa-
staur með þeim afleiðingum að 12
ára gamall drengur, sem var farþegi
í bílnum, lést. tíkumaðurinn, sem
var rúmlega tvítug stúlka, slapp án
teljandi meiðsla, en þau voru tvö í
bifreiðinni. Þau voru ekki í öryggis-
hægt að yfirheyra ökumann. Bif-
reiðin, sem er af Vauxhall Viva-
gerð, var á leið norður Stekkjar-
bakka í áttina frá Álfabakka. Þar
sem slysið varð eru hlykkir á göt-
unni og hefur bifreiðin lent þar
útaf og með framendann á ljósa-
staur.
Morfunbladid/KEE.
Listahátíð 1984 sett
Listahátíð 1984 var sett með pomp og prakt í Laugardalshöll í gærkvöldi. Mikið fjölmenni var á
opnunarhátíðinni. Myndin sýnir Whoope-hljómsveit Bob Kerr skemmta gestum. Sjá frásögn og myndir
af opnunarhátíðinni á miðopnu.
6—10% hækkun á algengustu landbúnaðarvörum:
beltum.
Óljóst er með hvaða hætti slysið
varð, þar sem ekki hefur enn verið
Þetta er fyrsta banaslysið sem
verður í umferðinni í Reykjavík í
ár.
Frá slysstað í Stekkjarbakka í gærmorgun. Morminbia«i«/Jóii sv»v.ra»on.
40 % frá áramótum
Söngvakeppnin í Bratislava:
Jóhann og Björgvin
hlutu silfurverðlaun
Frá Om.ri V.ldim.rssyni, bladam.nni Mbl. í Br.tÍHl.v., TókkÖHlóvakíu. I. júní 1984.
Lagið „Sail On“ eftir Jóhann
Helgason hlaut silfurverðlaun á al-
þjóðlegu söngvakeppninni „Brati-
slavska Lyra“, sem lauk hér í
kvöld. Áheyrendur völdu lagið sem
sitt eftirlætislag í keppninni, en
dómnefndin veitti gullverðlaun
lagi sem flutt var af austur-þýsku
hljómsveitinni „Smokings". Tékk-
ar lentu í þriðja sæti.
Þeim Jóhanni Helgasyni og
Björgvini Halldórssyni var gríð-
arlega vel fagnað er þeir fluttu
lagið að kvöldi annars dags
keppninnar og voru þeir hinir
einu, á meðal um 40 keppenda,
sem kallaðir voru fram á sviðið
aftur.
Lagasmiðurinn Jóhann Helga-
son sagðist, eftir verðlaunaveit-
inguna hér í kvöld, vera mjög
ánægður með árangurinn. Það
hefði verið ljóst frá upphafi að
einhver Austur-Evrópuþjóðanna
myndi hreppa gullverðlaunin og
því mættu þeir Björgvin vel við
una.
Þeir létu mjög vel að öllum að-
búnaði og sögðu að aðstaða til
Ljósm. Mbl./ Frióþjófur.
Jóhann Helgason og Björgvin
Halldórsson, skömmu áóur en þeir
fóru utan til Tékkóslóvakíu.
tónleikahaldsins í nýju tónlist-
arhöllinni í Bratislava væri með
því besta sem þeir hefðu reynt.
Þeir koma til íslands annað
kvöld.
LANDBÚNAÐARVÖRUR hækk-
uðu í verði í gær. Hækkun á verði
varanna til bænda nam 6,75% en
smásöluverð hækkaði yfirleitt um
6 til 10%. Smásöluverð landbúnað-
arvara hefur hækkað á þessu ári
um 20 til 40%eftir vörutegundum.
í dag kostar mjólkurlítrinn í
eins lítra fernum 22,30 kr.,
hækkaði nú um 8,2%, en hefur
hækkað um 30,4% frá áramót-
um. Hálfur lítri af rjóma kostar
nú 70,60 kr., hækkaði um 7,7%
og hefur hækkað um 28,7% á
árinu. 1 kg af smjöri kostar nú
239,70 kr., hækkaði um 9,2% en
hefur hækkað um 19,6% frá ára-
mótum. 1 kg af skyri kostar
37,40 kr., hækkaði um 10,4% og
hefur hækkað um 38,5% á árinu.
1 kg af 45% osti kostar 215,10
kr., hækkaði um 6% en hefur
hækkað um 24,6% frá áramót-
um. 1 kg af nautgripakjöti af 1.
verðflokki, í heilum eða hálfum
skrokki, kostar 174,50 kr., hækk-
aði um 17,2% og hefur hækkað
um 25,1% frá áramótum. Kílóið
af dilkakjöti af 1. verðflokki,
skipt að ósk kaupanda, kostar
139,10 kr., hækkaði um 7,9% og
hefur hækkað um 19,5% það
sem af er árinu.
Verð landbúnaðarvara til
bænda hækkaði um 6,75%. Staf-
ar hækkunin aðallega af hækk-
unum áburðar, kjarnfóðurs og
launa bænda. Áburðarliður
verðlagsgrundvallarins hækkaði
um 19,9% og hækkaði það
grundvöllinn um 1,77%, kjarn-
fóðurliðurinn hækkaði um
17,2% sem olli 2,96% hækkun til
bænda og laun bænda hækkuðu
um 4,03%, sem hækkaði verð
landbúnaðarafurða til þeirra
um 1,53%. Hækkanir á öðrum
liðum leiddu af sér 0,49% hækk-
un verðlagsgrundvallarins og
þar með verði landbúnaðaraf-
urða til bænda. Smásöluverð
hækkar í flestum tilvikum
meira en verð til bænda og staf-
ar það aðallega af því að niður-
greiðslur breytast ekki við verð-
hækkunina, þær eru föst krón-
utaia. Hin mikla hækkun smá-
söluverðs landbúnaðarafurða
það sem af er árinu stafar einn-
ig að stórum hluta af lækkandi
niðurgreiðslum en einnig hefur
verð þeirra til bænda hækkað
verulega.
Enn ósam-
ið um nýtt
fiskverð
SAMNINGAR hafa ekki tekist
um nýtt fiskverð, sem taka átti
gildi 1. júní. Yfirnefnd Verðlags-
ráðs sjávarútvegsins sat á fundi í
gær in þess að niðurstaða fengist
og hefur nýr fundur verið boðaður
um hádegisbilið í dag.
Að sögn Jóns Sigurðssonar,
oddamanns í yfirnefndinni, hafa
komið til ný óvissuatriði sem
torveldað hafa samninga.
Nefndi hann áform um ótiltekna
olíuverðshækkun og breytingu á
afurðalánakerfinu í þessu sam-
bandi. Ágreiningurinn sagði
hann að stæði þó fyrst og fremst
um sjálft fiskverðið þar sem
seljendur færu fram á mun
meiri hækkun en kaupendur
hefðu treyst sér til að greiða.
Hafa hækkað um 20-