Morgunblaðið - 29.06.1984, Page 15
HVAD ER AÐ GERAST UHIHELGINA?
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1984 47
Gallerí Langbrók:
Verk Zenku
Rusovu
Tékkneska listakonan Zenka
Rusova opnar sýningu í Gallerí
Langbrók á morgun kl. 14. Á sýn-
ingunni eru grafíkmyndir og er hún
opin kl. 12—18 virka daga og
14—18 um helgar. Sýningin mun
standa í tvær vikur.
Selfoss:
Verk Hans
Christiansen
Hans Christiansen, myndlistar-
maöur, opnar sýningu á verkum
sínum á morgun kl. 14. Á sýning-
unni, sem haldin er í Safnahúsi
Árnessýslu á Selfossi, eru rúmlega
30 vatnslita- og pastelmyndir.
Þetta er 7. einkasýning lista-
mannsins, og er hún opin um helg-
ar frá kl. 14—22 og virka daga kl.
16—22.
Listamiðstöðin:
Grafíkverk
Nú stendur yfir í sýningarsal
Listamiðstöövarinnar í nýja húsinu
viö Lækjartorg sýning á verkum 5
grafíklistamanna, þeirra Einars
Hákonarsonar, Ingibergs Magn-
ússonar, Ingunnar Eydal, Jóns
Reykdals og Ríkharðs Valtingojer.
Sýningin er opin daglega frá kl.
14—18 og lýkur henni á sunnu-
dag.
Norræna húsið:
Myndlist og ís-
lenskt prjón
Sænski búningahönnuöurinn
Ulla-Britt Söderlund heldur nú
sýningu í anddyri Norræna húss-
ins. Á sýningunni eru búninga-
teikningar úr tveimur kvikmyndum,
sem teknar hafa veriö hérlendis,
„Rauða skikkjan“ frá árinu 1966
og „Paradísarheimt“. Sýningin er
opin á venjulegum opnunartíma
hússins.
f bókasafni Norræna hússins er
nú sýning á heföbundnu íslensku
prjóni, að mestu leyti byggö upp af
munum úr þjóöminjasafni íslands.
Sýningin er opin kl. 9—19 virka
daga og 14—17 á sunnudögum.
Sumarsýning Norræna hússins í
ár nefnist „Landiö mitt, ísland". Á
sýningunni, sem er haldin í sam-
vinnu viö Félag íslenskra myndlist-
armanna, eru 140 verk, unnin af
4—14 ára börnum úr dreifbýli og
þéttbýii. Verkin fjalla um ísland,
land og þjóö. Sýningin er opin
daglega frá kl. 14—19 og stendur
hún til 22. júlí.
Gerðuberg:
Lýðveldið 40 ára
í menningarmiöstööinni Geröu-
bergi stendur nú yfir sýning unnin
af nemendum i Fossvogsskóla.
Verkin eru unnin í tilefni af 40 ára
afmæli lýðveldisins. Sýningin er
opin mánudaga til fimmtudaga frá
kl. 16—22 og föstudaga til sunnu-
daga frá kl. 14—18. Henni lýkur á
sunnudag.
laugarvatn:
Verk Erlu
Sigurbergs
Erla Sigurbergs, myndlistar-
maöur, sýnir nú 21 olíumálverk í
Menntaskólanum á Laugarvatni.
Erla hefur áöur haldiö tvær einka-
sýningar í Keflavík. Sýning hennar
er opin alla daga vikunnar.
SAMKOMUR
Árbæjarsafn
Árbæjarsafn er nú opiö alla
virka daga, nema mánudaga, frá
kl. 13.30—18 og frá kl. 10, sunnu-
daga og laugardaga.
Arkjtektafélag
íslands:
Arkitektúr á
norðurhjara
Arkitektafélagiö heldur nú sýn-
ingu í Ásmundarsal viö Freyjugötu
Ábending
ÞEIM aðilum som hafa hug á aö
senda fréttatilkynningar í þátt-
inn „Hvað er að gerast um helg-
ina?“ er bent á að skila þeim eigi
síðar en kl. 18.30 á miðvikudög-
um. Efni í þáttinn er ekki tekið í
gegnura síma, nema utan af
landi._ _ _ _____
á verkum arkitektanna Elin og
Carmen Corneil. Á sýningunni eru
verk þeirra frá norölægum slóöum
í Kanada, Finnlandi, Noregi og í
Vestmannaeyjum. Sýningin er opin
frá kl. 14—22 alla daga en henni
lýkur á sunnudag.
Háholt:
Saga skipanna
„Saga skipanna, svipmyndir úr
siglingum og sjávarútvegi" nefnist
sýning sem nú er í Háholti í Hafn-
arfirði. Þar er sýnd þróun útgerðar
á Islandi, meö ýmsum munum, s.s.
skipslíkönum og myndum. Einnig
eru sýndir gripir í eigu Landhelg-
isgæslunnar, t.d. klippurnar frægu
úr þorskastríöinu.
FERÐIR
Ferðafélag íslands:
Þórsmörk og
Herdísarvík
Feröafélag islands leggur í kvöld
kl. 20 af staö í helgarferöir til Þórs-
merkur, Landmannalauga og
Hagavatns. Á morgun veröur
söguferö um Borgarfjörö og einnig
veröur lagt í vöröuhleöslu í Reykja-
nesfólkvangi. Á sunnudag er
gönguferö um Selvogsgötu til
Herdísarvíkur og veröur m.a.
Strandakirkja skoöuö.
Útivist:
Skarfanes og
Viðey
Útivist leggur upp í þrjár helgar-
feröir t kvöld kl. 20, til Þórsmerkur,
Fimmvöröuháls og Skarfaness. Á
sunnudag kl. 13 veröur ferö í
Miödal og m.a. skoöaö Kerlingar-
gil. Sama dag kl. 13.30 er sögu-
skoðunarferö í Viöey og veröur
fariö frá kornhlöðunni, Sundahöfn.
NVSV:
„Umhverfið
okkar“
Náttúruverndarféiag Suövest-
urlands hefur nú feröaröð sem
nefnist „Umhverfiö okkar“. Fyrsta
feröin í rööinni er til Viöeyjar á
morgun kl. 13.30 og veröur fariö
frá Sundahöfn. Meö í förinni veröa
jaröfræöingar og líffræöingar.
Fríkirkjan:
Sumarferð
Á sunnudaginn kl. 9 veröur
sumarferð Fríkirkjunnar farin. Aö
þessu sinni veröur fariö um Borg-
arfjarðarhérað og komiö viö í
Kalmannstungu og Húsafelli. Ferö-
in hefst viö Fríkirkjuna.
Þingvellir:
Gönguferðir
i sumar eru skipulagöar göngu-
ferðir um Þingvelli. Föstudaga til
þriöjudaga gengur starfsmaöur
þjóögarösins meö gestum frá
hringsjá á brún Almannagjár til
Lögbergs, „Kastala" og á Þing-
vallastaö. Feröin hefst kl. 8.45. Á
föstudögum og laugardögum kl.
14 er gengið frá „Kastölum“ aö
Skógarkoti og Leirum. Sömu daga
kl. 16 er gengiö frá Vellandkötlu aö
Klukkustíg. i öllum þessum feröum
njóta þátttakendur leiösagnar.
t:7UÐM€IN
Tjarnarborg Ólafsfirði í kvöld
föstudagskvöld, Miögarður
laugardagskvöld, Sjallinn Akur-
eyri sunnudagskvöld, Hlaðir
Hvalfjarðarströnd laugar
dagskvöld, 7. júlí
mmmm