Morgunblaðið - 29.06.1984, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚNl 1984
55
„Lemmy“ lemur
frá sér á nýjan leik
+ Eddie „Lemmy“ Constantine.
Þeir, sem komnir voru til vits
og ára fyrir 1960, œttu að muna
eftir þessari hetju, sem alltaf
bar sigur úr býtum í öllum sín-
um ævintýrum á hvíta tjaldinu.
Lemmy er enn í fullu fjöri þótt á
ýmsu hafi gengiö í lífi hans.
„Skrifaöu, aö mér gangi allt í
haginn. Ef þú segir, aö ég sá
búinn aö vera, skal ég lemja þig
í klessu,“ sagöi hann við blaöa-
mann, sem tók hann tali um
miðjan síöasta áratug. Þá var
Lemmy oröinn öreigi, haföi lif-
aö fullhátt og gerst svo djarfur
að halda, aö hann gæti leikið á
skattalögregluna frönsku á
sama hátt og skúrkana í kvik-
myndunum. Þar skjátlaöist
honum.
Lemmy svindlaöi á skattinum
og skatturinn náöi sér niöri á
honum meö því aö hiröa af hon-
um hvern einasta eyri. Banka-
reikninginn, þaö sem eftir var
þar, oöalssetrið i sveitinni og alla
veöhlaupahestana hans, sem
voru líf hans og yndi. Lemmy lét
þó ekki bugast heldur haföi þaö
í huga, aö þegar neyðin er
stærst er hjálpin næst. Hann
settist niöur og skrifaöi tvær
bækur, sem báöar uröu met-
sölubækur og voru kvikmyndaö-
ar. Þannig kom hann fótunum
undir sig á nýjan leik og gat jafn-
aö reikningana viö ríkiskassann.
Önnur bókin er um áhugamál
Lemmys, veöhlaupln, og ekki
síst um glæpastarfsemina, sem
þar er á bak viö tjöldin.
J bókinni afhjúpaði ég veö-
hlaupamafíuna. Sagöi frá starfs-
aðferöum hennar en nefndi eng-
in nöfn. Ef ég heföi gert þaö væri
ég ekki lengur til frásagnar,"
segir Lemmy.
Lemmy fæddist áriö 1917 og
hóf feril sinn sem söngvari á
næturklúbbum, m.a. með söng-
konunni Edith Piaf. Síöan freist-
aöi hann hamingjunnar í Holly-
wood, en komst aldrei lengra
þar en aö Ijá Clark Gable söng-
röddina sína án þess aö sjást
sjálfur. Á sjötta áratugnum sló
hann loks í gegn í frönsku
Lemmy-myndunum og var hinn
ókrýndi James Bond þeirra tíma.
Lemmy átti sér fjölmennan að-
dáendahóp og þar sem þaö er
nú í tísku aö rifja upp flest, sem
var skemmtilegt á árunum milli
’50 og ’60, er nú aftur fariö aö
sýna Lemmy-myndirnar víöa um
lönd. Hvernig væri ef íslenska
sjónvarpiö hugaöi aö því líka
fyrir gamla Lemmy-aödáendur
hér á landi.
COSPER
— Hversvegna ég ligg hér? I>aö var allt upppantað á Hótel Sögu.
YZ * •
Kopunnn
M DPCTAIIDAMT
RESTAURANT
Auðbrekku 12, Kópavogi
í kvöld leikur
hljómsveitin
Haukar Ijúfa
tónlist fyrir
matargesti og
síöan veröur
dansaö til kl.
03.00.
• Opið í hádeginu og frá kl.
18.00—03.00.
• Viö leggjum áherslu á steikur og bjóö-
um upp á fagurt útsýni.
• Borðapantanir í síma 46244.
LESBOK
HNIGNUN EVRÓPU
Gamli heimurinn, sem hefur verið í margskonar for-
ustuhlutverki í 2000 ár, er nú aö láta öörum eftir
ýmiskonar frumkvæöi — og sameining Evrópu er
fjarlægur draumur.
GRÓÐUR ÍSLANDS
Fyrsta grein af þremur eftir þá Yngva Þorsteinsson
og Sigurö Blöndal um Fjallkonuna, sem vissulega er
á götóttum kjól.
NÝJA SJÁLAND
minnir nátturufarslega á ísland, nema hvaö loftslagiö
er margfalt betra. Sveinn Sæmundsson kom þar viö
i hnattferö sinni og segir frá landi og þjóö.
FRAMTÍDARBÍLLINN LCP 2000
er frá Volvo og þaö er ekkert smá stökk inn í framtíö-
ina, sem Svíar hafa tekiö þarna. Jón B. Þorbjörnsson
skrifar um bílinn.
Vöndud og menningarleg helgarlesning
Þú svalar lestrarþörf dagsins
‘ ijöum Moggans!
iHöVáOlSVONISAIOnV