Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1984 Gyðingar rækU vel sína fortíð. Svona geyma þeir og sýna handritin sem ______________________________________________________~ _____________________________________________________________ fundust upprúlluð í leirkrukkum við Dauðahafið. ÞetU handrit geymir 2.000 { 8m,u rómversku höfuðborginni Cesaríu byggði Herodeus þetU hringleikahús, sem nú er noUð fyrir óperur, ára gamlar siðareglur Gyðinga í gullfallegri nýrri safnbyggingu. balletU og hljómleika. Baksviðið er Miðjarðarhafið og iðulega tunglskinsbjartur himinn. Heitttrúaðir við Grátmúrinn eða vesturvegginn, sem enn stendur af múrunum um gömlu Jerúsalem. Baðströnd í Tel Aviv. Út um hótelgluggann á Plaza sá ég að fólk var að fara í sjóinn og skokka kl. 6 á morgnana, áður en það fór f vinnu. Gamla borgin Jaffa í baksýn á Unganum. fsraelar eru líklega eina þjóðin sem vinnur i sex daga og heldur svo hvíldardaginn raunverulega heilagan. Frá baðströndum til söguminja Út um gluggann á Hótel Plaza í Tel Aviv blasir ströndin við með hvítum sandi svo langt sem augað eygir. Kl. 6 um morgunin er fólk þegar farið að synda í sjónum áð- ur en það fer til vinnu, eða menn skokka eftir fjörunni og hópur er þar kominn í leikfimi undir stjórn þjálfara. Miðjarðarhafsströndin teygir sig norður og suður tugi kílómetra. Inni í stórborginni með glaesibyggingum sem í bæjunum fyrir norðan. í Natanya, sem hlot- ið hefur nafnið „perla Sharon- sléttunnar" er mikið um baðstrandargesti og ferðamenn, enda 35 hótel af öílum gerðum. Þar er líka miðstöð gimsteina- verslunarinnar, sem ísraelsmenn eru sérfræðingar í. Hægt að skoða demantaslípunarverkstæðin og jafnvel fá sér demanta á góðu verði. f öðrum baðstrandabæ á Miðjarðarhafsströndinni, Herz- elíu, eru falleg lúxushótel með einkaströndum, golfvöllum og ríkulegu framboði á því sem heill- ar ferðamenn. Ef ekið er áfram norður eftir Miðjarðarhafsströnd- inni, er maður fyrr en varir kom- inn frá nútíma lúxus baðstranda- lífi og 2.000 ár aftur i söguna í gömlu rómversku höfuðborginni Cesaríu og enn norðar 1.000 ár aft- ur í tímann í krossfaraborginni Acco eða Acra, sem mun vera ein elsta byggða borg í heimi. Þar hef- ur hvert mannvistarlagið af öðru verið grafið upp. Acco var gluggi krossfaranna til Evrópu í 200 ár frá 1104 og höfuðborg þeirra eftir að þeir misstu Jerúsalem í hendur araba . Þarna byggðu þeir hallir, kirkjur, gistihús og spftala fyrir krossfarana. Má sjá þar fyrstu merkin um gotneskan bygg- ingarstíl í veröldinni. Á göngu um litríka arabamarkaðinn i bænum kom Sigurður Ingvarsson auga á skilti með nafninu Sigurður Jór- salafari, skrifað upp á íslensku, svo kappinn hefur þarna verið á leið til Jerúsalem. Þessi borg býr fyrir fleiri hetjuminjum. Þetta var fyrsta borgin sem Napoleon tókst ekki að sigra árið 1799 og 1947 leystu frelsissveitir Gyðinga þar úr haldi marga fanga með þvi að brjóta8t inn í dýflissuna, sem varð einn frægasti kaflinn í bókinni Exodus. Aldrei framar Massada Gamla rómverska höfuðborgin Cesaría er þarna skammt frá með sínu dýrlega útileikhúsi, sem hef- ur verið gert upp og nú notað fyrir hljómleika, balletta og óperur, þar sem gestir horfa handan sviðsins út á hafið — f tunglsljósi á kvöld- in. Sumarhátið í listum hefur ver- ið haldin þarna. Krossfararnir komu líka mikið við sögu i Ces- aríu, byggðu upp kastala, höfn og virki, sem ferðamenn flykkast til að skoða. En þama er það sem við komumst fyrst í kynni við Herod- us hinn mikla, „strengbrúðu- konung“ Rómverja, sem Gyðingar viðurkenndu aldrei. Hann reyndi að vinna hylli þeirra með stór- kostlegum byggingarframkvæmd- um, byggði upp Jerúsalem og musterið, virkið mikla í Massada við Dauðahafið og í Cesaríu byggði hann árið 20 f. Kr. hallir, skeiðvöll og útileikhúsið til heið- urs Ágústusi keisara, allt úr hvit- um steini. En sonur hans byggði upp Tiberias við Genesaretvatn, sem við eigum eftir að kynnast í ferð okkar. Af þessum miklu minjum hafði virkið mikla i Massada þó mest áhrif á mig með sögu sinni, þetta staka klettafjall, sem gnæfir ósigrandi að sjá upp frá Dauða- hafinu. Aðeins hægt að komast þar upp eftir Snákastígnum á ein- um stað — eða taka strengjalyft- una, sem nútimatækni býður okkur upp á. Þarna uppi byggði Herodus sér hæli til að verða óhultur fyrir Gyðingum og Kleo- pötru, sem hann hafði beig af eftir að vinur hennar Markus Antonius gaf henni næsta hérað, Jeriko, er Herodus stýrði í hennar umboði. Uppi á þessum 400 m háa kletti byggði hann sér hallir, baðhús, forðageymslur, sem enn má sjá rústirnar af. Og það sem merkara var, lét höggva inn í klettaveggina Fyrri grein eftir Elínu Pálmadóttur rennur, skurði og vatnsgeima, til að ná vatnsbirgðunum í hinum fágætu regnflóðum, áður en vatnið rynni í Dauðahafið. Svo mikið náðist að hann gat lifað að róm- verskra sið með böð og gufuböð á hverjum degi. Þarna á Massada gerðist svo harmleikurinn, sem Gyðingar gleyma ekki. Þegar upp- reisn þeirra gegn Rómverjum hafði verið kveðin niður árið 70 e. Kr. og musterið í Jerúsalem jafn- að við jörðu, flúðu 967 manns upp á Massada, og héldu það út í heil þrjú ár. En þegar Rómverjar loks höfðu frá umsátursstöðum sinum, sem enn má sjá ofan af fjallinu, byggt slík klifurvirki upp með klettinum að útséð var um að þeir gætu varist, þá samþykktu þeir að deyja heldur frjálsir en verða þrælar Rómverja. Hver maður safnaði sinni fjölskyldu saman og deyddi konu sína og bðrn. Þá voru tíu menn kosnir til að deyða hina hjá fjölskyldunum og loks drógu þessir tíu um hver skyldi drepa hina alla og fremja svo sjálfs- morð. Þegar Rómverjar komu upp, var þar dauðaþögn. Nægar birgðir matar og vatns, en ekkert nema lík til að sigra. f dag fara nýliðar i israelska hernum upp á Massada og sverja með Biblíuna í annarri hendi og byssu í hinni fsraelsríki hollustu sína með orðunum: „Aldrei framar Massada." Þannig tengist mörg þúsund ára gömul hetjusaga þarna sem annars staðar nútíma- lífi i ísrael. í Jerúsalem er maður enn að rekast á hinar miklu bygginga- framkvæmdir athafnamannsins Herodusar, sem Gyðingar höfðu og hafa enn eftir 2.000 ár fyrirlitn- ingu á. Hann byggði höll mikla í gömlu borginni og varnarmúra. Jaffa-hliðið, sem enn er eitt vin- sælasta hliðið að gömlu borginni, eru hans verk. Og síðast en ekki sist byggði hann upp musterið mikla, þar sem Salomon hafði fyrr byggt musteri yfir altari Davíðs. Og enn stendur vesturveggurinn af múrnum, sem nú er Grátmúr- inn frægi. Musterið var jafnað við jörðu árið 70 e. Kr. og þar byggðu múhameðstrúarmenn sina helgu mosku með gullna hvolfþlakinu á bjarginu, sem enn er þar. Það er því helgur staður bæði Gyðinga og araba og hefur valdið ómældum erfiðleikum á seinni öldum, svo sem alkunnugt er. Er of löng saga til að fara út í hér. Við komum til Jerúsalem frá SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.