Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ1984 55 Forðast prestar að tala um líf eftir þetta jarðlíf? eftir Magnús Vfði Við lestur greinar frú Dagrúnar Kristjánsdóttur i Morgunblaðinu sl. laugardag brá mér illilega við, því ég hélt fólk hætt að berja höfðinu við steininn og útiloka heilaga ritningu til að setja „mannlega skynsemi" í staðinn. Meginþráðurinn í grein frú Dag- rúnar snýst um að Ritningin sé röng, kenning trúarinnar sé röng og að Skaparinn (Drottinn Guð) gefi mannskepnunni aðeins eitt tækifæri (lesist: jarðlif) stangist á við allt réttlæti. Ennfremur setur frú Dagrún fram þá fullyrðingu að Heilög Ritning sé vísvitandi rangt þýdd til að fela einhverskonar sannanir fyrir (jarðnesku) lífi eft- ir þetta lif. En, frú Dagrún, á tit- ilsiðu minnar biblíu stendur „Bibl- ia — það er heilög ritning — ný þýðing úr frummálinu, 1949“ og þýðandinn var prófessor Haraldur Níelsson, og legg ég það i yðar hendur að dæma hvort hann hafi þýtt rangt til að fela eða sanna eitt eða neitt eigin sannfæringu til framdráttar. Og i þessa þýðingu vitna ég hér eftir. Eg játa kinnroðalaust að ég nota Ritninguna sem handbók um lífið og tilveruna, frekar en loft- kastala mannlegrar skynsemi, og ég treysti því að Frelsari minn, Jesús Kristur, muni láta mig upp- skera eins og ég hef sáð á dóms- degi. Og Ritningin, og trúin þurfa engrar mælskulistar við, þvi „orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvieggjuðu sverði og smýgur inn i innstu fylgsni sál- ar og anda, liðamóta og mergjar, og er vel fallið til að dæma hugs- anir og hugrenningar hjartans". (Hebreabréf, 4:12.) Frú Dagrún kveðst ekki trúa því að maðurinn fái aðeins eitt tæki- færi (lesist: jarðlíf) til betrunar. Ég vil í því sambandi rifja upp aldagamla frásögu, þvi hana er að finna í 16. kafla Lúkasarguð- spjalls: „Það var rikur maður er klæddist purpura og dýru lini og lifði hvern dag í dýrðlegum fagn- aði. En fátækur maður nokkur, er Lazarus hét, hlaðinn kaunum, hafði verið lagður við fordyri hans; og girntist hann að seðja sig af því er féll af borði ríka manns- ins, og jafnvel hundar komu og sleiktu kaun hans. En svo bar við, að fátæki maðurinn dó og hann var borinn af englum í faðm Abr- ahams; en riki maðurinn dó lika og var grafinn. Og er hann hóf upp augu sín í Helju, þar sem hann var i kvölum, sér hann Abraham álengdar og Lazarus upp við brjóst hans. Og hann kallaði og sagði: Faðir Abraham, miskunna þú mér og send Lazarus, að hann dýfi fingurgóm sínum i vatn og kæli tungu mína, þvi ég kvelst i þessum loga. En Abraham sagði: Minnstu þess, sonur, að þú hlauzt þín gæði meðan þú lifðir, og Laz- arus á sama hátt sitt böl, en nú er hann hér huggaður, en þú kvelst. Og auk alls þessa er á meðal vor og yðar mikið djúp staðfest, til þess að þeir, sem vilja fara héðan yfir til yðar geti það ekki, og að menn komist ekki þaðan yfir til vor. En hann sagði: Þá bið ég þig, faðir, að þú sendir hann í hús föð- ur míns, því ég á fimm bræður, til þess að bera vitni fyrir þeim, svo að þeir komi ekki líka í þennan kvalastað. En Abraham segir: Þeir hafa Móse og spámennina, hlýði þeir þeim. En hann sagði: Nei, fað- ir Abraham, en ef einhver frá hin- um dauðu kæmi til þeirra, þá mundu þeir gjöra iðrun. En hann (Abraham: innsk: MV.) sagði við hann: Ef þeir hlýða ekki Móse og spámönnunum, munu þeir ekki Magnús Vfðir „Ég játa kinnroða- laust að ég nota Ritning- una sem handbók um lífið og tilveruna, frekar en loftkastala mann- legrar skynsemi, og ég treysti því að Frelsari minn, Jesús Kristur, muni láta mig uppskera eins og ég hef sáð á dómsdegi.“ heldur láta sannfærast, þó einhver risi frá dauðum." í Ritningunni hef ég hvergi séð að ekki sé unnt að tala við látna, þ.e. vekja þá af svefni hinna dauðu, en ég leyfi mér að efast um að slíkt sé af því góða, bæði með hliðsjón af frásögninni um Lazar- us og eins vegna þess að „óvinur yðar, Djöfullinn, gengur um sem öskrandi Ijón, leitandi að þeim er hann geti gleypt" (I. Pétursbréf 5:8) og fyrst Satan getur brugðið sér f ljósengilslíki þá er hætt við að nann nýti sér allar leiðir til að villa fólk og telja því trú um loft- kastala, líka þá leið að tala fyrir munn hinna liðnu. Frú Dagrún telur fólk ekki vita hvert leið liggur eftir dauða hér á jörð. Ég, og hinir trúuðu, vitum hvert okkar leið liggur, því hún liggur gegnum dauða með upprisu þegar Frelsari minn kemur til að dæma á Dómsdegi, og hann einn veit hvenær það verður og hvernig dæmt verður. Og það er lýgi Djöf- ulsins að menn fái ekki tækifæri áður en dauðanum er mætt, því tækifærið er til fyrir hvern mann, hjá Kristi á krossinum: „Og eins og Móse hóf upp höggorminn á eyðimörkinni, þannig á manns- sonurinn (Kristur: innsk. MV.) að verða upphafinn, til þess að hver sem trúir hafi f samfélaginu við hann eilíft líf. Þvf að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf. Því ekki sendi Guð soninn í heiminn til þess að hann skyldi dæma heiminn, heldur til þess að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann. Sá sem trúir á hann dæmist ekki, sá sein ekki trúir er þegar dæmdur, því að hann hefur ekki trúað á nafn Guðs-sonarins eingetna." Eða í færri, og e.t.v. skiljanlegri orðum, „Sá sem trúir á soninn hefur eilift líf, en sá sem óhlýðnast syninum skal ekki sjá lífið, haldur varir reiði Guðs yfir honum.“ (úr 3. kafla Jóhannesar- guðspjalls). Við skulum samt staldra við núna og athuga hvort það sé „sjálfumgleði" að trúa þessu. í fyrsta lagi, þá er „trúin fullvissa um það sem menn vona, sannfær- ing um þá hluti sem eigi er auðið að sjá“ (Hebreabréfið 11:1—2). Og mikill er hroki þeirra sem vilja afgreiða trúna, og Ritninguna, sem kreddur fyrri alda og ganga fram segjandi: „Sjá, svona og svona átti þetta að vera, en ekki eins og skrifað stendur „án þess að hafa nokkuð annað máli sfnu til stuðnings en fátæklega „mannlega skynsemi". Við þessa drauga hafa kristnir menn barist alla tfð, þvi menn fella sig ekki við að þurfa að standa skil gerða sinna á dóms- degi, og vilja frekar fullyrða að Guð hafi ekki meint það sem hann sagði! Og í Noregi reis próf. Ole Hallesby upp og mótmælti hinum tilbúna, dfsæta, „manneskjulega“ kristindómi og benti réttilega á, að það er Kristur, það er kross Krists, friðþægingargjöf Hans til manna, sem er aðalatriðið, en ekki Maðurinn, sem allt vill fella í þær skorður sem honum hugnast best og hann getur falið sig bakvið með því að vísa í „mannlega skynsemi" og „vitiborið fólk“. En, 'ví miður, krossinn er þarna ennþá með öllum sfnum þverstæðum sem mannleg skyn- semi ekki getur skýrt. Og orð Páls postula í fyrra Korintubréfi standa ennþá óhögguð: „Þvf orð krossins er heimska þeim er glat- ast, en oss sem hólpnir verðum er það kraftur Guðs“ og „Þvf að þar eð heimurinn með speki sinni þekkti ekki Guð f speki hans, þóknaðist Guði að gjöra hólpna með heimsku prédikunarinnar þá er trúa, með því að bæði Gyðingar heimta tákn og Grikkir leita að speki, en vér prédikum Krist krossfestan, Gyðingum hneyksli en heiðingjum heimsku." „Því að heimskan hjá Guði er mönnum vitrari og veikleikinn hjá Guði sterkari". Frú Dagrún gerir mikið úr „kenningum um upprisu rotnaðra likama“. Því vil ég benda á 15. kafla fyrra Korintubréfs, þar sem segir: „Sáð er forgengilegu en upp- rís óforgengilegt; sáð er í van- sæmd en upprfs f vegsemd, sáð er f veikleika en upprís f styrkleika, sáð er náttúrulegum lfkama en upprís andlegur lfkami.“ „Og eins og vér höfum borið mynd hins jarðneska munum vér einnig bera mynd hins himneska". Að mfnu viti svarar þetta þeim furðuhug- myndum sem frú Dagrún virðist gera sér um upprisu dauðra með gigtarverkjum og öðru þvflfku. Að endingu: Þessi fátæklega rit- smið mín er ekki ætluð til að verða frú Dagrúnu Kristjánsdóttur til vanvirðu né heldur til að úthrópa hana heimska eða heiðna, heldur eru þetta þankar sem tilkoma vegna greinar hennar f Mbl. sl. laugardag, og þar sem við frú Dagrún erum greinilega á önd- verðum meiði í þessum efnum, hljóta ritsmfðar okkar að stangast hressilega á. 26.05.1984 Magnós Víöir. Magnús Víðir er ragnatjóri hjí SVR og befur starfað að frjíisu kristilegu leikmanaastarfi. ^sRmyiMMH [JLLIBOÐ mt 1 Csiofnr) I VEX ÞVOTTALÖGUR 2 LÍTRAR MILDA ÞVOTTADUFT 5Kg \V ^ MOLASYKUR ltMfja ÞAÐ HRESSIR! lúiffi 1 Kg LJÚFFENGAR SÚPUR 60 gr pakkar ...vöruverð í lágmarki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.