Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 10
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1984
Furður og fyrirbæri
Bokmenntír
Ævar R. Kvaran
Krlingur Davíðsson:
FURÐUR OG FYRIRBÆRI,
bókaútgáfan Skjaldborg,
Akureyri 1983.
„Rifbein stúlkunnar voru næst-
um gjöreyðilögð, lungu sprungin,
versta tegund heilaskemmda, og
þar að auki var hún í rauninni
stórbækluð, sökum skekkju á
mænunni. Nýrun voru kramin og
við urðum að koma henni fyrir í
stállunga, sökum lungnaskemmda.
Hún var víða sár og marin og
hafði orðið fyrir heilablæðingu.
Ég þóttist viss um, að ef hún héldi
lífi, þá yrði hún örkumla og fáviti.
Samt urðu rifbeinin heil með ein-
hverjum dularfullum hætti. Og í
dag virðist hún alheilbrigð. Hún
fór jafnvel fótgangandi útúr
sjúkrahúsinu innan viku.“
Þetta er orðrétt lýsing læknis á
stúlkunni Guðrúnu Sverrisdóttur,
hvernig ástand hennar var eftir
bflslys og hvernig öll þessi stór-
hættulegu meiðsl voru læknuð
eins og fyrir kraftaverk. Hver gat
komið slíku kraftaverki af stað?
Hver annar en hinn dásamlegi
Einar bóndi á Einarsstöðum.
„Ég vissi að ég var að deyja,“
sagði Guðrún. „Þá fann ég að ein-
hver góður og velviljaður var að
vinna að því að hjálpa mér. Ég
fann til feiknaléttis. Eg vissi þeg-
ar í stað, að ég myndi ekki deyja;
að þessi dularfulli kraftur myndi
sjá um að ég lifði og mér batnaði.
Eg veit núna, að það var hinn and-
legi læknir hans Einars, sem var
að lækna mig. Og uppfrá þessu
slysi hef ég ekki fundið til neins
heilsubrests. Mér liður dásamlega.
Hver einasti dagur í lífi mínu hef-
ur öðlast nýja og sérstaka
merkingu."
Þau orð sem hér er vitnað til eru
að vísu ekki úr bók Erlings Dav-
íðssonar, sem hér er til umræðu,
heldur úr bókinni ÓKUNN ÖFL
eftir Paul Bannister, sem ég hef
þegar skrifað um í þessum bók-
menntaþætti.
Ég taldi samt rétt að rifja þetta
upp hér, þar eð einn mikilvægasti
kaflinn f þessari ágætu bók Er-
lings Davíðssonar fjallar einmitt
um Einar á Einarsstöðum. Bókin
FURÐUR OG FYRIRBÆRI er góð
bók, sem hver ætti að lesa sem
áhuga hefur á sálrænum hæfileik-
um landa okkar og hvernig þeir
eru notaðir öðrum til bata og
blessunar.
Ég hygg að flestir haldi að það
sé einhver gæfa að vera gæddur
sálrænum hæfileikum. Svo þarf þó
ekki að vera, nema viðkomandi
beri gæfu til þess að beita þeim i
þágu kærleikans, eins og hér að
ofan hefur verið greint frá. Sál-
rænt fólk verður fyrir margs kon-
ar óþægindum af því að verða vart
við sitt af hverju, sem aðrir hvorki
sjá né skynja, og telja þvi hugar-
burð einan. Margt skyggnt barnið
hefur orðið fyrir því að vera barið
fyrir lygar, þegar það lýsti því sem
það sá, en aðrir gátu ekki skynjað.
Þess vegna hafa margir farið var-
lega eða jafnvel reynt að leyna
slíkum hæfileikum. Við erum alin
upp við slík efnishyggjusjónarmið,
að ekki eru allir opnir fyrir skiln-
ingi á slíkum hlutum. Á miðöldum
var slikt fólk ofsótt og brennt til
bana án nokkurrar miskunnar
sem nornir og galdramenn. Að
vísu er slíkt ekki gert lengur, en þó
hafa til dæmis komið menn á fund
Einars bónda á Einarsstöðum,
sem telja sig betur kristna en
flesta aðra og bent honum á það
að atferli hans við lækningar væri
óguðlegt með öllu og spáð honum
þvi, að hann fari beina leið til hel-
vítis eftir dauðann. Þetta fólk er
enn á miðaldastiginu.
Þótt ýmislegt hafi verið skrifað
um Einar bónda og hið dularfulla
og dásamlega starf hans, fagna ég
því heils hugar að þessi bók Er-
lings skuli hefjast á þætti um
hann. Það er ekki sama hver held-
ur á slíku efni. Rithöfundurinn
verður að hafa til að bera skilning
á hæfileikum og starfi hinnar
sálrænu manneskju. En það hefur
Erlingur bersýnilega í ríkum
mæli. Þess vegna er þetta góð bók.
Sá sem þetta hripar hefur borið
gæfu til að kynnast Einari lftið
eitt persónulega og er þvi Ijóst, að
hann er óvenjulega dulur maður
og fáskiptinn, eiginlega hlédræg-
ur. Sízt af öllu hefur hann áhuga á
að tala um eigin hæfileika og und-
irstrikar því jafnan, þegar þeir
koma til umræðu, að hann sé ein-
ungis farvegur, sem hægt sé að
nota öðrum til bata og blessunar,
þegar bezt lætur. Þetta er vitan-
lega alveg rétt hjá honum. En því
má þó bæta við, að ekki er hægt að
nota hvaða sálrænan mann sem er
til slíkra hluta. Viðkomandi verð-
ur að búa yfir andlegum hreinleik
í ríkum mæli og má til dæmis alls
ekki saurga sig með notkun neins
konar fíknilyfja. Þennan hreinleik
andans hefur þessi norðlenzki
bóndi til að bera 1 ríkum mæli.
Þetta er óvenjulega góður og kær-
leiksrfkur maður. Þess vegna er
hægt að gera kraftaverk með hans
hjálp, þegar lögmál leyfa.
Það sem mér þykir athyglis-
verðast við kaflann um Einar i
þessari bók Erlings er það, hve vel
Erlingi hefur tekizt að opna hug
þessa dula manns og fá hann til
þess að endurvekja athyglisverðar
æskuminningar. Efast ég um að
öðrum hefði tekizt þetta betur.
Þá er hér einnig að finna ómet-
anlegar endurminningar úr lífi
hins stórmerka miðils Guðrúnar
Sigurðardóttur frá Torfufelli, sem
nú býr á áttræðisaldri á Akureyri.
Hér eru líka fagrar æskuminn-
ingar og merkir atburðir úr lífi
þessarar merku konu, sem sýna
svo ekki verður um villzt, að þar
fer björt sál þar sem hún er. Það
þarf því engum að koma á óvart
þótt henni hafi verið falið mikil-
vægt hlutverk í andlegu lífi þess-
arar þjóðar.
Reynir hét maður Leósson.
Hann var tæplega meðalmaður á
hæð og ekki mjög þrekinn, þó
sfvalur og svaraði sér mjög vel.
Þessi yfirlætislausi maður átti þó
eftir að verða landskunnur afl-
raunamaður, annálaður fyrir
ótrúlegt afl og komst að lokum
meðal fárra Islendinga f hina
frægu heimsmetabók, enda talinn
hreinn undramaður að Ifkamlegu
atgerfi. Þegar ég las f blöðunum
um hinar ótrúlegu aflraunir hans
og hugleiddi þær, komst ég að
þeirri niðurstöðu, að hér væri á
ferð eitthvað meira en lfkamlegt
afl eitt. Ekki breyttist þessi af-
staða mfn við það, að lesa frásagn-
ir föður Reynis, Leós Guðmunds-
sonar, f þessari ágætu bók Erlings
Davíðssonar, því þar er mjög at-
hyglisverður kafli með frásögn
Leós, sem nú býr á áttræðisaldri á
Akureyri. En hann býr bersýni-
lega yfir merkum sálrænum hæf-
ileikum. Leó var á yngri árum orð-
lagður fyrir krafta, en einnig sál-
rænn maður, þó hann færi jafnan
dult með það. En ég var einmitt
þeirrar skoðunar, að Reynir sonur
hans hafi einmitt einnig sameinað
þetta tvennt, og þess vegna getað
unnið afrek sem talin voru með
öllu óskiljanleg. Leó segir frá þvf f
frásögn sinni f þessari bók, að
Daníel læknir á Dalvík hafi ein-
hverju sinni sagt, að það geti eng-
inn mannlegur máttur gert það
sem Reynir gerði og yrði að skýra
afrek hans eftir öðrum leiðum.
Leó telur, að þarna hafi læknirinn
haft rétt fyrir sér. Telur hann að
sonur sinn, Reynir, hafi ekki átt
jafnaðarlega þá miklu orku, sem
hann réð yfir á úrslitastundum,
heldur fengið hana að láni, ef svo
megi að orði komast. Þetta dró
hann af þvf, að á slikum aflrauna-
stundum Reynis, þi missti faðir
hans allan mátt, svo hann gat tæp-
ast gengið uppréttur. Varð Leó þá
stundum á orði: „Hvað ætli strák-
urinn sé nú að gera?“
Hér er um að ræða yfirfærslu á
andlegum og líkamlegum mætti
um langan veg, sem ég tel óhugs-
andi nema báðir aðilar séu sál-
rænir menn.
Ýmsar fleiri merkilegar frá-
sagnir er að finna f bók Erlings
Davíðssonar FURÐUR OG
FYRIRBÆRI og er það góður lest-
ur. Það er kominn tími til þess að
fólk átti sig á því hve mikilvægir
slfkir hæfileikar eru, þegar þeim
er beitt í þágu þjáðra og sjúkra. Á
Bretlandseyjum hafa læknar þeg-
ar áttað sig á þvf og njóta þeir í
vaxandi mæli aðstoðar sálræns
fólks og hefur það gefið góða raun.
Sá sem skrifar um slfka hæfileika
þarf að hafa einhvern skilning á
þessum fyrirbærum og það virðist
Erlingur Davfðsson einmitt hafa f
rfkum mæli. Ég þakka honum
þessa ágætu bók, sem ég ráðlegg
öllum að lesa.
Pilsfaldur-
inn heillar
Guðmundur Þór (Kjartan Bergmundsson) lendir inná spítala og gerist náttúrulega skömmu síðar félagsráðgjafl.
Leiklist
Ólafur M. Jóhannesson
Láttu ekki deigan síga, Guðmund-
ur — Nýtt íslenskt leikrit sýnt af
Stúdentaleikhúsinu
Höfundar: Edda Björgvinsdóttir
og Hlín Agnarsdóttir
Söngtextar: Þórarinn Eldjárn og
Anton Helgi Jónsson
Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson
Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir
Leikmynd: Stígur Steinþórsson
Lýsing: Egill Arnason
Búningar: Margrét Magnúsdóttir
og Ellen Freydís Martin
í sögu Voltaire af Birtíngi og
sögu Miguel de Cervantes af Don
Quijote eru samnefndar aðal-
persónur einfeldningar er hrekj-
ast um völundarhús mannfélags-
ins og skyggna um leið þá miklu
byggingu er vér nefnum þjóðfé-
lag. Birtfngur afhjúpar lénsveldi
á heljarþröm og leggur jafn-
framt fram stefnuskrá þess
borgaralega samfélags er vér
þekkjum f dag en Don Quijote
afhjúpar rómantfska hetju-
hugsjón miðalda. Guðmundur sá
er lætur ekki deigan síga í sýn-
ingu Stúdentaleikhússins þessa
dagana er um margt náskyldur
þessum víðfrægu sagnapersón-
um og afhjúpar raunar það
augnablik f sögu vestrænnar
menningar er finnur sér stað frá
1967 til þess herrans árs er vér
nú lifum og nefnt hefur verið ár
George Orwell. Kannski er Guð-
mundur ekki alveg eins bláeygur
og þeir félagar Birtíngur og Kík-
óti en þó má oft ekki á milli sjá,
eða eins og Anton Helgi Jónsson
segir f einum hinna snjöllu
söngtexta: ó Guðmundur minn,
þú ert skömminni skárri/ ég skil
ekki’ að augun þín get’ orðið
blárri. Samt hef ég nú á tilfinn-
ingunni er ég skoða hann Guð-
mund nánar að á bak við sak-
leysileg blá augun leynist slægð
kattarins; þess er hefur níu líf.
Guðmundur er nefnilega eins og
heimilisköttur er hreiðrar um
sig hvar sem dúnheita eldstó er
að finna. Þannig leitar kappinn
frá konubrjósti til konubrjósts
allt eftir því hvernig vindurinn
blæs í samfélaginu þá og þá
stundina. Sem nýstúdent frá MR
er honum auðvitað ekki stætt á
öðru en barna nýstúdínu, sem
umsvifalaust tekur að sér umsjá
þessa verðandi viðskiptafræð-
ings, en svo rfður námsmanna-
uppreisnin yfir og þá er það Inga
sem nemur þjóðfélagsfræði í
Berlín og auðvitað hættir Guð-
mundur f viðskiptafræðinni og
vindur sér í stjórnmálafræðina
enda Vfetnamstrfðið á næstu
grösum. Og svona gengur þetta
hjá Guðmundi, hver ný kona
færir honum nýja hugsjón eða
eigum við frekar að segja að
hver ný hugsjónastefna færi
honum nýtt kvonfang — nýja
eldstó. Og nú er ekki nema von
að menn spyrji: Er enginn fastur
punktur i þessum Guðmundi,
hafa höfundar þessarar persónu,
þær Hlfn Agnarsdóttir og Edda
Björgvinsdóttir, ekki megnað að
skapa mann af holdi og blóði,
heldur bara táknmynd er tekur
stakkaskiptum í kjölfar hverrar
nýrrar sviðsmyndar? Þá má á
móti spyrja hvort þeir frægu
menn Voltaire og Miguel de
Cervantes hafi á sínum tíma
framið álíka synd i persónusköp-
un og þær stöllur. Ég veit ekki
gjörla hvað telst skynsamlegt
svar við þessari spumingu. Þó
held ég að Guðmundur standi
nær Birtíngi ef eitthvað er, því
Don Quijote er maður með ákaf-
lega fasta og mótaða skapgerð,
rekinn áfram af rótföstu fdeali.
Birtíngur aftur á móti tekur á
sig lit aðstæðnanna, þótt hann
beri alla tíð fyrir sig utanaðbók-
arlærdóm. En það er athyglis-
vert að bæði Birtfngur og Don
Quijote hafa vissan kjarna f
hugsun sinni og tilfinningu, sá
kjarni er: ástin. Þeir eru reknir
áfram af voninni um ástarsæl-
una og skiptir litlu máli þótt
Birtíngur mæti sinni ástmey
tannlausri undir lok bókar:
Kúnfgúnd var að vfsu nokkuð
ófríð; en hún komst uppá aða
baka indælar kökur (bls. 215).
Hér greinir á milli Guðmund-
ar — barns vors tíma — og
hliðstæðra sagnapersóna fyrri
tfðar, Guðmundur virðist nefni-
lega ekki vera að leita að ástinni,
ekki einu sinni að ástinni ástar-
innar vegna. Hann hefir raunar
engan kjarna í hugsun sinni og
tilfinningu, heldur lætur hann
kynhvötina og tíðarandann alger-
lega ráða ferðinni. Er aftur
merkir að þeim stöllum Eddu
Björgvinsdóttur og Hlín Agn-
arsdóttur hefir tekist að skapa
persónu af holdi og blóði þar sem
Guðmundur er og þar með miss-
ir verk þeirra ekki marks. Þar er
ekki bara verið að þjóta á fleygi-
ferð í gegnum hugsjónastefnur
þær er hafa markað líf vestur-
landabúa tvo sfðustu áratugi,
heldur er líka lýst inní mann-
eskju er nefnist fullu nafni í
þjóðskrá Guðmundur Þór. Mað-
ur þessi er f raun ósköp venju-
legur karlmaður, sem ætfð leitar
í skjól undir pilsfald kvenna þeg-
ar á bjátar, hann er ekki alltof
skýr i kollinum en kann að haga
seglum eftir vindi og því flýtur
hann ætfð ofaná hvernig sem
viðrar í samfélaginu. I raun ger-
ir hann engan greinarmun á
þeim stefnum sem tröllriðið
hafa vestrænu samfélagi á síð-
ustu árum — frekar en við hin.
Og sannarlega verður Guðmund-
ur ekki ásakaður um að hafa
borið steinbarn í maga. Mætti
fullyrða að hann hafi aðlögun-
arhæfileika í ríkum mæli en sá
hæfileiki hefir stundum verið
talinn krýna manninn í ríki dýr-
anna. Já, hann Guðmundur Þór
er svo sannarlega sprelllifandi
mitt á meðal okkar f dag, við
getum fundið hann hvar sem er,
en ætíð þó í samfélagi við hið
veikara kyn. Og það sem meira
er, við sjáum samstundis hvers
konar persóna Guðmundur er
hér og nú með þvf að skoða sam-
býliskonu hans.
Það er mikil kúnst að leika
mann einsog hann Guðmund Þór
og þó, ekki virtist Kjartan
Bergmundsson hafa mikið fyrir
því að setja upp þann þreytulega
sakleysissvip er gjarnan loðir við
menn með persónueinkenni Guð-
mundar. Get ég ekki hugsað mér
neinn annan hæfari i þetta hlut-
verk, þar hæfði flís rassi ef svo
má segja. Ég vil ekki gera uppá
milli annarra þátttakenda f
þessari sýningu, en fullyrði að
Þórhildi Þorleifsdóttur hafi á
einstæðan hátt tekist að spyrða
saman á sviðinu áhugaleikara og
lærða atvinnumenn og ekki
vantaði fjör f dansana og fegurð
f músíkina og sönginn. Ég hef
bara varla skemmt mér svona
vel í mörg ár. Höfgur ilmur eð-
alvínsins mettaði andrúmsloftið
f leiksalnum, uppá sviði ævisaga
minnar kynslóðar og allt ein-
hvernveginn á fleygiferð, söngur
og dans og hljóðfærasláttur og
texti Eddu og Hlfnar ljós og
skýr, fleygaður ljóðrænum
myndum úr smiðju Þórarins
Eldjárns og Antons Helga
Jónssonar, sum sé Leikhús með
stórum staf en ekki bara ákvæði
f fjárlögum. Ekki nema von að ég
hafi í fyrstu hugsað mér að
skýra þessa grein: Svona á leik-
hús að vera. Annars er fáránlegt
að taka svo til orða, því það er
ekki hægt að gefa neina formúlu
fyrir Leikhúsi með stórum staf.
Leikhús sem á laugardegi er
sprelllifandi getur á mánudegi
verið steindautt og aftur risið
upp á fimmtudegi. Hið sama
gildir ekki um venjuleg hús enda
beita verkfræðingar þar form-
úluskrift með góðum árangri
oftast nær. Við skulum vona að
fræðingar slíkrar ættar nái aldr-
ei undirtökunum f íslensku
Leikhúsi þvi þá er eins vfst að
galdurinn víki fyrir mælistik-
unni.