Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, -MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1984
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
Á sólríkum dögum er oft þröng i þingi i sundstöðum landsins, enda vilja allir nýta sólarglætuna sem gefst
Lítil saga um sund-
laugarnar í Laugardal
Stefánía Jónsdóttir, skrifar.
Kæri Velvakandi.
Ég ætla hér, að segja frá degi í
lífi mínu, nánar tiltekið síðast-
liðnum sunnudegi og ferð minni í
sundlaugar Laugardals. Ég vona
að borgarstjórn og aðrir sem ráða
fjárframlögum til nýbyggingar
sundstaðarins lesi þennan pistil
og kanni jafnvel aðstæður þar af
eigin raun.
í góða veðrinu um helgina
skrapp ég í sund í sundlaugar
Laugardals. Það er bæði hollt og
gott að sleikja sólina og ég hugs-
aði mér gott til glóðarinnar.
Ævintýrið hófst í langri biðröð
Kristinn skrifar:
„Velvakandi góður.
Upp á síðkastið hefur sólin Ieik-
ið við hvern sinn fingur og hitað
landsmönnum á nefinu sem og um
hjartarætur. En eins og alltaf ber
einhvern skugga á.
Öllum er í fersku minni að fyrir
nokkrum árum var smíðað útitafl
fyrir neðan Bernhöftstorfuna, þar
sem hægt væri að taka eina létta
skák. Það, eins og aðrar fram-
kvæmdir á þessu svæði, átti að
stuðla að fjölbreytni mannlífsins
og fegra umhverfið. Það gerir það
einnig, þó skoðanir hafi verið
skiptar um ágæti þess í byrjun.
sem hafði myndast við afgreiðsl-
una. Ég beið í hálftíma eftir lykli
að fataskáp. Það er ekki hægt að
afklæðast í útiskýlinu vegna sóða-
skapar gestanna sem þangað fara
og ekki er hægt að ætlast til að
allt of fáir starfsmenn laugarinn-
ar anni því að þrífa eftir alla sem
sækja hana.
Þegar ég hafði afklætt mig,
þvoði ég mér eins og lög gera ráð
fyrir, en ekki gekk það áfallalaust.
í sturtuklefa kvenna eru ellefu
fosslaugar, en í herberginu voru
staddir í kringum 60 sálir og
nokkrar konur biðu hjá hand-
klæðahillunum. Ég beið í annan
Einnig voru búnir til hörku við-
artaflmenn, tæpur metri á hæð, til
að brúka í skákinni. En nú, þegar
veðrið sýnir björtu hliðarnar,
sjást taflmennirnir ekki og bæj-
arbúar verða að láta sér nægja að
virða fyrir sér auða reitina.
Mig langar til að vita hverjir sjá
um að koma taflmönnunum úr
geymslu út til eldheitra skák-
manna, jafnt um helgar sem aðra
daga, ef viðrar. Væri ekki ráð að
hnippa í pilta og minna þá á
starfa sinn?
Útitaflið er sett til að nota það í
leik, en ekki sem önnur gangstétt
fyrir vegfarendur."
hálftíma eftir baði.
Út í lauginni og á bökkunum var
múgur manns sem allir voru í
sömu erindagjörðum og ég. Allir
undu glaðir við sitt og lágu hver
um annan þveran, eða busluðu
náungann í kaf í vatninu.
Þar sem ég lá þarna í sólinni fór
ég að velta fyrir mér öllum þess-
um troðningi og sóðaskap sem var
í Laugardalslauginni þennan dag.
Það skal tekið skýrt fram að ég er
síst að hnýta í starfsfólkið. Það
sinnir sínum störfum af stakri
prýði, við vægast sagt slæm
vinnuskilyrði.
Við hlið gömlu byggingarinnar
er verið að reisa nýja, sem eykur
rýmið og bætir gífurlea aðstöðu
gesta og starfsmanna, þegar hún
loksins kemst í gagnið. Ekkert
hefur verið unnið f húsinu í sumar
vegna sparnaðar borgaryfirvalda
og óvíst hvenær henni lýkur.
Mér er alveg óskiljanlegt hver
sé sparnaður við að stöðva þessar
framkvæmdir. í fyrsta lagi hlýtur
það að vera hagkvæmar að fjár-
festa í heill og heilsu þegnanna,
eða að minnsta kosti bjóða fólki
upp á mannsæmandi aðstöðu. I
annan stað veitist fé í ríkiskass-
ann með stærra húsnæði sem
borgar sig upp á fáum árum, í stað
þess að láta það grotna niður f
ekkert. Um leið og hægt er að
veita betri þjónustu fjölgar gest-
unum.
Ég beini þeim tilmælum til yfir-
valda að þeir hraði framkvæmd-
um við sundlaugarnar, því þar er
peningunum vel varið í heilsu og
ánægju fólksins.
Leitin
Það er mikið ort um stjórn-
málin og flokkana hér á landi.
Eitt skáldanna er Ágúst Vig-
fússon sem skrifaði Mbl. þess-
ar ljóðlínur:
Mín leit hefur staöið lengi,
mér leiöist að finna ekki þann,
flokk sem ég eitt sinn áttL
Hver andskotinn varð um hann?
Mín leit getur varað lengi,
það er lágskýjað nú um sinn
og útsýn ei við hæfí.
Æ, hvað varð um fíokkinn minn?
Ef finnurðu fíokkinn minn vinur,
félagi reyndu þá brátt,
að vísa honum rétta veginn,
ég veit hann tapaði átt
Taflmennirnir eru vfgalegir, en bréfritari kvartar yfír að hafa lítið séð þá.
Hvar eru taflmennirnir?
TOYOTA
Notaðu
ökuljósin
- alltaf
Hún er óbrigðult meóal við
ohreinum framrúóum!
0
Olíufélagið hf
Spiendo pillan fæst á bensínstöóvum ESSO
Splendo
Pilluna
á rúðusprautuna