Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLADIð’ MIÐVlk’uriÁbUÉ 4. jútí 1984 mmm \ab er ekki mérah kenna, þó pabbi v/iLji ekki LÁkua márb'iLinn1." Ast er. ... ad eyöa deginum saman á ströndinni TM I U.S. Pat Ott.-alt rights reservad >4 Los Angeles Times Syndlcate BleasaAor. Hann veit ekki hvad bíður hans. svarar enginn! HÖGNI HREKKVÍSI „ÞETTA Eft HÖ&NI AO LATAVITA A9 HANJW \/lL31 KOAAA INN." Konur elska karla — Af hverju ekki þú? Það liggur mikil vinna bak við fallegan trjálund. lög yfirleitt á bandi hóma og lesba ef almennt misrétti gegn þeim við- gengst. Þú spyrð af hverju þú sért hómi. Ég spyr þig á móti: Af hverju ekki? Af hverju skyldi konum leyfast að elska karlmenn en þér ekki? Af hverju skyldir þú láta fordóma einhverra einstaklinga gagnvart samkynhneigð eyði- leggja lif þitt og valda þér sektar- kennd? Bréfritari efast einnig um eigin tilverurétt. Auðvitað hefur þú þinn tilverurétt og ég hygg að þeir séu miklu fleiri en þig grunar, bæði samkynhneiðgir og gagn- kynhneigðir, sem viðurkenna rétt þinn. Ég vona að þar með sé ekki lengur neinn grundvðllur fyrir sjálfsmorðstilraunum þínum. Þú segir að margir hommar eigi í sams konar erfiðleikum og þú. Ég tel að meginhluti þessara erf- iðleika eigi rót sína að rekja til þess að þessir hómar eru hræddir við almenningsálitið og eru því stöðugt að reyna að sýnast annað en þeir raunverulega eru. Það er ekkert sem brýtur fólk eins mikið niður og slík bæling. Því ráðlegg ég þér: Vertu þú sjálfur og trúðu á þig. Það eru til ótalmargir ham- ingjusamir hómar. Ef til vill getur þú orðið einn af þeim.“ Að stela trjám Kristín FriðriksdóUir skrifar: Á okkar harðbýla og gróður- snauða landi hafa ýmsir á undan- förnum áratugum reynt að planta trjám og þar með fegra umhverfi sitt. Einn af þeim er Friðrik Ein- arsson læknir, sem ásamt konu sinni hefur ræktað upp þrjá trjá- garða við hús í Reykjavík. Fyrir nokkrum árum þegar síð- asti garðurinn var að komast í gott horf keyptu þau hjón smá landskika í Mosfellssveit til þess að rækta þar trjáund. Það hefur verið drjúgt verk og er ekki mikið að sjá í mótunum ennþá, en eitthvað hefur þó potast upp af trjáplöntum. Því var það að við börn og barnabörn Friðriks ákváðum nú í vor í tilefni af 75 ára afmæli hans að planta nokkrum trjám á lands- svæðið. Trén voru gróðursett og talað um hve gaman yrði fyrir barnabörnin að ganga þarna um eftir 30—40 ár og minnast þess að hafa gróðursett þessi tré i tilefni af 75 ára afmæli afa síns. en gleð- in yfir trjánum átti ekki að standa lengi. Ekki voru liðnar nema rúm- ar þrjár vikur fá gróðursetning- unni, þegar einhver örvæntingar- fullur og líklega peningalaus garð- eigandi hefur komið að skikanum, klifrað yfir rammgert hliðið og grafið upp fjórar af trjáplöntun- um. Birkið lét hann i friði — hefur sjálfsagt ekki fundist það nógu stórt — en valið úr þeim lerki- trjám, sem voru nýgróðursett, fjögur þau stærstu og beinvöxn- ustu. En skyldi verða sama gleðitil- finningin yfir þessum trjám hjá þeim, sem i framtíðinni gengur um garðinn sinn og hugsar: Þess- um trjám stal ég fri Friðrik Einars- syni árið 1984 og hefði orðið hjá þeim sem settu þau niður til minningar um eitt ákveðið vor? Samkynhneigð kona skrifar: „Þann 26. júní síðastliðinn skrifaði maður í Velvakanda, sem hefur áhyggjur af hneigðum sín- um til sama kyns. Hann segist hafa reynt, að tilstuðlan geðlækn- is, að breyta sér, að sjálfsögðu án árangurs, og einnig kveðst hann hafa gert sjálfsmorðstilraunir vegna þess. Nú er ljóst að hneigðir venju- legs fólks gagnvart hinu kyninu eru almennt viðurkenndar. Það fólk hefur einnig kjörinn vettvang fyrir þær tilfinningar, sem sagt hjónabandið. Ástir samkyn- hneigðra eru hins vegar því miður oft taldar einskis verðar og jafn- vel reynt að innprenta fólki að þær séu syndsamlegar, óeðlilegar eða ókristilegar. Fyrrnefnt bréf sem birtist í Velvakanda er sorg- legt dæmi um það að jafnvel fólk sem sjálft er samkynhneigt getur verð meðtækilegt fyrir slíkum for- dómum. Mig langar til að vitna um það, sem maður sem hefur kynnst mörgum hómum og lesbum, að það fólk verður þá fyrst ánægt þegar það fer að lifa í sátt við sjálft sig og lætur fordóma samfélagsins lönd og leið. Sambönd þeirra ganga síst verr en sambönd venju- legs fólks og eru í alla staði eðli- leg. Það er einnig misskilningur að það að dragast að sama kyni sé ókristilegt. Að vísu sýnist Páll postuli hafa verið henni andvígur, en Jesús Kristur sagði ekki orð gegn henni og í Bandaríkjunum starfar kristilegur söfnuður sam- kynhneigðs fólks, einnig er það virkir félagar f öðrum trúarsöfn- uðum. Að þér, sem skrifaðir bréfið, langar mig að beina þessum orð- um: Vertu glaður yfir að vera hómi og ekki óttast þessar tilfinn- ingar þínar. í traustu sambandi við annan karlmann geturðu lifað eins hamingjusömu og eðlilegu lffi og hver sem vera skal. Þú talar um misrétti sem ýmsir hómar verða fyrir á skemmtistöð- um. Þar hefur þú einnig hags- muna að gæta. Áf hverju slæstu ekki f hópinn með einhverjum sem orðið hafa fyrir slíkri reynslu, til dæmis innan Samtakanna ’78 f þvi skyni að berjast með þeim gegn slíku óréttlæti? Reyndar hafa Samtökin ráðið til sfn lögfræðing vegna þessa máls enda eru fslensk Líknarmorð Einn úr borginni skrifar. Velvakandi. Ragnar Konráðsson hefur skrifað áskorun um afnám fóstureyðinga með þakklæti til sr. Jóns Vals um þetta mál, vegna greinar hans. Ekkert er hins vegar minnst á fólksfjölg- unarvandamálið. Auðvitað er það slæmt að ekki eru til önnur úrræði en fósturmorð svoköll- uð. Það hlýtur að liggja f augum uppi að fólksfjölgun er alvar- legt vandamál og það jafnvel hér á fslandi á hjara veraldar. En, það er annað mál sem vert er að minast á f sambandi við orðið „morð“, en sjaldan er fjallað um. Hér á ég við Ifkn- armorðin svokölluð, sem tfðk- ast á spítölum þessa lands, á dauðvona fólki. Sem dæmi mætti nefna að maður nokkur var að heimsækja vin sinn sem lá dauðvona á spítala. Hann hafði hjálpað honum að kom- ast þangað inn og sat nú um hríð við rúm hans á sjúkra- stofunni. Þá kom inn hjúkrun- arkona með sprautu. Hinn sjúki hristi höfuðið og vildi ekki þiggja skammtinn, en var of máttfarinn til að veita mót- spyrnu. Það var konunni aug- ljóst að það var verið að flýta fyrir dauða hans og hann hafði heldur ekkert nærst f marga daga. Þessi stutta saga er aðeins eitt lítið dæmi af mörgum og fróðlegt væri að fá skýringar hjá spftölunum á þessu athæfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.