Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1984 Borgin okkar vill umvefja okkur grænum örmum gróðurs — ekki gráum örmum steinsins — eftir Herdísi Tryggvadóttur Það hefur lengi verið á óskalista umhverfisverndarfólks í Reykja- vík að stofna áhugamannasamtök, sem gætu orðið milliliður borg- arbúa og fulltrúa í borgarstjórn. Þannig, að þegar einhverjar stór- framkvæmdir eru í aðsigi geti fólk komið skoðunum sínum á fram- færi í þessu félagi og það svo aftur haft áhrif á ákvarðanatöku borg- arfulltrúa. Á þann hátt væri tryggt lýðræðislegt og eðlilegt samspil vilja borgara og borgar- stjórnar. Hingað til hafa ýmis hverfasamtök risið upp í sjálfs- vörn, þegar þeim hefur fundist verið gengið á sinn hlut í skipu- lagsákvörðunum, og því borið við að þær séu ekki í samræmi við vilja fólksins í því og þvi hverfi. Oft myndast því spenna og hálf- gert stríð milli borgaranna og borgarstjórnar. Þetta er óæskilegt og veldur oft miklum sársauka og leiðindum. Með umhverfisvernd- arfélagi mætti laga þetta ófremd- arástand. Slíkt félag yrði fastur vettvangur fyrir fólkið að snúa sér til með ánægju eða óánægju sína, og því myndu þá borgaryfirvöld aftur á móti virða þá skoðana- myndun sem félagið stæði fyrir, með því að hafa, að einhverju leyti, samráð við félagið við ákvarðanatöku. Náttúruverndarráð er starfandi hér í borg og í því er hæft fólk og áhugasamt. Tilgangur félagsins er að reyna eftir megni að varðveita fagurfræðileg og náttúruverndar- leg sjónarmið. Þetta félag er e.t.v. ekki nægjanlega áhrifamikið, eða ekki tekið það tillit til þess, sem því ber, þannig að það geti komið nógu oft I veg fyrir svokölluð „slys“ í borgarskipulaginu. Hingað til hefur það verið stefna I iðnaðarríkjunum að byggja og byggja án tillits til nátt- úrunnar og hins veigamikla hlut- verks sem hún gegnir i tilveru manna. Það er ekki fyrr en hin síðari ár, að fólk er að vakna upp við vondan draum og gera sér ljóst að í óefni stefnir. Iðnaðarríkin hafa þjösnast svo á náttúrunni að alger eyðing t.d. laufskóga er í augsýn ef ekki verður spornað við fótum. Þetta veldur svo aftur eyð- ingu dýralífs, röskun á veðurfari o.fl. Menn hafa ekki áttað sig á þeim ægilegu afleiðingum sem lífsgæðakapphlaupið hefur haft I för með sér. Oft hefur borið meira á kappi en forsjá þegar í fram- kvæmdir hefur verið ráðist. Nóbelsskáldið okkar skrifar I grein I Mbl. 10. júní ’84 m.a. um vanrækslu okkar að hefjast ekki handa að græða upp landið, sem ALLSERÍírÆÐUR tónlistarviðburð- ur átti sér stað að Laugum í Þingeyj- arsýshi í gær. Þegar fjórir úr flokki okkar fremstu einsöngvara sungu fyrir Þingeyinga í meira en þrjár klukkustundir. Söngvararnir voru ólöf Kolbrún Harðardóttir, Anna Júlíana Sveinsdóttir, Garðar Cortes, og Kristinn Sigmundsson, og sungu þau bæði einsöngslög, óperuaríur og dúetta. Undirleikari var Marc Tardue, hljómsveitarstjóri, sem Iék undir fyrir alla söngvarana og við höfum gengið svo nærri gegn- um aldirnar. Hann bendir á „hjartalausa umgeingni" okkar fs- lendinga við landið. Auðvitað þurfum við að lifa og byggja upp atvinnuvegi, en kapp er best með forsjá. Þá er gott að íhuga þegar við fórnum náttúr- unni hvort við fáum eitthvað verð- mætara í staðinn. Undanfarin ár hefur mikið verið talað um vað- veislu húsa, mörg af þeim talin hafa menningarlegt gildi. Hefur nokkur hugsað um menningarlegt gildi náttúrunnar sem hefur verið manninum til blessunar og ómældrar ánægju frá örófi alda? Eigum við ekki að fara að huga að því að samræma byggingar- framkvæmdir við náttúruna, í stað þess að eyðileggja hana? Það er í eðli okkar að hafa þörf fyrir þær unaðssemdir sem hún veitir. Nú er svo komið að eini græni bletturinn sem eftir er I vestur- bænum er Landakotstúnið. í öðr- um hverfum er stöðugt gengið á grænu blettina. Margir sárgramir borgarbúar tala um það, að ekki megi sjást grænn blettur, þá er undireins farið aö íhuga hvað sé hægt að byggja þar. Við umhverfisverndarfólk höf- um þá trú, að grá borg sé ómennsk borg og uppfylli ekki þarfir mannsins. sat við hljóðfærið f rúmar þrjár klukkustundir. óperuverkin kynnti Jón Stefánsson organleik- ari á fróðlegan og skemmtilegan hátt. Héraðssamband Suður- Þingeyinga gekkst fyrir þessum tónleikum og er það virðingarvert og vel þakkað framtak að boða til slíkrar listahátíðar sem þessarar enda voru allir sem á hlýddu ánægðir og þakklátir fyrir skemmtilegan og eftirminnilegan söng. — Fréttaritari. „Þessi grein er m.a. skrifuð í þeim tilgangi að reyna að hafa áhrif á ákvörðun borgarstjóm- ar um notkun græna svæðisins fyrir neðan Hótel Esju.“ . Þessi grein er m.a. skrifuð í þeim tilgangi að reyna að hafa áhrif á ákvörðun borgarstjórnar um notkun græna svæðisins fyrir neðan Hótel Esju. Verkfræðinga- félagið hefur falast þar eftir vil- yrði fyrir stórri skrifstofubygg- ingu með tilheyrandi bílastæðum. Það er nú einu sinni svo, að við sem erum á besta aldri, aldri at- hafna og valda, finnst einhvern veginn að við eigum að ganga fyrir um allt. Það eru malbikaðar götur fyrir bílana okkar. Atvinnurekst- ur og viðskipti allskonar hafa for- gang fyrir þennan aldur. Besti ald- urinn er svona nokkurs konar for- réttindahópur með réttu eða röngu. í skipulagi borgarinnar, al- mennt, er gert ráð fyrir útivist- arsvæðum, þar sem t.d. eldri borg- arar geta notið góðra stunda á grænum svæðum. Það eru e.t.v. teiknaðir fótboltavellir svo strák- arnir þurfi ekki að sparka á göt- unni eða á milli bílanna. Þar eru teiknuð hin og þessi skemmtileg útivistarsvæði, t.d. ætluð börnum. Hvað skeður, oft? Það reynast ekki peningar til þessara fram- kvæmda, svo lítið verður úr þeim. Heilsuræktinni var veitt leyfi frá ’71 til að byggja á þessu svæði, en vegna fjárskorts hefur lítið orðið úr framkvæmdum. Heilsu- ræktin er sjálfseignarstofnun, þar sem hugsanlegur ágóði sem hún fær rennur í reksturinn aftur. Heilsustöð Aaltos kemst ekki upp nema með þjóðarátaki og sem eign þjóðarinnar allrar. Sjálfur vildi Aalto að Norðurlöndin sameinuð- ust um að fjármagna bygginguna. Þetta er slíkt mannvirki, að það er e.t.v. draumórakennt að slík stofnun komist upp. En ef við tök- um sem dæmi Reykjalund, þá var það í byrjun bara draumur ör- fárra manna. Vegna óþrjótandi kjarks og kærleiksríkrar um- byggju sem frumherjar þessarar stofnunar báru fyrir meðbræðrum sínum rættist sá draumur. Sú stofnun hefur hlotið verðskuldaða athygli og virðing allra, hérlendis og erlendis. Þegar Aalto lést ’78 hafði hann lokið við aðaluppdrátt að húsi og aðstöðu. Þar er gert ráð fyrir mörgum endurhæfingarherbergj- um, þjálfunarsölum, sérhannaðri innisundlaug fyrir aldraða og fatl- aða, útisundlaug og trimmbrautir auk tenginga við hús Öryrkja- bandalagsins og Sjálfsbjargar. Það síðastnefnda rýfur einangrun fólksins þar, og veitir þá þjónustu sem það fólk á skilið af okkur sem heilbrigð erum. Erlendis eru heilsustöðvar að nokkru í líkingu við Aalto-stöðina, ef sjúkrahæli er sleppt, þekktar um alla Evrópu eins og t.d. Baden Baden í Þýska- landi og Skodsborg í Danmörku og víðar. Þar þarf fólk að ferðast langar leiðir til að dveljast sér til heilsubótar á slíkum hælum og uppihaldið er dýrt. Hér gæti líkur staður risið miðsvæðis í borginni. Fyrirbyggjandi aðferðir í heilsu- gæslu fólks hafa notið vaxandi og verðugrar athygli undanfarin ár. Með því að halda líkamanum við með réttri þjálfun, og t.d. heitum böðum og sundi, vinnum við á móti sjúkdómum og hrörnun og léttum þar með á byrði sjúkra- kostnaðar sem er gifurlegur og eykst stöðugt. Á þessum stað í borginni gæti myndast undaðs- reitur í stíl við okkar glæsilegu stundstaði. Þar er líka gert ráð fyrir trimmbrautum og skrúð- garði undir plasthimni. Austur- strætisstemmning gæti rlkt þar á góðviðrisdögum. Austurstræti I góðu veðri hefur sannað hið forn- kveðna „maður er manns gaman". Það eru alltof fá útivistarsvæði þar sem fólk getur sest niður og rabbaö saman. Miklar umferðar- æðar liggja að þessu svæði, Suður- landsbrautin og Kringlumýrar- brautin, götur vinnuálags og þreytu. Þarna á þessu svæði kynni að opnast „vin í eyðimörkinni", fólk færi þar inn í annan heim — heim hvíldar, friðar og endurnær- ingar (heilsu). Hliðstæðu við þessa stöð mætti finna í Tívolí I Kaupmannahöfn, þar sem fólk fer úr ys og þys hversdagslifsins inn i heim gleði Þingeyjarsýsla: Allsérstædur tón- listarviðburður HanTÍk. 2. jálf. og tilbreytingar, inni i sjálfri borginni. Við sýnum erlendum ferða- mönnum markverðustu bygging- arnar okkar. Hér myndi bætast ein slík stóráhugaverð í þann hóp. Bygging sem hefði bæði til að bera menningarlegt gildi og að vera þar að auki listaverk. Norræna hús Aaltos er fyrir utan notagildi sitt listaverk. Erlendis ferðast fólk langa vegu til að skoða verk meist- arans fræga, og annarra slíkra. Ef maður reynir að spá fram í tím- ann, gæti maður ímyndað sér aö heita vatnið yrði okkar olía. Heita vatnið skapar i síauknum mæli vaxandi atvinnurekstur. Fyrir utan að vera okkar sterkasta vörn i köldu loftslagi er það í æ ríkara mæli að verða undirstaða nýrra atvinnugreina. Tökum sem dæmi aukningu gróðurhúsa, staði eins og þá í Hveragerði og víðar, sem bjóða upp á veitingar í notalegri hlýju og innan um dýrlegan gróð- ur sem ekki þrífst utan dyra. Þar fyrir utan alla framleiðslu gróð- urbúsanna. Ef til vill koma íslend- ingar einhverntíma upp heims- þekktum heilsuhælum á borð við áðurnefnda fræga staði. Koma tímar og koma nýjar hugmyndir og ráð, en það er ekki út í hött að álíta að heita vatnið verði okkur dýrmætt afl, sem undirstaða nýrra atvinnugreina í framtíðinni. Það þarf að verða hugarfarsbreyt- ing hjá okkur. Leggja meiri áherslu á að gera borgina hlýlegri með fleiri gróðursælum útivist- arsvæðum. Það má ekki gleyma mikilsverðum þætti eins og lífi fólksins utandyra. Við höfum oft sýnt það íslendingar, að við getum lyft Grettistaki þegar mikið liggur við. í þessu tilviki er valið á milli skrifstofubyggingar sem á fullan rétt á sér sem slík, eins og aðrir þarfir hlutir — og svo heilsustöðv- ar ásamt útivistarsvæði — grænu. Spurningin er: Er ástæða aö fórna einum fegursta bletti borgarinnar, einum af örfáum sem eftir eru, undir skrifstofubyggingu sem getur veriö á öörum ágætum stööum? Hvað varð um okkar indælu grænu byltingu? Mikið þótti mörgum vænt um hana. Þurfum við alltaf að hjakka i sama farinu, bara að byggja og byggja og hugsa síðan, hvað við hefðum getað gert mikið betur þegar við ráðstöfuðum þvi svæði. Okkur hættir til að gleyma, að við byggjum ekki til einnar nætur. Húsin eiga eftir að standa um ókomin ár og svæðin eru glötuð. Maður getur ekki varist þeirri hugsun, að ef fleiri konur væru í stjórn borgarinnar, væri öðruvísi á spilunum haldið. Það er líka óskiljanlegt, að i borg þar sem konur eru jafnmargar og karl- menn, skuli þær ekki vera i sama hlutfalli í borgarstjórn. — Þessu þurfum við að breyta konur! Við höfum borið gæfu til, oft og mörgum sinnum, að standa saman og sýna stórhug. Ef menn skynj- uðu í raun og veru mikilvægi þess- arar byggingar fyrir okkur öll, íbúa þessa lands, og þá aðstöðu sem hún býður uppá, er líklegt að við létum enn eitt kraftaverkið gerast. „Við erum einfaldlega þannig gerðir, íslendingar.“ Hallgríms- kirkja sannar hið fornkveðna. „Róm var ekki byggð á einum degi.“ Hún mætti mikilli mót- spyrnu í byrjun. Hver vildi vera án hennar nú? Aalto-stöðin tæki langan tíma að komast i gagnið, áhugamannasamtök og velunnar- ar eru það sem gæti fullkomnað drauminn, en er hún ekki þess virði að bíða eftir henni? í framtíðinni mun harðna bar- áttan á milli umhverfisverndar- fólks og hinna sem ekki hirða um slika hluti, sem er mikilvægur og ómissandi þáttur í mannlifinu. Því fegurri og grænni borg — því hamingjusamari borgarar. Og á svæðinu, sem ennþá er grænt, bíða tvær heitavatnsbor- holur eftir þvi verðuga verkefni að hlýja, vernda og lækna mannfólk- ið í lifsbaráttunni. Fyrir hönd nokkurra umhverf- isverndarmanna, með samráði og samvinnu þeirra. Herdís Tryggradóttir stundar nám i beimspekideild Háskólans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.