Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 14
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1984
Á að drekkja þjóð-
inni í skuldafeni?
eftir Filippíu
Kristjánsdóttur
Nú er svo komið að forráða-
menn útlendra stóriðj ufyrirtækj a
hafa sótt Eyjafjörð heim í þeim
tilgangi að hafa tal af heima-
mönnum sem vilja endilega koma
álveri í gang við Eyjafjörð. Mig
undrar að reyndir og ráðsettir
menn sem hljóta að virða heima-
byggð sína skuli ekki alveg taka af
skarið og berja niður þessa mjög
svo varasömu hugdettu, sem hefur
orðið til við vangaveltur út af at-
vinnuástandinu.
Hvað svo með útlendu lántök-
urnar? Á að drekkja þjóðinni í
skuldafeni? Þjóð sem er nýbúin að
haida uppá 40 ára sjálfstæðisaf-
mæli sitt. En burtséð frá öllum
peningamálum og auðvaldsbraski
þá held ég að fáir staðir á íslandi
muni vera óheppilegri til ál-
vinnslu en Eyjafjörður vegna legu
sinnar. Eyfirðingar! Akureyr-
ingar! þið munið áreiðanlega eftir
reykmóðunni, sem lá yfir sjó og
landi og fram allan Eyjafjörð á
meðan ekki voru gerðar ráðstaf-
anir til úrbóta hvað Krossanes-
verksmiðjuna áhrærði og var það
þó ekki heilsuspillandi mengun og
ekki berandi saman við álbræðslu-
eiturgufuna. Ég tek þetta aðeins
sem dæmi um áhrif staðviðrisins
við fjörðinn. Það verður að taka
alit með í reiknisdæmið. Ég hefi
sagt að íslenska þjóðin hefur
mörgum ágætum visindamönnum
á að skipa, en þeir eru ekki alvitrir
eða alsjáandi. Það er fæstum gefið
að sjá framí tímann. Ég veit aö
þeir munu af heilum huga fara að
öllu með gát enda mikið f húfi.
Mér er ljóst að þarna verður
mikil togstreita, sem magnast við
tilkomu þeirra útlendu manna,
sem sjá kannski betur en fslenskir
aðilar hversu hægt þeim gæti orð-
ið um vik að skara eld að eigin
köku. Tæknilega séð er ég stödd á
eyðimörk. Þetta eru vangaveltur
brottflutts Eyfirðings, sem ann
æskubyggð sinni og vill henni allt
það besta í nútíð og framtfð.
Filippía Kristjánsdóttir
Upp koma f hugann áleitnar
spurningar. Væri ekki hægt að
koma upp fiskeldistöð eða ein-
hverri annarri hliðstæðri atvinnu-
grein, sem veldur ekki tjóni f lofti,
láði eða legi? Kær kveðja til ykkar
Eyfirðinga, sérstaklega eru þær
ætlaðar þeim sem hafna álveri við
Eyjafjörð. Ég óska eftir að fá nafn
mitt skrifað á mótmælalistann.
Lifið heil!
Fyrirliggjandi í birgðastöð
Stál 37.2 og 42 DIN 17100
Þykktir 2-50 mm.Ýmsar stærðir, m.a.
1000x2000 mm
1500x3000 mm
1500x5000 mm
SINDRA
1500x6000 mm
1800x6000 mm
2000x6000 mm
STALHF
Samfélagsfræði
Erlendar
bækur
Ðorgartúni 31 sími 27222
Siglaugur Brynleifsson
Wolf Lepenies: Geschichte der
Soziologie. Studien zur Kognitiven,
sozialen und historischen Identitat
einer Disziplin. Herausgegeben von
Wolf Lepenies. Ubersetzungen von
Segöu EUB0S (Jú-boss)
i staðinn fyrir sápu!
Sennilega er Eubos eitthvað það besta,
sem komið hefur á markaðinn fyrir þá
sem eru með viðkvæma húð.
Eubos kemur nefnilega í stað sápu,
sem oft getur verið ertandi fyrir húðina.
Tilvalið fyrir þá sem vegna vinnu
sinnar, iþróttaiðkana og annarra
aðstæðna þurfa oft á tíðum að nota
mildari sápu en aðrir. Sumir þola jafnvel
ekki að nota sápu. Það eru einmitt þeir,
sem eiga að nota Eubos í stað sápu.
Eubos fæst bæði í hörðu og fljótandi
formi.
EUBOS
Umboð á Islandi:
G. Ólafsson,
Grensásvegi 8, Reykjavík.
Wolf-Hagen Krauth. Band 1—4.
Suhrkamp Veriag 1981.
Það eru margir höfundar af
ýmsum þjóðernum sem eiga rit-
gerðir í þessum bindum. Tilgangur
ritsins er f fyrsta lagi að greina
félagsfræðina skýrt frá öðrum
fræðigreinum, þar er sagnfræðin
ofarlega á blaði einnig að gera ljós
takmörkun greinarinnar og gera
mönnum ljósan tilgang hennar og
3tarfsaðferðir.
Félagsfræðin aðskildist sagn-
fræði og reyndar fleiri greinum á
19. öld. Með margþættari samfé-
lagsgerðum kom að því að rann-
sóknir á mótun og breytingum á
samfélögum hófust. Þetta á við
ákveðið form og rannsóknarmáta
innan greinarinnar. Félagsfræði-
legar athugasemdir og ritgerðir er
auðvitað að finna í ritum allt frá
fornöld, Plato og Aristotelis, Ibn
Khaldun, Montesquieu og Rousse-
au.
August Comte, lærisveinn Saint
Simon, braut blað I þessum fræð-
um ásamt Alexis de Tocqueville.
Með ritum Spencers, Karls Marx,
Tönnies, Max Webers og Simmels
þenst fræðigreinin út í að verða
hliðstæð sagnfræðinni að þýðingu.
Og enn aukast afköst þeirra
manna, sem stunduðu greinina
þegar Bandaríkjamenn taka að
stunda samfélagsvísindi seint á
19. og á 20. öld. Þetta rit kemst
nálægt því að verða uppsláttarrit í
félagsfræði. Efnisyfirlit og per-
sónuyfirlit fylgja, svo og athuga-
greinar og bókaskrár.
Félagsfræðin er sú grein, sem
snertir flestar aðrar fræðigreinar,
se hún ekki aðeins stunduð sem
söfnun heimilda varðandi takm-
arkað efni eða viðhorf til þess eins
að gefa út hagtölur. Mannfræðin
er nánust þessara greina og einnig
sálfræði og heimspeki. Rannsókn
á samfélagsháttum mann og þeim
stofnunum, sem samfélag þeirra
hlýtur að móta er meira en lítið
yfirgripsmikil fræðigrein og þörf
að sama skapi.
Skoðanir manna í samfélags-
fræði eru hliðstæða skoðunum
manna á samfélögum og þvf
hvernig samfélag eigi að vera í
höfuð atriðum, þetta er því mjög
pólitísk fræðigrein og getur vart
orðið annað, þótt ýmsir hafi leit-
ast við að túlka hana hlutlaust
pólitískt.
Fjöldi höfunda þessa rits ætti
að'vera trygging fyrir því að skoð-
anafjölbreytnin innan greininar-
innar komi í ljós, þótt vfsinda-
legum aðferðum sé beitt f umfjöll-
un efnisins, en vfsindin eru ekki
heidur hlutlaus.