Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 6
OP 38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1984 Fenrisúlfur og sauð- argæra Sambandsins Eyjólfur Konráð ávarpaður öðru sinni eftir Hallgrím Sveinsson Rétt í þessu berst inn úr dyrun- um Morgunblaðið dagsett 24. júní <neð lifandi og fjörlegri grein eftir þig. Eyjólfur Konráð. Það er eins og fyrri daginn þegar þú tekur upp penna. Málflutningur þinn vekur athygli, enda ekki alltaf tómt guðsorð. Þú varst nú líka 15 bestu ár ævinnar á Mogganum, að eigin sögn og það á þeim árum sem það blað var fremst allra dagblaða á ísiandi með því að leyfa frjáls skoðanaskipti á síðum sínum. Trú- lega hefur þú átt þar einhvern hlut að málum og getum við því talast hér við af fullri einurð. Þú telur vafamál að stjórnar- menn kaupfélaga, samvinnufélaga og vinnslustöðva landbúnaðarins, sem eru í flestum tilfellum bænd- ur, ráði nokkru um stjórn þessara félaga sinna. Mikil er vantrú þín á þessa karla. Sá sem hér skrifar er kannski ekki gerkunnugur þessum hlutum, en samt nóg til þess að hann telur mikið vafamál að þess- ir ágætu forsvarsmenn bænda séu þær gungur sem þú og félagar þín- ir viljið vera láta. Og nú er lag til að segja þér frá því að við vorum einmitt að koma af 5 klst. löngum stjórnarfundi hjá samvinnufélag- inu okkar hér um slóðir. Er rétt að gefa þér hér og nú til upplýsingar dæmi um málefni sem tekin eru til umræðu á einum slíkum fundi. Um sum þessara málefna voru meira að segja greidd atkvæði! En hér kemur þessi upptalning. Stjórnarfundur í Kaupfélagi Dýr- firðinga 26. júní 1984, þessi mál voru rædd: 1. Kaupfélagsstjóri sagði frá að- alfundi SÍS. 2. Raunhæfar aðgerðir í sam- bandi við lækkun vöruverðs í verslun félagsins. 3. Fóðureldhús fyrir refi. 4. Óhapp í fiskimjölsverksmiðju. 5. Fiskvinnsla í Hraðfrystihúsi Dýrfirðinga. 6. Beiðni um aukningu á hlutafé í Marel hf. Vísað frá. 7. Bréf vegna ullarmála. 8. Aksturskostnaður stjórnar- manna (kílómetragjald). 9. Starfsmannahald á skrifstofu. 10. Beiðni um aukningu á hlutafé í Samvinnusjóði fslands hf. Vísað frá. 11. Aflaskýrsla Framness og Sléttaness frá áramótum. 12. Aflaskýrsla allra vestfirskra togara sama tímabil. 13. Kaupfélagsstjóra falið að leggja fram tölur um rekstrar- kostnað togaranna Framness og Sléttaness frá áramótum, á næsta fundi. 14. Frystihúsið vantar fólk til starfa. 15. Útvarpsmál í frystihúsi. 16. Nýr krani á Framnesið. Kost- ar eina milljón króna. 17. Erfið lausafjárstaða. Gestur fundarins var nýr deild- arstjóri í verslun, ung og glaðleg stúlka ættuð af Snæfellsnesi. Var rætt við hana um málefni verslun- ar. Samþykkt var að gestur á næsta fundi yrði einhver af verka- mönnum eða -konum félagsins. Þetta var nú svona í stórum dráttum, það sem rætt var á þess- ari samkomu, Eyjólfur Konráð, en slíkir fundir eru haldnir áþriggja vikna fresti að meðaltali. I stjórn umrædds félags sitja fimm menn með atkvæðisrétti, kaupfélags- stjóri og fulltrúi starfsmanna hafa málfrelsi og tillögurétt. Ekki er annað vitað en að þarna séu menn með mismunandi stjórn- málaskoðanir, meira að segja einn alþýðubandalagsmaður (kommún- isti ef þú vilt heldur). Nú heldur þú náttúrulega að þetta sé einn allsherjar hallelújakór, sem þorir hvorki að æmta né skræmta nema eftir nótum kaupfélagsstjórans. Sé svo, þá er gott að hér komi fram að því fer víðsfjarri. Meira að segja kemur fyrir að við skömmum kaupfélagsstjórann ef okkur líkar ekki eitthvað af hans gjörðum. Þér finnst þetta kannski hart undir kant, en hér hjá okkur eru málin rædd og síðan ákvarð- anir teknar, ekki bara af einum manni heldur þeim sem til þess eru kjörnir. Og þetta er nú satt, Eyjólfur Konráð! Það voru fimm tölusettar spurningar í grein minni til ykkar félaganna um daginn. Þú hefur nú svarað þeim að nokkru af lítillæti þínu og skal það þakkað. En Eyj- ólfur. Það er bláköld staðreynd sem þú getur ekki hrakið, að stór hluti bænda hefði aldrei getað byggt upp á jörðum sínum svo sem raun ber vitni, ef þeir hefðu ekki notið til þess samhjálparinnar hjá kaupfélögunum. Hvort öll sú upp- hygging hefur svo verið af hinu góða er annar handleggur, eins og góði dátinn Sveyk sagði stundum og verður ekki rætt nánar hér. Við ræðum það kannski seinna. Svo var það óskabarn þitt, Hallgrímur Sveinsson „Kaupfélagiö okkar er nokkuð þróttmikill fé- lagsskapur og það eru geröar til þess kröfur um aö það framkvæmi hitt og þetta. Svo í hinu orðinu er það húð- skammað fyrir að vera með nefið niðri í öllu. Það er stundum erfitt að gera svo öllum líki, Eyj- ólfur minn.“ rekstrar- og afurðalán. Satt að segja er maður hissa á því að þetta skuli ekki vera löngu klapp- að og klárt. Ef þetta er svona gott mál eins og þú vilt vera láta. Og meðal annarra orða. Veist þú, Eyj- ólfur, hverjir það eru sem ákveða útborgunarverð sauðfjárafurða á haustin? Skal það vera einhver vondur maður uppi í Sambandi? Nei, það er af og frá því að það eru einfaldlega stjórnarmenn þessara margumtöluðu samvinnufélaga sem ákveða þetta og þeim ætti að vera í lófa Iagið að láta félög sín greiða rekstrar- og afurðalánin þráðbeint til bænda. Máske eru karlarnir hræddir við skriffinnsk- una sem þessu mun fylgja, en þið þingmenn hafið gert allt sem I ykkar valdi hefur staðið til að auka hana í þessu þjóðfélagi, næg- ir þar að benda á að þið hafið út- búið skattalögin þannig, að heita má útilokað fyrir hvern meðal- framsóknarbónda í sveit að fylla út skattaframtalið sitt nema með aðstoð hreppstjórans. Og ef hreppstjórinn ekki skilur verður að kalla til sérfræðing. Og þetta er nú satt, Eyjólfur Konráð Jónsson. Á aðalfundi kaupfélagsins okkar hér um daginn kom upp sú spurning hvort það væri rétt þróun að kaupfélagið vasaðist í öllu, yfirtæki sem sagt allt heila klabbið í atvinnulegu tilliti. Sann- leikurinn er sá, Eyjólfur, að marg- ir hér um slóðir spyrja alltaf fyrst ef eitthvað þarf að gera: Getur ekki kaupfélagið gert þetta? Þegar hótelrekstur lagðist niður um stund var spurt: Getur ekki kaup- félagið rekið hótelið? Hér vantar bakarí. Sumir spyrja: Getur ekki kaupfélagið stofnað bakarí? Hér eru menn að tala um fiskeldi og auðvitað er spurt: Getur ekki kaupfélagið startað fiskeldi? Kaupfélagið okkar er nokkuð þróttmikill félagsskapur og það eru gerðar til þess kröfur um að það framkvæmi hitt og þetta. Svo í hinu orðinu er það húðskammað fyrir að vera með nefið niðri í öllu. Það er stundum erfitt að gera svo öllum líki, Eyjólfur minn. Það var líka spurt um það á að- alfundinum um daginn, hvar hinir þróttmiklu einstaklingar væru sem til skamms tíma ráku at- vinnurekstur á Þingeyri. Svarið utan úr sal hljóðaði upp á að þeir væru allir dauðir! Við erum líklega sammála um það að þetta er alls ekki heppileg þróun, það er alls ekki heppilegt að aðeins sé einn atvinnurekandi í héraði. Og það er heldur ekki heppilegt að aðeins sé ein verslun. Víst geta konur Skák Gunnar Gunnarsson AA undanfornu hafa átt sér stað miklar umræður um stöðu kvenna í þjóðfélaginu, jafnrétti og jafn- stöðu og þá jafnframt um eigin- leika þeirra og hæfileika í saman- burði við karlmenn. Fróðlegt er að líta á stöðu kvenna í skák og hverju þær hafa áorkað þar. Pia Cramling Mörgum er enn í fersku minni hin glæsilega frammistaða sænsku skákkonunnar Piu ('ramling sem tefldi hér á landi í tveimur alþjóðlegum mótum í vetur. Hún hóf keppnina í Búnaðar- bankamótinu með því að leggja að velli Jón L. Árnason í glæsi- legri sóknarskák og átti upp frá því hug og hjörtu áhorfenda sem fóru strax að gefa gaum þessari hugþekku skákkonu sem tefldi svo glæsilega. Andstæðingar hennar við skákborðið gátu held- ur ekki annað en dáðst að tafl- mennsku hennar og það urðu fleiri en Jón L. Árnason sem urðu að lúta í lægra haldi fyrir henni. Pia er nú stigahæst kvenna í heiminum með 2.405 stig eða 20 stigum hærri en núverandi heimsmeistari kvenna Maja Chib- urdanidze. Pia hefur tekið þá stefnu að reyna sem mest að keppa í mót- um þar sem fyrir eru öflugir andstæðingar og þá jafnvel reynt að forðast að keppa í mót- um þar sem eingöngu konur tefla. Þetta hefur borið árangur og hún hefur eflst við hverja raun. Núna stefnir hún að því að komast í aðallandslið Svía því henni nægir ekki að tefla á 1. borði í kvennalandsliðinu. Sovéskar konur öflugastar Fyrsti heimsmeistari kvenna í skák hét Vera Menchik en hún fæddist í Moskva og ólst þar upp til 15 ára aldurs og fluttist þá til Englands. Var heimsmeistari kvenna frá 1927—1944 eða þar til hún dó í sprengjuárás í Lond- on 1944. Næst var keppt um heims- meistaratitil kvenna árið 1953 en þá sigraði sovésk kona Lumila Rudenko og hélt þeim titil til 1956. Þriðji heimsmeistari kvenna var Olga Rubtsova frá 1956—1960. Fjórði heimsmeist- arinn var Elisabeth Bikova frá 1960—1962, en fimmti heims- meistari kvenna í skák var svo Nona Gaprindasvili árið 1962 og hélt hún þeim titli til ársins 1978, en þá tapaði hún óvænt titlinum f hendur kornungrar stúlku frá Sovétríkjunum líka, Maju Chiburdanidze sem heldur þeim titli ennþá. Nona Gaprindasvili Nona Gaprindasvili á að baki glæsilegan skákferil og teflir Guðlaug Þorsteinsdóttir ennþá mjög æsilega og er núna sovéskur skákmeistari kvenna. Hún hefur teflt víða erlendis við góðan orðstír og hefur teflt einu sinni hér á landi í alþjóðlegu skákmóti. Hún hefur oft orðið sigurvegari í alþjóðlegum mót- um þar sem öflugir skákmenn af báðum kynjum hafa verið þátt- takendur, enda er hún stórmeist- ari í skák. Keppni um heims- meistaratitil kvenna í haust mun fara fram keppni um heimsmeistaratitil kvenna í teflt Pia Cramling skák og mun Maja Chiburdanidze verja titil sinn og tefla við áskor- andann sem er ung sovésk skák- kona að nafni Irina Levitina. Hún hefur líkt og Kasparov þurft að leggja að velli nokkrar skákkon- ur og nú síðast sigraði hún í ein- vígi við aðra sovéska skákkonu Lydiu Semenova. Fullyrða má að sú keppni geti ekki síður orðið skemmtileg en einvígið á milli Karpovs og Kasparovs, því þær konur sem nú eru í fremstu röð gefa karl- mönnum lítið eftir hvað varðar þekkingu og hæfni á öllum svið- um skáklistarinnar. Byrjana- þekking þeirra er orðin mjög yf- irgripsmikil enda hafa flestar orðið þjálfara sem veita þeim góða heildaryfirsýn yfir alla þætti skákarinnar. Af einvíg- isskákum þeirra Levitina og Semenova má ráða að þær tefli mun hvassari og opnari skák heldur en títt var í áskorenda- einvígjunum hjá karlmönnun- um, og taki meiri áhættu, enda verða skákir þeirra fyrir bragðið mun líflegri og skemmtilegri fyrir áhorfandann. íslenskar skákkonur íslenskar skákkonur fóru ekki að tefla skipulega fyrr en árið 1975 en þá var stofnuð sérstök kvennadeild innan Taflfélags Reykjavíkur og stuttu seinna hófst fyrsta kvennaskákmótið á íslandi. Fyrsti sigurvegarinn var Guðlaug Þorsteinsdóttir, en hún hefur æ síðan staðið í fylk- ingarbrjósti íslenskra skák- kvenna og orðið nokkrum sinn- um Norðurlandameistari í skák- keppni kvenna. En við eigum fleiri glæsilegar skákkonur sem hafa náð góðum árangri og má nefna t.d. síðasta kvennalandslið sem tefldi í Luzern á síðasta Ólympíumóti og voru í upphafi mjög framarlega en lækkuðu flugið þegar á leið og þegar þær fóru að tefla við öflugustu skák- þjóðir heimsins. í þessu liði voju þær Guðlaug Þorsteinsdóttir, As- laug Kristinsdóttir, Sigurlaug Frið- þjófsdóttir og Ólöf Þráinsdóttir. Fyllsta ástæða er til að hvetja konur til almennari þátttöku í skák því reynslan hefur sýnt að þær geta verið jafnokar karl- manna á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum einungis ef þær vilja og þora og hrista af sér minnimáttarkenndina sem kannski loðir ennþá við þær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.