Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 18
50
Steinasöfnun:
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1984
Tómstundagaman
fyrir hvern sem er
Kubblaga kristallar kabasíts sjást oft I zeólítaholufyllingum hér á landi.
Algengur zeolít á íslandi: Skólesít myndar nálarknippi.
Steingert tré er fyllt kvartsi (ópal eða kalsedón), þannig að vefjabyggingin er
varðveitL
— eftir Ara Trausta
Guðmundsson
Öll höfum við einhvern tíma lotið
og tínt stcin sem okkur hefur þótt
sérkennilegur. Lögunin, liturinn,
áferðin eða eitthvað annað hefur
vakið forvitni. Það er langur vegur
frá svona skoðun yfir í steinasöfnun.
Steinasafnarar í landinu skipta
áreiðanlega hundruðum og eru þeir
langflestir leikmenn. Það er einkum
tvennt sem fær fólk til að taka skref-
ið til reglulegrar steinasöfnunar:
Fegurð steinanna og allur sá fróð-
leikur sem þeir gefa manni tilefni til
að afla sér. Ef til vill má líka nefna
dálitla spennu sem margir finna við
leit að steinum í safnið sitt.
Steinasöfnun er ekki tómstunda-
gaman handa útvöldum, heldur
skemmtilegt viðfangsefni fyrir hvern
sem er.
Grjót og ekki grjót
1 jarðfræðinni hefur orðið grjót
a.m.k. tvenna merkingu. Það þarf
nefnilega að gera greinarmun á
bergtegundum og steintegundum
(steindum). Bergtegundir eru úr
steintegundum. Að auki eru til
margar steintegundir sem ekki
mynda bergtegundir. Munurinn á
steintegund og bergtegund er
þessi:
Steintegund er eitt frumefni (t.d.
brennisteinn) eða frumefnasam-
band (t.d. kísill og súrefni). Þær
eru oftast sem kristallar í náttúr-
unni og við segjum að sumar séu
frumsteindir og aðrar útfell-
ingasteindir. Munurinn er sá að
frumsteindirnar mynda bergteg-
undir en hinar falla út í holrými í
jarðlögum. Og reyndar geta
nokkrar steindir bæði verið frum-
steindir eða útfellingar. Flestar
eru þó annað hvort.
Bergtegund er, eins og ljóst ætti
að vera, safn af frumsteindum.
Með öðrum orðum: Nokkrar
steintegundir (efnasambönd)
mynda eina ákveðna bergtegund,
t.d. basalt. Ein steintegundin í
basalti heitir t.d. pýroxen og er
ekki til sem útfellingasteind.
Steintegundirnar í bergtegundinni
eru venjulega litlir kristallar, sem
stundum er erfitt að greina með
berum augum.
Hugsum okkur nú að þú takir
þér stein í hönd af vegarkanti. Ef
þér finnst hann samsettur úr litl-
um kornum, getur þú verið nærri
viss um að þarna haldir þú á ein-
hverri bergtegund. Dökkir molar
eru t.d. einhver basaltgerð, brún-
leitir móberg (sem er líka basalt)
og ljós moli er líparít (rýólít).
Það er ekki um auðugan garð að
gresja í bergtegundasafi Islands
og lang oftast eru steinarnir lítt
fallnir til söfnunar. Þeir eru
móskulegir á lit og jafnan þarf
nokkra sérþekkingu til að greina
þá nánar eða nýta fróðleik sem í
þeim býr. Það er helst sérkennileg
lögun, skófir eða stöku litbrigði
(t.d. í líparíti) sem fá menn til að
hirða bergtegundarmola — nema
þá að stórir kristallar séu í hon-
um. Steinasafnarar leggja megin-
áhersiu á hinar aðgreindu stein-
tegundir og verður það einnig gert
hér.
Dálítið um
steintegundir
Eins og að framan segir eru
steintegundir í bergtegundum svo
smásæjar að þær verða sjaldnast
safngripir. Það eru því útfell-
ingasteindirnar sem menn sækj-
ast eftir. Þjált heiti á þeim er t.d.
holufyllingar. Lítið er um holu-
fyllingar úr málmsteindum á ís-
landi. Algengasta málmsteindin
er pýrít eða brennisteinskís, sem
kallað er glópagull af því að það
finnst sem gullgljándi kristallar
og er allsendis verðlaust. Islensku
holufyllingarnar eru langflestar
kísilsteindir.
Uppruni holufyllinga í bergi er
sem hér segir:
Úrkoma sígur djúpt í jarðlög og
hitnar þá vatnið. Það nær að leysa
upp efni í jarðlögunum, en léttist
jafnframt og leitar fyrr eða síðar
fram í dagsljósið. Á leiðinni þang-
að kólnar vatnið og er mettað upp-
leystum efnum. Efnin falla út í
glufum, sprungum, blöðrum og
stærri holrýmum í jarðlögunum,
rétt eins og úr heitu vatni í ofnum
í jarðhitakyntum húsum. Þegar
rof og veðrun skafa jarðlag af
jarðlagi, kemur fyrr eða síðar að
því að holufyllingarnar koma í
ljós. Þar eru viðfangsefni steina-
safnara komin.
Sem dæmi um uppleystu efnin í
vatninu má nefna kísil, kalsíum,
járn, magnesíum o.fl. Þau ganga í
samband við önnur efni í vatninu
og mynda þar með steindir.
Hvað má þá nota til að greina
steindirnar í tegundir? Þar má
taka til lit, lögun kristalla, áferð
(t.d. gljáa) og síðast en ekki síst
hörkuna. Auðvitað eru steindirnar
misharðar. Harkan er metin eftir
kvarða sem kallast Mohrs-kvarði
og eru tölurnar 1 — 10 hafðar sem
mið. Steinn með hörkuna 4 er mun
„ónýtari" en steinn með hörku 7
(skráð H-7). Handhæg efni, s.s.
gler, stál (hnífur) og kalk (nögl)
eru notuð til að ákvarða hörkuna.
Rispi steinn gler, er hann harðari
en H-6, svo dæmi sé tekið. Grein-
ingarkerfið er alls ekki flókið og
handbækur hjálpa enn frekar við
greininguna.
Ekki má gleyma steingerfingun-
um. Sumir steinasafnarar hafa
áhuga á steingerfingum, þ.e. leif-
um eða „afsteypum" af lífverum.
Hér á Islandi er til allmikið af
skeljasteingerfingum, blaðförum,
trjábútum og fleiru sem segir til
um veðurfar og ýmsar aðrar að-
stæður í fyrndinni (allt að 10—15
milljón ár aftur í tímann). Stein-
gerfingar eru efni í aðra grein og
verður ekki fjallað um þá frekar.
Helstu holufyllingar
á Islandi
Holufyllingar í íslenskum
steinasöfnum eru langflestar úr
þremur tegundaflokkum: Kvars-
steinar, kalsítsteinar og geisla-
steinar.
Kvarssteinar eru úr kísiloxíði,
þ.e. sambandi kísils og súrefnis.
Oft eru ýmis snefilefni í þeim sem
lita steinana. Kvars er hart (jafn-
an um 7) og mjög veðrunarþolið.
Kalsítsteinar eru úr kalsíum
karbónati, þ.e. sambandi kalsí-
ums, kolefnis og súrefnis. Kalsít
er lint (H-2 til 3) og stenst veðrun
illa. Annað heiti er kalkspat, en
silfurberg er notað um ákveðið af-
brigði kalsítsins.
Geislasteinar eru úr kísilsam-
böndum, en mjög blandaðir öðrum
efnum, t.d. kalsíum og magnesí-
um. Þeir eru miðlungsharðir (H-
4,5—5,5) og ákaflega algengir.
Geislasteinar skiptast í mjög
margar tegundir og hafa rúmlega
15 þeirra fundist hér á landi. Ann-
að heiti er seolitar.
Segjum svo að nú sé komið að
því að greina einhverja holufyll-
ingu, hvort sem er laglega krist-
alla innan úr lítilli blöðru, sjóslíp-
aða möndlu eða stærðar brot úr
sprungufyllingu. Ef hnífur rispar
ekki sýnið eða ef það getur rispað
gler, er vafalítið um kvarsstein að
ræða. Þá eru möguleikarnir þess-
ir; og er nú að athuga lit og lögun
kristalla (ef þeir eru):
Glærir, sexstrendir kristallar
með oddi: Bergkristall Hvítt, glært
eða ljósleitt, myndlaust (ókristall-
að): Kalsedón — annað heiti er
draugasteinn, glerhallur. Hvít og
glær lög skiptast á: Onýx. Lituð '
lög, jafnvel hringir: Agat. Litaðir,
þéttir steinar (rauðir, grænir,
brúnir...): Jaspís. Gulleitir,
sexstrendir kristallar: Reykkvars.
Fjólubláir, sexstrendir kristallar:
Ametyst.
Ef sýnið nær varla að rispa gler
og er litað með mjög miklum
gljáa, er það líklega ópall. Ópallinn
er skyldur jaspls nema hvað mun
meira vatnsinnihald gerir hann
aðeins mýkri og meira gljáandi.
Ópall er fremur sjaldgæfur á ís-
landi miðað við jaspís (H-6).
Ef hnífurinn rispar sýnið er það
annað hvort seólíti eða kalsít. Ein-
faldasta aðferðin til að skiija þar
á milli er að dreypa örlitlu af
þynntri sýru (t.d. saltsýru — og
varlega nú!) á steininn. Ef sýran
freyðir, er efnið kalsít, annars
seólíti. Segjum svo að það sé kals-
ít:
Hálfglærar, hvítar kristalþyrp-
ingar, stundum með plötulaga
kristöllum: Venjulegt kalkspat. Nil-
arlaga, stundum brúnleitir kristall-
ar: Aragónít. Skakkir, glærir ten-
ingar: Silfurberg.
Silfurbergsmolar eru í raun að-
eins brot úr stærri kristalsöfnum.
Úr óásjálegum kristalhrúgöldum
má fá fallega silfurbergsmola með
því að nota hníf og hamar og
kljúfa kristallana varlega eftir
brotflötum sem sjást í þeim. Tvö-
falt ljósbrot er í silfurbergsmolum
og voru þeir fyrrum notaðir í
rannsóknartæki.
Setjum svo að sýran hafi ekki
freytt á steininum og við þar með
talið hann til geislasteina eða
skyldra steintegunda. Þá getur
orðið nokkuð vandasamt að greina
tegundina nánar. í ýmsum steina-
handbókum og tímaritum (t.d.
Lapis nr. 1, 3. árg. 1978, þýskt)
voru góðar myndir sem aðstoða.
Lögun kristallanna er helsta hald-
reipið, því allir seólítar eru nánast
hvítir eða glærir. Stór kristalsöfn
geta við ævintýralega falleg:
Geislóttir/þráðlaga kristallar:
Skólesít, mesólít, thomsonít, mord-
enít, lámontít.
Plötulaga kristallar: Stilbít,
heulandít.
Teningslaga kristallar: Kabasít
og analsím (skylt seólítum).
Hér hafa aðeins verið taldir upp
algengustu geislasteinarnir og
nokkrar skyldar steintegundir eru
ekki nefndar. En greiningarlykl-
arnir hér að ofan ættu að duga
meðan fyrstu áföngum steinasöfn-
unar er náð.
Hvar skal leita?
Sums staðar finnast engar holu-
fyllingar á íslandi. Þar sem nýleg
hraun hafa runnið og móbergsfjöll
risið, er berggrunnurinn svo ung-
ur og ferskur að holufyllingar
hafa ekki enn safnast í efri jarð-
lögin, en þau neðri eru djúpt graf-
in í lítt rofnum berggrunninum.
Þessi svæði köllum við eldvirka
beltið einu nafni og jaðarsvæði
þess. Holufyllinganna ber að leita
í eldri jarðlögum landsins, á
blágrýtissvæðunum (tertíeri berg-
„Ég tel t.d. rangt aö
menn sanki aö sér
ókjörum af grjóti, tíni
allt sem þeir finna og
brúki hamar og meitil
til aÖ brjóta holufyll-
ingar úr bergi — og
skemma þær nær und-
antekningarlaust. Mikil
græögi leiðir annað
hvort til þess að menn
sitja uppi með ómæld
kflógrömm af ónýtu
grjóti eða þurfa að
vinna ótæpilega úr sýn-
um.“
grunnurinn), og þar í nánd: Vest-
urland, frá Kjalarnesi að telja,
víða á Snæfellsnesi, allir Vestfirð-
irnir, allt Norðurland, að undan-
teknu gosbeltinu á NA-landi, og
loks allir Austfirðirnir og SA-land
að Breiðamerkurjökli. T þessum
landshlutum er holufyllingunum
auðvitað misdreift. Einna mest er
um þær í nánd við gamlar megin-
eldstöðvar þar sem jarðvatn hefur
hitnað vel og „kvikuvessar" leitað
út í berggrunninn. Eldstöðv-
arústirnar má þekkja á því að
ljóst berg er áberandi, mikið er
um bergganga (tröllahlöð) og
jarðlög hafa haggast. Holufyll-
ingarnar eru gjarnan í jöðrum