Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1984
39
Þær þurfa nauðsynlega að vera
tvær, kaupfélagið og kaupmaður-
inn á horninu. Annars er hætt við
að hlutirnir koðni niður i meðal-
mennsku og þaðan af verra. Und-
irritaður er nú ekki meiri sam-
vinnumaður en þetta, Eyjólfur!
Þessar línur verða ekki mikið
lengri að sinni þar sem heyskapar-
annir og fleira kallar að. En ekki
skal þó ljúka þessu máli án þess að
nefna úlfinn sem við ætlum báðir
að leita að með fleiri góðum
mönnum og helst að taka úr hon-
um tennurnar.
Nú vita flestir að þú ert mikill
baráttumaður og líklegur til af-
reka í þessari leit, en mitt lóð á þá
vogarskál verður trúlega aldrei
nema lítið. Þú og nokkrir félagar
þínir hafið nú um stund togað ótt
og titt í sauðargæru Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga. Þið teljið
að undir þeirri gæru leynist sá
Fenrisúlfur sem flestu illu valdi í
okkar samfélagi. Eins og komið
hefur fram eru ekki allir sammála
ykkur í þeim efnum. Ég held að
undan sambandsgærunni komi
aldrei nema í hæsta lagi nokkur
hár af úlfinum gráðuga. En safn-
ast þegar saman kemur, segir
máltækið. í grein þinni um daginn
kemur fram að þú ert búinn að
gripa í einn skankann af hinum
gráðuga Fenrisúlfi. Héðan fylgja
þér góðar óskir um velfarnað í
þeirri glímu.
Hrafnseyri 28. júní 1984.
llallgrímur Sreinsson er skóla-
stjóri í Hrafnseyri.
Ánægja með
stofnun Búseta
„Félaagsfundur Verslunarmanna-
félags Árnessýslu, haldinn á Selfossi
28. maí, lýsir yfir ánægju sinni með
stofnun húsnæðissamvinnufélagsins
Búseta og vonar að þar muni opnast
leið fyrir tekjulágt fólk til að komast
í varaniegt húsnæði, sem uppfyllir
kröfur nútímans án þess að færast
of mikið í fang.
Fundurinn gerir þá kröfu til
stjórnvalda að Búseta séu tryggð
lán frá Húsnæðismálastofnun
ríkisins á sambærilegum kjörum
og tíðkast í nágrannalöndum
okkar, til þess að markmið þeirra
nái fram að ganga."
(FrétUiilkynning)
Bók á ensku eft-
ir íslenska konu
ÚT ER KOMIN á ensku, bók sem
ber titilinn „I asked myself: Ásta
Ólafsdóttir, if this were a dictionary,
how would you explain your heart in
it?“.
Höfundur bókarinnar og útgef-
andi er Ásta Ólafsdóttir og er
þetta önnur bók hennar. Innihald
bókarinnar eru hugarflugsmyndir
og vangaveltur i óbundnu máli og
er bókin myndskreytt af höfundi,
að því er segir f fréttatilkynningu.
Sendinefnd frá Alþingi í Rúmeníu:
Átti fund með Ceausescu og
ræddi við hann um alþjóðamál
Fundi sendinefndarinnar með Ceausescu var gerð skil í sjónvarpinu og einnig var greint frá fundinum á forsíðu
dagblaðsins „Scinteia" og birtist þessi mynd af Þorvaldi Garðari Kristjánssyni og Ceausescu. Síðasta dag
heimsóknarinnar var haldinn blaðamannafundur með sendinefndinni og einnig átti sjónvarpið viðtal við
Þorvald Garðar.
DAGANA 20.-27. júní sl. var
sendinefnd frá Alþingi boðið til
Rúmeníu í boði Rúmeníuþings. í
nefndinni voru: Forseti sameinaðs
Alþingis, Þorvaldur Garðar Krist-
jánsson, sem jafnframt var formað-
ur nefndarinnar, Salóme Þorkels-
dóttir, forseti efri deildar, Ingvar
Gíslason, forseti neðri deildar,
Svavar Gestsson, formaður Alþýðu-
bandalagsins, og Magnús H. Magn-
ússon, varaformaður Alþýðuflokks-
ins.
Þetta er í annað sinn sem sendi-
nefnd frá Alþingi er boðið til
Rúmeníu í boði Rúmenfustjórnar.
Fyrri ferðin var farin árið 1970 og
árið 1973 kom hingað til lands
sendinefnd frá Rúmenfu f boði Al-
þingis.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson,
forseti sameinaðs Alþingis og
formaður sendinefndarinnar,
sagði að ferðin hefði verið hin
ánægjulegasta og til marks um
það góða samband sem ríkti á
milli þjóðþinga íslands og Rúm-
eniu.
„Við byrjuðum á þvf að heim-
sækja rúmenska þingið þar sem
rætt var við forseta þess og síðan
var þinginu fært ljósprentað ein-
tak af Skarðsbók að gjöf frá Al-
þingi,* sagði Þorvaldur Garðar
Kristjánsson í samtali við Morg-
unblaðið um ferð nefndarinnar.
„Einnig áttum við fund með utan-
ríkisráðherra Rúmeniu, Stefan
Andrei, og voru við hann rædd
mál sem varða samskipti land-
anna, svo sem menningar- og
viðskiptamál. Þá var einnig fja.ll-
að um vandamál þróunarland-
anna, hernaðarátökin f Austur-
löndum nær, en þó einkum og sér
í lagi var rætt um friðar- og af-
vopnunarmál og þá með sérstöku
tilliti til eldflauga Atlantshafs-
bandalagsins og Varsjárbanda-
lagsins f Evrópu.
„Hápunktur ferðarinnar var
síðan fundur með Nicolae Ceaus-
escu, forseta landsins, og ítarleg-
ar viðræður við hann um hin þýð-
ingarmestu mál.“ Þorvaldur
Garðar sagði að Ceausescu hefði
hafið umræðuna á þvf að leggja
rnikla áherslu á friðarvilja rúm-
ensku þjóðarinnar og mikilvægi
þess að þjóðir héldu sjálfstæði
sfnu. Kvaðst hann hafa áhyggjur
af framvindu alþjóðamála vegna
versnandi samskipta risaveld-
anna.
Þorvaldur Garðar sagði að af
hálfu sendinefndarinnar hefði
verið tekið undir þessi sjónarmið
en jafnframt hefði verið bent á að
f stefnuskrá Sameinuðu þjóðanna
væri eitt megininntakið að ekki
skyldi valdi beitt f samskiptum
þjóða og þá að sjálfsögðu ekki
hinum gjöreyðandi kjarnorku-
vopnum. Þá var og bent á að eitt
atriði Helsinki-sáttmálans fjall-
aði um að ekki skyldi beita valdi í
samskiptum rfkja. Þorvaldur
Garðar sagðist einnig hafa bent á
að sá árangur sem náðst hefði á
Madrid-ráðstefnunni fæii f sér
vilja þátttökuríkjanna til að efla
samstarf sín á milli.
„Þess vegna var lögð á það
áhersla," sagði Þorvaldur Garðar,
„að koma þyrfti á gagnkvæmu
eftirliti til að tryggja að samning-
ar væru haldnir og að teknar yrðu
upp að nýju viðræður um meðal-
drægar kjarnorkueldflaugar f
Evrópu. Einnig var minnst á við-
fangsefni Stokkhólms-ráðstefn-
unnar, á fundinum með Ceaus-
escu, og lögð áhersla á að þau
næðu fram að ganga til að efla
öryggi og traust í allri Evrópu, frá
Atlantshafi til Úralfjalla.
Þorvaldur Garðar sagði að Ce-
ausescu hefði orðið tfðrætt um
stefnu Rúmena f afvopnunarmál-
um og að hann hefði vitnað til
samþykktar Rúmenfuþings, þann
24. mars sl. „Þar kemur meðal
annars fram,“ sagði Þorvaldur
Garðar, „að Bandarfkjamenn eru
hvattir til að vinna að þvf að endir
verði bundinn á uppsetningu með-
aldrægra kjarnorkueldflauga f
Vestur-Evrópu ásamt þvf að ekki
verði komið fyrir fleiri kjarnorku-
flaugum á meginlandi Evrópu.
Jafnframt er hvatt til þess að
teknar verði upp samningavið-
ræður á ný og að útrýmt verði
meðaldrægum kjarnorkueldflaug-
um í Evrópu.“ Þorvaldur Garðar
sagði að þá væri einnig f þessari
samþykkt rúmenska þingsins
hvatning til Sovétrfkjanna um að
fyrirhugaðar gagnráðstafanir
þeirra nái ekki fram að ganga og
að þau hætti við uppsetningu
meðaldrægra eldflauga.
Þorvaldur Garðar sagðist þá
hafa gert grein fyrir stefnu Atl-
antshafsbandalagsins f þessum
þýðingarmiklu málum og hefði
m.a. bent á að Atlantshafsbanda-
lagið hefði borið fram ákveðnar
tillögur um afvopnun og takmörk-
un vfgbúnaðar og að það væri
Sovétrfkjanna að sýna viðbrögð
við þessum tillögum og samnings-
vilja. Island styddi hina „tvíþættu
ákvörðun" Atlantshafsbandalags-
ins sem tekin var f desember 1979
og liti ekki svo á að það væri í
þágu friðarins að veita Sovét-
ríkjunum einkaleyfi á meðal-
drægum kjarnorkueldflaugum f
Evrópu.
„Einnig minntist ég á það við
Ceausescu að uppsetning kjarn-
orkueldflauga Bandarfkjanna f
Vestur-Evrópu héldi áfram svo
lengi sem Sovétrfkin samþykktu
ekki raunhæfar leiðir til gagn-
kvæmrar fækkunar kjarnorku-
flauga hjá báðum aðilum. Sagði
ég það ekki leiða til neins góðs að
Sovétríkin ógni lýðræðisríkjum
með skelfingu kjarnorkustyrjalda
og haldi því jafnframt fram að
fyrstu kjarnorkusprengjunni
verði varpað frá Washington.
Þá minnti ég á það að viðræður
milli þjóðarleiðtoga austurs og
vesture væru frumskilyrði friðar
og að einnig þyrfti að fara fram
eftirlit með vfgbúnaði og afvopn-
un. Slíkum viðræðum yrði að
koma á við fyrsta tækifæri. Og að
lokum sagðist ég telja að jafnvel
væri enn betra að koma á frjálsri
fréttamiðlun og ferðafrelsi landa
á milli eins og gert er ráð fyrir f
Helsinki-sáttmálanum sem gerð-
ur var árið 1975.“
Þorvaldur Garðar sagði að þó
svo um greinilegan ágreining væri
að ræða um ýmis mál hefðu sam-
eiginleg sjónarmið beggja land-
anna komið fram og að lögð hefði
verið áhersla á mikilvægi frið-
samlegra samskipta á milli þjóða.
Fundur sendinefndar Alþingis
með Ceausescu, forseta Rúmeníu,
fékk umfjöllun f sjónvarpinu f
Rúmenfu að kvöldi þess sama
dags og hann fór fram og sagði
Þorvaldur Garðar að fundur Ce-
ausescu með nefndinni hefði verið
mun lengri en venja er til með
kurteisisfundi sem þennan.
Sendinefndin átti einnig við-
ræður við aðra fyrirmenn lands-
ins s.s. ráðherra utanrfkisvið-
skipta og var rætt við hann um
verslunarviðskipti lslands og
Rúmeniu. Þá var sendinefndinni
kynnt landið og landshættir og
voru skoðuð ýmis fyrirtæki í létt-
og þungaiðnaði.
Eftir að hafa dvalist aðallega f
Búkarest fór sendinefndin í kynn-
isferð til Sibiú-héraðs og kynntist
þar atvinnu- og menningarlffi.
Einnig var landbúnaður kynntur
með ferð á ríkisbú og farnar voru
kynnisferðir á sjúkrahús, söfn og
ýmsar menningarstofanir, svo að
eitthvað sé nefnt.
„Móttökurnar voru sérlega
vinsamlegar og skipulag ferðar-
innar var sem best verður á kos-
ið,“ sagði Þorvaldur Garðar. „Það
sem vakti sérstaka athygli mfna
var hvað Rúmenar leggja mikla
áherslu á þjóðleg viðhorf, bæði i
þjóðháttum og afstöðu til annarra
ríkja. Það er áberandi hve mjög
þeir vilja halda sjálfstæði sfnu
gagnvart Sovétrfkjunum enda er
það svo að þeir hafa í ýmsum efn-
um algjöra sérstöðu f hópi hinna
kommúnfsku rfkja. Mér virtist
sem á sumum sviðum væri meira
frjálsræði en ég hafði átt von á,
en allt verður þetta að skoðast f
Ijósi þess að íslendingar og Rúm-
enar búa við gjörólika stjórnskip-
an, við við lýðræði en þeir við
einsflokksskipulag," sagði Þor-
valdur Garðar Kristjánsson að
lokum.
NYIA tVOTlAVELIN
FRAMLEIDD SÉRSTAKLEGA
FYRIR ÍSLAND
Ný og vönduö þvottavél fyrir þig.
♦ Tekur 5 kg af þurrum þvotti.
♦ Tengist við heitt og kalt vatn.
♦ Sérstakur sparnaðarrofi.
♦ 400 eða 800 snúninga vinduhraði.
♦ 18 mismunandi þvottakerfi.
♦ íslenskar merkingar á vélinni.
♦ Sérhver vél er rafeindaprófuð.
♦ Verðið er aðeins: 15.400 kr.
15.400:
ARMULA-EIÐISTORGI-SIMI: 91-686117