Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 12
44 MOR6UNBLAÐH). PÖSTUDAGU-R 6. JÚLt 1984- NfÖRGÚíÍBLAÚnÍJ; PÖSTtltiAÚÚft tf'ÍGtí'Wt 45 glæsikerrur eins og Packard mod- el '38, Bugatti frá ýmsum skeiöum, Rolls Royce og sportmodel af Mercedes Benz. Bílarnir hafa veriö 30—40 talsins og voru þeir hver öörum fallegri og var áberandi hve þeim var vel viöhaldiö. — Sagt frá forn- bílasýningu á suð- urströnd Frakk- lands. Einn failegan sumardag í byrj- un júní héldu fornbílaklúbbar á suðurströnd Frakklands veglega sýningu á fornum bifreiö- um, í litlu sjávarþorpi sem heitir Villefrance og er í grennd við Nice. Lionshreyfingin á staönum stóö einnig aö sýningunni, sem haldin var innan virkisveggja gamals kastala, sem þar er. Sýningin hófst á þvi aö bílarnir óku fylktu liöi um bæinn, yfir virkisbrúna og inn um bogadregiö hliöiö, sem skreytt var fánum. Þegar komiö var innfyrir virkishliöiö mátti heyra unaöstóna, sem rekja mátti allt aftur til 1930. Hver á fætur öörum renndu bílarn- ir sér inn í virkisgarðinn undir þessu spili. Sumir ökumannanna og farþegar þeirra voru klæddir samkvæmt tísku þess tíma, sem bílarnir voru frá og vakti klæöa- burður þeirra kátínu sýningar- gesta. Þarna mátti sjá margar Fólk gekk á milli bílannna og skoöaöi gripina og höföu menn greinilega mjög gaman af. Fleira var þarna til skemmtunar eins og lúörasveitarblástur ungmenna úr þorpinu. Hér var líka um fjáröflun- arstarfsemi aö ræöa, því þarna voru seldir ýmsir hlutir eins og lyklakippur og bolir meö áletrun klúbbanna. í lok sýningarinnar voru svo veitt verölaun fyrir falleg- asta bíiinn, best hirta bílinn, sér- stæöasta bílinn, og ýmsar aörar viöurkenningar. Fengu bæöi bíl- stjórinn og maki, hvort sem þaö var kona eöa karl, einnig gjöf. Greinilegt var aö þeir sem þátt tóku í þessum viöburöi þekktust vel innbyröis og var mjög létt yfir mannskapnum. Blaöamaöur Morgunblaösins var þarna stadd- ur af tilviljun og festi hann þessi glæsilegu farartæki á filmu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.