Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JtJLÍ 1984 55 svefnsins (stig V) einkennist af hröðum augnhreyffngum hlns sof- andi. REM-þáttur svefnsins er álit- inn það stig, sem sérstaklega ýtir undir draumsýnir. Fjórum eða fimm sinnum á nóttu hverfum viö með regluiegum 90 mínútna milli- bilum frá einum fimm-stiga svefn- áfanga yfir í þann næsta, allt þar til viö vöknum um morguninn. Allt frá því um 1960 er unniö af kappi í fjölmörgum visindalegum athugunarstöövum fyrir svefn- og draumarannsóknir aö nákvæmum mælingum á öllu því, sem unnt er aö kanna, merkja, skrá og staöla í sambandi viö svefn og draumfarir manna. Einn fylkingararmurinn innan bandarískra draum-rannsókna hefur andmælt mjög kröftuglega þeirri kenningu Sigmunds Freuds varöandi eöli drauma, aö á þá beri nánast aö líta sem „hreinustu kjör- leiö til undirmeðvitundarinnar", sem láti stjórnast af „uppfyllingu óskanna". Er þaö einkum núna á síöustu árum, aö kenningar Freuds um drauma hafa hlotiö slæma út- reiö nútíma vísindamanna. Sam- kvæmt áliti þeirra mega menn af- tur láta sig dreyma hömlulaust um kistur, kassa og ofna — en sam- kvæmt kenningum Freuds eru þetta draumatákn fyrir konur og kvenleika — og einnig telst þaö saklaust aö dreyma, aö maöur sé önnum kafinn viö aö sundra flösk- um, banönum og rörum (reður- tákn) eöa éta þess háttar hluti, sveigja og beygja aö vild, án þess aö sá grunur falli á mann, aö um miklar geöflækjur sé aö ræöa hjá viökomandi, aö hann sé hvekktur oröinn á öllu eöa taugatrekktur. Ödipus-duld eöa reöur-öfund gild- ir ekki lengur sem óumdeilanlegt hámark djúpviturrar draumtúlkun- ar. Sérfræöingur á borö viö dr. Patriciu Garfield segir til dæmis al- veg blákalt: „Nú, banani er bara banani og ekkert meira!" Þessi breytta stefna í draum- túlkunum á rætur sínar aö rekja til sérstæörar utanveltu-kenningar tveggja Harvard-prófessora: Sam- kvæmt henni eiga hvatir, sem beinlínis spretta af líffræöilegum orsökum, aö stafa frá svonefndum risafrumum viö litla heilann, og þessar hvatir orsaka svo aftur draumsýnirnar. Kenningar Freuds um þetta efni hafa þar meö veriö léttvægar fundnar og lagöar fyrir róða. Eöa þaö skyldi maöur mega halda? Viö Max-Planck-stofnunina fyrir rannsóknir í geölækningum í Múnchen er aö minnsta kosti enn- þá lögö höfuöáherzlan á sálfræöi- leg viöhorf viö drauma-rannsóknir nú sem endranær. Auk sérstakra rannsókna á áhrifum streitu á svefn og drauma, sem veriö er aö vinna aö í Max-Planck-stofnuninni, fara þar einnig fram vísindalegar í draumnum hefur jafnt tími sem rúm glataö gildi sínu, lögmál rökhyggju eru afnumin. Fortíö og framtíö renna saman í eitt og veröa aö nýjum veruleika nætur- innar. Draumar búa yfir sínum eigin frásagnarmáta, þeir eru uppfullir af táknum og dulsögn- um. Einungis í svefni skiljum við þaö leyndardómsfulla tungumál. athuganir á tengslunum milli óró- legs svefns og þunglyndiskasta. Líf og fjör í draumaheimi Hvaö sem öðru líöur, þá er eitt víst: Draumsýnir manna eru rann- sakaöar af hinni mestu gaum- gæfni, flokkaöar nákvæmlega niöur, meöhöndlaöar tölfræöilega og þar fram eftir götunum. Sá sem sér til dæmis sjálfan sig í draumi æöa kviknakinn gegnum salar- kynni flutstöövarbyggingarinnar á leiö upp í flugvél, lendir í flokki meö þeim örfáu eöa um þaö bil 1% manna, sem i draumi finna fyrir blygöunarkennd. Miklu algengara er, aö hinn sofandi útausi kennd- um eins og ofsareiöi og vonbrigö- um í áreitnum draummyndum. En annars eru skelfingardraumar langsamlega algengastir eöa um 14% allra drauma; oft tengjast slík- ir draumar tilfinningum eins og innilokunarkennd eöa þeirri upp- götvun, aö geta sig hvergi hreyft. En í meginatriöum er óhætt aö fullyröa, aö konur dreyml af meiri tllfinningasemi og eigl sér blíöari drauma, en yfirleitt dreymir karla um efni, sem eru vogaöri og bera vitni um mun meiri árásarhneigö og metnaöargirni. Hinn þekkti háöfugl upplýsingatímabilsins, Georg Lichtenberg (1742—1799) haföi víst alveg rótt fyrir sér, þegar hann komst svo að orði: „Ef fólk myndi segja drauma sína af fullri hreinskilni, mætti miklu frekar lesa skapgeröareinkenni manna út úr þeim frásögnum heldur en úr svip þeirra." Niöurstaöan veröur þá þessi: Hvort sem menn hallast nú fremur aö því fornkveöna og aö þeim kenningum sálfræðinnar, aö sérhver mynd í draumnum sé í eöli sínu táknræn, og unnt sé aö „þýöa" hvorja draumsýn yfir í visst sálarástand og sálræna erfiöleika dreymandans, eöa menn láta end- anlega sannfærast af þeirri vís- indakenningu, aö draumarnir eigi sér beinar líffræöilegar orsakir; hvort sem menn líta á drauma sem eitthvaö froöufyrirbrigöi eöa láta heillast af hinum hrikalegu og í orösins fyllstu merkingu súrreal- ísku myndum og sýnum draum- anna, þá er þó hitt staöreynd, aö draumurinn opnar manni sýn inn í annan veruleika — veitir þeim, sem þaö vilja, tækifæri til aö taka sjálfan sig, sál sína, tali. Rithöfund- urinn Henry Miller, sem annars er bæöi frægur og reyndar alræmdur fyrir miskunnarlaust raunsæi sitt, oröar draummynd sína í skáldsög- unni „Big Sur og appelsínurnar hans Hieronymus Bosch": „margir hafa á oröl, aö þeir hafi enga minnstu löngun til aö eyöa lífi sínu í drauma. Eins og lífiö sé þá ekki sjálft draumur, mjög svo raunveru- legur draumur, sem ekki er hægt aö vakna af. Viö göngum frá einni mynd drauma yfir í aöra, snúum úr draumi svefnsins inn í draum vök- unnar, frá draumi lífsins yfir í draum dauöans. Þeim sem ein- hvern tima hefur auönazt aö dreyma vel, veröur aldrei á aö kvarta yfir því, aö hann hafi sóaö tíma sínum meö því. Hann gleöst þverl á móti yfir því aö hafa átt hlutdeild í veruleika, sem lyftir hin- um hversdagslega lífsveruleika upp á æðra sviö og styrkir hann.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.