Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1984 63 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI ^ TIL FÖSTUDAGS ff hy i/-wut nw Þeir eru duglegir, krakkarnir ( unglingavinnunni. Opin í dag frá kl. 13.30 til 19.00 149 SÝNENDUR 18 SÖLUBÁSAR Að auki: Myndlist, leirlist, kortasafn, barm- merkjasafn, Ijósmyndasýning. Aögangseyrir aöeins 50 kr. fyrir full- oröna, 10 kr. fyrir börn og 150 kr. fyrir miöa sem gildir allan sýningar- tímann. Fjölbreytileg og skemmti- leg sýning. NORDIA 84 NORDIA 84 Unglingavinnan í Kópavogi Kópavogsbúi skrifar: Velvakandi góður. Ég ætla að biðja þig að koma á framfæri verðskuld- uðu lofi um unglingavinnuna í Kópavoginum. Kaupstað- urinn fær bókstaflega nýtt yfirbragð á hverju vori, þeg- ar unglingavinnan byrjar. Það eru hrein undur, hverju krakkarnir fá áorkað við að einbeitt sér að kúnnanum sem væri á staðnum. Einnig eykur það samkeppni og bætir stöðu við- skiptavinarins sem þá getur borið saman verð og gæði af einhverju viti. Ég mælist til að verð fylgi öllum verslunarauglýsingum, því slíkt auðveldar öll viðskipti mikið. Fjárfestinga- dellan Borgari hringdi og hafði eftir- farandi að segja: Er ekki tímabært að banna með lögum frekari fjárfestingu í banka- og bensínstöðvabygging- um. Maður er farinn að halda að það sé hinn stóri draumur þessara auðfélaga að setja banka og bens- ínstöð á aðra hverja hundaþúfu á íslandi. Fyrrgreindir aðilar eru þeir einu á landinu sem sýna okkur, litla fólkinu, þá ómyndarþjónustu að biðraðirnar líkjast því sem tíðkast fyrir austan tjald. Það á að krefjast þess af þessum voldugu samsteypum að þær stilli milli- liðagróða sínum í hóf og selji þjónustu sína á eðlilegu verði, hætti þeirri óhæfu sem fjárfest- ingadellan er, en verji gróða sin- um í skynsamlega hluti, svo sem leiguhúsnæði fyrir aldraða eða aðra sem með þurfa, sem tíðkast mjög erlendis, að auðfélög geri. Forstjórar þessara stofnana ættu einnig að varast að komast svo mjög á milli tannanna á fólki fyrir eyðslu og óhóf sem því miður er nú raunin á. fegra og snyrta bæinn sinn. Sjálfsagt eiga góðir verk- stjórar eða leiðbeinendur sinn mikla þátt í þessu, en krakkarnir eiga eigi að síður hrós skilið. Eg þykist geta hér trútt um talað, því að við Ferðalangur skrifar: Það mun eflaust mörgum finn- ast það að bera í bakkafullan læk- inn, þegar minnst er á málverka- sýningu, svo hátt sem þessari listgrein hefur verið gert undir höfði að undanförnu. Ég get þó ekki stillt mig um að benda á sýn- ingu, sem nú stendur yfir í „Eden“, Hveragerði. Þar sýnir Sveinbjörn Þór Einarsson. Sýning þessi er að mínu áliti al- veg frábær og höfðar vel til smekks og fegurðarskyns alls þorra fólks. Hér er ekki á ferðinni nein framúr- eða fáránleikastefna Jónas Guðnason, skrifar: Háttvirti Velvakandi. Nú er alls staðar verið að spara vegna efnahagsaðgerða ríkisins. Helst er tekið úr vasa launþegans en ýmsar stofnanir kvarta einnig sáran yfir féskorti, þar á meðal er sjónvarpið. Ekki er ég að draga í efa fullyrðingar forráðamanna þar, en vil benda þeim á leið til sparnaðar sem ekki einasta dreg- ur úr útgjöldum þeirra heldur stórbætir þjónustu sjónvarpsins og færir það nær þróaðri stöðvum í Evrópu og Ameríku. Hér á ég við dagskrárþulurnar, sem ættu að vera horfnar fyrir löngu af skerm- inum. Ég er síst að lasta þær per- sónulega, en starf þeirra er með öllu tilgangslaust, og nú sérstak- lega þegar búið er að færa dag- skrárkynningar í upphafi hvers kvölds inn á tölvuskerm svo og fréttir í dagskrárlok um helgar. Ég er sannfærður um að með fengum unglingavinnuflokk undir stjórn Bjargar til að vinna í lóðinni hjá okkur. Þar var svo prýðilega að verki staðið, að mér finnst sjálfsagt að vekja athygli á vinnubrögðum unglinganna. heldur fegurðin í sínum einfald- leik eins og leikmaður fær best skilið og skynjað. Mér er hugstætt hversu mjög allir þeir mörgu, sem staddir voru þarna virtust á einu máli um ágæti þeirra málverka, sem til sýnis voru. Þar eða sýning þessi varð á vegi mínum nánast fyrir tilviljun og kom mér svo rækilega á óvart, finnst mér, að ekki megi undir höfuð leggjast að hvetja þá, sem hyggja á för yfir Hellisheiði að koma við 1 „Eden“ áður en henni lýkur. því að afnema þularstarfið væri hægt að spara miklar upphæðir, sem varið yrði skynsamlega í bætta dagskrá. Þar sem ég minntist á dagskrá vildi ég gjarnan bæta örlitlu við um starfsemi sjónvarpsins í heild. Nú í júlí verður í fyrsta skipti sjónvarpað í júlí og þykir mér það miður. Helst ætti að loka sjón- varpinu í 3 mánuði að sumrinu. Mikið hefur einnig verið deilt um ágæti sjónvarpsins, þar væri of mikið af fræðsluefni og þungum dagskrárliðum sem enginn nennir að horfa á, en minna af léttmeti. Ég vil gera það að tillögu minni að fleiri sjónvarpsstöðvar verði sett- ar á laggirnar sem sérhæfi sig i efni t.d. fræðsluþætti eins og tíð ast erlendis. Þá gæti skemmtiefi ið vaxið að umfangi í gamla sjón varpinu en við sem viljum fylgjast með fræðslumyndum fengjum okkar eigin rás. Frábær málverkasýning Um þulur og sjónvarpsrásir Alls konar kryddlegið kjöt á útigrillið Pappahirslur Verö frá 20 servéttur ^^ í pakka á aöeins wV Dilkakjöt í 2. flokki afsláttur á heilum skrokkum m Vörumarkaðurinn hf. Armula 1 A S. 688111 og Eiöistorgi 11 S. 622200.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.