Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 6
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1984
Skarðatind, 1385 m háan, barði ég augum fyrsta
sinn vorið 1979. Úr botni Morsárdals í Skaftafells-
fjöllum í Öræfasveit fylgdumst við fjérir ferðafélag-
ar með, er ský tók af fjöllum í brúnum Vatnajökuls.
Smám saman kom hann í Ijós sem risavaxinn
bergkastali, drungalegur og þverhníptur. Til allra
hliða, nema að noröan, girða flugháir hamrar
hæstu eggjar. Hæstir eru hamrarnir að austan-
verðu. Meðfram þeirri hlið fjallsins gengur Skafta-
fellsjökull í boga niður á sanda, en að vestan geng-
ur Morsárjökull með undirhlíðum tindsins, niður í
botn samnefnds dals. Skarðatindur er fáfarinn
tindur, fjarri mannabyggð, og er oft á tíðum um
varasamt landslag að fara.
Fyrir nokkrum árum flaug Ómar
Ragnarsson, hinn landskunni
fréttamaöur, með austurhliö
Skaröatinds og kvikmyndaöi sam-
tímis hengiflugið. Mátti þá sjá fjall-
iö frá ööru sjónarhorni en venju-
legt er, i mynd hans „Undir og yfir
jökli“.
Lengi haföi austurhliðin heillað
okkur og um síöustu páska létum
viö til skarar skríöa. Nokkrum vik-
um fyrr höföu tveir félagar okkar
gengið aö hlíöinni en ekki reynt viö
meginvegginn sökum veðurs.
Aö kvöldi 15. apríl síöastl. héld-
um viö fótgangandi inn á Skafta-
fellsjökul. f Ijósaskiptunum náóum
viö undirhlíöum Skaröatinds og
undir stóru grettistaki bjuggum viö
okkur undír aö sitja af okkur nótt-
ina. Klæddir i dúnúlpur og meö
fætur í bakpokum varö okkur
heldur lítiö um svefn.
Um fimmleytiö næsta morgun
vorum viö komnir á ról og aö lokn-
um fátæklegum morgunverði lögö-
um viö af staö upp aö veggnum.
Eftir 1 'h stundar göngu náöum viö
botni „hvelfingarinnar".
Hvelfingin er risavaxið íhvolft gil,
er sker sig upp í tindinn og markar
ofar syösta turn fjallsins. Innst í
henni lá niöur snarbratt ísþil, eina
augljósa leiöin upp úr hvelfingunni.
Af frásögn félaganna, er veriö
höfðu hér allnokkru fyrr, aö dæma,
töldu þeir ísþiliö örþunna ísskel,
varhugaveröa til klifurs. Olli þaö
nokkru hugarangri hjá okkur. Ef ís
væri örþunnur væri hætta á aö litl-
ar tryggingar fengust í klifrinu.
Þögulir bjuggumst viö til upp-
göngu. Dauöaþögn ríkti í slúttandi
hamrasal, einstaka sinnum rofin af
þyt fallandi steina, er síöan skullu í
snjónum fyrir neöan með óhugn-
anlegu banki.
Klifriö hófst. Undir hækkandi sól
iá leiö okkar upp ísþiliö. Einstaka
ísmoli, bræddur af hita sólar, hent-
ist niöur úr hengifluginu og skall í
nálægð viö okkur eöa á, stöövaöi
framgang klifursins, en ætíö bara
augnablik. Á enda ísþilsins kom-
umst viö úr köidum skugga hvelf-
ingarinnar í langþráóan yl sólar.
Næsti hluti klifursins lá eftir
brattri syllu. Á henni var sólbráö
farin aö gera vart viö sig, en hún
jók áhættuna á framskriöi snjóa.
Þaö var léttir aö ná snjóbreiö-
unni í miöjum veggnum. Undir litl-
um kletti var tekinn stuttur matar-
tími. Fyrir ofan okkur opnaðist víö-
átta veggsins og efst trónaöi
geysihár höfuöveggur fjallsins —
aöaláhyggjuefniö.
Séö frá jökli rann höfuöveggur-
inn saman í eitt samfellt ísstykki.
Gat veriö aö fær leiö lægi í gegn-
um þaö? Úr miöjum vegg sást
greinilega aö hann var illvígur,
verri en vonir okkar leyföu. Við
vissum aö ef hann væri ófær
myndum viö þurfa aö feta okkur
niður sömu leiö og upp var farin.
Þaö væri síöur en svo þægilegt.
Áfram héldum við. Þvert á
snjóbreiðuna, inn í gil, upp þaö.
Yfir hrygg, upp þrep ísfossa að 150
metra háum höfuöveggnum. Rétt
eins og í hvelfingunni hrundu ís-
stykki úr hömrunum fyrir ofan.
Hvílík stærö á öllu hér. Þetta er allt
ófært nema ... ? Aöeins noröar
var gilskorningur. Jón klifraöi upp í
hann. Hann var snarbrattur. Uppi
endaði hann í háum yfirhangandi
ísfossi, niöri i engu — jú Skafta-
fellsjökli 700—800 metrum neöar.
Við tókum tíma í aö undirbúa
okkur fyrir ísfossinn. Eftir aö hafa
höggviö út stæröar snjópolla undir
ísfossinum lögöum viö í hann. Viö
komumst upp í hann hálfan. Viö
þessar aöstæöur var áframhaldiö
ófært, áhættan of mikil. Eftir ítrek-
aöar tilraunir til aö finna aðra leið
upp uröum viö aö sætta okkur viö
hlutskipti okkar.
Skaröatindur í Öræfum haföi
sigrað okkur.
Austurhlíð Skarðatinds.