Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLl 1984 57 ffclk í (Si fréttum Minnsta kirkjan + í bænum Drumheller í Alberta- fylki í Kanada er lítil kirkja, raunar svo lítil, að hún er fullskipuð þegar sex eru sestir inni í henni. Árið 1957 komu saman nokkrir menn í bænum og ræddu það hvernig unnt væri að auka ferða- mannastrauminn og þar með tekj- ur bæjarbúa. Margt bar á góma en loksins stakk einn upp á því að gera Drumheller, sem hafði ekki upp á neitt sérstakt að bjóða, frægan fyrir eitthvað, t.d. fyrir minnstu kirkju i Kanada eða eitthvað þess háttar. Hann var tekinn á orðinu og áður en varði var kirkjan risin af grunni. Ferða- mannastraumurinn jókst líka brátt og nú koma til bæjarins að jafnaði 10.000 manns árlega til að skoða kirkjuna og þar hafa farið fram ýmsar kirkjulegar athafnir eins og t.d. hjónavígslur. COSPER Ylaturinn er á borðinu. Hefurðu mátt til þess að halda á hníf og gaffli? Farrah Fawcett í hlutverki kúguðu eiginkonunnar + Farrah Fawcett, sem talin var fegursta kvikmyndastjarn- an á síöasta áratug, leikur eitt adalhlutverkiö í nýjum sjón- varpsmyndaflokki sem verður frumsýndur í Bandaríkjunum í næsta mánuöi. Er hans beöið meö nokkurri eftirvœntingu því að efnið er athyglisvert og hefur þegar valdið deilum. I myndinni, sem heitir „The Burning Bed“, leikur Farrah konu, sem eiginmaöurinn lemur sundur og saman en er samt sem áöur svo háö honum aö hún lætur sér þaö lynda. „Ég er allt annaö en fögur ásýndum í myndinni. Alltaf meö glóöarauga og blá og bólgin. Ekki af því mér líki heldur af því aö svona er þaö stundum og af því aö ég trúi því, aö einhvern tíma veröi þaö ekki látiö við- gangast lengur," segir Farrah. „The Burning Bed“ er um konuna Francine Hughes, sem eiginmaöurinn misþyrmir a.m.k. einu sinni í viku þegar hann kemur drukkinn heim af vertshúsum. Francine skilur viö hann en sættir sig þó viö, aö hann búi áfram á heimilinu „því aö hvar ætti hann annars aö vera“. „Þetta er átakanieg saga en ekki óalgeng. Fyrst þegar ég las handritiö vildi ég ekkert meö þaö hafa, vildi ekki sætta mig viö aö kynsystir mín væri auömýkt á þennan hátt. Þegar ég fór aö hugsa mig um fannst mér ég geta skiliö hana aö sumu leyti þótt ég væri henni ekki sammála," segir Farrah. Myndin hefur þegar vakiö mikla athygli í Bandaríkjunum þar sem hún veröur frumsýnd í næsta mánuöi í tengslum viö mikla upplýsingaherferö um ofbeldi á heimilum. Ýmsir öfga- fullir trúarhópar hafa barist gegn henni meö þau undarleg- heit aö yfirvarpi, aö meö því aö gera svona mynd sé veriö að viöurkenna, aö vandamáliö sé til. ^OLUBOÐ ...vöruverð í lágmarki Hugmyndasamkeppni a) Nýtt merki fyrir Landsbankann. b) Afmælismerki í tilefni 100 ára afmælis bankans. c) Minjagripur vegna afmælisins. í tilefni af 100 ára afmæli Landsbanka íslands 1986 býður bankinn til samkeppni um nýtt merki fyrir bankann, afmælismerki og minjagrip vegna afmælisins. Samkeppnin er haldin samkvæmt reglum Félags íslenskra teiknara og er öllum heimil þátttaka. Fyrir verðlaunahæfar tillögur verða veitt þrenn verðlaun: a) Fyrir nýtt merki kr. lOOþúsund. b) Fyrir afmælismerki kr. 60 þúsund. c) Fyrir minjagrip kr. 40 þúsund. Afmælismerkið er ætlað á gögn Landsbankans á afmælisárinu, svo sem umslög, bæklinga o.fl. Minjagripinn ætlar bankinn til dreifingar til viðskiptaaðilja o.fl. Tillögum að merkjum skal skila í stærð 10-15 sm í þvermál í svörtum lit á pappírsstærð DIN A4. Keppendur skulu gera grein fyrir merkjunum með texta og litum .Tillögurnar skal einkenna með sérstöku kjörorði og skal nafn höfundar og heimilisfang fylgja með í lokuðu ógagnsæju umslagi, merktu eins og tillögurnar. Tillögum að minjagripum má skila sem teikningum eða módeli af gripnum. Hverjum þátttakanda er heimilt að senda fleiri en eina tillögu. Skal hver tillaga hafa sér kjörorð og umslög með nafni höfundar vera jafnmörg tillögunum. Skilafrestur tillagna er til kl. 17:00 fimmtudaginn 1. nóvember 1984. Skal skila þeim í póst eða til einhverrar afgreiðslu Landsbankans merktum: Landsbanki íslands Hugmyndasamkeppni b/t Sigurbjörns Sigtryggssonar aðstoðarbankastjóra Austurstræti 12 101 Reykjavík. Dómnefndin er þannig skipuð: Fulltrúi afmælisnefndar Landsbankans. Fulltrúi Félags starfsmanna Landsbankans. Fulltrúi Félags íslenskra teiknara. Ritari dómnefndar og jafnframt trúnaðarmaður aðilja er Sigurbjörn Sigtryggsson. Keppendur geta snúið sér til hans í aðalbanka í síma 91-27722, varðandi frekari upplýsingar um samkeppnina. Dómnefndin skal skila niðurstöðum innan eins mánaðar frá skiladegi. Efnt verður til sýningar á tillögum og þær síðan endursendar. Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þóknun höfundar. Landsbankinn hefur einkarétt á notkun þeirra tillagna sem dómnefndin velur. Bankinn áskilur sér rétt til að kaupa hvaða tillögu sem er samkvæmt verðskrá FÍT. LANDSRANKINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.