Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 30
-
62
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ1984
, þetto er ekki smlUxndi, er f>"
... að spyrja: Hvers
vegna valdi hún mig?
TM Rea U.S. Pat. Off.—all rights reserved
°1984 Los Angeles Times Syndicate
Æskuir skjólstseðings míns voni
dapurleg.
HÖGNI HREKKVISI
,£|STAO BRAUP ÁAEO TÚHFlSKKÆFU I W0R6UNV£g£>í*
Hvar er ffkniefnalögreglan?
Sigríður skrifar:
Velvakandi sæll.
Upp á síðkastið hefur margt
sést í blöðunum um fíkniefni,
neyslu þeirra og afleiðingar.
Minna hefur verið rætt um varnir
gegn þessu bðli og svo virðist sem
flestir vilji sigla sofandi að feigð-
arósi. Talað er um að taka málin
fastari tökum, herða eftirlit með
ferðamönnum og öðrum sem
smyglað geta eiturlyfjum inn í
landið, en samt halda þau áfram
að streyma til okkar.
Fíkniefnalögreglan hefur nokk-
uð komið við sögu í þessari um-
ræðu, en eitthvað virðist starfs-
svið hennar eða skyldur vera
óljósar. Ég hef ekki enn séð neitt
um starf þeirra, hvað þeir séu
margir, um aðstöðuna sem þeir
búa við eða úttekt þeirra á stöðu
fíkniefnamála á fræðilegum
grundvelli. Við sjáum einungis
það sem stendur i æsifréttadálk-
um blaða hér í bæ. Er ekki kominn
tími til að þeir komi fram með
sínar kenningar um ástand mála
og helstu tillögur um úrræði? Ég
er ekki að mælast til að þeir útiisti
vendilega hvernig þeir fari að því
að góma fíkniefnasala, enda
mundi slíkt eingöngu þjóna vit-
lausum aðilum.
f þessu landi búa 230 þúsund
manns og ef við tökum höndum
saman og hjálpumst að ættum við
að geta barist á móti þessum skað-
valdi, sem er að ríða mörgum vest-
rænum þjóðum að fullu, t.d. Þjóð-
verjum og Hollendingum.
En til þess að vita hvernig við
eigum að bregðast við verðum við
að fá ábendingar og leiðbeiningar
frá ábyrgum aðilum, en ekki falin
innskot í æsifréttum frá einhverri
huldustofnun sem allt eins gæti
búið í álfakletti.
Vitnm við nóg um fíkniefnin til að geta barist á móti þeim?
Þessir hringdu .. .
Gömul dagblöð
á landsbyggðina
Sveinn Jónsson hringdi, og hafði
eftirfarandi að segja.
Ég bý út á iandi og er áskrifandi
að Morgunblaðinu, enda er það
gott blað. En einu vil ég þó kvarta
yfir. Það er dreifingin á blaðinu.
Það tekur eina og hálfa klukku-
stund að aka þangað sem.ég bý en
samt fæ ég blaðið þriggja daga
gamalt. Þetta finnst mér mjög
óréttlátt, sérstaklega þegar Akur-
eyringar eru búnir að fá það
klukkan niu sama morgun og það
kemur út í Reykjavík.
Þegar Morgunblaðið kemur svo
seint missir það alveg marks.
Fréttirnar eru orðnar úreltar og
allar auglýsingar einnig. Ég skil
ekki tilganginn í því að halda úti
fréttablaði þegar helmingur les-
endanna getur ekki nýtt sér það
vegna þess að það er orðið of gam-
alt. Þarna er eitthvað að sem verð-
ur að leiðrétta og það strax. Ann-
ars er hætt við að margir sem búa
úti á landsbyggðinni hætti að
kaupa dagblöðin.
Svívirðilegt
fugladráp
V. Bl. hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja.
Ég vil leyfa mér að bera fram
spurningu vegna helsingjadráps-
ins í Eyjafirði. Alfriðaðir fuglar
Þótt helsingjar séu friðaóir hér i
landi, fi þeir ekki aó lifa.
eru skotnir svo hundruðum skipt-
ir, jafnvel á hreiðri. — Hvílík
grimmd. Spurningin er. Hvað hafa
eftirtalin félög gert i málinu?
Dýraverndunarfélag Akureyrar,
Dýraverndunarsamband íslands
og Fuglaverndunarfélag íslands.
Ég fordæmi eggjastuld Þjóð-
verjans og deili á íslensk stjórn-
völd fyrir að láta hann komast úr
landi, en eiga landslögin ekki
einnig að gilda um íslendinga?
Gullnar
reglur
Svavar Bjarnason hringdi og
vildi koma eftirfarandi ábending-
um á framfæri við ökumenn á veg-
um úti.
1. Akið ávallt með kveikt á öku-
ljósunum.
2. Beltin eiga að vera spennt, alls
staðar.
3. Jafn hraði eykur öryggi og
lækkar bensinkostnað.
4. Akið aldrei yfir blindhæð á
miðjum vegi.
5. Þegar tveir bílar mætast eða
ekið er yfir brú, skal draga vel
úr hraðanum.
Við framúrak8tur verður að vera
mjög gott útsýni til allra átta.
7. Þegar komið er af bundnu slit-
lagi yfir á malarveg skal aka
varlega fyrstu kflómetrana.
Verd á öllum
verslunar-
auglýsingum
Sigrídur Jóna hringdi og hafði
eftirfarandi að segja:
Þegar ég renni í gegnum dag-
blöðin er auðveit að sjá að megin-
hluti þeirra allra eru auglýsingar
um verslun og þjónustu. Ég geri
ráð fyrir að þær séu til einhvers
gagns fyrir almenning, að átta sig
á hvað er á boðstólum hverju sinni
og einhverjum gróða hljóta þær að
skila til fyrirtækjanna sem aug-
lýsa, annars væri þeir ekki að því.
Þegar maður hefur þetta á bak við
eyrað getur maður því sfður skilið,
af hverju verð fylgja ekki öllum
auglýsingum sem falla undir fyrr-
nefnda flokka.Það væri til mikils
hægðarauka, jafnt fyrir auglýs-
endur og viðskiptavini. Starfsfólk
fyrirtækjanna þyrfti ekki sífellt
að hlaupa f simann og svara
spurningum um verð, heldur gæti
■