Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1984 47 ÁRNl GARDAR: Málverk í Þrastarlundi ÁRNI Garöar opnar í dag mál- pastel- og vatnslitamyndir. Hún verkasýningu í Þrastarlundi viö er opin á venjulegum opnun- Sog. Á sýningunni, eru olíu- artíma Þrastarlundar. Framdagur 1984: Polla- og íslandsmót Á sunnudag er árlegur Fram- dagur Knattspyrnufélagsins Fram. Dagskrá hefst kl. 10.30 meö Polla- móti Eimskips og KSl í 6. flokki. Síöar um daginn eru knattspyrnu- leikir í 5., 4., og 3. flokki og einn leikur fslandsmóts í 2. deild kvenna. Aöalleikur dagsins er á leikvanginum í Laugardal. Þar keppa Fram og Akranes i 1. deild Islandsmótsins. Einn leikur veröur í handknattleik, Meistaraflokkur kvenna, Fram—Valur, keppir kl. 16.30. Framkonur sjá um kaffiveit- ingar frá kl. 14—18 í Framheimil- inu viö Safamvri. FERÐIR Útivist: Purkey og Bláa lóniö Feröafélagiö Útivist fer í kvöld i fjórar helgarferöir í Þórsmörk, Skaftafell, Purkey á Breiöafiröi og aö Landmannahelli. Á sunnudag kl. 8 er einsdagsferö í Þórsmörkina og kl. 13 sama dag veröur farið aö Bláa lóninu viö Svartsengi. Leiö- sögumaöur í þeirri ferð veröur Ein- ar Ingi Sigurgeirsson, sem mun fræöa þátttakendur um lífríki lóns- ins. NVSV: Ferö um Mos- fellssveit Náttúruverndarfélag Suövest- urlands fer á morgun í náttúru- skoðunar- og söguferö um Mos- fellssveit. Meö í förinni veröur líf- fræöingur, jaröfræöingur og land- nýtingarráöunautur og aörir fróöir menn um sögu svæöisins. Fariö veröur frá Varmárskóla í Mos- fellssveit kl. 13.50, en einnig er hægt aö fara í langferöabifreiö frá Norræna húsinu kl. 13.30. Þingvellir: Gönguferðir I sumar eru skipulagöar göngu- feröir um Þingvelli. Föstudaga til þriöjudaga gengur starfsmaöur þjóðgarösins meö gestum frá hringsjá á brún Almannagjár til Lögbergs, .Kastala" og á Þing- vallastað. Feröin hefst kl. 8.45. Á föstudögum og laugardögum kl. 14 er gengiö fra „Köstulum" aö Skógarkoti og Leirum. Sömu daga kl. 16 er gengiö frá Vellandkötlu aö Klukkustíg. I öllum þessum feröum njóta þátttakendur leiösagnar. SíÖumúla33 simar 81722 og 38125 Sú allra versta Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson Zee Identity Harvest/Fálkinn Einhvern veginn átti maður von á tilþrifameiri grip en þess- um frá þeim Richard Wright (fyrrum í Pink Floyd) og Dave Harris (fyrrum í Fashion) en raun ber vitni. Þegar menn, sem eiga að baki jafn ólíkan feril skyldi maður ætla að útkoman yrði spennandi. Hún er það hreint ekki. Leiðinlegri plötu en Indentity hef ég aldrei þurft að fjalla um. Það er í rauninni sóun á papp- ír og prentsvertu að skrifa langt mál um þennan grip, en ein- hverra hluta vegna getur maður vart orða bundist. Þeir félagar sjá um allan hljóðfæraleik á plötunni, en þegar upp er staðið er þetta einna líkast kennslu- stund í því hvernig hægt er að beita Fairlight á sem fjölbreytt- astan máta. Lögin eru flest yfir- máta langdregin og leiðinleg og er ekkert öðru skárra. Menn segja að umslög hafi ekkert að segja við sölumögu- leika plötu. Það er hin mesta firra. Að sjálfsögðu breytir um- slagið ekki neinu um innihald plötunnar sjálfrar, en sé það gott beinir það athyglinni að henni fremur en ella. Umslagið á þessari plötu er hins vegar þann- ig, að mér er til efa að íslensk sauðkind (ef svo ólíklega vildi til að hún ætti erindi inn i plötu- verslun), sem mér er tjáð að sjái tilveruna einungis í einum lit — gráum — félli fyrir því. Já, auð- vitað er umslagið grátt og í þess orðs víðtækustu merkingu. Hörmulegra umslag hef ég vart litið um ævina. Helmingur þessarar umsagn- ar er þegar farinn í dóm á plötu- umslaginu en hvað á til bragðs að taka þegar innihaldið er jafn bragðdauft og raun ber vitni? Ég get svei mér ekki mælt með þess- um grip við nokkurn lifandi mann. Hálfgerður bastarður Missing Persons Rhyme and Reason Capitol/Fálkinn Missing Persons minnti mig fyrst heiftarlega á Motels en það var líka bara fyrst, síðan skildi leiðir algerlega. Það tók ekki langan tima að átta sig á því að það sem sveitirnar áttu sameig- inlegt var bara söngurinn. Dale Bozzio er nefnilega glettilega lík Mörthu Davies. Stendur henni þó ekki á sporði. Um margt er Missing Persons býsna athyglisverð bandarísk hljómsveit og verður að því vikið hér að neðan. Auk Dale Bozzio leikur bróðir hennar, Terry, á trommur, hljóðgervla, en aðrir í sveitinni eru Warren Cuc- curullo/gítar, Chuck Wild/hljóð- gervlar og Patrick O’Hearn/- hljóðgervlar og bassi. Já, Missing Persons er um margt sérstök sveit. Það er nú greinilegra með hverjum mán- uðinum sem líður, að Banda- ríkjamenn eru sem óðast að „uppgötva" trommuheilann eftir að hafa kynnst hljóðgervlunum, að því er virðist löngu á eftir flestum öðrum. Þessi apparöt, sérstaklega trommuheilinn, eru enda óspart notuð á plötunni. Missing Persons fer betur með þessa hluti en flestir þeir Banda- ríkjamenn, sem ég hef heyrt til, og inn á milli er kryddað með „riffum" sem gætu sómt sér á flestum hreinræktuðum rokk- skífum. Rokkskífa getur þessi plata Missing Persons tæpast talist í þess orðs eiginlegri merkingu. Eiginlega er þetta hálfgerður bastarður, þ.e. afkvæmi tíma- móta. Gamli og nýi timinn tog- ast á en hvorugur hefur betur. Fyrir vikið verða lögin dálítið ruglingsleg og flest ákaflega keimlík innbyrðis. Öll sérkenni vantar. Einasta lagið, sem sker sig eitthvað úr, er Surrender Your Heart — lag í ballöðustíl — og það er að minu viti besta lag plötunnar. Hin renna meira og minna út í eitt. Þótt margt sé ágætlega gert á Rhyme and Reason vantar Mis- sing Persons enn talsvert upp á að geta talist hafa skapað sér sérstöðu. Ég er þó ekki frá því að hún kunni að markast með næstu plötu. Efniviðurinn er þarna, það þarf bara að vinna betur úr honum. MEIRA EN 60 ÁRA REYNSLA SUNRISE JAPANSKUR HELJARKRAFTUR FRÁBÆR ENDINC r HLEÐSLURAFHLOÐUR Þetta eru verð sem þú hefur ekki séð áður AA VERÐ KR. 69.50 c VERÐ KR. 169.50 D VERÐ KR. 299. Hleðslutæki fyrir aa VERÐ KR. 395.- Hleðslu- tæki fyrir allar gerðir. VERÐ KR. 695. ÚTSÖLUSTAÐIR UM LAND ALLT 2 AA rafhlöður og hleðslutækí kr. 534,- (Jafnt og 8 hleðslur af Alkaline) 4 AA rafhlöður og hleðslutæki kr. 673.- Uafnt og 5 hleðslur af Alkallne) 2 C rafhlöður og hleðslutæki kr. 1.035.- uafnt og 9 hleöslur af Alkalinel 4 C rafhlöður og hleöslutæki kr. 1.374,- (Jafnt og 6 hleðslur af Alkallne) 2 D rafhlöður og hleðslutæki kr. 1.293.- (Jafnt og 8 hleöslur af Alkaline) 4 D rafhlööur og hleöslutæki kr. 1.891.- uafnt og 6 hleöslur af Alkallne) SUNRISE HLEÐSLURAFHLÖÐUR MÁ HLAÐA YFIR SINNUM HEILDSÖLUDREIFING: =nn=rn/ inicpn uc ^jll B/ ULK U -II IL I II . SUNDAB0RG 9 REYKJAVIK Simt 68 72-70 iiipnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.