Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 21
A TALIVIÐ SÁUNA
Sérhvern dreymir. Hverja nótt. Á sjötíu ára œviferli dreymir mann samtals í fjögur
ár. Lifandi myndir draumsins lyfta hinum sofandi upp á annað vitundarsvið, og þessar
myndir eru um leið meir hrífandi og œsilegri en nokkurt sálfræðidrama: Því draumarn-
ir koma upp um jafnvel leyndasta sannleikann um mann sjálfan. Nýjustu vísindarann-
sóknir virðast þó að vísu ekki samsinna þessu að öllu leyti. Og hvernig standa þá málin?
Eru draumarnir innhverfa sálarinnar — eða beint líffræðilegt áreiti heilabúsins?
Sátfræði:
eftir Ada Willich
„Táknmál draumsins er elna
framandi tungumáliö, sem hver og
einn veröur aö læra!“ Þaö var eng-
inn annar en hinn mikilhæfi þýzk-
ameríski sálgreinir, Erich Fromm
(1900—1980), sem viðhaföi þessi
ummæli. Og hann sagði ennfrem-
ur: „Ef viö fáum skiliö táknmál
draumsins, höfum viö þar meö
komizt í samband viö einhvern
þann auöugasta vizkubrunn, sem
yfirleitt er til — höfum öölazt
tengsl við vizku goösagnanna —
og þaö veitir okkur innsýn og
þekkingu á dýpri lögunum i okkar
eigin persónuleika."
Draumar geta annars ekki taiizt
neitt óvenjulegt fyrirbrigöi. Sér-
hvern mann dreymir — hverja
nótt. í svefninum taka hinar lifandi
myndir draumsins aö birtast og
bregöa upp leiksýningu; handritiö
aö þessu leikverki er aö staöaldri
efst á vinsældalistanum hjá fólki
en er þó alltaf samiö eftir sömu
uppskriftinni: Öll lögmál lökhyggju
hafa veriö felld niður, rúm og tími
numiri úr gildi. Fortíö og framtfö
renna saman í eitt, umskapast í
nýjan veruleika næturinnar.
Draumar, þessi mikla auölind
hinna snauöu, hafa reynzt svo
mörgum stoö og huggun, hafa
fleytt svo mörgum gegnum neyö
og vonbrigöi. Þetta á alveg sér-
staklega viö um fyrri tíma. Á sál-
arvana tðlvuöld — á „öld óttans“
hafa margir hreinlega slegiö striki
yfir alla drauma. Margir fullyröa
oröiö, aö þá dreymi aldrei. Ef til vill
er ástæöan sú, aö menn óttlst aö
dreyma sannleikann — óttinn viö
aö líta sína raunverulegu sjálfs-
ímynd. Eöa skyldi þaö stafa hrein-
lega af gleymsku? Um morguninn
er svo — aö minnsta kosti — oft á
tföum ekki annaö eftir af draumn-
um en einhver óljós „brotahrúga af
þvf næturandliti“, sem bar fyrir
mann rétt í svip.
Páfabann við
draumráðningum
Draumar tala sitt eigiö mál —
eru uppfullir af alls konar táknum,
dulsögnum og ævintýrum. Aöeins í
svefni auönast okkur aö skilja
þetta mál, án nokkurra hjálpar-
gagna. í vöku erum viö skllnings-
vana og þörfnumst þar aöstoöar
„túlks" — sálgreinis og sálfræö-
ings. Þaö er hann, sem á þá — ef
hann vildi gjöra svo vel — aö þýöa
draumaheim okkar og útskýra, til
þess aö viö svo getum litiö okkur
sjálf réttum augum. Þvf aö mann
dreymir einungis sig sjálfan:
Ástand sitt, kringumstæöur sínar.
Allt er þetta geymt í „tölvuminni"
okkar innra manns.
f öllum menningarsamfélögum
og á öllum tímum höföu menn og
hafa til aö bera andtega þörf fyrir
dulsagnir og drauma. Elzta
draumabók, sem vitaö er um, var
tekin saman þegar áriö 1100 f. Kr.
suöur f Egyptalandi. Æösti prestur-
inn, Ammunachte, tók þá saman f
eins konar uppsláttarrit alla þá
vitneskju um draumtákn, sem til
var á þeim tfmum. Grfski heim-
spekingurinn Aristoteles samdi
einnig bók, „Um svefninn og vöku,
um drauma og berdreymi*. Hann
leiddi getum aö þvf, aö hinar hrööu
augnahreyfingar á vissum stigum
svefnsins stæöu f sambandi viö
drauma — og þaö var heilum 2300
árum áöur en nútíma vísindi færöu
sönnur á REM-þætti svefnsins
(þ.e. „rapid-eye-movements"), en
það voru bandarfskir vísindamenn,
sem rannsóknir þessar önnuöust.
Jafnt í Talmud, hinni heilögu
ritningu gyöinga, sem og f biblfu
kristinna manna er draumnum lýst
sem guölegri ábendingu. Þaö var
ekki fyrr en á dögum Gregors páfa,
sem ríkti frá 715 til 731, aö allt,
sem kallazt gat draumráöningar
var bannaö aö viölagöri dauöa-
refsingu. Astæöan var andstyggö
kirkjuyfirvalda á „ósiölegri um-
gengni viö alls konar drýsildjöfla“ í
draumum.
Þetta bann hinna æöstu yfir-
valda kirkjunnar dró vitanlega um
langan aldur mjög úr vilja og löng-
un kristinna manna í Evrópu til aö
gefa gaum aö draumum og dular-
fyrirbrigöum sálarlnnar. Fram eftir
öllum miööldum þótti þaö hreinasti
sálarháski aö leggja rækt viö
draumráöningar eöa hafa drauma
sfna í flimtingum; slíkt athæfi gat
raunar kostaö menn lífiö á logandi
viöarkesti.
Austurlenzk
draumspeki
I austurlenzkum trúarbrögöum,
til dæmis í hindúatrú og búddha-
trú, er sú skoöun enn í fullu gildi,
aö sál mannsins yfirgefi líkamann í
svefni og relki um aö eigin vild,
frjáls og óbundin, berist til fjar-
lægra staöa og taki upp samband
jafnt viö lifendur sem dauöa. Hinn
„líkamsbundni“ maöur, ef svo má
aö oröi komast, hlýtur þá í draum-
um sínum hlutdeild í atburöum,
sem ber fyrir sálina á feröalagi
hennar, svo og í ævintýrum henn-
ar. En hugmyndir sumra Austur-
landabúa ganga jafnvel enn
lengra: I trúarhugmyndum Tíbet-
búa haldast sálir framliöinna til
dæmis einnig í eins konar drauma-
dái milli dauöa og endurfæöingar.
f aldagamalli dauörabók þeirra,
sem á aö vera eins konar leiöarvís-
I
ir um rfki dauöans, er svo lagt fyrir
sálina, aö henni berl aö horfast
óskelfd í augu viö allar þær helvít-
issýnir, sem fyrir hana kunni aö
bera. En þaö er einmitt þetta, sem
sálfræöi nútímans segir, aö sé í
raun og veru hin rétta afstaöa —
og þá er vitanlega átt viö llfandi
dreymendur — í sambandi viö all-
ar rannsóknir á draumum: Þaö er
aö segja, aö menn taki þeirri
áskorun, sem felst í draumnum.
f leit aö sjálfum sér og viöleitni
sinni til aö finna lausn og undan-
komuleiö út úr völundarhúsi þess
þjóöfélagskerfis, sem í síauknum
mæli er tekiö aö einkennast af
sjálfvirkni, þóttust hipparnir á
sjöunda áratugnum hafa fundiö
„upprunalega vitneskju“ um eöli
drauma og goösagna meö því aö
neyta lyfja, sem eiga aö geta vfkk-
aö vitundarsviðiö. Auk austur-
lenzkrar heimspeki, tóku þeir einn-
ig aö kynna sér hina leyndar-
dómsfullu menningarhefð sígauna.
Samkvæmt skilningi sfgauna er
•
því enn þann dag í dag svo variö,
aö draumurinn táknar „eign frum-
þjóðarinnar, sem enn auönaöist aö
lifa í helgi hversdagsins og mátti
þvt' mæla viö Guö og engla hans."
Einnig sanóíar, þjóðflokkur
nokkur í Malaysfu, „ræöa viö engl-
ana". Á kerfisbundinn hátt stunda
þeir eftirlit meö draumum sinna
manna og eru þar meö aö leggja
rækt viö fornar menningarerföir
sínar. Þaö er lögö rík áherzla á
þaö, aö sórhver maöur Innan þjóð-
Æöisgenginn eltingarleikur,
menn meö svipmót dýra, um-
breytingar, héloftaflug og hrap
niöur í undirdjúpin: i draumnum
faer ímyndunarafliö vaangi. Ef
manni tekat aö bjarga draumum
sínum frá gleymaku dagvitundar-
innar og þekkir jafnframt þýö-
ingu draumtáknanna, getur meö-
ur lært ýmislegt um sjálfan sig af
„þeim andlitum næturinnar“,
sem borið hafa fyrir mann.
SJÁ NÆSTU SÍOU