Morgunblaðið - 13.07.1984, Síða 2

Morgunblaðið - 13.07.1984, Síða 2
„Þad eru aðeins til tveir leghálsspeglar i landinu. Þeim þriðja er verið að koma upp hjá Krabbameinsfélaginu,“ sagði Haf- steinn Sæmundsson þegar hann gekk um Handlæknastööina hf. í Glæsibæ með blaöamanni eftir að lokið var viðtali þeirra um feril hans og störf. Hafsteinn Sæ- mundsson er sérfræðingur í kvensjúk- dómum og fæöingarhjálp ásamt krabbameinslækningum kvenna. Hann starfar viö kvennadeild Landspítalans og leitarstöð Krabbameinsfélagsins auk þess er hann einn af eigendum Handlækna- stöðvarinnar hf. Með þessu viötali er hug- myndin að fræðast um störf Hafsteins og kynnast lítillega meðferð á frumubreyting- um, leghálskrabbameini og ööru krabba- meini í getnaðarfærum kvenna. Fyrst víkj- um við þó að manninum sjálfum. Hafsteinn Sæmundsson lasknir. Hvar ertu menntaöur? .Ég lauk kandídatsprófi frá Há- skóla islands áriö 1974, og næstu tvö árin starfaöi ég viö sjúkrahús- in í Reykjavík, en var auk þess heilsugæslulæknir í Vestmanna- eyjum 1975. Áriö 1976 fór ég til Bandaríkjanna, og starfaöi þar fyrstu tvö árin viö Memorial Ho- spital í Worcester, Massachus- etts. Næstu fjögur árin viö nám og störf viö háskólasjúkrahúsiö í Al- bany, New York. Seinni tvö árin fékkst ég eingöngu viö krabba- meinslækningar kvenna og skurölækningar. Sjúkrahúsiö, sem er nokkuö stórt er eins og læknaskólinn sjálfseignarstofnun. Þaö hefur allgóö fjárráö og er afar vel búiö tækjum og miklum mannafla. Miöstýring er ekki eins mikil og viö eigum aö venjast hér á landi, t.d. ráöa hinar einstöku deildir meiru um sín eigin fjármál. Yfirlæknunum nægir því ekki aö vera snjallir í sínu fagi heldur veröa þeir aö vera góðir stjórn- endur og góöir fjármálamenn, annars veröa þeir ekki langlífir í embætti." Hvers vegna handlæknastöö? „Ég haföi kynnst slíkum stofn- unum erlendis, þ.e. í Bandaríkjun- um þar sem þessi tegund þjón- ustu hefur rutt sér til rúms. Stóru f'Y9gingarfélögin, t.d. Prudential, hafa beitt sér fyrir stofnun þess konar fyrirtækja þar eö þau telja aö meö þeim megi draga úr kostnaöi viö sumar aögeröir, þ.e. aö sjúklingurinn þurfi ekki aö leggjast inn á sjúkrahús. Hjá mór er þetta fyrst og fremst til þæg- inda fyrir sjúklinginn og sjálfan mig. Ég get strax gefiö sjúklingn- um tíma ákveöinn dag til aögerö- ar án þess aö þurfa fyrst aö setja hann einhvers staöar á biölista. Reynslan veröur hins vegar aö skera úr um hvort þessi starfsemi getur staöiö undir sór. Þarna eru einungis geröar minniháttar aö- geröir á vel hraustum einstakling- um. Hver eru algengustu krabba- mein hjá íslenskum konum? „Þaö munu vera brjósta- og lungnakrabbamein, og er þaö breyting frá því sem áöur var er leghálskrabbamein var langal- gengast. Þennan árangur getum viö fyrst og fremst þakkaö þeim skipulögöu hópskoöunum, sem veriö hafa á vegum leitarstöövar Krabbameinsfélags Islands frá 1964. Nú er taliö aö um 80% kvenna á aldrinum 25—69 ára hafi komið a.m.k. einu sinni í skoöun. Þessari starfsemi er í dag stjórnaö af Kristjáni Sigurössyni, yfirlækni leitarstöðvar B. Skoöunin sjálf felst í aö skoöa brjóst konunnar, taka frumusýni frá leghálsi og leggöngum, og framkvæma innri þreifingu. Frumusýniö er tekiö til þess aö reyna aö greina frumubreytingar eöa krabbamein á frumstigi í leghálsi, en innri þreifing miöar aö því aö finna æxli i innri getnaöar- færum s.s. legi og eggjastokkum. Úr frumusýninu er lesiö á frumu- rannsóknarstofu KRFÍ, sem er undir stjórn Gunnlaugs Geirsson- ar, og er ég mjög ánægöur meö gæöi þeirrar vinnu, sem þar er unnin. Ég vil taka þaö fram aö í litlu fámennu landi eins og okkar ætt- um viö aö hafa möguleika á aö útrýma leghálskrabbameini ef viö gætum náö aö skoöa allar konur. Til þess aö svo megi veröa þurfa þær konur, sem aldrei eöa mjög sjaldan hafa komiö til skoöunar, aö mæta. I dag er hægt aö fá skoöun á leitarstöö KRFl, í hóp- skoöunum úti á landi á vegum KRFÍ, hjá kvensjúkdómalæknum og heilsugæslulæknum." Hverníg er rannsókn á meö- ferö frumubreytinga háttaö? „Markmiö skoöunar er aö finna þær konur, sem hafa frumubreyt- ingar og meöhöndla þær áöur en þær ummyndast í legháls- krabbamein. Þessir sjúklingar hafa engin einkenni, og finnast því oft viö hópskoöun. Frumubreyt- ingarnar eru af ýmsum stigum. Ef þær eru mjög vægar fylgjumst viö meö sjúklingnum, en ef þær eru á því stigi aö viö teljum rannsókna eöa meðferðar þörf, þá er fram- kvæmd svokölluð leghálsspegiun. Þetta er göngudeildarrannsókn, sem er framkvæmd meö smásjá. Markmiöiö er aö sjá hvort ein- hverjar breytingar séu á legháls- inum og hvernig útbreiöslu þeirra er háttaö, taka vefjasýni frá þeim og senda í smásjárskoöun. Allir þessir þættir eru haföir til viömiö- unar þegar ákveöið er hvort sjúkl- ingurinn þurfi meöferö, og hver hún eigi aö vera. Meðferö getur veriö brennsla eöa frysting á svæöinu, ef frumubreytingar eru vægar, en séu þær meiri háttar eða útbreiddar er framkvæmdur svokallaöur keiluskuröur. Á há- skólasjúkrahúsinu í Albany notuö- um viö mikið laser, og tel óg þaö mjög heppilega aðferö því þá má komast hjá stórum hluta af þeim keiluskuröum, sem viö annars þyrftum aö framkvæma, en slíkt tæki er ekki til hér á landi, en þaö kostar um eina milljón króna. Þaö gæti borgaö sig upp á einu til tveimur árum í sparnaöi á legu- dögum. Að lokinni meöferö hver sem hún er fylgjumst viö meö sjúklingnum á leitarstööinni í fimm ár.“ Eru orsakir frumubreytinga og leghálskrabbameins þekktar? „Hver orsökin er hefur ekki ver- iö sannaö, en komiö hefur í Ijós, aö þeim konum, er byrja snemma aö hafa samfarir og eiga börn og/eöa hafa átt sér marga rekkju- nauta, er hættara viö aö fá frumu- breytingar og leghálskrabbamein. Þess má einnig geta aö hjá mörg- um konum er viö fáum til með- feröar er þessa þætti ekki aö finna. Sýking af völdum herpes hefur einnig verið nefnd sem möguleg orsök." Hvernig er framkvæmd grein- ing á leghálskrabbameini? „Þaö getur fundist viö hóp- skoöun eöa sjúklingur leitar lækn- is vegna einkenna, sem eru t.d. milliblæöing, þrálát útferö eöa blæöing eftir samfarir. Sjúkdóms- greiningin er fólgin í því aö taka vefjasýni frá leghálsinum, og fá staöfest hvort um krabbamein sé aö ræöa. Sé svo er sjúklingurinn lagöur inn á spítala, oftast á kvennadeild Landspítalans, og þar framkvæmdar ýmsar rann- sóknir er miöa aö því aö ákveöa á hvaöa stigi sjúkdómurinn sé. Þá fyrst er tekin ákvöröun um hvaða meöferð skuli beitt því hún er mismunandi á hinum ýmsu stigum sjúkdómsins. Meöferö getur veriö skuröaögerö eöa geislun eöa hvort tveggja. Skuröaögeröir, sem er fyrst og fremst beitt á fyrsta og fjóröa stigi sjúkdómsins, eru oft á tíöum mjög stórar og mikiö álag fyrir sjúklinginn. Þessir sjúklingar eru síöan undir ná- kvæmu eftirliti á vegum kvenna- og geisladeildar Landspítalans.“ Er legkrabbamein meö Ifk ein- kenni? Æxlí í legkrabbameini sitja uppi í legholinu sjálfu, og greinast oft á þann hátt, aö sjúklingurinn leitar læknis vegna blæöinga eftir tíöa- hvörf eöa þá óreglu viö tíöahvörf. Sjúklingi, sem þjáist af offitu, syk- ursýki eöa of háum blóöþrýstingi, virðist hættara viö aö fá þessa tegund krabbameins. Aö auki viröist þaö eiga viö einstaklinga, sem aldrei hafa átt börn eöa fariö mjög seint í tíöahvörf. Langvinn notkun hormóna vegna fráhvarfs- einkenna viö tíðahvörf hefur í för meö sór aukna hættu á aö fá þessa tegund æxla. Sjúkdóms- greiningin fæst með því aö gera útskaf hjá konunni og fá smá- sjárskoöun á því sýni til þess aö ákveöa hver vefjagráðan sé. Síö- an er framkvæmd stigun, og þá fyrst tekin ákvöröun um hver meöferðin ætti aö vera. Hún er sambland af geislun og skurðað- gerö. Þessum sjúklingum er síöan fylgt eftir á sama hátt og sjúkling- um meö leghálskrabbamein." Hvað um krabbamein í eggja- stokkum? „Þessi æxli eru erfiö í greiningu þar eð sjúkdómurinn hefur oft engin einkenni fyrr en hann er langt genginn. Helstu einkenni eru aukiö ummál á kviö, kviö- verkir, meltingartruflanir, lysta- leysi og sjúklingurinn fer aö létt- ast. Viö skoöun á þessum sjúkl- ingum finnst oft æxli viö innri þreifingu. Reynt er aö fjarlægja æxliö eöa a.m.k. eins mikiö og hægt er. Þar eð sjúkdómurinn er oft langt genginn er gjarnan eitthvaö eftir af æxli í kviö sjúkl- ingsins viö lok aögeröar. Margar þurfa því lyfjameöferö aö lokinni aögerö. Einstaka sinnum er beitt geislum ef um er aö ræöa stað- bundin æxli í grindarholi. Lyfja- meöferöin er venjulega gefin á 4—6 vikna fresti í heilt ár, og áður en henni lýkur er sjúklingurinn venjulega tekinn til aögeröar aö nýju til þess aö ganga úr skugga um hvort nokkuö sé eftir af æxl- isvexti er lyfjameöferö er hætt.“ Hvað á kona að gera, sem finnur þykkildi í brjósti? „Hún ætti aö fara í skoöun ann- aöhvort hjá kvensjúkdómalækni, skurölækni eöa heimilislækni. Sé um hnút aö ræöa, sem okkur finnst ástæöa til aö rannsaka frekar, látum viö framkvæma ástungu á æxlinu og taka frumu- sýni. Só æxliö illkynja er sjúkl- ingnum vísaö til skurölæknis til

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.