Morgunblaðið - 08.08.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.08.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 8. AGOST 1984 57 Hús og tengivirki hinnar nýju aðveitustöðvar við Hóla í Hornafirði. Austur-Skaftafellssýsla: Ný aðveitustöð tengd við byggðalínukerfið Ný aðveitustðð við Hóla í Horna- firði hefur nú verið tekin í notkun. Stöðin tengist byggðalínukerfinu, sem gert er fyrir 132 kV spennu, og leysir hún af hólmi bráðabirgðastöð, sem þjónað hefur íbúum Austur- Skaftafellssýslu undanfarin þrju ár, eða síðan sýslan var tengd aðalorku- kerfi landsins um byggðalínurnar. Stöðin er ellefta stóra aðveitu- stöðin á byggðalínum, sem Raf- magnsveitur ríkisins hafa reist á undanförnum áratug og á hun að tryggja íbúum sýslunnar sama ör- yggi i raforkumálum og gerist annars staðar á byggðalínukerf- inu. Aðveitustöðin tengir suður- línu, sem nú er unnið að, og ei* síðasta meiriháttar orkusvæðið sem tengist landskerfinu svokall- aða. Aðveitustöðin við Hóla er sam- eign Landsvirkjunnar og Raf- magnsveitna ríkisins og er áætlað að heildarkostnaður við gerð þess- arar nýju aðveitustöðvar verði um 47 milljónir króna miðað við nú- verandi verðlag. Stjóm SÍBS: Mótmælir reglugerð um hlutdeild sjúkl- inga í lækniskostnaði „Stjórn SÍBS mótmælir eindregið þeirri geysilegu kjaraskerðingu er öryrkjar, aldraðir og fjöldi sjúklinga verða að þola vegna ákvæða nýút- gefínnar reglugerðar um hlutdeild sjúklinga í greiðslu til lækna og um hlutdeild sömu aðila í greiðslu lyfja.“ SÍBS varar einnig við þeirri stefnu að loka eða hálfloka deild- um sjúkrahúsa yfir sumarmánuð- ina, segir í fréttatilkynningu, sem Mbl. hefur borist frá SÍBS. Þar varar stjórnin einnig við þeirri stefnu að loka eða hálfloka deildum sjúkrahúsa og bendir á að þær aðgerðir muni bitna mest á öldruðum og langlegu-sjúklingum, en þessir hópar séu fjölmennastir á biðlistum sjúkrahúsa. Ennfrem- ur segir: „Fyrrnefndar greiðslur til lækna og vegna lyfjakaupa eru oft verulegur liður f útgjöldum þess- ara tekjulægstu hópa þjóðfélags- ins, þar eð þeir þurfa öðrum frem- ur að leita til lækna og kaupa lyf að staðaldri meira en aðrir hópar. Hækkun þessara gjalda eru sem hér segir: Fyrir komu til sérfræð- ings áður kr. 100,- nú 270,-. Fyrir komu til heimilis- eða heilsu- gæslulæknis áður kr. 25,- nú 75.-. öryrkjar og aldraðir greiða hálft gjald fyrir komu til sérfræð- ings eða úr kr. 50,- í 135.-, en hins vegar greiða allir sama gjald fyrir komu til heimilis- eða heilsu- gæslulæknis eða kr. 75.-. Þetta ákvæði kemur mjög hart niður á bótaþegum elli- og örorku- lífeyris þar eð þeir eru tíðari gest- ir heilbrigðisþjónustunnar en aðr- ir. Einnig er það í samræmi við það sem áður er sagt að greiðslugeta bótaþega er rýrð með því að fylgja ekki þeirri venju að hækka bætur f samræmi við almennar kaup- hækkanir. Stjórnvöld treystu sér ekki til að hækka tekjutrygginguna u í 2% er laun hækkuðu almennf f landinu um þá upphæð. SÍBS skorar því eindregið á stjórnvöld að endurskoða hið fyrsta umtalaða reglugerð varð- andi þau atriði er auka á erfið- leika bótaþega elli- og örorkulíf- eyris.“ Áskriftcirsímirm er 83033 Finax HVEITI Gerið verð- og gæðasamanburð 2 kg. kr 22.90.- HAGKAUP Finax HVÉITI <— Sætið þitt í veislufagnaði á fyrsta farrými—> ff-HR Nú ódýrar sólarlandaferðir með risaþotum Majorka, perla Miðjaröarhafsín* , frá kr. 18.900 (2 vikur, hótel og 3 máltíðir á dag). Vikulega. Tenerife, fögur sólakinaparadís Kanarieyja, frá kr. 19.800 (2 vikur, 2 í íbúö). Vikulega. Malta, aólskinseyja Jóhannesarriddaranna, frá kr. 21.800 (2 vikur, 2 í íbúó). Vikulega. Gikkland/ Aþenustrendur/ Ródos/ Korfu, frá kr. 24.700 (2 vHcw, hótei m/morg.) Landið helga Og Egyptaland, 15. okt. kr. 43.600,21 dagur, hótel meó morgunmat og kvöldmat. Fararstjóri: Guðni Þóröarson. Thailand — Bangkok, baóstrandarbœrinn Pattaya, Hong Kong — Kína 5. nóv. 22 dagar kr. 47.600 (fararstjóri: Guöni Þóröarson). Eftirsóttir gististaðir — íbúðir — Hótel — og Lúxusvillur. Hssgt aö stansa í London á heimieió í mörgum ferðum. — Hvergi meira fyrir ferðapeningana. íslenskar ferðir sem eru ódýrari en með útlendingum. Athugiö.: dagflug báðar leiðir í ———————-----------------------------------------öllum ferðum. FLUGFEROIR = SOLRRFLUG 50% afsláttur fyrir börn. Vesturgötu 17, Rvík. Símar 10661, 22100 og 15331. JAZZBALLETT FRÚARLEIKFIMI Freestyle — dans Þrælgott kerfi. fyrir stráka og stelpur. Morgun- dag- og kvöldtímar. fckjj Allir aldurshópar. 'ffJ * % ^ cr- Innritun og upplýsingar í síma 25620 kl. 17—19. Afhending akírteina laugardaginn 11. ágúst kl. 14—16. Líkamsþjálfun Ballett$kóla Ldtlu Kclicving SKÚLATÚNI 4 — SÍMAR 25620 og 76350 T M Y N — SUÐURLANDSBRAUT 2 S. 82219 i HUSI HÖTEL ESJU Þú fylgist með litmyndum þlnum framkallast og kópíerast á 60 mínútum. Framköllun sem ger- ist vart betri. Á eftir getur þú ráöfært þig við okkur um útkomuna og hvernig þú getur tekið betri myndir. Opið frá kl. 8—18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.