Morgunblaðið - 08.08.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 8. AGOST 1984
57
Hús og tengivirki hinnar nýju aðveitustöðvar við Hóla í Hornafirði.
Austur-Skaftafellssýsla:
Ný aðveitustöð tengd
við byggðalínukerfið
Ný aðveitustðð við Hóla í Horna-
firði hefur nú verið tekin í notkun.
Stöðin tengist byggðalínukerfinu,
sem gert er fyrir 132 kV spennu, og
leysir hún af hólmi bráðabirgðastöð,
sem þjónað hefur íbúum Austur-
Skaftafellssýslu undanfarin þrju ár,
eða síðan sýslan var tengd aðalorku-
kerfi landsins um byggðalínurnar.
Stöðin er ellefta stóra aðveitu-
stöðin á byggðalínum, sem Raf-
magnsveitur ríkisins hafa reist á
undanförnum áratug og á hun að
tryggja íbúum sýslunnar sama ör-
yggi i raforkumálum og gerist
annars staðar á byggðalínukerf-
inu. Aðveitustöðin tengir suður-
línu, sem nú er unnið að, og ei*
síðasta meiriháttar orkusvæðið
sem tengist landskerfinu svokall-
aða.
Aðveitustöðin við Hóla er sam-
eign Landsvirkjunnar og Raf-
magnsveitna ríkisins og er áætlað
að heildarkostnaður við gerð þess-
arar nýju aðveitustöðvar verði um
47 milljónir króna miðað við nú-
verandi verðlag.
Stjóm SÍBS:
Mótmælir reglugerð
um hlutdeild sjúkl-
inga í lækniskostnaði
„Stjórn SÍBS mótmælir eindregið þeirri geysilegu kjaraskerðingu er
öryrkjar, aldraðir og fjöldi sjúklinga verða að þola vegna ákvæða nýút-
gefínnar reglugerðar um hlutdeild sjúklinga í greiðslu til lækna og um
hlutdeild sömu aðila í greiðslu lyfja.“
SÍBS varar einnig við þeirri
stefnu að loka eða hálfloka deild-
um sjúkrahúsa yfir sumarmánuð-
ina, segir í fréttatilkynningu, sem
Mbl. hefur borist frá SÍBS.
Þar varar stjórnin einnig við
þeirri stefnu að loka eða hálfloka
deildum sjúkrahúsa og bendir á að
þær aðgerðir muni bitna mest á
öldruðum og langlegu-sjúklingum,
en þessir hópar séu fjölmennastir
á biðlistum sjúkrahúsa. Ennfrem-
ur segir:
„Fyrrnefndar greiðslur til
lækna og vegna lyfjakaupa eru oft
verulegur liður f útgjöldum þess-
ara tekjulægstu hópa þjóðfélags-
ins, þar eð þeir þurfa öðrum frem-
ur að leita til lækna og kaupa lyf
að staðaldri meira en aðrir hópar.
Hækkun þessara gjalda eru sem
hér segir: Fyrir komu til sérfræð-
ings áður kr. 100,- nú 270,-. Fyrir
komu til heimilis- eða heilsu-
gæslulæknis áður kr. 25,- nú 75.-.
öryrkjar og aldraðir greiða
hálft gjald fyrir komu til sérfræð-
ings eða úr kr. 50,- í 135.-, en hins
vegar greiða allir sama gjald fyrir
komu til heimilis- eða heilsu-
gæslulæknis eða kr. 75.-.
Þetta ákvæði kemur mjög hart
niður á bótaþegum elli- og örorku-
lífeyris þar eð þeir eru tíðari gest-
ir heilbrigðisþjónustunnar en aðr-
ir.
Einnig er það í samræmi við það
sem áður er sagt að greiðslugeta
bótaþega er rýrð með því að fylgja
ekki þeirri venju að hækka bætur
f samræmi við almennar kaup-
hækkanir.
Stjórnvöld treystu sér ekki til
að hækka tekjutrygginguna u í
2% er laun hækkuðu almennf f
landinu um þá upphæð.
SÍBS skorar því eindregið á
stjórnvöld að endurskoða hið
fyrsta umtalaða reglugerð varð-
andi þau atriði er auka á erfið-
leika bótaþega elli- og örorkulíf-
eyris.“
Áskriftcirsímirm er 83033
Finax
HVEITI
Gerið verð- og
gæðasamanburð
2 kg. kr 22.90.-
HAGKAUP
Finax
HVÉITI
<— Sætið þitt í veislufagnaði á fyrsta farrými—>
ff-HR
Nú ódýrar sólarlandaferðir með risaþotum
Majorka, perla Miðjaröarhafsín* , frá kr. 18.900 (2 vikur, hótel og 3 máltíðir á dag). Vikulega.
Tenerife, fögur sólakinaparadís Kanarieyja, frá kr. 19.800 (2 vikur, 2 í íbúö). Vikulega.
Malta, aólskinseyja Jóhannesarriddaranna, frá kr. 21.800 (2 vikur, 2 í íbúó). Vikulega.
Gikkland/ Aþenustrendur/ Ródos/ Korfu, frá kr. 24.700 (2 vHcw, hótei m/morg.)
Landið helga Og Egyptaland, 15. okt. kr. 43.600,21 dagur, hótel meó morgunmat og kvöldmat.
Fararstjóri: Guðni Þóröarson.
Thailand — Bangkok, baóstrandarbœrinn Pattaya, Hong Kong — Kína 5. nóv. 22
dagar kr. 47.600 (fararstjóri: Guöni Þóröarson).
Eftirsóttir gististaðir — íbúðir — Hótel — og Lúxusvillur. Hssgt aö stansa í
London á heimieió í mörgum ferðum. — Hvergi meira fyrir ferðapeningana. íslenskar
ferðir sem eru ódýrari en með útlendingum. Athugiö.: dagflug báðar leiðir í
———————-----------------------------------------öllum ferðum.
FLUGFEROIR
= SOLRRFLUG
50% afsláttur fyrir börn.
Vesturgötu 17, Rvík.
Símar 10661, 22100 og 15331.
JAZZBALLETT FRÚARLEIKFIMI
Freestyle — dans Þrælgott kerfi.
fyrir stráka og stelpur. Morgun- dag- og kvöldtímar.
fckjj Allir aldurshópar.
'ffJ * % ^ cr-
Innritun og upplýsingar í síma 25620 kl. 17—19.
Afhending akírteina laugardaginn 11. ágúst kl. 14—16.
Líkamsþjálfun
Ballett$kóla
Ldtlu Kclicving
SKÚLATÚNI 4 — SÍMAR 25620 og 76350
T M Y N
—
SUÐURLANDSBRAUT 2 S. 82219
i HUSI
HÖTEL ESJU
Þú fylgist með litmyndum þlnum
framkallast og kópíerast á 60
mínútum. Framköllun sem ger-
ist vart betri.
Á eftir getur þú ráöfært þig við
okkur um útkomuna og hvernig
þú getur tekið betri myndir.
Opið frá kl. 8—18.