Morgunblaðið - 08.08.1984, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 08.08.1984, Blaðsíða 60
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1984 Frá Þórarni Ragnarssyni, blaðamanni Morgunblaðsins á Ólympíuleikunum í Los Angeles Ovett fluttur í sjúkrahús „Litli líkami - okkur tókst það„ — hrópaöi hinn rúmenski þjálfari Mary Lou Retton eftir sigur hennar í fimleikakeppninni Fimleikakeppni Ólympíuleik- anna hefur veriö mjög mikið í sviösljósinu enda hefur Banda- ríkjamönnum gengið betur en nokkru sinni fyrr á Ólympíuleik- um. Þá hefur fimleikafólkiö sýnt slíka farni í æfingum sínum aö meö ólíkindum þykir, þaö viröast engin takmörk fyrir hvaö hœgt er aö bjóöa mannslíkamanum. Fim- leikafólkiö minnir oft á gúmí- dúkkur, slíkur er sveigjanleiki þess, fimi og faerni. Þaö var bandaríska stúlkan Mary Lou Retton sem sigraöi í ein- staklingskeppni kvenna eftir gífur- lega haröa, jafna og spennandi keppni viö rúmensku stúlkuna Szabo. Munurinn ( lokin var fimm hundruðustu úr stigi. Retton, sem er aöeins 16 ára gömul, sýndi af sér gífurlega keppnishörku í loka- æfingunum en hún vissi aö þegar hún framkvæmdi síöustu æf- ingarnar aö hún þyrfti aö fó tíu í einkunn og framkvæma þær óaö- finnanlega. Þessi litla glaölynda og glæsilega unga stúlka sem hefur heillað áhorfendur og unniö hug þeirra og hjörtu virtist ekki hafa neinar taugar, hún framkvæmdi lokaæfingarnar meö slíkum giæsi- brag aö allt fór á annan endann í fimleikahöllinni, tvívegis fékk hún 10 fyrir stökk á hesti og sigurinn varö hennar. Þaö sem er athyglisvert viö þennan sigur er aö þjálfari Retton er sá sami og geröi rúmensku stúlkuna, Natchia Comanetce aö Ólympíumeistara áríö 1976. Hann geröist landflótta og hefur starfaö sem fimleikaþjálfari í Bandaríkjun- um síöan. Karolyi réö sér ekki fyrir fögnuöi þegar sigurinn var í höfn og á síöustu stundu tókst aö aftra honum frá því aö hlaupa inn á keppnissvæöiö til aö fagna Retton en slíkt heföi getaö haft afdrifarík- ar afleiöingar. Þá heföi líklega ver- iö dæmt víti á bandaríska liöiö og stig verið dregiö af Bandaríska keppandanum. Þaö fyrsta sem Retton geröi þegar hún vissi aö sigurinn var i höfn var aö hlaupa til þjálfara síns, þau föömuöust lengi innilega og hann hrópaöi hvaö eftir annaö: „Litli líkami! Okkur tókst þaö, okkur tókst það!“ STEVE OVETT, sigurvegari t 800 metra hlaupi á Ólympíu- ■eikunum í Moskvu fyrir fjór- um árum, varö síöastur ( greininni í fyrrinótt á Ólympíu- leikunum í Los Angeles — og eftir keppnina hné hann nióur á brautina og var síöan skyndilega fluttur í sjúkrahús. Þar kom í Ijós aö Ovett á viö lungnasjúkdóm aö stríða. í yfir- lýsingu frá Ólympíunefnd Los Angelesborgar eftir hlaupiö sagöi aö Ovett heföi átt erfitt meö andardrátt er hann kom í mark og hefði veriö mjög máttfarinn. Dr. David Archi- bald, læknir breska Ólympíu- liösins, sagöi aö slæmt lunga Ovett nú stafaöi af því aö hann heföi veriö meö lungnakvef (bronkitis) áöur en hann fór til Los Angeles. Hestar seldir Sú óvenjulega staöa hefur komió upp aö vegna þess hve dýrt er aó flytja hesta frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi hefur keppend- um í hestaíþróttum frá þessum þjóöum verió gefin heimild til aö selja hesta sína hár ( Bandaríkj- unum aö leikunum loknum. Þaö eru því margir sem hafa lagt ieiö sína í hesthúsin til aö skoöa gæöinga þá sem þessar þjóöir hafa og talaö er um aö sölu- verö á einum hesti, sem nær góö- um árangri, sé frá 100 þúsund dollurum. Brosið og verið glaðir Svo viróist sem Bandaríkja- menn leggi mikiö upp úr þv( aö íþróttafólk þeirra láti sigurgleöi og tilfinningar sínar í Ijós þegar gullverölaunin eru i höfn. Bandaríski sundkappinn Rick Carrey, sem sigraöi í 200 metra baksundi nokkuö örugglega, var afar óánægöur meö tíma sinn ( sundinu. Hann haföi ætlað sér aö setja heimsmet en þaö tókst ekki. Carrey var því mjög óánægöur og sýndi því af sér litla kæti þrátt fyrir aö Ólympíugull væri í höfn. Þetta mislíkaöi Bandaríkjamönnum mjög og endirinn varö sá aö Carrey þurfti aö koma fram í sjónvarpi og biöjast afsökunar á því aö hafa ekki fagnaö sigrinum meir, jafn- framt því sem hann lofaði aö sýna af sér meiri kæti ef hann myndi sigra í 100 metra baksundinu. Þaö tókst honum þrátt fyrir aö heimsmetstilraun hans mistækist og Carrey stóö viö loforö sitt, hann brosti, veifaði og reyndi aö vera glaölegur þegar hann fagnaöi sigri sinum. Svo viröist sem Bandaríkja- mönnum líki best aö sigurvegarar þeirra felli gleöitár, veifi Banda- ríska fánanum og oft finnst manni sem keppendur sviösetji tilfinn- ingar sínar til aö draga aö sér at- hygli heldur en aö þær séu innileg- ar og komi frá hjartanu. Peningarnir flæða inn! Ein milljón fimm hundruð og áttatíu þúsund níu hundruð tutt- ugu og átta milljónir dollara voru komnar ( kassann al miöasölu fyrstu fimm daga leikanna. Sú íþróttagrein sem virðist vin- sælust meöal horfenda er knatt- spyrnan. 149.617 áhorfendur hafa séö þá leiki sem fram hafa fariö. Þess ber þó aö gæta aö frjáls- íþróttakeppnin var ekki hafin þeg- ar þessar tölur eru fengnar, en hún dregur jafnan aö sér flesta áhorf- endur. Svfinn notaði ólögleg lyf: Kaffið og vínarbrauðin til einskis! Frá Mrarni Ragnaraayni, MaAamanni Morgunblaðaint, I Loa Angaloa. LYFJAPRÓFANIR hafa ekki ver- iö mikið í sviösljósinu hér á Ólympíuleikunum. Þaö hefur því vakiö mikla athygli aö Sv(- inn Tomas Johansson, sem hlaut silfurverólaun í grisk- rómverskri glímu, hefur veriö dæmdur frá keppni og veró- launin tekin af honum þar sem ( Ijós kom aö hann hafói notaó anabolíska steróiöa — „bolann" svokallaöa. Johansson sagðist hafa keypt þessa steróíöa af rúmensku keppendunum á Evrópumeist- aramótinu i apríl. Hann segist hafa ákveðiö aö taka pill- urnar til aö þyngjast, því hann heföi tapaö talsveröri þyngd fyrir Ólympíuleikana, en jafnframt haföi honum verið sagt aö í lagi væri aö taka pillurnar inn tíu dögum fyrir keppni. Það kæmi ekki í Ijós yröí hann lyfjaprófaöur í keppninni. En annaö hefur kom- ið á daginn — og nú veröur hann aö sætta sig viö aö skila silfur- verðlaunum slnum, og það sem kannski verra er, aö í heimabæ hans, Haparanda, voru mikil fagnaöarlæti þegar hann haföi unniö til verölauna á Ólympfu- leikunum — foreldrar hans buöu öllum í litla bænum upp á kaffi og vínarbrauð, fögnuðurinn var al- mennur og mikill, en nú berast þessi slæmu tíöindi. Hóf hjá íslend- ingafélaginu Síöastliöinn laugardag hélt ls- lendingafélagiö ( Kaliforníu mót- töku fyrir íslenska Ólympfuliöiö í San Petro sem er skammt fyrir utan Los Angeles. Móttakan fór fram í mjög skemmtilegu sjóminjasafni og heppnaöist hún meö afbrigöum vel. Meöal gesta voru forsætis- ráöherra íslands, Steingrímur Her- mannsson, og ræðismaður islands í Kaliforníu, Halla Linker, og fluttu þau stutt ávörp. Voru rúmlega 200 islendingar sem eru búsettir í Suöur-Kalíforníu mættir í móttökuna og voru marg- ar íslensku kvennanna uppá- klæddar í skautbúning. Morgunblaöió/Simamynd AP • Mary Lou Retton fagnar hér eftir aö úrslit (fimleikum kvenna voru Ijós. Hún sýndi snilldartilþrif á lokasprettinum og sigraói eftir glæsi- lega sýningu. Svissneskir handboltamenn: Syntu naktir Fré Þórami Ragnarasyni, Maðamanni MorgunMaöaini, f Lo» Angafaa ÞAÐ HEFUR greinilega veriö tvíeggjuó sú ákvöróun Banda- ríkjamanna aó hafa opna sund- laug fyrir handknattleiksmenn- ina svo þeir gætu synt ( henni eftir kappleiki sina í Fullerton. I siöustu viku vöktu sumir svissnesku leikmennirnir athygli fyrir aö synda í henni naktir og þurftu öryggisveröir aö reka þá upp úr lauginni og segja þeim aö þetta tiökaöist ekki i Suöur-Kali- forníu. Þá meiddist einn besti júgó- slavneski leikmaöurinn, Kalina, á hálsi þegar hann var aö stinga sér af bretti í laugina. Kalina gat ekki leikiö meö á móti Islandi af þessum sökum en er nú aö ná sér. Sundlaugin er enn opin þrátt fyrir þetta en menn veröa aö vera i sundskýlum vilji þeir nota laug- ina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.