Morgunblaðið - 08.08.1984, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1984
Kanada:
Turner á undir
högg að sækja
Toronto, 7. ágúst. AP.
JOHN Turner, forsætisrádherra
Kanada og leiðtogi frjálslynda
flokksins, á nú í vaxandi erfiðleik-
um, en kosningar fara fram í land-
inu 4. september nk. Kemur þar
einkum þrennt til: slæm útkoma
flokks frjálslyndra í skoðanakönn-
unum, mannabreytingar í kosninga-
nefnd flokksins og ekki síst ummaeli
forsætisráðherrans sjálfs.
I skoðanakönnun, sem birt var
fyrir helgi, fékk helsti stjórnarand-
stöðuflokkurinn, íhaldsflokkurinn,
45% atkvæða, en frjálslyndir að-
eins 36%. Hinn nýstofnaði flokkur
nýdemókrata, sem eru jafnaðar-
menn, hlaut 17%.
Sl. laugardag sagði síðan kosn-
ingastjóri Turners, Bill Lee, af sér,
eftir að Keith Davey, sem stjórnaði
kosninganefnd frjálslyndra þegar
Pierre Trudeau fyrrverandi forsæt-
isráðherra náði endurkjöri árið
1974 og 1980, bættist fyrir helgi í
hóp þeirra sem skipuleggja kosn-
ingabaráttuna.
Kosningabarátta frjálslyndra
hefur fram að þessu verið talin illa
skipulögð og undirbúin.
Það, sem þó hefur komið Turner
verst, er að hann hefur tvisvar
sinnum þurft að biðjast opinber-
lega afsökunar á röngum ummæl-
um.
í fyrra skiptið sakaði Turner
leiðtoga íhaldsmanna, Mulrony, um
að hafa í hyggju, næði hann kjöri,
að segja sex hundruð þúsund ríkis-
starfsmönnum upp störfum, en
staðreyndin er sú að heildarfjöldi
ríkisstarfsmanna er fimm hundruð
þúsund.
í seinna skiptið sagði Turner í
sjónvarpskappræðu við Mulrony,
en flest dagblöð í Kanada voru
samdóma um að hinn síðarnefndi
hefði staðið sig þar mun betur, að
atvinnuleysi væri minnst í Manit-
oba fyrir sakir fólksflótta þaðan.
Hið rétta er að íbúafjöldi Manitoba
hefur að undanförnu aukist um eitt
þúsund á mánuði.
Fimmti leiðtogi
Samstöðu frjáls
Varsjí, 7. ígúKL AP.
KAROL Modzelewski, einn sjö
Samstöðuleiðtoga, sem verið hefur í
haldi í aðalfangageymslum pólsku
lögreglunar síðan landið var hneppt í
herlög árið 1981, var sieppt í gær,
liður í stefnu stjórnvalda að sleppa
samviskufongum úr haldi.
Sagnfræðingurinn Modzelewski
er sá sem átti hugmyndina að
nafni Samstöðu. Hann er jafnan
talinn vera einn mesti hugmynda-
fræðingur samtakanna. Nafninu
stakk hann upp á á fyrsta fundi
Samstöðu 17. september 1980.
Nafnið bar áður blað sem gefið
var út af starfsmönnum Lenin-
skipasmíðastöðvanna í Gdansk er
þeir voru í verkfalli.
Modzelewski er fimmti Sam-
stöðuleiðtoginn sem fær frelsi sitt
á ný, aðrir tveir sitja í sama fang-
elsinu, þeir Audrzej Rozploch-
owski og Jan Rulewski. Reiknað er
með því að þeim verði einnig
sleppt úr haldi fljótlega.
Norður-Kórea:
Sonur forsetans tekur við
Tókýó, 7. ígúat. AP.
HIN opinbera fréttastofa Norður-
Kóreu skýrði frá því í dag, að hinn
42 ára gamli sonur Kim II Sungs,
forseta landsins, Kim Jong II, muni
taka við forsetaembættinu, en engin
tímasetning var gefin upp.
Ennfremur var sagt frá því, að
þessari ákvörðun hefði verið vel
tekið á alþjóðavettvangi, en þetta
er í fyrsta sinn sem svo hátt emb-
ætti gengur að erfðum í kommún-
istaríki.
Kim II Sung, sem nú er 72 ára,
hefur verið við völd í Norður-
Kóreu frá lokum Heimsstyrjald-
arinnar síðari, en ekki er vitað
mikið um son hans.
f frétt hinnar opinberu frétta-
stofu Norður-Kóreu segir að Kim
Jong II sé eini verðugi eftirmaður
föður síns.
Símamynd AP.
Sovétmenn smíða nýtt flugmóðurskip
Þessi mynd, sem tekin var frá gervihnetti, sýnir skipasmíðastöð við
Svartahafið, en þar eru Sovétmenn með sitt fyrsta kjarnorkuknúna
flugmóðurskip í smíðum. Er skipið smíðað í tveimur hlntum, að mestu
leyti í brautinni undir krananum, en skuturinn í braut viö hliðina. Flug-
móðurskipið, sem talið er að fái nafnið „Kreml“, verður um 75.000 tonn
að stærð, álíka stórt og „Enterprise", stærsta flugmóðurskip Bandaríkja-
manna.
Ansjósur
synda í op-
inn dauðann
SanU Cruz, 7. ágúsL AP.
LfFFRÆÐINGAR viU ekki sitt
rjúkandi ráð í Santa Cruz, þar sem
um 2000 tonn af ansjósum hafa synt
í blindni inn í höfnina með þeim
afleiðingum að súrefni hefur eyðst
og fiskarnir hafa kafnað. Er varla
bátafært í höfninni fyrir dauðum
ansjósum. Eigi er vitað hvað rak
fiskitorfurnar inn í höfnina, en öm-
urleg lyktin af úldnum fiski kostar
bæjarbúa nú stórfé, því fjöldi ferða-
manna hefur flúið hver um anna
þveran.
Hafnarbotninn er þakinn dauð-
um ansjósum og á floti eru miklir
flákar af dauðum fiski, allt rotn-
andi, og hafnarstarfsmenn hafa
ekki undan að moka upp fiski. Er
um viðlíka magn að ræða og veitt
er þarna í net á hverri vertíð. Sem
fyrr segir er óvíst hvað olli dauða-
sundi ansjósanna, en svipuð fyrir-
bæri eru þekkt úr dýraríkinu og
nægir að benda á helfarir læm-
ingja er stofnstærð fer úr böndun-
um. Aðrar dýrategundir ná marg-
ar hámörkum og lágmörkum
reglubundið án þess að farnar séu
slíkar helfarir er hámörkin koma,
má nefna rjúpur og laxa. Þetta er
i fjórða skiptið á tuttugu árum
sem höfnin í Santa Cruz, Kalíf-
orníu fyllist af ansjósum á þennan
hátt. Sumir líffræðingar aðhyllast
að fiskarnir hænist að bæjarljós-
unum, aðrir kenna um að straum-
ar breytist öðru hvoru.
Sakharov hættir
hungur verk falli
SOVÉSKI andófsmaðurinn Andr-
ei Sakharov hefur hætt hungur-
verkfalli sínu, en hefur verið
meinað að yfirgefa sjúkrahús það
sem hann er á, að sögn vina hans.
Einnig hefur kona Sakharovs,
Yelena Bonner, verið formlega
ákærð fyrir rógburð um Sovétrík-
in.
Ef hún verður fundin sek á hún
yfir höfði sér þriggja ára vinnu-
búðavist. Vinir Sakharov-hjón-
anna kváðust hafa náð sambandi
við Yelenu stutta stund á sunnu-
dag, en það tókst síðast í mái.
Sagði Yelena að maður hennar
hefði hætt hungurverkfallinu og
liði vel, en honum væri haldið
gegn vilja hans á sjúkrahúsi í
Gorkij.
Hún sagði ennfremur að rann-
sókn yfirvalda í Gorkij á athöfn-
um hennar væri nú lokið og hefði
hún verið ákærð fyrir rógburð
um Sovétríkin. Hún kvaðst hafa
neitað að koma fyrir rannsóknar-
nefndina, og hefði hún boðið til
sín frægum sovéskum lögfræð-
ingi til að fara með mál hennar
fyrir rétti.
Andrei Sakharov
Richard Burton
leikari látinn
Richard Burton og Elizabeth Taylor áttu samleið í mörg ár, jafnt á hvíta
tjaldinu sem í einkalífinu og fylgdist allur heimurinn jafnan með samskipt-
um þeirra.
RICHARD Burton, hinn þekkti
leikari, lést úr heilablóðfalli á
sjúkrahúsi í Genf á sunnudag, 58
ára að aldri.
Richard Jenkins, eins og hann
hét upphaflega, fæddist í bænum
Pontrhydfen í Wales 10. nóv-
ember árið 1925 og var tólfti í röð-
inni af þrettán systkinum. öldruð
frænka hans ól hann upp þar sem
móðir hans dó þegar hann var
tveggja ára. Kennari hans, Philip
Burton, tók hann snemma að sér
er hann uppgötvaði leikhæfileika
piltsins og tók þá Richard upp eft-
irnafn hans.
Burton lauk prófi frá Oxford-
háskóla og gegndi um tíma her-
þjónustu. Að henni lokinni hófst
leikferill Burtons fyrir alvöru.
Frami hans á Ieiksviði var skjótur
og snemma varð hann frægur
fyrir túlkun sína á meistaraverk-
um Shakespeares.
Burton lék i ótal leikritum á
sviði og í um 40 kvikmyndum.
Frægar voru sviðsetningar Ham-
lets, Camelot og Equus á Broad-
way, þar sem hann lék aðalhlut-
verk. Á meðal frægustu mynda
hans eru „Who’s afraid of Virg-
inia Woolf“ og „The Spy who
came in from the cold“ auk stór-
myndarinnar Kleópötru þar sem
Burton lék á móti Elizabeth Tayl-
or, eiginkonu sinni f tvfgang.
Burton lék einnig í fjölda mynda
sem gleymdar eru nú og grafnar,
því ferill hans var líkt og margra
annarra stórstjarna æði fjöl-
skrúðugur. Þegar hann lést var
hann að vinna að kvikmynd eftir
sögu George Orwell, 1984. Mót-
leikari hans í þeirri mynd er John
Hurt.
Einkalff Richards Burton var
alla tíð ofarlega á baugi f fjöl-
miðlum, og þá ekki sist er hann
gekk að eiga Elizabeth Taylor eft-
ir samleik þeirra i Kleópötru.
Hann hafði áður verið kvæntur
Sybil Williams, en þau skildu árið
1963. Hjónaband Burtons og Tayl-
ors var stormasamt og fylgdist
allur heimurinn með framgangi
þeirra mála, þar sem bæði þóttu
með mikið skap. Þau skildu árið
1974, en giftust aftur árið eftir.
Hjónabandið varði þó ekki lengi
og þau skildu aftur árið 1976.
Sama ár kvæntist hann Sally
Hunt, en þau skildu árið 1982.
Burton átti við drykkjuvanda-
mál að stríða í fjöldamörg ár og
viðurkenndi það opinberlega.
Hann reyndi oft að rífa sig upp úr
eymdinni sem hann sagði verri en
krabbamein.
Svo virtist sem Burton hefði
náð sér að mestu, ráðið fram úr
drykkjuvanda sínum og tilbúinn f
slaginn á ný, þegar kallið kom.
Burton lætur eftir sig eiginkonu,
Sally Hay, sem hann kvæntist f
fyrra og tvær dætur frá fyrsta
hjónabandi.
Júgóslavía:
Sex andófs-
menn ákærðir
Belgrid, 7. ágúsL AP.
Sex andófsmenn voru ákærðir í
Júgóslavíu um helgina fyrir „að
safnast saman í fjandsamlegum til-
gangi". Aðeins tæplega einn mánuð-
ur er síðan júgóslavneskur prófessor
var fundinn sekur um „andbylt-
ingarstarfsemi sem stofnaði þjóð-
skipulaginu í hættu“, og dæmdur í 8
ára fangelsi.
Hinir sex, sem nú voru ákærðir,
heyrðu 28 manna hópi til, sem
sótti fund með kunnasta andófs-
manni landsins, Milovan Djilas,
fyrrum varaforseta og hægri hönd
Títós fyrrv. forseta þangað til
1954. Voru andófsmennirnir leyst-
ir úr haldi 3. júlí sl.
Djilas sagði að þessi ákæra bæri
því glöggt vitni, að stjórnvöld
væru að herða tökin i innanrik-
ismálum. Bætti hann þvf við, að
verði andófsmennirnir sex fundnir
sekir eigi þeir yfir sér fimm ára
fangelsi, sem væri með öllu óskilj-
anlegt.