Morgunblaðið - 26.08.1984, Síða 3

Morgunblaðið - 26.08.1984, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1984 59 SVIPMYND Á SUNNUDEGI/CURT HANSEN Heimsmeistari unglinga í skák DANSKI skákmeistarinn Curt Hansen, sem varð heimsmeistari unglinga í skák á dögunum, er ekki mikið þekktur utan Dan- merkur og skákmannaraða. Eftir sigur hans á þessu móti hefur orð- ið snögg breyting á og er nú fjallað um hann og skákferil hans víða um heim. Danir segja að það hafi ekki komið á óvart þótt Curt Han- sen ynni heimsmeistaramót ungl- inga, flestir hafi veðjað á hann eða fyrrverandi heimsmeistara, Kiril Georgijev. Curt Hansen er nítján ára og lauk stúdentsprófi nú á sl. vori. Hann lærði mannganginn barn að aldri og var orðinn liðtækur í skák áður en hann varð tiu ára. Hann færði sér í nyt leiðsögn Jens Christian Lund, sem var einn kennara hans í barnaskóla og allslyngur skákmaður. Curt Hansen lærði einnig að rann- saka skákir upp á eigin spýtur. Hann rannsakaði byrjanir og endatöfl af mikilli ákefð, tefldi skákir sem hann kom höndum yfir í tímaritum og fannst áhugaverðar og tók þátt í skóla- skákmótum. Tólf ára vann hann skólamót og ýmsir áhugamenn um skák töldu sig sjá i piltkorni þessu efnilegan skákmann. Það var svo fyrir fjórum árum, þegar hann var fimmtán ára að aldri, að hann gat sér orð á þessum vett- vangi meðal sér eldri og reynd- ari og sextán ára hafði hann unnið sig upp í landsliðsflokk Dana. Hann fór að taka þátt í ýmsum alþjóðlegum mótum og náði athyglisverðum árangri og seig stöðugt á. Á heimsmeistara- móti, sem hann tók þátt í 16 ára, fyrir skákmenn undir sautján ára að aldri, náði hann fjórða sæti. Og svo fór, að aðrir en ákafir áhugamenn um skák tóku að beina til hans sjónum og síðustu tvö ár er óhætt að segja, að land- ar hans hafi fylgst af áhuga með ferli hans. Á Evrópumótinu um áramótin 1981—82, í yngri aldursflokki, var undir lok mótsins mjótt á munum með efstu mönnum sem voru ísraelsmaðurinn Grinfeld og Sovétmaðurinn Sokolov. Úr- slitin réðust ekki fyrr en í síð- ustu umferð og sögðu margir, að það hefði skipt sköpum, að Curt Hansen hefði sýnt óvenjulegan skapstyrk og geðstillingu á jafn erfiðu og sterku móti. Á undirbúningsmóti fyrir heimsmeistaramótið, sem var haldið í Bröndby í Danmörku, olli Curt Hansen löndum sínum aftur á móti vonbrigðum með því að ná aðeins þriðja sæti. Sokolov varð þá efstur. Á árinu 1983 virtist svo flest ganga í haginn fyrir skákmeist- arann unga. Hann varð i öðru sæti á Evrópumóti unglinga, en þar sigraði Sovétmaðurinn Jaan Ehlvest. Hann varð yngsti Dan- merkurmeistari í skák nokkru síðar og á stórmeistaramóti í Gladsaxe varð hann efstur ásamt Adorian frá Ungverja- landi. Hann hafði þá unnið það afrek að verða efstur á stór- meistaramóti og hafði fram til þess Bent Larsen einn danskra skákmanna gert það. Hann vann skömmu síðar Norðurlandamót sem haldið var í Esbjerg og náði þá fyrsta áfanga að stórmeistaranafnbót. Öðrum áfanga náði hann svo nú á heimsmeistaramótinu og eftir öllum sólarmerkjum að dæma mun hann áður en langt um líð- ur krækja sér í það sem á vant- ar, stórmeistaratign. Curt Hansen hefur í hyggju að helga sig skákinni, að minnsta kosti næstu árin. Sagt er að hann sé varfærinn skákmaður og yfirvegaður, taki sjaldan áhættu og láti sér nægja jafn- tefli ef staðan býður ekki upp á óumdeilanlegar vinningslíkur. Þó vakti það athygli skáksér- fræðinga á heimsmeistaramót- inu í Finnlandi nú, að Hansen þótti tefla af meiri dirfsku en áður og skákir hans við Georgiev og Wells voru af hans hálfu sóknarskákir. Það þykir benda til, að Hansen sé stöðugt að sækja í sig veðrið og landar hans vænta mikils af honum eftir um- sögnum og greinum i dönskum blöðum að dæma. Enda kannski ekki skrítið, enginn skákmaður danskur hefur náð neinum um- talsverðum árangri síðan Bent Larsen var og hét. Heimsmeistaramótið í Finn- iandi nú var hið 23. í röðinni. Curt Hansen er ekki í amalegum félagsskap heimsmeistara ungl- inga. Ýmsir sem síðar hafa orðið heimsmeistarar hafa unnið slík mót á yngri árum, má þar með nefna Spassky, Karpov, Kasp- arov, Miles og Beljaevski. Curt Hansen er sagður hæg- gerður piltur og hinn prúðasti, sem tekur taflmennskuna alvar- lega og er staðráðinn í að ná langt á því sviði. Og það bendir flest til að honum takist það. (Samantekt: Jóhanna KrtstjónsdóUir) — Qkotið ríöuraf. . +Arim«;tlpatskemnntiatriði og engu likt. Hún er brjáluð. Þetta ersto H ^ á Tívolísvæðinu Það geta alhr seð.^em s dd k, 15_ 18 og 21. á virkum dogum kl. 18 og 21, oy Það er eins gott að hafa sterkar taugar. Sýning og skemmtun fyrir aliafiölskYÍduna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.