Morgunblaðið - 26.08.1984, Page 4
60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1984
Leikfélag Akureyrar:
Frumsýnir leikrit eftir
Svein Einarsson í vetur
NYTT leikár hófst hjá Leikfélagi
Akureyrar þann 20. ágúst með
samlestri á gamanleiknum Einka-
líf eftir Noel Coward. Leikstjóri
er Jill Brooke Árnason og leik-
tjalda- og búningahönnuöur er
Una Collins, sem gerði búninga
að söngleiknum My Fair Lady
hjá LA síðastliðið leikár. í aðal-
hlutverkum eru Sunna Borg,
Gestur E. Jónasson, Theodór
Júlíusson og Guðlaug María
Bjarnadóttir. Frumsýning er áætl-
uð um miðjan október.
Sýningar á barnaleikritinu
Kardemommubænum í leik-
stjórn Theodórs Júlíussonar
hefjast á nýjan leik þann 8.
september en á síðasta leikári
var hann sýndur 27 sinnum.
Jólasýning LA verður nýtt
leikrit eftir Svein Einarsson
sem hann leikstýrir sjálfur.
Það ber vinnuheitið „Ég er gull
og gersemin" eins og lykilper-
sónan Sólon íslandus orti um
sjálfan sig forðum.
í febrúarlok verður sýndur
söngleikurinn Piaf eftir Pam
Gems í leikstjórn Sigurðar
Pálssonar. Leikurinn fjallar um
líf frönsku söngkonunnar Edith
Piaf, með mörgum vinsælustu
sönglögum hennar og Marlene
Dietrich.
Á síðasta leikári Leikfélags
Akureyrar vantaði eina sýn-
ingu til að þær yrðu 100 og sýn-
ingargestir urðu samtals
19.113.
DIPLOM — Einfalt, fallegt, ódýrt.
DIPLOM-þakefniö er frá Gavle Verken í Svíþjóö.
DIPLOM-þakefniö jafnast á viö tígulsteinsþak í út-
liti, en hefur ótrúlega marga kosti umfram þau.
DIPLOM er létt og allir fylgihlutir eru fáanlegir og
því er DIPLOM auövelt og einfalt í uppsetningu.
DIPLOM-þak hefur mikiö veörunarþol og endist
því vel, jafnvel í okkar norölæga veöurfari.
Síöast en ekki síst er veröiö á DIPLOM mjög hag-
stætt.
BYKO
Skemmuvegi 2, Kópavogi.
Sími 41000.
Dalshraun 15, Hafnarfiröi.
Sími 54111 — 52870.
3Httr$nnMaMfe
Góðan daginn!
Signý Pálsdóttir hefur verið
endurráðinn leikhússtjóri LA
til næstu tveggja ára og Þórey
Aðalsteinsdóttir framkvæmda-
stjóri og gjaldkeri. Leikhúsið
hefur fengið nýjan ljósameist-
ara, Alfreð Alfreðsson, og nýj-
an verkstjóra smíða- og tækni-
deildar, Hallmund Þór Krist-
insson. Fastráðnir leikarar eru
þau Sunna Borg, Þráinn
Karlsson, Marinó Þorsteinsson,
Gestur E. Jónasson og Theodór
Júlíusson, sem jafnframt er
nýkjörinn formaður Leikfélags
Akureyrar. Búningameistari er
Freygerður Magnúsdóttir.
(Úr fréttatilkynningu.)
Tölvur eru í dag fyrst og fremst notaðar við úrvinnslu
gagna. Samt er það svo að hefðbundin forritunarmál s.s.
Basic og Fortran eru fyrst og fremst ætluð fyrir tölulega
útreikninga og því ekki þjál við gagnavinnslu. Gagna-
safnskerfi hafa því augljóslega kosti fram yfir önnur mál,
þegar unnið er með gagnasöfn. Dæmi um gagnsöfn eru
m.a. birgðaskrár, fasteignaskrár og viðskiptamanna-
olrrár
MARKMIÐ:
Eitt vinsælasta gagnasafnakerfið á markaðnum í dag er
DBASE II sem fá má á velflestar smátölvur. Á þessu
námskeiði fá þátttakendur innsýn í það hvernig skal
skipuleggja gögn, gagnameðhöndlun og gagnaúr-
vinnslu, og eftir námskeiði skulu menn vera færir um að
nota DBASE II í þessu skyni.
EFNI:
— Tölvur sem gagnavinnslukerfi.
— Skipulag gagna til tölvuvinnslu.
— Gagnasafnsforrit kynnt og borin saman.
— Verkefni og æfingar í DBASE II, á tölvubúnað SFÍ.
ÞÁTTTAKENDUR:
Námskeiðið er ætlað stjórnendum og öðrum þeim sem
vilja tileinka sér notkun gagnasafnskerfa á smátölvur.
LEIÐBEINENDUR:
Valgeir Hallvarðsson,
véltæknifræðingur.
Lauk prófi við Odense
Teknikum 1978, en
starfar nú sem rekstrar-
ráðgjafi hjá Hagvangi
hf.
TÍMI — STAÐUR:
3.-5. sept. kl. 9—13.
TILKYNNIÐ PÁTTTOKU
í SÍMA 82930
Ath. Starfsmenntunarsjóður starfsmannafélags ríkisstofnana
styrkir félagsmenn sína til þátttöku á þessu námskeiði.
STJÓRNUNARFÉLAG
ISLANDS
SÍOUMULA 23
SÍMI 82930