Morgunblaðið - 26.08.1984, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1984
65
Árbók landbún-
aðarins komin út
NÝLEGA kom út hjá Framleiðslu-
ráði landbúnaðarins Arbók landbún-
aðarins fyrir árið 1983. Að venju eru
í bókinni ítarlegar skýrslur um starf-
semi Framleiðsluráðs og þróun verð-
lags á búvörum á síðasta ári.
Meðal efnis er yfirlit um ís-
lenska hestastofninn sem Egill
Bjarnason og Bjarni Guðmunds-
son hafa tekið saman. Þar er gerð
grein fyrir þróun í hrossaræktinni
og sölu lífhrossa og hrossakjöts á
undangengnum árum, og bent á að
hverju beri að stefna í hrossa-
ræktinni. Gísli Kristjánsson, fyrr-
verandi ritstjóri, skrifar grein um
útlendinga við sveitastörf hér á
landi. Þá er gerð úttekt á fram-
leiðslu nautakjöts af Halldóri
Eiðssyni líffræðingi. Þá skrifar
Gunnar Guðbjartsson, fram-
kvæmdastjóri Framleiðsluráðs,
grein sem hann nefnir „Er viðhald
dreifbýlisbyggðar landbúnaðar-
mál?“
Af ýmsu öðru efni er að taka, en
Árbókin er 191 bls. að stærð. Ár-
bókin fæst hjá Framleiðsluráði
landbúnaðarins og kostar 250
krónur.
LANDBÚNAOARINS
1983
Alkalískemmdir?
Stööviö alkalíefnabreytingar í útveggjum
meö Silan-úðun.
Vörn gegn vatni gegnir lykilhlutverki í viðleitninni
viö að draga úr alkalískemmdum.
Silan-úðun hindrar rakainnstreymi í steypta
fleti og útþurrkun hefst. Viö Silan-Úðum og not-
um Silan-efni í samræmi viö ráöleggingar Rann-
sóknarstofnunar byggingariönaöarins.
Sumariö er rétti tíminn.
Pantið Silan-úöun í síma 33349 alla daga.
Ráðherrar
funda um
samstarf
Norður-
landa
RÁÐHERRAR, sem fjalla um sam-
starf Norðurlanda, héldu nýlega
fund á Jótlandi. Matthías Á. Mathi-
esen ráðherra er fulltrúi íslands og
formaður ráðherranefndarinnar, en
auk hans sat fundinn af hálfu
lands Jón Júlíusson.
Á fundi ráðherranna bar hæst
það mál, hvernig og hvort sameina
ætti skrifstofur ráðherranefndar-
innar í Ósló og Menningarmála-
skrifstofuna í Kaupmannahöfn.
Hugmyndir um samruna skrif-
stofanna hafa verið ræddar í
nefndum, sem nú hafa skilað áliti
og gerð hefur verið úttekt á því,
með hvaða hætti mætti standa að
samruna fjárlagagerðar skrifstof-
anna tveggja. Var samþykkt á
fundi ráðherranna, að fengur væri
að því að skipuleggja samstarf
ríkisstjórna Norðurlanda með því
að sameina fjárlagagerð skrifstof-
anna og skrifstofurnar sjálfar.
Vegna þessa máls var haldinn
sameiginlegur fundur mennta-
málaráðherranefndar Norður-
landa, en formaður hennar er
Ragnhildur Helgadóttir ráðherra
og ráðherra sem fjalla um sam-
starf Norðurlanda. Einnig var
haldinn fundur með forsætisnefnd
Norðurlandaráðs. Nú er beðið eft-
ir endanlegri niðurstöðu ríkis-
stjórna hvers einstaks lands, fyrst
og fremst afstöðu til sameiningar
fjárlaga og skrifstofa. Á fundinum
á Jótlandi var samþykkt að setja á
laggirnar sérstaka skipulags-
nefnd, sem m.a. á að gera tillögur
um skipulag nýrrar skrifstofu.
Ráðherrar munu á næstu vikum
taka mál þetta til umræðu hver í
sinni ríkisstjórn.
(tlr frétutilkynninfni.)
R
s-ÍÍ
STORLÆKKAÐ
VERÐ