Morgunblaðið - 23.10.1984, Page 1

Morgunblaðið - 23.10.1984, Page 1
32 SIÐUR jreguttftfaMfr STOFNAÐ 1913 204. tbl. 71. árg. ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Tutu á faraldsfæti AP/Símamynd. Tutu, biskup þeldökkra Suður- Afríkumanna, kom til New York í gær ásamt dóttur sinni (t.v.) frá S-Afríku. Tutu hefur verið útnefndur handhafi friðarverðlauna Nóbels. Tekur hann við verðlaununum við athöfn í næsta mánuði. Útnefning hans þykir söguleg og málstað þeldökkra Suður-Afríkubúa til framdráttar. Brezka kolanámadeilan: Reynt að afstýra lokun allra náma Loadon, 22. oklðber. AP. STJÓRN brezku ríkiskolanámanna (NCB) og leiðtogar samtaka námu- verkstjóra féllust f dag á að hefja samningaviðræður að nýju á morgun, þriðjudag, til að afstýra lokun allra kolanáma landsins í vikunni. Námaverkstjórar hafa boðað til verkfalls á fimmtudag og segja leiðtogar þeirra það undir því komið hvort NCB slaki á afstöðu sinni hvort verkfall kemur til framkvæmda. Verði af verkfalli þeirra lokast sjálfkrafa þær 40 námur, sem starfræktar hafa verið þrátt fyrir verkfall námamanna, sem orðið er átta mánaða langt. í heilsíðuauglýsingu í brezkum blöðum í dag sagði stjórn nám- anna að hún gæti ekki gefið meira eftir og komið frekar til móts við kröfur brezkra kolanámumanna. Upp úr slitnaði í viðræðum NCB og samtaka kolanámamanna 15. október sl. Verkföll hófust í kolanámunum 12. marz er NCB tilkynnti lokun 20 óarðbærra kolanáma þar sem 20 Jafntefli í seinna sjónyarpseinyíginu: Forskot Reagan of mikið fyrir Mondale? Kansas Cily, 22. október. AP. ÁHORFENDUR að einvígi Ronald Reagan forseta og Walter Mondale frambjóðanda demókrataflokksins í nótt skiptust í tvo jafnstóra hópa í afstöðunni til þess hvor þeirra hefði staðið sig betur, samkvæmt skoð- anakönnunum Newsweek og ABC. Fjórðungur aðspurðra gerði ekki upp á milli þeirra. Mondale þótti hafa staðið sig mun betur en Reagan í fyrra einvígi þeirra 7. október sl., er fjallað var um innanríkismál, en nú voru utanríkismál til umræðu. Af hálfu beggja frambjóðenda var sigri hins vegar hrósað nú og fylgismenn Reagan segja hann öruggan með sig- ur 6. nóvember nk. Sjö manna kappræðudómstóll AP-fréttastofunn- ar úrskurðaði Mondale sigurvegara með 187 stigum gegn 168 í einvíginu í nótt Tvær vikur eru til kosninga og samkvæmt skoðanakönnunum síð- ustu daga nýtur Reagan 9—25 prósentustiga meira fylgis en Mondale. Mondale hefur sótt í sig veðrið frá fyrra einvígi þeirra, en fréttaskýrendur hallast að þvi að forskot Reagan sé of mikið til að Mondale geti gert sér vonir úr þessu, einkum eftir jafntefli í seinna einvíginu. Kínverskir embættismenn, sem fylgdust með einvíginu um gervi- hnött, sögðu Reagan ekki hafa haft staðreyndir á hreinu og að Mondale hafi virst betur að sér. TASS-fréttastofan sagði Reagan hafa að engu haft kunnar stað- reyndir og undirstöðuatriði er Ronald Reagan hann skýrði stefnu sína í varn- armálum i einvíginu, og að hann stæði enn í sömu sporum í afstöð- unni til afvopnunarmála. Sagði TASS einkum frá gagnrýni Mon- dale á Reagan en vék ekki orðum að gagnrýni Reagan á keppinaut sinn. Bandarískir leiðtogar höfðu á orði hvað Reagan hefði staðið sig mun betur en í fyrra einvíginu. t umræðunum drógu báðir frambjóðendur í efa hæfni hins og dómgreind til þess að fást við utanríkismál. Fjallað var m.a. um Mið-Ameríku, friðartilraunir í Miðausturlöndum, einkum atburði í Líbanon, afvopnunarmál og fækkun kjarnavopna og vígbúnað í geimnum. Mondale deildi hart á forystuhæfileika Reagan og sagði stefnu hans í Líbanon, Mið- Ameríku, afvopnunarmálum og sakborninginn dreginn til ábyrgð- ar ef rannsókn leiddi í ljós hver hann væri. Mondale kvað tilvist bæklingsins eitt margra dæma um það hve litla yfirsýn forsetinn hefði um það sem færi fram á stjórnarheimilinu. Reagan nefndi Kyrrahafssvæðið sérstaklega sem „lykilsvæði" bandarískra hagsmuna í framtíð- inni og lét í ljós stuðning við Marcos Filippseyjaforseta. Lýð- réttindi væru þar ekki í nógu góðu horfi en „fjölmenn hreyfing kommúnista“ sæktist eftir völdum á Filippseyjum, og það væri verri valkostur. þúsund námamenn starfa. Náma- verkstjórar boðuðu verkfall er NCB svipti þá verkstjóra launum er urðu við tilmælum verkfalls- varða við starfandi námur um að mæta ekki til vinnu. Peter Walker orkuráðherra sak- aði samtök námamanna um „stór- felldar blekkingar" við hávaða- samar þingumræður með því að segja stjórn kolanámanna ábyrga fyrir því að viðræður í koladeil- unni liggja niðri. Gemayel óvænt til Líbýu Beirút, 22. október. AP. AMIN Gemayel Líbanonforseti hélt til Líbýn í dag í boði Moammar Khadafy. Ferð forsetans kemur mjög á óvart og var á henni lítill fyrirvari. Ekki var frá því skýrt hver tilgangur ferðarinnar væri en talið er að hún sé fyrsta skrefíð í þeirri viðleitni Líbana að fá Arabaríkin til að hefja að nýju greiðslur á sérstöku árlegu 400 milljóna dollara framlagi til Líbanon, sem heitið var frá og með 1979. Gemayel og föruneyti hans ferð- uðust í þyrlu frá forsetahöllinni til Kýpur þar sem stigið var um borð í flugvél forsetans, sem flogið var fyrr um daginn frá alþjóðaflug- vellinum í Beirút. Kaus forsetinn þennan ferðamáta vegna bardaga í flóttamannabúðum Palestinu- manna við flugvöllinn í dag og gær. Átta manns a.m.k. féllu f átökun- um og 14 særðust. Áttust við Pal- estínumenn og shítar. Gemayel stýrði í morgun neyð- arfundi ríkisstjórnarinnar um leið- ir til að stöðva verðfall á gjaldmiðli landsins og hugsanlegar viðræður við Israela um Öryggisgæzlu í Suður-Líbanon. Ferð Gemayel til Líbýu er önnur ferð hans þangað frá þvf hann tók við starfi forseta 1982. Leiðtogar fylkinga, sem barist hafa gegn for- setanum, undir forystu Jumblatt drúsaleiðtoga, sóttu Khadafy heim í fyrri viku. Walter Mondale fleiri málum hafa lítillækkað Bandaríkin og einungis styrkt stöðu óvinarins. Mondale kvað for- setann ekki þann foringja og stjórnanda, sem til væri ætlast, og hann fylgdist illa eða ekki með viðkvæmum málum, sem stjórn hans fjallaði um. Hann væri eini forsetinn í seinni tíð, sem ekki hefði náð vopnasamkomulagi við Sovétmenn og hann hefði engum árangri náð í afvopnunarmálum. Reagan varði stefnu sína og sagði Mondale hafa veikan mál- stað að verja er öryggis- og varn- armál væru annars vegar. Reagan fordæmdi bækling, sem sagður er hafa verið gefinn út á vegum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, er inniheldur teiðbeiningar til andstæðinga sandinistastjórn- arinnar í Nicaragua, m.a. um af- tökur og mannrán. Sagði Reagan Óbreytt olíuverð og framleiðsluminnkun Genf, 22. október. AP. Olíuráðherra Saudi-Arabíu, Sheik Ahmed Zaki, sagði í kvöld að olíuverð yrði óbreytt enn um sinn, og hefur náðst sarakomulag um að OPEC-riki dragi úr framleiðslu til að komast hjá verðlækkun vegna aukinnar framleiðslu ríkja utan bandalagsins og minnkandi eftir- spurnar. OPEC-ríkin hafa verið undir þrýstingi um að lækka olíuverð í kjölfar verðlækkunar Norð- manna, Breta og Nigeríumanna. Verð OPEC er 29 dollarar á fatið, en Nígeríumenn lækkuðu það niður í 28 dollara hjá sér, er Bret- ar lækkuðu sitt verð í 28,65 doll- ara og Norðmenn í 30 dollara fat- ið. Talið er að Saudi-Arabía og Kuwait verði að draga úr fram- leiðslu sinni um 20% til að vega upp á móti verðlækkun Breta og Norðmanna. Búist er við að fund- ur OPEC í næstu viku geti orðið afdrifarikur og að þá komi i ljós hvort nægileg samstaða sé f sam- tökunum til að þau fái haldið áhrifum sínum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.